Banvænt aðgerðarleysi Tómas A. Tómasson skrifar 16. maí 2024 07:00 Ímyndaðu þér að vera með banvænan sjúkdóm. Þú leitar þér hjálpar en kemst svo að því að það eru hundruðir manns á undan þér í biðröð og þú færð ekki hjálp. Þetta er raunveruleikinn fyrir yfir 700 manns sem bíða eftir að komast inn á Vog og fyrir aðra 100 sem bíða eftir að komast í meðferð á Krýsuvík. Á sama tíma að við sjáum lífshættulega langa biðlista, neyðist SÁÁ til að tilkynna að eftirmeðferðarstöðinni Vík verði lokað í sumar, sem hefði auðveldlega verið hægt að komast hjá ef fjárframlög stjórnvalda væru fullnægjandi til að tryggja samfellu í rekstrinum. Heilbrigðisráðherra sagði á dögunum að hann væri tilbúinn í samtalið og að það þyrfti ekki mikið fjármagn til að halda Vík opinni yfir sumartímann. Raunveruleikinn er sá að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um aukið fjármagn til að bregðast við vaxandi vanda, hafa ríkisstjórnarflokkarnir sagt nei, nei og aftur nei. Jafnvel þegar Flokkur fólksins lagði til 520 milljóna króna aukaframlag til SÁÁ um síðustu áramót til að bregðast við grafalvarlegum og vaxandi vanda, greiddu allir þingmenn Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna atkvæði gegn fjárveitingunni. Með því að hunsa fíkniefnavandann ár eftir ár setur ríkisstjórnin líf fólks í hættu. Fíknivandinn er banvænn sjúkdómur og fólk á ekki að þurfa að bíða eftir meðferð, frekar en þeir sem glíma við hjartasjúkdóma eða krabbamein. Ef ekkert er að gert munu hundruðir einstaklinga dvelja áfram fastir í vítahring fíknisjúkdómsins, með engan aðgang að lífsnauðsynlegri meðferð. Flokkur fólksins hefur lagt fram raunhæfar lausnir til að takast á við þennan vanda. Með því að auka varanlega fjárframlög til SÁÁ um 520 milljónir á ársgrundvelli má bæta upp þann halla sem hefur myndast í rekstri samtakanna vegna þess að samningar við Sjúkratryggingar eru löngu orðnir úreltir. Þannig getum við tryggt að fleiri einstaklingar fái tímanlega og viðeigandi meðferð. Þetta fjármagn myndi gera SÁÁ kleift að auka afkastagetu sína, stytta biðlista og veita eftirfylgni til að koma í veg fyrir bakslag. Með þessum fjármunum gætu hundruðir einstaklinga fengið tækifæri til að sigrast á fíkn sinni og byggja upp betra líf. Þeir gætu snúið aftur til fjölskyldna sinna og orðið virkir þátttakendur í samfélaginu á ný. Þetta er sú framtíð sem Flokkur fólksins berst fyrir. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Fíkn Alþingi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að vera með banvænan sjúkdóm. Þú leitar þér hjálpar en kemst svo að því að það eru hundruðir manns á undan þér í biðröð og þú færð ekki hjálp. Þetta er raunveruleikinn fyrir yfir 700 manns sem bíða eftir að komast inn á Vog og fyrir aðra 100 sem bíða eftir að komast í meðferð á Krýsuvík. Á sama tíma að við sjáum lífshættulega langa biðlista, neyðist SÁÁ til að tilkynna að eftirmeðferðarstöðinni Vík verði lokað í sumar, sem hefði auðveldlega verið hægt að komast hjá ef fjárframlög stjórnvalda væru fullnægjandi til að tryggja samfellu í rekstrinum. Heilbrigðisráðherra sagði á dögunum að hann væri tilbúinn í samtalið og að það þyrfti ekki mikið fjármagn til að halda Vík opinni yfir sumartímann. Raunveruleikinn er sá að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um aukið fjármagn til að bregðast við vaxandi vanda, hafa ríkisstjórnarflokkarnir sagt nei, nei og aftur nei. Jafnvel þegar Flokkur fólksins lagði til 520 milljóna króna aukaframlag til SÁÁ um síðustu áramót til að bregðast við grafalvarlegum og vaxandi vanda, greiddu allir þingmenn Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna atkvæði gegn fjárveitingunni. Með því að hunsa fíkniefnavandann ár eftir ár setur ríkisstjórnin líf fólks í hættu. Fíknivandinn er banvænn sjúkdómur og fólk á ekki að þurfa að bíða eftir meðferð, frekar en þeir sem glíma við hjartasjúkdóma eða krabbamein. Ef ekkert er að gert munu hundruðir einstaklinga dvelja áfram fastir í vítahring fíknisjúkdómsins, með engan aðgang að lífsnauðsynlegri meðferð. Flokkur fólksins hefur lagt fram raunhæfar lausnir til að takast á við þennan vanda. Með því að auka varanlega fjárframlög til SÁÁ um 520 milljónir á ársgrundvelli má bæta upp þann halla sem hefur myndast í rekstri samtakanna vegna þess að samningar við Sjúkratryggingar eru löngu orðnir úreltir. Þannig getum við tryggt að fleiri einstaklingar fái tímanlega og viðeigandi meðferð. Þetta fjármagn myndi gera SÁÁ kleift að auka afkastagetu sína, stytta biðlista og veita eftirfylgni til að koma í veg fyrir bakslag. Með þessum fjármunum gætu hundruðir einstaklinga fengið tækifæri til að sigrast á fíkn sinni og byggja upp betra líf. Þeir gætu snúið aftur til fjölskyldna sinna og orðið virkir þátttakendur í samfélaginu á ný. Þetta er sú framtíð sem Flokkur fólksins berst fyrir. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun