Óli Palli ætlar að horfa á Stöð 2 í kvöld Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2024 11:50 Óli Palli ásamt þeim Siggu Lund og Sigvalda Kaldalóns í Bylgjulestinni fyrir nokkrum árum. Hann ætlar ekki að horfa á Eurovision í kvöld. vísir/hulda margrét Það er Eurovision í kvöld, Hera Björk stígur á stokk en víst er að afstaða Ríkisútvarpsins, að taka þátt þrátt fyrir að Ísrael sé með, hefur sett margan starfsmanninn í bobba. Einhver grjótharðasti RÚV-ari sem um getur, Óli Palli, ætlar ekki að horfa heldur fylgjast með samstöðutónleikum sem verða í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. „Við foreldrar og skólinn kennum börnunum okkar að allir eigi að fá að vera með í leik og engan eigi að skilja útundan. Það er bannað að meiða og segja ljótt og einelti er ekki í boði. Á sama tíma mætum við og tökum þátt í söngvakeppni með mesta og hræðilegasta hrekkjusvíninu – ekki bara í bekknum eða skólanum – heldur í öllum heiminum.“ Svo hefst pistill Ólafs Páls Gunnarssonar, Óla Palla útvarpsmanns á Rás 2, en hann hefur horft á Eurovison með báðum augum og hlustað með báðum eyrum í næstum hálfa öld. En hann mun ekki fylgjast með Eurovison á neinn hátt í ár. Óli Palli segir að hrekkjusvínið sem hann nefndi sé ekki í því að skilja út undan eða leggja í einelti, það sé hreinlega að drepa börn í þúsundavís með sprengjum. „Hrekkjusvínið er búið að smala fórnarlömbum sínum út í horn og er svo að gera sig klárt í blóðbað og barna og þjóðarmorð.“ Skilaboðin frá okkur fullorðna fólkinu séu því þessi eða ef hrekkjusvínið er mjög stórt og sterkt þá er bara best að leyfa því að gera það sem það vill og kýs – annars gætum við sjálf lent í vandræðum. Óli Palli vitnar í Gísla Martein Baldursson kollega sinn á RÚV sem sagði að Eurovision snerist um stemmningu og gleði. En hann finndi fyrir hvorugu. Óli Palli leyfir sér að taka undir þau orð: „Það eru samstöðutónleikar í Háskólabíó í kvöld fyrir börnin og fólkið á Gaza sem ég ætla að fylgjast með í kvöld og styrkja.“ Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Einhver grjótharðasti RÚV-ari sem um getur, Óli Palli, ætlar ekki að horfa heldur fylgjast með samstöðutónleikum sem verða í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. „Við foreldrar og skólinn kennum börnunum okkar að allir eigi að fá að vera með í leik og engan eigi að skilja útundan. Það er bannað að meiða og segja ljótt og einelti er ekki í boði. Á sama tíma mætum við og tökum þátt í söngvakeppni með mesta og hræðilegasta hrekkjusvíninu – ekki bara í bekknum eða skólanum – heldur í öllum heiminum.“ Svo hefst pistill Ólafs Páls Gunnarssonar, Óla Palla útvarpsmanns á Rás 2, en hann hefur horft á Eurovison með báðum augum og hlustað með báðum eyrum í næstum hálfa öld. En hann mun ekki fylgjast með Eurovison á neinn hátt í ár. Óli Palli segir að hrekkjusvínið sem hann nefndi sé ekki í því að skilja út undan eða leggja í einelti, það sé hreinlega að drepa börn í þúsundavís með sprengjum. „Hrekkjusvínið er búið að smala fórnarlömbum sínum út í horn og er svo að gera sig klárt í blóðbað og barna og þjóðarmorð.“ Skilaboðin frá okkur fullorðna fólkinu séu því þessi eða ef hrekkjusvínið er mjög stórt og sterkt þá er bara best að leyfa því að gera það sem það vill og kýs – annars gætum við sjálf lent í vandræðum. Óli Palli vitnar í Gísla Martein Baldursson kollega sinn á RÚV sem sagði að Eurovision snerist um stemmningu og gleði. En hann finndi fyrir hvorugu. Óli Palli leyfir sér að taka undir þau orð: „Það eru samstöðutónleikar í Háskólabíó í kvöld fyrir börnin og fólkið á Gaza sem ég ætla að fylgjast með í kvöld og styrkja.“
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira