Lítilsvirðing gagnvart konum eigi ekki að líðast hjá RÚV Jón Þór Stefánsson skrifar 29. apríl 2024 23:27 „Ríkisútvarpið á ekki að láta það óátalið að yfirmaður tali til undirmanns síns af lítilsvirðingu gagnvart konum, miðað við þá upplifun sem María Sigrún Hilmarsdóttir hefur lýst opinberlega síðustu daga,“ segir Sigríður Dögg. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að Ríkisútvarpið eigi ekki að láta það óátalið að yfirmaður tali til undirmanns síns af lítilsvirðingu gagnvart konum. Þarna vísar hún till máls Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttakonu á RÚV sem hefur verið til mikillar umfjöllunar síðustu daga. Innslag Maríu í fréttaskýringarþáttinn Kveik fór ekki í loftið. Þar að auki er hún ekki lengur hluti af ritstjórnarteymi þáttanna. Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu RÚV hefur fullyrt að engin annarleg sjónarmið búi að baki ákvörðuninni að sýna ekki innslag Maríu. Að hans sögn var innslagið ekki tilbúið til sýningar. María hefur sjálf gefið lítið fyrir þær skýringar og sagst hafa skilað uppkasti með góðum fyrirvara. Í færslu sem Sigríður Dögg birtir á Facebook síðu sinni minnist hún á könnun sem Blaðamannafélagið gerði fyrir síðustu kjaraviðræður. Niðurstöður könnunarinnar bentu til þess að konur innan blaðamannastéttarinnar upplifðu mun meira álag í starfi en karlar og óttast í miklu meira mæli um starfsöryggi sitt. Þá segir Sigríður að alþjóðlegar rannsóknir sýni að kvenkyns blaðamenn verða fyrir meira áreiti tengdu starfi þeirra en karlkyns kollegar. Þá hljóti þær síður stöðuhækkun og laun þeirra séu víðast lægri. „Ríkisútvarpið á ekki að láta það óátalið að yfirmaður tali til undirmanns síns af lítilsvirðingu gagnvart konum, miðað við þá upplifun sem María Sigrún Hilmarsdóttir hefur lýst opinberlega síðustu daga. Þá skiptir engu máli hver ástæðan fyrir ágreiningnum er. Ekki aðeins er RÚV stærsti fjölmiðill landsins, heldur er hann í ríkiseigu, og á að vera til fyrirmyndar - og lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast, hvorki þar né annars staðar,“ segir í færslu Sigríðar. „Þó svo að jafnrétti mælist mest hér af öllum löndum er því miður staðan enn þannig að víða hallar enn á konur - og ekki síst í fjölmiðlum. Karlar stýra enn flestum fjölmiðlum landsins og á ríkismiðlinum eru karlar í nær öllum stjórnunarstöðum,“ bætir hún við. „Við, sem samfélag, megum aldrei hætta að benda á það sem gera má betur. RÚV - gerið betur.“ Uppfært klukkan 23:57. Sigríður Dögg hefur bætt við færslu sína að hún þekki Ingólf Bjarna Sigfússon, ritstjóra Kveiks, einungis af góðu einu, og hún segist vita að hann sé vandaður og heiðarlegur fagmaður. Ingólfur á að hafa sagt eitthvað á þá leið að hæfileikar Maríu lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku, en hún væri frábær fréttalesari. „Allar vangaveltur í fjölmiðlum um að umfjöllun Maríu Sigrúnar hafi verið tekin úr birtingu af einhverjum annarlegum hvötum standast enga skoðun. Ritstjórar ritstýra - og það kemur oft fyrir að ritstjóri metur umfjöllun þannig að hana þurfi að vinna meira. Það er leitt að sjá andstæðinga RÚV stökkva á tækifærið til að grafa undan fréttastofunni og þeim sem þar vinna, sem ég veit af eigin raun að gera það af heiðarleika og metnaði,“ segir í uppfærðri færslu Sigríðar. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Gefur lítið fyrir útskýringar fréttastjórans María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. 27. apríl 2024 17:53 Vill að fréttastofa RÚV biðji Maríu Sigrúnu afsökunar Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, segir að forsvarsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins beri að biðja fréttakonuna Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar fyrir að reka hana úr ritstjórnarteymi fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Yfirlýsing fréttastjóra innihaldi grófar ærumeiðingar um Maríu Sigrúnu. 28. apríl 2024 13:56 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sjá meira
Innslag Maríu í fréttaskýringarþáttinn Kveik fór ekki í loftið. Þar að auki er hún ekki lengur hluti af ritstjórnarteymi þáttanna. Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu RÚV hefur fullyrt að engin annarleg sjónarmið búi að baki ákvörðuninni að sýna ekki innslag Maríu. Að hans sögn var innslagið ekki tilbúið til sýningar. María hefur sjálf gefið lítið fyrir þær skýringar og sagst hafa skilað uppkasti með góðum fyrirvara. Í færslu sem Sigríður Dögg birtir á Facebook síðu sinni minnist hún á könnun sem Blaðamannafélagið gerði fyrir síðustu kjaraviðræður. Niðurstöður könnunarinnar bentu til þess að konur innan blaðamannastéttarinnar upplifðu mun meira álag í starfi en karlar og óttast í miklu meira mæli um starfsöryggi sitt. Þá segir Sigríður að alþjóðlegar rannsóknir sýni að kvenkyns blaðamenn verða fyrir meira áreiti tengdu starfi þeirra en karlkyns kollegar. Þá hljóti þær síður stöðuhækkun og laun þeirra séu víðast lægri. „Ríkisútvarpið á ekki að láta það óátalið að yfirmaður tali til undirmanns síns af lítilsvirðingu gagnvart konum, miðað við þá upplifun sem María Sigrún Hilmarsdóttir hefur lýst opinberlega síðustu daga. Þá skiptir engu máli hver ástæðan fyrir ágreiningnum er. Ekki aðeins er RÚV stærsti fjölmiðill landsins, heldur er hann í ríkiseigu, og á að vera til fyrirmyndar - og lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast, hvorki þar né annars staðar,“ segir í færslu Sigríðar. „Þó svo að jafnrétti mælist mest hér af öllum löndum er því miður staðan enn þannig að víða hallar enn á konur - og ekki síst í fjölmiðlum. Karlar stýra enn flestum fjölmiðlum landsins og á ríkismiðlinum eru karlar í nær öllum stjórnunarstöðum,“ bætir hún við. „Við, sem samfélag, megum aldrei hætta að benda á það sem gera má betur. RÚV - gerið betur.“ Uppfært klukkan 23:57. Sigríður Dögg hefur bætt við færslu sína að hún þekki Ingólf Bjarna Sigfússon, ritstjóra Kveiks, einungis af góðu einu, og hún segist vita að hann sé vandaður og heiðarlegur fagmaður. Ingólfur á að hafa sagt eitthvað á þá leið að hæfileikar Maríu lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku, en hún væri frábær fréttalesari. „Allar vangaveltur í fjölmiðlum um að umfjöllun Maríu Sigrúnar hafi verið tekin úr birtingu af einhverjum annarlegum hvötum standast enga skoðun. Ritstjórar ritstýra - og það kemur oft fyrir að ritstjóri metur umfjöllun þannig að hana þurfi að vinna meira. Það er leitt að sjá andstæðinga RÚV stökkva á tækifærið til að grafa undan fréttastofunni og þeim sem þar vinna, sem ég veit af eigin raun að gera það af heiðarleika og metnaði,“ segir í uppfærðri færslu Sigríðar.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Gefur lítið fyrir útskýringar fréttastjórans María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. 27. apríl 2024 17:53 Vill að fréttastofa RÚV biðji Maríu Sigrúnu afsökunar Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, segir að forsvarsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins beri að biðja fréttakonuna Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar fyrir að reka hana úr ritstjórnarteymi fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Yfirlýsing fréttastjóra innihaldi grófar ærumeiðingar um Maríu Sigrúnu. 28. apríl 2024 13:56 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sjá meira
Gefur lítið fyrir útskýringar fréttastjórans María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. 27. apríl 2024 17:53
Vill að fréttastofa RÚV biðji Maríu Sigrúnu afsökunar Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, segir að forsvarsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins beri að biðja fréttakonuna Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar fyrir að reka hana úr ritstjórnarteymi fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Yfirlýsing fréttastjóra innihaldi grófar ærumeiðingar um Maríu Sigrúnu. 28. apríl 2024 13:56