„Það er norskur sigur í dag“ Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2024 11:45 Ljósmyndir úr dróna frá laxeldi í Patreksfirði. vísir/einar Í dag klukkan eitt í dag fer Gunnar Örn Hauksson flugmaður til sýslumanns og gerir honum grein fyrir því að hann eigi ekki hundrað milljónir króna til að greiða tryggingu vegna lögbannskröfu á sjókví úti fyrir landi hans á Snæfjallaströnd. Þetta þýðir að Artic Sea Farm fer með fullan sigur í málinu en Katrín Oddsdóttir lögmaður hans hafði farið fram á lögbannsbeiðni vegna starfseminnar en sjókvíaeldisfyrirtækið hafði sett niður kví án þess að fyrir lægi hvort eldissvæðið væri innan landamarka jarðar hans Sandeyri á Snæfjallaströnd. Þar er stórstreymt og fjarar vel út. Áhöld eru uppi um hvort svæðið sé innan netalaga. Sýslumaður mætti lögbannskröfunni með því að fara fram á tryggingu sem nemur hundrað milljónum króna. Hvorki Jónas Guðmundsson sýslumaður á Ísafirði né staðgengill hans, Sigríður Eysteinsdóttir sem staðsett er á Patreksfirði, voru laus nú fyrir hádegi til að svara þeirri spurningu hvaðan sú upphæð væri eiginlega fengin. Katrín telur einsýnt að það sé til að drepa lögbannskröfuna, talan sé óskiljanleg en oftast sé um málamyndagjald að ræða. Hún veltir fyrir sér hvaðan talan sé fengin, hvort hún komi frá Artic Sea Farm. Þá hefur hún velt fyrir sér tímalínunni í málinu en fyrirtækið er þegar búið að setja fisk í umrædda kví. Víst er að náttúran sem áður var óspillt er fyrir bý. Málið er fallið um sjálft sig. „Ég á ekki hundrað milljónir í þetta,“ segir Gunnar Örn í samtali við Vísi. „Það hefði vissulega verið gott fyrir íslensku þjóðina,“ segir Gunnar og vísar til þess að það hefði verið gott að fá úr málinu skorið. Nú líti út fyrir að enginn sé að fara að stöðva þetta. „Okkur hefur ekkert orðið ágengt. Þetta var síðasta haldreipið og það er að falla núna. Þannig er staðan á þessu, maður var að reyna að berjast fyrir þessu en það tókst ekki. Maður reyndi sitt besta en þeir hafa sigur. Það er norskur sigur í dag,“ segir Gunnar. Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Fiskeldi Ísafjarðarbær Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
Þetta þýðir að Artic Sea Farm fer með fullan sigur í málinu en Katrín Oddsdóttir lögmaður hans hafði farið fram á lögbannsbeiðni vegna starfseminnar en sjókvíaeldisfyrirtækið hafði sett niður kví án þess að fyrir lægi hvort eldissvæðið væri innan landamarka jarðar hans Sandeyri á Snæfjallaströnd. Þar er stórstreymt og fjarar vel út. Áhöld eru uppi um hvort svæðið sé innan netalaga. Sýslumaður mætti lögbannskröfunni með því að fara fram á tryggingu sem nemur hundrað milljónum króna. Hvorki Jónas Guðmundsson sýslumaður á Ísafirði né staðgengill hans, Sigríður Eysteinsdóttir sem staðsett er á Patreksfirði, voru laus nú fyrir hádegi til að svara þeirri spurningu hvaðan sú upphæð væri eiginlega fengin. Katrín telur einsýnt að það sé til að drepa lögbannskröfuna, talan sé óskiljanleg en oftast sé um málamyndagjald að ræða. Hún veltir fyrir sér hvaðan talan sé fengin, hvort hún komi frá Artic Sea Farm. Þá hefur hún velt fyrir sér tímalínunni í málinu en fyrirtækið er þegar búið að setja fisk í umrædda kví. Víst er að náttúran sem áður var óspillt er fyrir bý. Málið er fallið um sjálft sig. „Ég á ekki hundrað milljónir í þetta,“ segir Gunnar Örn í samtali við Vísi. „Það hefði vissulega verið gott fyrir íslensku þjóðina,“ segir Gunnar og vísar til þess að það hefði verið gott að fá úr málinu skorið. Nú líti út fyrir að enginn sé að fara að stöðva þetta. „Okkur hefur ekkert orðið ágengt. Þetta var síðasta haldreipið og það er að falla núna. Þannig er staðan á þessu, maður var að reyna að berjast fyrir þessu en það tókst ekki. Maður reyndi sitt besta en þeir hafa sigur. Það er norskur sigur í dag,“ segir Gunnar.
Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Fiskeldi Ísafjarðarbær Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira