Ræðir veru sína í rússnesku fangelsi í nýrri bók Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. maí 2024 23:31 Brittney Griner sat tíu mánuði í fangelsi í Rússlandi. AP Photo/Alexander Zemlianichenko Körfuboltakonan Brittney Yvette Griner eyddi tíu mánuðum í rússnesku fangelsi fyrir litlar sakir. Hún er nú að gefa út bók þar sem hún fer yfir mánuðina tíu og það þegar henni var loks hleypt heim til Bandaríkjanna en í staðinn þurftu Bandaríkin að láta „Kaupmann dauðans“ af hendi. Vísir fjallaði mikið um mál Griner á sínum tíma en ásamt því að leika körfubolta í WNBA-deildinni í Bandaríkjunum þá spilaði hún einnig í Rússlandi þegar WNBA-deildin var í fríi frá 2015 til 2022. Þar áður hafði hún einnig spilað í Kína. Í febrúar 2022 var hún handtekin á flugvelli í Rússlandi fyrir að vera með rafrettu sem innihélt lítið magn af kannabisi. Við tóku skelfilegir tíu mánuðir þar sem hún mátti dúsa í rússnesku fangelsi en hún var dæmd til níu ára fangelsisvistar vegna rafrettunnar. Á meðan hún sat inni þá gerði eiginkona hennar, Cherelle, hvað hún gat til að fá Griner heim. Cherelle Griner og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.Chip Somodevilla/Getty Images Á endanum tókst Cherelle með hjálp bandarískra stjórnvalda að semja við rússnesk yfirvöld um að leyfa Griner að snúa heim. Það kostaði þó sitt en Bandaríkin þurftu að láta af hendi mann sem gengur undir nafinu „Kaupmaður dauðans.“ Sá heitir Viktor Bout og er rússneskur vopnasali. Hin 33 ára gamla Griner er nú að gefa út ævisögu sína sem ber heitið „Kem heim.“ Þar fer hún yfir hvað átti sér stað í Rússlandi og hvaða áhrif það hefur haft á hana en lengi vel átti hún erfitt með svefn. Hún mun svo að öllum líkindum ekki sofa vel næstu mánuðina heldur þar sem það styttist í að Cherelle fæði þeirra fyrsta barn. Griner varð WNBA-meistari árið 2014, hefur níu sinnum tekið þátt í stjörnuleik WNBA og var stigahæsti leikmaður deildarinnar bæði 2017 og 2019. Þá varð hún rússneskur meistari frá 2017 til 2019 og EuroLeague-meistari fjórum sinnum ásamt því að vinna gull á Ólympíuleikunum í tvígang. Körfubolti Mál Brittney Griner Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Vísir fjallaði mikið um mál Griner á sínum tíma en ásamt því að leika körfubolta í WNBA-deildinni í Bandaríkjunum þá spilaði hún einnig í Rússlandi þegar WNBA-deildin var í fríi frá 2015 til 2022. Þar áður hafði hún einnig spilað í Kína. Í febrúar 2022 var hún handtekin á flugvelli í Rússlandi fyrir að vera með rafrettu sem innihélt lítið magn af kannabisi. Við tóku skelfilegir tíu mánuðir þar sem hún mátti dúsa í rússnesku fangelsi en hún var dæmd til níu ára fangelsisvistar vegna rafrettunnar. Á meðan hún sat inni þá gerði eiginkona hennar, Cherelle, hvað hún gat til að fá Griner heim. Cherelle Griner og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.Chip Somodevilla/Getty Images Á endanum tókst Cherelle með hjálp bandarískra stjórnvalda að semja við rússnesk yfirvöld um að leyfa Griner að snúa heim. Það kostaði þó sitt en Bandaríkin þurftu að láta af hendi mann sem gengur undir nafinu „Kaupmaður dauðans.“ Sá heitir Viktor Bout og er rússneskur vopnasali. Hin 33 ára gamla Griner er nú að gefa út ævisögu sína sem ber heitið „Kem heim.“ Þar fer hún yfir hvað átti sér stað í Rússlandi og hvaða áhrif það hefur haft á hana en lengi vel átti hún erfitt með svefn. Hún mun svo að öllum líkindum ekki sofa vel næstu mánuðina heldur þar sem það styttist í að Cherelle fæði þeirra fyrsta barn. Griner varð WNBA-meistari árið 2014, hefur níu sinnum tekið þátt í stjörnuleik WNBA og var stigahæsti leikmaður deildarinnar bæði 2017 og 2019. Þá varð hún rússneskur meistari frá 2017 til 2019 og EuroLeague-meistari fjórum sinnum ásamt því að vinna gull á Ólympíuleikunum í tvígang.
Körfubolti Mál Brittney Griner Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira