Enn og aftur sumarlokun hjá SÁÁ Sigmar Guðmundsson skrifar 29. apríl 2024 16:15 Ég fékk það staðfest fyrr í dag að SÁÁ lokar meðferðarstöðinni Vík í sumar vegna fjárskorts. Og göngudeildinni. Enn og aftur þarf að loka í sex vikur. Fólk sem leitar sér aðstoðar á Vogi í sumar fær sem sagt ekki neina samfellu í sinni meðferð. Eftir tíu daga á Vogi tekur ekkert við, hvorki göngudeild né Vík, fyrr en eftir dúk og disk. Í dag eru 700 manns á biðlista hjá SÁÁ, og um hundrað manns á biðlista hjá Krýsuvík. Sumarlokun í sex vikur hjá stærstu meðferðarstöðinni bætir enn á þann vanda. Mér finnst þetta vera skeytingarleysi gagnvart fólki með fíknisjúkdóm því heilbrigðisráðherra svaraði mér þannig í þinginu síðasta haust að þetta myndi ekki endurtaka sig. „Jú, við eigum alveg að geta haldið meðferðarstöðinni Vík opinni vegna þess að staðreyndin er sú að þetta myndi kosta innan við 1% af ríkisframlagi. Það á ekki að standa í neinum. Ég er bara að segja að ég er alltaf tilbúinn til samtals og hef spurt af hverju og hvað þurfi til að halda þessu gangandi.“ Svo mörg voru þau orð, en því miður reyndust þau marklaus. Lok, lok og læs. Ég spurði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra um þetta á Alþingi í dag og hann hafði ekki heyrt af þessari lokun nú. Það er erfitt að átta sig á hvernig það má vera að atburðarásin er alltaf sú sama, en ekkert breytist. Það þarf að bæta við fjármagni, allir sammála um það á haustin, en svo gerist ekkert og þjónustan skerðist verulega yfir sumartímann. Ráðherra verður að stíga fastar inn í þessa atburðarás. Hann hefur úrræði og völd til að koma í veg fyrir þetta. Það er ekki sannfærandi að vísa í vinnu starfshópa eða yfirstandandi samningaviðræðna á milli SÁÁ og sjúkratrygginga. Það þarf að hlúa að fólki í dag og í sumar. Fólk veikist þótt nefndir séu að störfum og samningaviðræður í gangi. Þetta er einfaldlega banvænn sjúkdómur og hann fer ekki í sumarfrí. Þetta er bara algerlega glatað í alla staði. Við verðum að gera betur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein SÁÁ Meðferðarheimili Fíkn Sigmar Guðmundsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Ég fékk það staðfest fyrr í dag að SÁÁ lokar meðferðarstöðinni Vík í sumar vegna fjárskorts. Og göngudeildinni. Enn og aftur þarf að loka í sex vikur. Fólk sem leitar sér aðstoðar á Vogi í sumar fær sem sagt ekki neina samfellu í sinni meðferð. Eftir tíu daga á Vogi tekur ekkert við, hvorki göngudeild né Vík, fyrr en eftir dúk og disk. Í dag eru 700 manns á biðlista hjá SÁÁ, og um hundrað manns á biðlista hjá Krýsuvík. Sumarlokun í sex vikur hjá stærstu meðferðarstöðinni bætir enn á þann vanda. Mér finnst þetta vera skeytingarleysi gagnvart fólki með fíknisjúkdóm því heilbrigðisráðherra svaraði mér þannig í þinginu síðasta haust að þetta myndi ekki endurtaka sig. „Jú, við eigum alveg að geta haldið meðferðarstöðinni Vík opinni vegna þess að staðreyndin er sú að þetta myndi kosta innan við 1% af ríkisframlagi. Það á ekki að standa í neinum. Ég er bara að segja að ég er alltaf tilbúinn til samtals og hef spurt af hverju og hvað þurfi til að halda þessu gangandi.“ Svo mörg voru þau orð, en því miður reyndust þau marklaus. Lok, lok og læs. Ég spurði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra um þetta á Alþingi í dag og hann hafði ekki heyrt af þessari lokun nú. Það er erfitt að átta sig á hvernig það má vera að atburðarásin er alltaf sú sama, en ekkert breytist. Það þarf að bæta við fjármagni, allir sammála um það á haustin, en svo gerist ekkert og þjónustan skerðist verulega yfir sumartímann. Ráðherra verður að stíga fastar inn í þessa atburðarás. Hann hefur úrræði og völd til að koma í veg fyrir þetta. Það er ekki sannfærandi að vísa í vinnu starfshópa eða yfirstandandi samningaviðræðna á milli SÁÁ og sjúkratrygginga. Það þarf að hlúa að fólki í dag og í sumar. Fólk veikist þótt nefndir séu að störfum og samningaviðræður í gangi. Þetta er einfaldlega banvænn sjúkdómur og hann fer ekki í sumarfrí. Þetta er bara algerlega glatað í alla staði. Við verðum að gera betur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun