„Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2024 10:31 DeAndre Kane slær í myndatökuvél á leið sinni til búningsherbergja eftir að hann var rekinn af velli gegn Keflavík. Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. Kane fékk tæknivillu fyrir leikaraskap í seinni hálfleik og var sendur í sturtu. Fyrr í leiknum hafði hann fengið óíþróttamannslega villu. Kane var langt frá því að vera sáttur og það tók sinn tíma að koma honum af velli. Grindavík vann leikinn, 102-94, og komst þar með í 1-0 í einvíginu. Kane hefur verið mikið milli tannanna á fólki undanfarnar vikur en hann missti af einum leik í einvíginu gegn Tindastóli vegna leikbanns. Að mati Teits Örlygssonar gerðu dómararnir rétt þegar þeir gáfu Kane tæknivilluna fyrir leikaraskapinn. Hann vill þó ekki sjá Grindvíkinginn fara í leikbann. „Það er búið að dæma þetta í allan vetur. Ég sá bara svona í síðasta leik, þessar floppvillur. Mér finnst allt í lagi að það sé tekið á þessu af því við vorum farin að sjá ansi marga dómara þar sem menn voru að plata dómarana með einhverju leiðinafloppi. En að fara í leikbann út af því finnst mér algjörlega fáránlegt,“ sagði Teitur en Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sagðist í viðtali eftir leikinn búast við því að Kane færi í leikbann. „Þarna þarf dómarinn væntanlega að meta hversu mikill leikaraskapur þetta er, sem þetta er, því venjulega fá leikmenn aðvörun ef þetta er smá á jaðrinum og svo fá þeir tæknivillu ef þeir gera það aftur,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson. Strákarnir ræddu svo um hegðun Kanes eftir að hann var rekinn úr húsi og Stefán Árni Pálsson benti á að Jón Bender, eftirlitsdómari leiksins, hefði verið með nefið ofan í því. „Jón stendur yfir þessu þegar hann slær í myndavélina og hann hefði getað meitt hann. Svo heldur hann áfram og hreytir einhverju í Pétur [Ingvarsson, þjálfara Keflavíkur] og slær í eitthvað grindverk. Jón Bender stóð bara yfir þessu allan tímann en ég hef ekki hugmynd um hvort þeir ætli að gera eitthvað í þessu eða ekki,“ sagði Teitur. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um brottrekstur DeAndres Kane „Við vitum ekki nákvæmlega núna hvort þetta núllast út, þetta leikbann sem hann tók út á sínum tíma. Ef svo er, þá er ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann út af þessu, frekar en einhverju öðru,“ sagði Matthías. Teitur furðaði sig svo á að enginn Grindvíkingur hefði stöðvað Kane þegar hann kvartaði í dómurum leiksins eftir að búið var að vísa honum af velli. Kane skoraði 24 stig á þeim 26 mínútum sem hann spilaði í leiknum í gær. Hann tók einnig sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Næsti leikur Grindavíkur og Keflavíkur fer fram í Keflavík á laugardaginn. Umræðuna um brottrekstur Kanes má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Guðni stal senunni í Smáranum: „Sástu forsetann þarna?“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var á meðal áhorfenda á fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í gær. Hrifning hans á einni af flottustu körfu leiksins leyndi sér ekki og voru sérfræðingar Körfuboltakvölds yfir sig hrifnir af viðbrögðum Guðna sömuleiðis. 1. maí 2024 08:58 Remy Martin ekki meira með í þessari úrslitakeppni Keflvíkingar fengu slæmar fréttir í kvöld eftir að farið var með Remy Martin á sjúkrahús. 30. apríl 2024 23:15 „Breytir einvíginu ansi mikið“ „Basile náði að klára þetta þegar hann kom sér á körfuna. Við áttum erfitt með að dekka hann,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Keflavík er 1-0 undir í einvíginu. 30. apríl 2024 21:57 Martin meiddist og á leið upp á sjúkrahús Remy Martin, lykilmaður í liði Keflavíkur í Subway-deild karla í körfubolta, meiddist illa gegn Grindavík í kvöld. Hann er á leið upp á sjúkrahús þegar fréttin er skrifuð. 30. apríl 2024 20:22 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira
Kane fékk tæknivillu fyrir leikaraskap í seinni hálfleik og var sendur í sturtu. Fyrr í leiknum hafði hann fengið óíþróttamannslega villu. Kane var langt frá því að vera sáttur og það tók sinn tíma að koma honum af velli. Grindavík vann leikinn, 102-94, og komst þar með í 1-0 í einvíginu. Kane hefur verið mikið milli tannanna á fólki undanfarnar vikur en hann missti af einum leik í einvíginu gegn Tindastóli vegna leikbanns. Að mati Teits Örlygssonar gerðu dómararnir rétt þegar þeir gáfu Kane tæknivilluna fyrir leikaraskapinn. Hann vill þó ekki sjá Grindvíkinginn fara í leikbann. „Það er búið að dæma þetta í allan vetur. Ég sá bara svona í síðasta leik, þessar floppvillur. Mér finnst allt í lagi að það sé tekið á þessu af því við vorum farin að sjá ansi marga dómara þar sem menn voru að plata dómarana með einhverju leiðinafloppi. En að fara í leikbann út af því finnst mér algjörlega fáránlegt,“ sagði Teitur en Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sagðist í viðtali eftir leikinn búast við því að Kane færi í leikbann. „Þarna þarf dómarinn væntanlega að meta hversu mikill leikaraskapur þetta er, sem þetta er, því venjulega fá leikmenn aðvörun ef þetta er smá á jaðrinum og svo fá þeir tæknivillu ef þeir gera það aftur,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson. Strákarnir ræddu svo um hegðun Kanes eftir að hann var rekinn úr húsi og Stefán Árni Pálsson benti á að Jón Bender, eftirlitsdómari leiksins, hefði verið með nefið ofan í því. „Jón stendur yfir þessu þegar hann slær í myndavélina og hann hefði getað meitt hann. Svo heldur hann áfram og hreytir einhverju í Pétur [Ingvarsson, þjálfara Keflavíkur] og slær í eitthvað grindverk. Jón Bender stóð bara yfir þessu allan tímann en ég hef ekki hugmynd um hvort þeir ætli að gera eitthvað í þessu eða ekki,“ sagði Teitur. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um brottrekstur DeAndres Kane „Við vitum ekki nákvæmlega núna hvort þetta núllast út, þetta leikbann sem hann tók út á sínum tíma. Ef svo er, þá er ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann út af þessu, frekar en einhverju öðru,“ sagði Matthías. Teitur furðaði sig svo á að enginn Grindvíkingur hefði stöðvað Kane þegar hann kvartaði í dómurum leiksins eftir að búið var að vísa honum af velli. Kane skoraði 24 stig á þeim 26 mínútum sem hann spilaði í leiknum í gær. Hann tók einnig sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Næsti leikur Grindavíkur og Keflavíkur fer fram í Keflavík á laugardaginn. Umræðuna um brottrekstur Kanes má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Guðni stal senunni í Smáranum: „Sástu forsetann þarna?“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var á meðal áhorfenda á fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í gær. Hrifning hans á einni af flottustu körfu leiksins leyndi sér ekki og voru sérfræðingar Körfuboltakvölds yfir sig hrifnir af viðbrögðum Guðna sömuleiðis. 1. maí 2024 08:58 Remy Martin ekki meira með í þessari úrslitakeppni Keflvíkingar fengu slæmar fréttir í kvöld eftir að farið var með Remy Martin á sjúkrahús. 30. apríl 2024 23:15 „Breytir einvíginu ansi mikið“ „Basile náði að klára þetta þegar hann kom sér á körfuna. Við áttum erfitt með að dekka hann,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Keflavík er 1-0 undir í einvíginu. 30. apríl 2024 21:57 Martin meiddist og á leið upp á sjúkrahús Remy Martin, lykilmaður í liði Keflavíkur í Subway-deild karla í körfubolta, meiddist illa gegn Grindavík í kvöld. Hann er á leið upp á sjúkrahús þegar fréttin er skrifuð. 30. apríl 2024 20:22 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira
Guðni stal senunni í Smáranum: „Sástu forsetann þarna?“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var á meðal áhorfenda á fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í gær. Hrifning hans á einni af flottustu körfu leiksins leyndi sér ekki og voru sérfræðingar Körfuboltakvölds yfir sig hrifnir af viðbrögðum Guðna sömuleiðis. 1. maí 2024 08:58
Remy Martin ekki meira með í þessari úrslitakeppni Keflvíkingar fengu slæmar fréttir í kvöld eftir að farið var með Remy Martin á sjúkrahús. 30. apríl 2024 23:15
„Breytir einvíginu ansi mikið“ „Basile náði að klára þetta þegar hann kom sér á körfuna. Við áttum erfitt með að dekka hann,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Keflavík er 1-0 undir í einvíginu. 30. apríl 2024 21:57
Martin meiddist og á leið upp á sjúkrahús Remy Martin, lykilmaður í liði Keflavíkur í Subway-deild karla í körfubolta, meiddist illa gegn Grindavík í kvöld. Hann er á leið upp á sjúkrahús þegar fréttin er skrifuð. 30. apríl 2024 20:22