Stöðugt landris og hugað að rýmingu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. maí 2024 21:29 Víðir Reynisson segir viðbragðsaðila og Grindvíkinga reiðubúna fyrir næsta gos. Vísir/Arnar Víðir Reynisson sviðstjóri Almannavarna segir viðbragðsaðila undirbúa rýmingu í Grindavík. Stöðugt landris hefur verið á svæðinu og kvikumagnið slíkt að miklar líkur eru taldar á gosi á allra næstu dögum. „Kvikugangur getur farið að myndast, og í raun gerst hvenær sem er úr þessu. Þetta gerist með mismunandi hætti en við getum ekki gefið okkur neitt langan tíma í rýmingu, við miðum við klukkutíma frá því að atburðarás fer í gang þar til allir eiga að vera farnir. Þannig við erum að minna fólk á að vera tilbúið,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Greint var frá því í morgun að eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina, sem hófst þann 16. mars, sé nú lokið. Enn er kvikusöfnun í kvikuhólfi undir Svartsengi, eins og áður segir og því líklegt að annað kvikuhlaup hefjist áður en langt er um liðið. „Við staðfestum það í morgun að þessu gosi væri lokið. En þetta virðist vera þannig að þegar við höldum að það sé kominn einhver taktur í þetta þá breytist eitthvað. Gosin á undan voru stutt og kröftug en svo kom þetta gos sem stóð í 54 daga. Þannig við vitum ekkert hverju við eigum von á næst. En fyrst er það að rýma til að geta metið stöðuna, síðan verður hægt að endurmeta það.“ Talið er að dvalið sé í 25 húsum í Grindavík. „Það er lítil starfsemi í bænum. Í dag var auðvitað frídagur og svo var rafmagnslaust í bænum vegna breytinga á háspennulögninni. En við eigum von á því að starfsemi verði með eðlilegum hætti á morgun,“ segir Víðir. „Náttúran fylgir engum tölum, hún gerir bara það sem hún gerir og við verðum að vera tilbúin að bregðast við. Allir eru tilbúnir, Grindvíkar í bænum, þeir sem eru með starfsemi í Svartsengi eru tilbúnir, lögregla og viðbragðsaðilar líka. Við sjáum bara hvað verður.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Flæði innan við einn rúmmetri á sekúndu Niðurstöður mælinga á hraunflæði í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni benda til þess hraunflæði fyrsta klukkutíma gossins hafi verið 1100 til 1200 rúmmetrar á sekúndu en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í um 100 rúmmetra eftir sex til átta klukkustundir. Áfram hafi dregið úr hraunrennsli og meðaltalið 17. til 20. mars um fimmtán rúmmetrar. Fyrri hluta apríl hafi það verið þrír til fjórir rúmmetrar og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við einn rúmmetri síðustu tvær vikurnar. 8. maí 2024 16:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
„Kvikugangur getur farið að myndast, og í raun gerst hvenær sem er úr þessu. Þetta gerist með mismunandi hætti en við getum ekki gefið okkur neitt langan tíma í rýmingu, við miðum við klukkutíma frá því að atburðarás fer í gang þar til allir eiga að vera farnir. Þannig við erum að minna fólk á að vera tilbúið,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Greint var frá því í morgun að eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina, sem hófst þann 16. mars, sé nú lokið. Enn er kvikusöfnun í kvikuhólfi undir Svartsengi, eins og áður segir og því líklegt að annað kvikuhlaup hefjist áður en langt er um liðið. „Við staðfestum það í morgun að þessu gosi væri lokið. En þetta virðist vera þannig að þegar við höldum að það sé kominn einhver taktur í þetta þá breytist eitthvað. Gosin á undan voru stutt og kröftug en svo kom þetta gos sem stóð í 54 daga. Þannig við vitum ekkert hverju við eigum von á næst. En fyrst er það að rýma til að geta metið stöðuna, síðan verður hægt að endurmeta það.“ Talið er að dvalið sé í 25 húsum í Grindavík. „Það er lítil starfsemi í bænum. Í dag var auðvitað frídagur og svo var rafmagnslaust í bænum vegna breytinga á háspennulögninni. En við eigum von á því að starfsemi verði með eðlilegum hætti á morgun,“ segir Víðir. „Náttúran fylgir engum tölum, hún gerir bara það sem hún gerir og við verðum að vera tilbúin að bregðast við. Allir eru tilbúnir, Grindvíkar í bænum, þeir sem eru með starfsemi í Svartsengi eru tilbúnir, lögregla og viðbragðsaðilar líka. Við sjáum bara hvað verður.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Flæði innan við einn rúmmetri á sekúndu Niðurstöður mælinga á hraunflæði í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni benda til þess hraunflæði fyrsta klukkutíma gossins hafi verið 1100 til 1200 rúmmetrar á sekúndu en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í um 100 rúmmetra eftir sex til átta klukkustundir. Áfram hafi dregið úr hraunrennsli og meðaltalið 17. til 20. mars um fimmtán rúmmetrar. Fyrri hluta apríl hafi það verið þrír til fjórir rúmmetrar og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við einn rúmmetri síðustu tvær vikurnar. 8. maí 2024 16:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Flæði innan við einn rúmmetri á sekúndu Niðurstöður mælinga á hraunflæði í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni benda til þess hraunflæði fyrsta klukkutíma gossins hafi verið 1100 til 1200 rúmmetrar á sekúndu en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í um 100 rúmmetra eftir sex til átta klukkustundir. Áfram hafi dregið úr hraunrennsli og meðaltalið 17. til 20. mars um fimmtán rúmmetrar. Fyrri hluta apríl hafi það verið þrír til fjórir rúmmetrar og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við einn rúmmetri síðustu tvær vikurnar. 8. maí 2024 16:37