Ný nálgun í afreksíþróttum – Nýsköpun Erlingur Jóhannsson skrifar 7. maí 2024 14:30 Nýlega skilaði starfshópur á vegum Ásmundar Einar Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, umfangsmikilli skýrslu um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks á Íslandi. Í skýrslunni er lagt til að nauðsynlegt sé að gera umtalsverðar breytingar á fyrirkomulagi, stuðningi og faglegri umgjörð afreksíþrótta á Íslandi. Starfshópurinn telur þetta forsendu þess að Íslendingar geti átt raunhæfa möguleika á að vera í fremstu röð í íþróttum. Þegar settar eru fram tillögur um eflingu afreksstarfs á Íslandi er mjög mikilvægt að forsendur og fagleg umgjörð þeirra hafi breiða skírskotun. Rauður þráður í þeirri hugmyndafræði sem sett er fram í skýrslunni er að komið verði á fót sterkari og faglegri umgjörð íþróttastarfs þannig að sem flest börn og ungmenni geti stundað íþróttir eins lengi og hægt er. Til að ná þessum metnaðarfullu markmiðum er mikilvægt að gæði og fagleg umgjörð íþróttastarfsins sé sem allra best. Einnig er lykilatriði í þessu samhengi að sem flestir aðilar í þjóðfélaginu vinni markvist saman að framgangi íþrótta í landinu. Í skýrslu starfshópsins eru settar fram tillögur að aðgerðum sem lúta að íþróttafólkinu og þjálfurum. Meðal annars er lagt til að komið verði á fót launasjóði afreksíþróttafólks og að komið verði til móts við kostnaðarþátttöku íþróttafólks í landsliðsverkefnum. Skoða þarf starfsemi íþróttafélaga og sérsambanda í tengslum við skipulag afreksstarfs. Efla þarf faglega umgjörð afreksíþrótta á mismunandi skólastigum og þá sérstaklega styrkja afrekssvið framhaldsskólanna. Í þessu samhengi er einnig nauðsynlegt að skoða hverjar skyldur, hlutverk og framlag ríkis og sveitarfélaga eigi að vera til framtíðar. Ein af tillögunum sem sett er fram í skýrslu starfshóps er að Afreksmiðstöð Íslands (AMÍ) verði stofnuð. Þessi tillaga er m.a. sett fram í ljósi þess að kröfur til afreksíþróttafólks hafa aukist umtalsvert á undanförnum árum og að þörf sé á sífellt meiri stuðningi, sérfræðiþekkingu og faglegri nálgun til að ná framúrskarandi árangri í íþróttum. Sambærilegar afreksmiðstöðvar eru í öllum nágrannalöndum okkar, en hlutverk og mikilvægi þeirra í framgangi afreksíþrótta er óumdeildur í þessum löndum eins og t.d. í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Því er meginmarkmið AMÍ að efla faglega umgjörð afreksstarfs á sem flestum sviðum auk þess að styðja við almennt íþróttastarf. Lagt er til í skýrslu starfshópsins að AMÍ verði sjálfstæð eining innan íþróttahreyfingarinnar en starfsemi og viðfangefni AMÍ verði unnin í nánu samstarfi við íþróttafélög, sérsambönd og héraðsambönd. AMÍ munu saman standa af fagteymi sérfræðinga og ráðgjafa frá ólíkum fagsviðum íþrótta, má þar nefna fagsvið eins og líkamsþjálfun íþróttanæring, íþróttasálfræði, íþróttaþjálfarinn og meðhöndlun svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar frá þessum fagsviðum munu því mynda sterk og þverfagleg teymi á sviði afreksíþrótta og þar skapast grundvöllur að eflingu hæfileikamótunar og faglegrar umgjörðar afreksíþróttafólks á öllum stigum. Viðfangsefni fagaðila og sérfræðinga AMÍ verður að aðstoða og vinna náið með sem flestu íþróttafólki, auk þessa að vera mikilvægur bakhjarl okkar afreksíþróttafólks. Lagt er til að þróun og uppbygging þessara fræðasviða verði unnin í nánu samstarfi við háskólana, aðra fagaðila og sérfræðinga á sviði íþrótta- og heilsufræða. Mikilvægt hlutverk AMÍ verður einnig að styðja við þá framhaldsskóla sem bjóða upp á afreksíþróttasvið sem námsleið. Í því samhengi er mikilvægt að styrkja og samræma afreksvið framhaldsskólanna og einnig að efla samvinnu þeirra við íþróttafélög og viðkomandi sveitarfélag. AMÍ mun einnig hlúa að efnilegu íþróttafólki sem stundar nám í framhaldsskólum sem ekki eru með afreksíþróttasvið. Með tilkomu AMÍ og öflugu samstarfi íþróttahreyfingarinnar við háskóla, vísindasamfélagið og aðra sérfræðinga skapast gullið tækifæri til að auka þekkingu og nýsköpun á öllum sviðum íþrótta á Íslandi. Grundvöllur framþróunar og betri árangurs í íþróttum er nátengdur aukinni þekkingu og vitneskju vísindasamfélagsins. Tillögurnar sem lagðar eru fram í skýrslu starfshóps eru byggðar á breiðri, þverfaglegri og faglegri nálgun sem eykur líkurnar á að það náist jákvæður heilsufarsávinningur fyrir íslenskt samfélag, auk þess að leiða til betri árangurs Íslendinga í íþróttum. Undirritaður telur að þessar tillögur muni hafa umtalsvert forvarnargildi, þær muni efla almenna heilsu og velferð fólks á Íslandi til lengri tíma litið og á sama tíma draga úr útgjöldum heilbrigðiskerfisins. Höfundur er prófessor í íþrótta og heilsufræði við HÍ. Erlingur var fulltrúi Íþróttanefndar Ríkisins í starfshópi á vegum mennta- og barnamálaráðherra um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks á Íslandi. Erlingur vinnu að hluta til hjá mennta- og barnamálaráðuneyti að eflingu afreksíþrótta. Erlingur á Íslandsmetið í 800 metri hlaupi sett á Bislett í Óslo 1987. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna ÍSÍ Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Nýlega skilaði starfshópur á vegum Ásmundar Einar Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, umfangsmikilli skýrslu um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks á Íslandi. Í skýrslunni er lagt til að nauðsynlegt sé að gera umtalsverðar breytingar á fyrirkomulagi, stuðningi og faglegri umgjörð afreksíþrótta á Íslandi. Starfshópurinn telur þetta forsendu þess að Íslendingar geti átt raunhæfa möguleika á að vera í fremstu röð í íþróttum. Þegar settar eru fram tillögur um eflingu afreksstarfs á Íslandi er mjög mikilvægt að forsendur og fagleg umgjörð þeirra hafi breiða skírskotun. Rauður þráður í þeirri hugmyndafræði sem sett er fram í skýrslunni er að komið verði á fót sterkari og faglegri umgjörð íþróttastarfs þannig að sem flest börn og ungmenni geti stundað íþróttir eins lengi og hægt er. Til að ná þessum metnaðarfullu markmiðum er mikilvægt að gæði og fagleg umgjörð íþróttastarfsins sé sem allra best. Einnig er lykilatriði í þessu samhengi að sem flestir aðilar í þjóðfélaginu vinni markvist saman að framgangi íþrótta í landinu. Í skýrslu starfshópsins eru settar fram tillögur að aðgerðum sem lúta að íþróttafólkinu og þjálfurum. Meðal annars er lagt til að komið verði á fót launasjóði afreksíþróttafólks og að komið verði til móts við kostnaðarþátttöku íþróttafólks í landsliðsverkefnum. Skoða þarf starfsemi íþróttafélaga og sérsambanda í tengslum við skipulag afreksstarfs. Efla þarf faglega umgjörð afreksíþrótta á mismunandi skólastigum og þá sérstaklega styrkja afrekssvið framhaldsskólanna. Í þessu samhengi er einnig nauðsynlegt að skoða hverjar skyldur, hlutverk og framlag ríkis og sveitarfélaga eigi að vera til framtíðar. Ein af tillögunum sem sett er fram í skýrslu starfshóps er að Afreksmiðstöð Íslands (AMÍ) verði stofnuð. Þessi tillaga er m.a. sett fram í ljósi þess að kröfur til afreksíþróttafólks hafa aukist umtalsvert á undanförnum árum og að þörf sé á sífellt meiri stuðningi, sérfræðiþekkingu og faglegri nálgun til að ná framúrskarandi árangri í íþróttum. Sambærilegar afreksmiðstöðvar eru í öllum nágrannalöndum okkar, en hlutverk og mikilvægi þeirra í framgangi afreksíþrótta er óumdeildur í þessum löndum eins og t.d. í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Því er meginmarkmið AMÍ að efla faglega umgjörð afreksstarfs á sem flestum sviðum auk þess að styðja við almennt íþróttastarf. Lagt er til í skýrslu starfshópsins að AMÍ verði sjálfstæð eining innan íþróttahreyfingarinnar en starfsemi og viðfangefni AMÍ verði unnin í nánu samstarfi við íþróttafélög, sérsambönd og héraðsambönd. AMÍ munu saman standa af fagteymi sérfræðinga og ráðgjafa frá ólíkum fagsviðum íþrótta, má þar nefna fagsvið eins og líkamsþjálfun íþróttanæring, íþróttasálfræði, íþróttaþjálfarinn og meðhöndlun svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar frá þessum fagsviðum munu því mynda sterk og þverfagleg teymi á sviði afreksíþrótta og þar skapast grundvöllur að eflingu hæfileikamótunar og faglegrar umgjörðar afreksíþróttafólks á öllum stigum. Viðfangsefni fagaðila og sérfræðinga AMÍ verður að aðstoða og vinna náið með sem flestu íþróttafólki, auk þessa að vera mikilvægur bakhjarl okkar afreksíþróttafólks. Lagt er til að þróun og uppbygging þessara fræðasviða verði unnin í nánu samstarfi við háskólana, aðra fagaðila og sérfræðinga á sviði íþrótta- og heilsufræða. Mikilvægt hlutverk AMÍ verður einnig að styðja við þá framhaldsskóla sem bjóða upp á afreksíþróttasvið sem námsleið. Í því samhengi er mikilvægt að styrkja og samræma afreksvið framhaldsskólanna og einnig að efla samvinnu þeirra við íþróttafélög og viðkomandi sveitarfélag. AMÍ mun einnig hlúa að efnilegu íþróttafólki sem stundar nám í framhaldsskólum sem ekki eru með afreksíþróttasvið. Með tilkomu AMÍ og öflugu samstarfi íþróttahreyfingarinnar við háskóla, vísindasamfélagið og aðra sérfræðinga skapast gullið tækifæri til að auka þekkingu og nýsköpun á öllum sviðum íþrótta á Íslandi. Grundvöllur framþróunar og betri árangurs í íþróttum er nátengdur aukinni þekkingu og vitneskju vísindasamfélagsins. Tillögurnar sem lagðar eru fram í skýrslu starfshóps eru byggðar á breiðri, þverfaglegri og faglegri nálgun sem eykur líkurnar á að það náist jákvæður heilsufarsávinningur fyrir íslenskt samfélag, auk þess að leiða til betri árangurs Íslendinga í íþróttum. Undirritaður telur að þessar tillögur muni hafa umtalsvert forvarnargildi, þær muni efla almenna heilsu og velferð fólks á Íslandi til lengri tíma litið og á sama tíma draga úr útgjöldum heilbrigðiskerfisins. Höfundur er prófessor í íþrótta og heilsufræði við HÍ. Erlingur var fulltrúi Íþróttanefndar Ríkisins í starfshópi á vegum mennta- og barnamálaráðherra um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks á Íslandi. Erlingur vinnu að hluta til hjá mennta- og barnamálaráðuneyti að eflingu afreksíþrótta. Erlingur á Íslandsmetið í 800 metri hlaupi sett á Bislett í Óslo 1987.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun