Statham og Baltasar sameina krafta sína í væntanlegri hasarmynd Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. maí 2024 22:11 Baltasar og Statham sameina krafta sína í nýrri mynd. Leikarinn Jason Statham mun fara með aðalhlutverk í væntanlegri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Myndina á að kynna á Cannes-kvikmyndamarkaðnum sem fer fram í þessari viku. Hollywood-miðillinn Deadline greinir frá. Þar segir að myndin, sem enn á eftir að fá nafn, muni fjalla um aðalpersónuna Mason, leikinn af Statham, og líf hans á afskekktri skoskri eyju. Þegar hann bjargar ungri konu úr sjónum, sem hafði orðið úti í miklum stormi, hefst röð atburða sem verður til þess að griðarstaður hans á eyjunni verður að engu. Hann neyðist þá til að hætta í einangrun og horfast í augu við drauga fortíðar. Áformað er að tökur hefjist á myndinni í nóvember, og munu þær fara fram í kvikmyndaveri Baltasars í Gufunesi, auk tökudaga á Bretlandi. Bæði Statham og Baltasar verða framleiðendur fyrir sitt hvort framleiðslufyrirtækið. Framleiðslufyrirtækið Black bear kemur einnig að framleiðslu. Samkvæmt frétt Deadline mun Black bear kynna myndina á Cannes-markaðnum í þessari viku. Statham hefur gert garðinn frægan með frammistöðum sínum í ófáum hasarmyndunum. Til að mynda Fast and the furious, Expendables og Collateral. Mynd Baltasars Kormáks, Snerting, sem byggð er á samnefndri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, verður heimsfrumsýnd 29. maí næstkomandi og verður frumsýnd í framhaldinu um allan heim. Þegar hafa um 5 milljónir manns horft á sýnishorn myndarinnar á YouTube. Bíó og sjónvarp Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hollywood-miðillinn Deadline greinir frá. Þar segir að myndin, sem enn á eftir að fá nafn, muni fjalla um aðalpersónuna Mason, leikinn af Statham, og líf hans á afskekktri skoskri eyju. Þegar hann bjargar ungri konu úr sjónum, sem hafði orðið úti í miklum stormi, hefst röð atburða sem verður til þess að griðarstaður hans á eyjunni verður að engu. Hann neyðist þá til að hætta í einangrun og horfast í augu við drauga fortíðar. Áformað er að tökur hefjist á myndinni í nóvember, og munu þær fara fram í kvikmyndaveri Baltasars í Gufunesi, auk tökudaga á Bretlandi. Bæði Statham og Baltasar verða framleiðendur fyrir sitt hvort framleiðslufyrirtækið. Framleiðslufyrirtækið Black bear kemur einnig að framleiðslu. Samkvæmt frétt Deadline mun Black bear kynna myndina á Cannes-markaðnum í þessari viku. Statham hefur gert garðinn frægan með frammistöðum sínum í ófáum hasarmyndunum. Til að mynda Fast and the furious, Expendables og Collateral. Mynd Baltasars Kormáks, Snerting, sem byggð er á samnefndri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, verður heimsfrumsýnd 29. maí næstkomandi og verður frumsýnd í framhaldinu um allan heim. Þegar hafa um 5 milljónir manns horft á sýnishorn myndarinnar á YouTube.
Bíó og sjónvarp Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira