Fá allir sama orlof? Sigríður Auðunsdóttir skrifar 10. maí 2024 11:31 Frjósemisvandi er eitthvað sem 1 af hverjum 6 pörum glímir við og fer sú tala hækkandi. Fyrir aðra er erfitt að setja sig í stöðu þeirra sem standa í þessum bardaga. Þessi vandi reynir mikið á andlega fyrir fólk en ferlið felur í sér óvissu, streitu og kvíða svo eitthvað sé nefnt. Það er erfitt að fá síendurtekið neikvætt próf, sprauta sig með alls konar hormónum, fara endurtekið í uppsetningu á fósturvísum sem ekki halda sér eða þú missir fóstrið eftir einhverjar vikur jafnvel. Hér á landi er staðan sú að einungis er eitt starfandi fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem ekki nær að leysa vanda þeirra sem glíma við flókinn frjósemisvanda. Fólki í þeirri stöðu leitar því út fyrir landsteinana þar sem það vonast til að fá lausn sinna mála. Þetta hefur í för sér með dágóða fjarveru úr vinnu en fjarvera vegna glasameðferðar getur tekið allt upp í 2 vikur. Fyrir þá einstaklinga sem eru í þeirri stöðu að þurfa að taka þessa daga af sumarleyfinu sínu skerðir þetta heilmikið rétt þeirra til orlofs sem fólk sem ekki eru í þessum vanda fær. Veit ég um dæmi þess að einstaklingur hafi þurft að taka 25 daga af orlofinu sínu á 2 ára tímabili til að geta farið í þá vegferð sem fylgir því að reyna að eignast barn. Því eins og kom fram hér fyrr í greininni þarf oft á tíðum meira en eina og fleiri en tvær meðferðir til að ósk fólk um að verða foreldrar verði að veruleika. Það má því spyrja sig, var þetta orlof fyrir manneskjuna? Nei alls ekki því eins og fólk segir sem hefur þurft að ganga í gegnum þetta þá getur vegferðin að barneign orðið kvíðvænleg og tekur gífurlega á andlega. Svo við setjum þetta í betra samhengi, fyrir fólk sem á 30 daga orlof eru 25 dagar á tveimur árum skerðing um u.þ.b. ⅓ af orlofi manneskjunar á hvoru ári og meira fyrir þá sem eiga lágmarks orlof 24 daga á ári. Annað dæmi sem ég veit um er manneskja sem notaði meira en helminginn af orlofi sínu til að fara í meðferðir. Einnig eru dæmi þess að margir þurfi að senda makann einan því þeir geta hvorki tekið meira orlof eða frí frá vinnu eða hreinlega hafa ekki efni á því. Ég skora því á öll stéttarfélög að setja klausuna um 15 daga fjarveru frá vinnu vegna tæknifrjóvgunar í kjarasamninga sína til allir eigi sama rétt á orlofi. Höfundur er stjórnarmaður í Tilveru, samtaka um ófrjósemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Kjaramál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Frjósemisvandi er eitthvað sem 1 af hverjum 6 pörum glímir við og fer sú tala hækkandi. Fyrir aðra er erfitt að setja sig í stöðu þeirra sem standa í þessum bardaga. Þessi vandi reynir mikið á andlega fyrir fólk en ferlið felur í sér óvissu, streitu og kvíða svo eitthvað sé nefnt. Það er erfitt að fá síendurtekið neikvætt próf, sprauta sig með alls konar hormónum, fara endurtekið í uppsetningu á fósturvísum sem ekki halda sér eða þú missir fóstrið eftir einhverjar vikur jafnvel. Hér á landi er staðan sú að einungis er eitt starfandi fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem ekki nær að leysa vanda þeirra sem glíma við flókinn frjósemisvanda. Fólki í þeirri stöðu leitar því út fyrir landsteinana þar sem það vonast til að fá lausn sinna mála. Þetta hefur í för sér með dágóða fjarveru úr vinnu en fjarvera vegna glasameðferðar getur tekið allt upp í 2 vikur. Fyrir þá einstaklinga sem eru í þeirri stöðu að þurfa að taka þessa daga af sumarleyfinu sínu skerðir þetta heilmikið rétt þeirra til orlofs sem fólk sem ekki eru í þessum vanda fær. Veit ég um dæmi þess að einstaklingur hafi þurft að taka 25 daga af orlofinu sínu á 2 ára tímabili til að geta farið í þá vegferð sem fylgir því að reyna að eignast barn. Því eins og kom fram hér fyrr í greininni þarf oft á tíðum meira en eina og fleiri en tvær meðferðir til að ósk fólk um að verða foreldrar verði að veruleika. Það má því spyrja sig, var þetta orlof fyrir manneskjuna? Nei alls ekki því eins og fólk segir sem hefur þurft að ganga í gegnum þetta þá getur vegferðin að barneign orðið kvíðvænleg og tekur gífurlega á andlega. Svo við setjum þetta í betra samhengi, fyrir fólk sem á 30 daga orlof eru 25 dagar á tveimur árum skerðing um u.þ.b. ⅓ af orlofi manneskjunar á hvoru ári og meira fyrir þá sem eiga lágmarks orlof 24 daga á ári. Annað dæmi sem ég veit um er manneskja sem notaði meira en helminginn af orlofi sínu til að fara í meðferðir. Einnig eru dæmi þess að margir þurfi að senda makann einan því þeir geta hvorki tekið meira orlof eða frí frá vinnu eða hreinlega hafa ekki efni á því. Ég skora því á öll stéttarfélög að setja klausuna um 15 daga fjarveru frá vinnu vegna tæknifrjóvgunar í kjarasamninga sína til allir eigi sama rétt á orlofi. Höfundur er stjórnarmaður í Tilveru, samtaka um ófrjósemi.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar