Vatnstjónið vísar Stólum til Akureyrar Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2024 13:01 Hugrún Pálsdóttir og liðsfélagar hennar í Tindastóli geta ekki spilað á heimavelli sínum sem stendur. Eins og sjá má hefur völlurinn bólgnað upp og skemmst á vissum stöðum. Samsett/Vilhelm/skagafjordur.is Óvíst er hvenær Tindastóll getur leikið heimaleiki að nýju á gervigrasvelli sínum á Sauðárkróki vegna mikilla skemmda sem urðu á vellinum í vatnsveðri í apríl. Næsti heimaleikur Tindastóls í Bestu deild kvenna á fimmtudaginn, mikilvægur slagur við Fylki, hefur nú verið færður og fer fram á Greifavelli KA-manna á Akureyri. Áður hafði Tindastóll skipt við Breiðablik á heimaleikjum, og spilað á Kópavogsvelli í 2. umferð. Lee Ann Maginnis, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls, segir óvíst hve langan tíma taki að gera við völlinn en það veltur meðal annars á hve langan tíma tekur að fá, erlendis frá, efni til viðgerða. Í frétt á vef sveitarfélagsins Skagafjarðar má sjá að völlurinn var í bylgjum eftir miklar leysingar laugardaginn 20. apríl. Tveimur dögum síðar spilaði Tindastóll sinn fyrsta leik á tímabilinu í Bestu deildinni, gegn FH, og tapaði 1-0. Skemmdir urðu á heimavelli Skagfirðinga nú í vor og óvíst er hvenær hægt verður að spila þar að nýju.skagafjordur.is Skemmdir á undirlagi Samkvæmt fréttinni á vef Skagafjarðar er gervigrasvöllurinn hannaður til að drena sig sjálfur í leysingum, en það getur tekið um einn til tvo sólarhringa þegar vatnið er mikið. Vegna fyrsta heimaleiks var „freistast til að ná vatni af vellinum fyrr, sem gekk ekki eftir“. Í ljós kom að skemmdir urðu á vellinum á um 1.500 fermetrum og þar af eru 1.000 fermetrar illa farnir. Helstu skemmdir urðu á undirlagi vallarins. Búið var að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins að endurnýja gras á hluta þess svæðis sem varð fyrir skemmdum, en nú er ljóst að framkvæmdin verður meiri og kostnaðarsamari. Tindastóll náði í sín fyrstu stig á leiktíðinni síðastliðinn föstudag með flottum 2-0 útisigri gegn Stjörnunni í Garðabæ. Liðið er því í 7. sæti Bestu deildarinnar eftir þrjár umferðir og getur komist upp fyrir Fylki með sigri í leik liðanna á fimmtudaginn. Besta deild kvenna Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Næsti heimaleikur Tindastóls í Bestu deild kvenna á fimmtudaginn, mikilvægur slagur við Fylki, hefur nú verið færður og fer fram á Greifavelli KA-manna á Akureyri. Áður hafði Tindastóll skipt við Breiðablik á heimaleikjum, og spilað á Kópavogsvelli í 2. umferð. Lee Ann Maginnis, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls, segir óvíst hve langan tíma taki að gera við völlinn en það veltur meðal annars á hve langan tíma tekur að fá, erlendis frá, efni til viðgerða. Í frétt á vef sveitarfélagsins Skagafjarðar má sjá að völlurinn var í bylgjum eftir miklar leysingar laugardaginn 20. apríl. Tveimur dögum síðar spilaði Tindastóll sinn fyrsta leik á tímabilinu í Bestu deildinni, gegn FH, og tapaði 1-0. Skemmdir urðu á heimavelli Skagfirðinga nú í vor og óvíst er hvenær hægt verður að spila þar að nýju.skagafjordur.is Skemmdir á undirlagi Samkvæmt fréttinni á vef Skagafjarðar er gervigrasvöllurinn hannaður til að drena sig sjálfur í leysingum, en það getur tekið um einn til tvo sólarhringa þegar vatnið er mikið. Vegna fyrsta heimaleiks var „freistast til að ná vatni af vellinum fyrr, sem gekk ekki eftir“. Í ljós kom að skemmdir urðu á vellinum á um 1.500 fermetrum og þar af eru 1.000 fermetrar illa farnir. Helstu skemmdir urðu á undirlagi vallarins. Búið var að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins að endurnýja gras á hluta þess svæðis sem varð fyrir skemmdum, en nú er ljóst að framkvæmdin verður meiri og kostnaðarsamari. Tindastóll náði í sín fyrstu stig á leiktíðinni síðastliðinn föstudag með flottum 2-0 útisigri gegn Stjörnunni í Garðabæ. Liðið er því í 7. sæti Bestu deildarinnar eftir þrjár umferðir og getur komist upp fyrir Fylki með sigri í leik liðanna á fimmtudaginn.
Besta deild kvenna Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira