Þjóðarsátt líka fyrir fatlað fólk Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar 1. maí 2024 19:00 1.maí er mikilvægur dagur í kjarabaráttu íslensks verkafólks þar sem vakin er athygli á þeim kaupum og kjörum sem vinnandi fólk fær fyrir starfsframlag sitt. Allt gott og blessað við það. En hverjir láta sig kaup og kjör fatlaðs fólks varða? Hverjir berjast fyrir bættum kjörum okkar sem erum háð lífeyri almannatrygginga ríkisins? Stjórnmálafólk hefur talað um okkar kjör á margan mismunandi hátt td „að kaupmáttur okkar hafi aldrei verið meiri“, „að aldrei hafi meira verið lagt í þennan málaflokk“, að við höfum aldrei haft það betra“ og „að við getum ekki lengur beðið eftir réttlætinu“. Margt fólk talar um okkur sem sníkjudýr á kerfinu, að við nennum ekki að vinna og viljum bara fá allt rétt uppí hendurnar, það er ekki eins og við höfum haft val um að veikjast, verða fyrir slysi eða fæðast með fötlun og geta þar af leiðandi ekki framfleytt okkur að hluta eða fullu með atvinnuþátttöku. Þriðjungur fólks á lífeyri almannatrygginga er á vinnumarkaði að hluta eða öllu og greiðir sína skatta af þeim. Hátt hlutfall þessa hóps sinnir margskonar félagsstarfi, til að halda sér í virkni og forðast félagslega einangrun. Fatlað fólk fer jafnt við aðra í verslanir og greiðir af þeim innkaupum virðisaukaskatt til ríkissjóðs, með auknum ráðstöfunartekjum yrði sá hlutur meiri, því öll þurfum við jú að fæða okkur og klæða. Ráðafólki þessa lands þykja þó fatlað fólk vera fólkið með breiðu bökin, eina ferðina enn, ef marka má nýja fjármálaáætlun.Þar er gert ráð fyrir að 10,1 milljarður verði tekin úr málaflokknum til að koma til móts við kjarasamninga og draga úr þenslu. Þið verðið að fyrirgefa en mér finnst þetta grátbroslegt. Í nýlega útkominni skýrslu Vörðu sem unnin var fyrir ÖBÍ, kemur fram að 68% faltaðs fólks getur ekki mætt óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Svo hvað verður um þá sem ekkert lánstraust hafa af einhverjum ástæðum? Í nýlegri könnun Gallup kemur fram að almenningur telur að óskertur örorkulífeyrir eftir skatt eigi að nema 423.000 krónum að meðaltali. Þetta sama fólk segir að það þurfi 502.000 krónur að meðaltali, ef það missti starfsgetuna á morgun.Í dag eru hæðstu mögulegar greiðslur í almannatryggingakerfinu (fyrsta mat 18 ára, býr ein/n/eitt, engar aðrar tekjur) 381.065 krónur eftir skatt á strípuðum lífeyri, (reiknivél örorkulífeyris á heimasíðu TR). Aðeins handfylli örorkulífeyristaka uppfylla þau skilyrði. Samkvæmt gögnum TR voru greiðslur örorkulífeyris í apríl 328.000 krónur að meðaltali fyrir skatt. Það hlýtur hvert einasta mannsbarn að sjá það að 300.000 krónur duga ekki til framfærslu á Íslandi í dag. Stöðunni á leigumarkaði má líkja við stríðsástand, þar sem slegist er upp á líf og dauða um hvern fermeter sem er í boði. Matarkarfan hefur hækkað svo svívirðilega að einn haldapoki sem hvorki inniheldur kjöt eða fisk kostar ekki minna en 7.000 krónur. Fólk lifir ekki endalaust á pasta, núðlum og hafragraut! Rannsóknir/kannanir sýna framm á að fatlað fólk neitar sér ítrekað um lækniskostnað, lyfjakaup, sjúkraþjálfun, bíóferðir, kaffihús, leikhús, tónleika og svo mætti lengi telja. Fatlað fólk er líka fólk og vil bara fá að taka þátt í samfélaginu til jafns við aðra á sínum forsendum en ekki skerðingum og takmörkunum, líkt og um fangabúðir væri að ræða. Hættum að beita fatlað fólk fjárhagslegu ofbeldi. Ekkert um okkur án okkar. Höfundur er varaformaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál, formaður Samtaka Hjólabúa, formaður keiludeildar ÍR, móðir, dóttir, systir, vinkona, frænka og verðandi amma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Verkalýðsdagurinn Kjaramál Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
1.maí er mikilvægur dagur í kjarabaráttu íslensks verkafólks þar sem vakin er athygli á þeim kaupum og kjörum sem vinnandi fólk fær fyrir starfsframlag sitt. Allt gott og blessað við það. En hverjir láta sig kaup og kjör fatlaðs fólks varða? Hverjir berjast fyrir bættum kjörum okkar sem erum háð lífeyri almannatrygginga ríkisins? Stjórnmálafólk hefur talað um okkar kjör á margan mismunandi hátt td „að kaupmáttur okkar hafi aldrei verið meiri“, „að aldrei hafi meira verið lagt í þennan málaflokk“, að við höfum aldrei haft það betra“ og „að við getum ekki lengur beðið eftir réttlætinu“. Margt fólk talar um okkur sem sníkjudýr á kerfinu, að við nennum ekki að vinna og viljum bara fá allt rétt uppí hendurnar, það er ekki eins og við höfum haft val um að veikjast, verða fyrir slysi eða fæðast með fötlun og geta þar af leiðandi ekki framfleytt okkur að hluta eða fullu með atvinnuþátttöku. Þriðjungur fólks á lífeyri almannatrygginga er á vinnumarkaði að hluta eða öllu og greiðir sína skatta af þeim. Hátt hlutfall þessa hóps sinnir margskonar félagsstarfi, til að halda sér í virkni og forðast félagslega einangrun. Fatlað fólk fer jafnt við aðra í verslanir og greiðir af þeim innkaupum virðisaukaskatt til ríkissjóðs, með auknum ráðstöfunartekjum yrði sá hlutur meiri, því öll þurfum við jú að fæða okkur og klæða. Ráðafólki þessa lands þykja þó fatlað fólk vera fólkið með breiðu bökin, eina ferðina enn, ef marka má nýja fjármálaáætlun.Þar er gert ráð fyrir að 10,1 milljarður verði tekin úr málaflokknum til að koma til móts við kjarasamninga og draga úr þenslu. Þið verðið að fyrirgefa en mér finnst þetta grátbroslegt. Í nýlega útkominni skýrslu Vörðu sem unnin var fyrir ÖBÍ, kemur fram að 68% faltaðs fólks getur ekki mætt óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Svo hvað verður um þá sem ekkert lánstraust hafa af einhverjum ástæðum? Í nýlegri könnun Gallup kemur fram að almenningur telur að óskertur örorkulífeyrir eftir skatt eigi að nema 423.000 krónum að meðaltali. Þetta sama fólk segir að það þurfi 502.000 krónur að meðaltali, ef það missti starfsgetuna á morgun.Í dag eru hæðstu mögulegar greiðslur í almannatryggingakerfinu (fyrsta mat 18 ára, býr ein/n/eitt, engar aðrar tekjur) 381.065 krónur eftir skatt á strípuðum lífeyri, (reiknivél örorkulífeyris á heimasíðu TR). Aðeins handfylli örorkulífeyristaka uppfylla þau skilyrði. Samkvæmt gögnum TR voru greiðslur örorkulífeyris í apríl 328.000 krónur að meðaltali fyrir skatt. Það hlýtur hvert einasta mannsbarn að sjá það að 300.000 krónur duga ekki til framfærslu á Íslandi í dag. Stöðunni á leigumarkaði má líkja við stríðsástand, þar sem slegist er upp á líf og dauða um hvern fermeter sem er í boði. Matarkarfan hefur hækkað svo svívirðilega að einn haldapoki sem hvorki inniheldur kjöt eða fisk kostar ekki minna en 7.000 krónur. Fólk lifir ekki endalaust á pasta, núðlum og hafragraut! Rannsóknir/kannanir sýna framm á að fatlað fólk neitar sér ítrekað um lækniskostnað, lyfjakaup, sjúkraþjálfun, bíóferðir, kaffihús, leikhús, tónleika og svo mætti lengi telja. Fatlað fólk er líka fólk og vil bara fá að taka þátt í samfélaginu til jafns við aðra á sínum forsendum en ekki skerðingum og takmörkunum, líkt og um fangabúðir væri að ræða. Hættum að beita fatlað fólk fjárhagslegu ofbeldi. Ekkert um okkur án okkar. Höfundur er varaformaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál, formaður Samtaka Hjólabúa, formaður keiludeildar ÍR, móðir, dóttir, systir, vinkona, frænka og verðandi amma.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun