Vörður á veginum framundan Davíð Þorláksson skrifar 8. maí 2024 07:31 Það vill svo til að í sumar er komið að tímamótum í nokkrum af stóru fjárfestingum Samgöngusáttmálans. Frá gildistöku hans 2019 til áramóta hefur verið fjárfest í samgönguinnviðum fyrir alls 14,5 milljarða. Þar af eru 6,5 milljarðar í stofnvegum, 3,8 milljarðar í undirbúningi Borgarlínunnar, 2,7 milljarðar í hjóla-, og göngustígum og undirgöngum og 1,6 milljarðar og öryggis- og flæðisbætandi aðgerðum. Stofnvegir Hvað varðar fjárfestingar í stofnvegum þá má í fyrsta lagi nefna Sæbrautarstokkinn. Öðru hönnunarstigi af þremur er að ljúka og væntanleg er skýrsla um mat á umhverfisáhrifum. Í öðru lagi er fyrsta hönnunarstigi af þremur að ljúka vegna nýrra gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Í þriðja lagi hefur verið að skoðað hvort betra sé að setja Miklubraut í stokk eða göng. Þar er fyrsta hönnunarstigi af þremur að ljúka og í kjölfarið er reiknað með að hægt verði að velja hvor leiðin verður farin. Í fjórða lagi má einnig nefna að framkvæmdir við lokaáfanga Arnarnesvegar, sem tengir efri byggðir Kópavogs við Breiðholtsbraut, eru í fullum gangi og á að ljúka 2026. Borgarlínan, hjóla- og göngustígar Framkvæmdir vegna fyrstu lotu Borgarlínu eru að hefjast í tengslum við framkvæmdir Reykjavíkurborgar á Ártúnshöfða og við Hlemm og auk þess sem reiknað er með að fyllingar vegna Fossvogsbrúar verið boðnar út innan skamms. Vinna við nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi er í gangi og mun halda áfram samhliða kynningarferli fyrir mat á umhverfisáhrifum fyrstu lotu Borgarlínunnar. Auk þess er gert ráð fyrir að leggja um 3,3 km af nýjum hjóla- og göngustígum í sumar auk þess sem ný brú yfir Elliðaár við Grænugróf verði kláruð. Þá eru framkvæmdir hafnar á annarri göngu- og hjólabrú brú yfir Dimmu efst í Elliðaárdal. Kyrrstaða rofin Með gildistöku Samgöngusáttmálans rufu ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu áralanga kyrrstöðu í samgöngumálum á svæðinu. Flest verkefni sáttmálans voru þá mjög stutt á veg komin í undirbúningi og því ekki hægt að fara í framkvæmdir strax. Þegar kemur að framkvæmdum er hagkvæmast að hugsa hægt og framkvæma hratt, þ.e.a.s. að gefa sér góðan tíma í undirbúning og láta svo framkvæmdirnar ganga hratt fyrir sig. Einn helsti áhættuþáttur í samgönguframkvæmdum er ónógur undirbúningur og ófyrirséð viðfangsefni sem oft þarf að bregðast við með kostnaðarsömum aðgerðum á framkvæmdatíma. Það er vont og það venst ekki Bílaeign og þar með umferð og umferðartafir aukast með auknum fjölda íbúa og ferðamanna. Rannsóknir sýna að við getum vanist flestu vondu, nema umferðartöfum. Það er því eðlilegt að okkur flestum finnist nóg um umferðartafir og að þær fari vaxandi. Ef tölurnar eru skoðaður þá sést að umferðartafir hér eru ekki jafn slæmar og margur heldur. Samkvæmt tölum TomTom, sem er stærsta fyrirtæki heims á sviði staðsetningarbúnaðar í bílum, þá var Reykjavík í 281 sæti af 387 stærstu borgum heims þegar kemur að umferðartöfum. Samantekt verkfræðistofunnar EFLU, fyrir ráðstefnu Samtaka iðnaðarins um fjárfestingu í vegasamgöngum, sýnir að höfuðborgarsvæðið er á pari við borgir af svipaðri stærð á Norðurlöndum þegar kemur að umferðartöfum. Þær borgir sem hafa náð bestum árangri í að takmarka auknar umferðartafir hafa fjárfest í almenningssamgöngum. Engar töfralausnir Vaxandi borgir ná aðeins árangri í að draga úr umferðartöfum, eða vexti þeirra, með því að fjárfesta í almenningssamgöngum, göngu- og hjólastígum og með gjaldtöku af umferð í miðborgum til að fjármagna fjárfestingar. Það er því miður ekki til nein töfralausn á vaxandi umferðartöfum, heldur þarf til langs tíma að byggja upp betri fjölbreytta ferðamáta svo að þau sem það kjósa geti nýtt bílinn minna. Höfundur er framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Samgöngur Borgarlína Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Það vill svo til að í sumar er komið að tímamótum í nokkrum af stóru fjárfestingum Samgöngusáttmálans. Frá gildistöku hans 2019 til áramóta hefur verið fjárfest í samgönguinnviðum fyrir alls 14,5 milljarða. Þar af eru 6,5 milljarðar í stofnvegum, 3,8 milljarðar í undirbúningi Borgarlínunnar, 2,7 milljarðar í hjóla-, og göngustígum og undirgöngum og 1,6 milljarðar og öryggis- og flæðisbætandi aðgerðum. Stofnvegir Hvað varðar fjárfestingar í stofnvegum þá má í fyrsta lagi nefna Sæbrautarstokkinn. Öðru hönnunarstigi af þremur er að ljúka og væntanleg er skýrsla um mat á umhverfisáhrifum. Í öðru lagi er fyrsta hönnunarstigi af þremur að ljúka vegna nýrra gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Í þriðja lagi hefur verið að skoðað hvort betra sé að setja Miklubraut í stokk eða göng. Þar er fyrsta hönnunarstigi af þremur að ljúka og í kjölfarið er reiknað með að hægt verði að velja hvor leiðin verður farin. Í fjórða lagi má einnig nefna að framkvæmdir við lokaáfanga Arnarnesvegar, sem tengir efri byggðir Kópavogs við Breiðholtsbraut, eru í fullum gangi og á að ljúka 2026. Borgarlínan, hjóla- og göngustígar Framkvæmdir vegna fyrstu lotu Borgarlínu eru að hefjast í tengslum við framkvæmdir Reykjavíkurborgar á Ártúnshöfða og við Hlemm og auk þess sem reiknað er með að fyllingar vegna Fossvogsbrúar verið boðnar út innan skamms. Vinna við nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi er í gangi og mun halda áfram samhliða kynningarferli fyrir mat á umhverfisáhrifum fyrstu lotu Borgarlínunnar. Auk þess er gert ráð fyrir að leggja um 3,3 km af nýjum hjóla- og göngustígum í sumar auk þess sem ný brú yfir Elliðaár við Grænugróf verði kláruð. Þá eru framkvæmdir hafnar á annarri göngu- og hjólabrú brú yfir Dimmu efst í Elliðaárdal. Kyrrstaða rofin Með gildistöku Samgöngusáttmálans rufu ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu áralanga kyrrstöðu í samgöngumálum á svæðinu. Flest verkefni sáttmálans voru þá mjög stutt á veg komin í undirbúningi og því ekki hægt að fara í framkvæmdir strax. Þegar kemur að framkvæmdum er hagkvæmast að hugsa hægt og framkvæma hratt, þ.e.a.s. að gefa sér góðan tíma í undirbúning og láta svo framkvæmdirnar ganga hratt fyrir sig. Einn helsti áhættuþáttur í samgönguframkvæmdum er ónógur undirbúningur og ófyrirséð viðfangsefni sem oft þarf að bregðast við með kostnaðarsömum aðgerðum á framkvæmdatíma. Það er vont og það venst ekki Bílaeign og þar með umferð og umferðartafir aukast með auknum fjölda íbúa og ferðamanna. Rannsóknir sýna að við getum vanist flestu vondu, nema umferðartöfum. Það er því eðlilegt að okkur flestum finnist nóg um umferðartafir og að þær fari vaxandi. Ef tölurnar eru skoðaður þá sést að umferðartafir hér eru ekki jafn slæmar og margur heldur. Samkvæmt tölum TomTom, sem er stærsta fyrirtæki heims á sviði staðsetningarbúnaðar í bílum, þá var Reykjavík í 281 sæti af 387 stærstu borgum heims þegar kemur að umferðartöfum. Samantekt verkfræðistofunnar EFLU, fyrir ráðstefnu Samtaka iðnaðarins um fjárfestingu í vegasamgöngum, sýnir að höfuðborgarsvæðið er á pari við borgir af svipaðri stærð á Norðurlöndum þegar kemur að umferðartöfum. Þær borgir sem hafa náð bestum árangri í að takmarka auknar umferðartafir hafa fjárfest í almenningssamgöngum. Engar töfralausnir Vaxandi borgir ná aðeins árangri í að draga úr umferðartöfum, eða vexti þeirra, með því að fjárfesta í almenningssamgöngum, göngu- og hjólastígum og með gjaldtöku af umferð í miðborgum til að fjármagna fjárfestingar. Það er því miður ekki til nein töfralausn á vaxandi umferðartöfum, heldur þarf til langs tíma að byggja upp betri fjölbreytta ferðamáta svo að þau sem það kjósa geti nýtt bílinn minna. Höfundur er framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun