Flæði innan við einn rúmmetri á sekúndu Árni Sæberg skrifar 8. maí 2024 16:37 Hraunflæði í gosinu var töluvert í upphafi. Nú er það nánast ekki neitt. Vísir/Vilhelm Niðurstöður mælinga á hraunflæði í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni benda til þess hraunflæði fyrsta klukkutíma gossins hafi verið 1100 til 1200 rúmmetrar á sekúndu en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í um 100 rúmmetra eftir sex til átta klukkustundir. Áfram hafi dregið úr hraunrennsli og meðaltalið 17. til 20. mars um fimmtán rúmmetrar. Fyrri hluta apríl hafi það verið þrír til fjórir rúmmetrar og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við einn rúmmetri síðustu tvær vikurnar. Þetta segir í tilkynningu á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar segir að eins og í fyrri eldgosum á Reykjanesskaga hafi verið fylgst reglulega með hraunflæði í gosinu sem hófst á Sundhnúkssprungunni þann 16. mars. Gosið hafi nú staðið í sjö og hálfa viku og sé það lengsta sem komið hefur eftir að gaus í Fagradalsfjalli árið 2021. Útbreiðsla og rúmmál hraunsins hafi reglulega verið mælt með loftmyndatöku úr flugvél Garðaflugs eða gervitunglum. Þessi vinna hafi verið unnin í samvinnu Náttúrufræðistofnunar, Landmælinga, Veðurstofunnar, Almannavarna og Jarðvísindastofnunar, auk þess sem erlendir aðilar sem standa að Pleiades gervitunglunum hafi lagt til gögn. Þá sé einnig notuð kortlagning Verkfræðistofunnar Eflu frá 4. apríl. Hratt dró úr flæðinu Gosið hafi hafist klukkan 20:23 að kvöldi laugardagsins 16. mars. Þyrla Landhelgisgæslunnar hafi farið tvö flug þetta kvöld þar sem stærð gossins og útbreiðsla hraunsins var metin út frá ljósmyndum og sjónmati. Með þessari aðferð fáist mat á hraunrennsli fyrstu klukkustundirnar, þegar það er í hámarki en áður en aðstæður leyfa loftmyndaflug eða að myndir séu teknar úr gervitunglum. „Niðurstöðurnar benda til þess að hraunflæði fyrsta klukkutímann hafi verið 1100-1200 m3/s en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í ca. 100 m3/s eftir 6-8 klukkustundir. Áfram dró úr hraunrennsli og var meðaltalið 17.-20. mars um 15 m3/s. Fyrri hluta apríl var það 3-4 m3/s, og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við 1 m3/s síðustu tvær vikurnar.“ Enn miklu minna en hraunið úr Fagradalsfjalli Þá segir að flatarmál hraunsin hafi náð tæpum sex ferkílómetrum strax þann 17. mars en hafi lítið aukist síðan og sé nú um 6,2 ferkílómetrar. Rúmmálið sé talið 34 milljónir rúmmetra, sem gæti samsvarað um 30 milljónum rúmmetra af þéttu bergi. „Þetta er um þrefalt stærra en gosin í desember og febrúar, en enn sem komið er miklu minna en það sem kom upp í Fagradalsfjalli 2021. Athugið að reikna má með að eðlismassi hraunsins fyrstu tímana hafi verið lægri en seinna varð, vegna gasinnihalds. Rennslistölurnar gefa eigi að síður góða mynd af rúmflæðinu á hverjum tíma.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar segir að eins og í fyrri eldgosum á Reykjanesskaga hafi verið fylgst reglulega með hraunflæði í gosinu sem hófst á Sundhnúkssprungunni þann 16. mars. Gosið hafi nú staðið í sjö og hálfa viku og sé það lengsta sem komið hefur eftir að gaus í Fagradalsfjalli árið 2021. Útbreiðsla og rúmmál hraunsins hafi reglulega verið mælt með loftmyndatöku úr flugvél Garðaflugs eða gervitunglum. Þessi vinna hafi verið unnin í samvinnu Náttúrufræðistofnunar, Landmælinga, Veðurstofunnar, Almannavarna og Jarðvísindastofnunar, auk þess sem erlendir aðilar sem standa að Pleiades gervitunglunum hafi lagt til gögn. Þá sé einnig notuð kortlagning Verkfræðistofunnar Eflu frá 4. apríl. Hratt dró úr flæðinu Gosið hafi hafist klukkan 20:23 að kvöldi laugardagsins 16. mars. Þyrla Landhelgisgæslunnar hafi farið tvö flug þetta kvöld þar sem stærð gossins og útbreiðsla hraunsins var metin út frá ljósmyndum og sjónmati. Með þessari aðferð fáist mat á hraunrennsli fyrstu klukkustundirnar, þegar það er í hámarki en áður en aðstæður leyfa loftmyndaflug eða að myndir séu teknar úr gervitunglum. „Niðurstöðurnar benda til þess að hraunflæði fyrsta klukkutímann hafi verið 1100-1200 m3/s en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í ca. 100 m3/s eftir 6-8 klukkustundir. Áfram dró úr hraunrennsli og var meðaltalið 17.-20. mars um 15 m3/s. Fyrri hluta apríl var það 3-4 m3/s, og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við 1 m3/s síðustu tvær vikurnar.“ Enn miklu minna en hraunið úr Fagradalsfjalli Þá segir að flatarmál hraunsin hafi náð tæpum sex ferkílómetrum strax þann 17. mars en hafi lítið aukist síðan og sé nú um 6,2 ferkílómetrar. Rúmmálið sé talið 34 milljónir rúmmetra, sem gæti samsvarað um 30 milljónum rúmmetra af þéttu bergi. „Þetta er um þrefalt stærra en gosin í desember og febrúar, en enn sem komið er miklu minna en það sem kom upp í Fagradalsfjalli 2021. Athugið að reikna má með að eðlismassi hraunsins fyrstu tímana hafi verið lægri en seinna varð, vegna gasinnihalds. Rennslistölurnar gefa eigi að síður góða mynd af rúmflæðinu á hverjum tíma.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira