Base parking gjaldþrota Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2024 14:29 Skilaboð um að aðgangi hafi verið lokað taka á móti þeim sem reyna að fara inn á vefsíðu Base Parking. Vísir Bílastæðaþjónustan Base Parking á Keflavíkurflugvelli var úrskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Vefsíðu hennar hefur verið lokað, rúmum tveimur vikum eftir að nafni félagsins var breytt í Siglt í strand ehf. Fyrirtækið hefur ítrekað ratað í fréttir vegna óánægju viðskiptavina með þjónustuna. Nokkrar breytingar hafa verið skráðar hjá Base Parking á undanförnum vikum. Fyrir utan nafnbreytinguna 29. apríl var Ómar Þröstur Hjaltason, sem hefur verið í forsvari fyrir félagið, skráður úr stjórn þess og lögheimili og póstfang félagsins fært í Ármúla 19 í Reykjavík eftir hluthafafund 1. maí. Engin merki var að finna um félagið í skrifstofuhúsnæðinu í Ármúla þegar blaðamaður leitaði að því á mánudag. Vefsíða Base Parking hefur verið virk undanfarna daga en nú skilar slóðin tilkynningu frá hýsingarþjónustu síðunnar um að aðgangnum hafi verið lokað. Hildur Leifsdóttir, skipaður skiptastjóri þrotabúsins, staðfestir að Siglt í strand hafi verið úrskurðað gjaldþrota í síðustu viku. Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, segir að félagið sé byrjað að gera kröfur fyrir tíu starfsmenn Base Parking til ábyrgðarsjóðs launa. Fyrstu starfsmennirnir hafi byrjað að leita til verkalýðsfélagsins í síðustu viku. Ógjörningur sé að segja hversu margir hafi starfað fyrir fyrirtækið þar sem stéttarfélagsgjöld hafi skilað sér illa eða alls ekki. Sumir starfsmannanna hafi verið skráðir í stéttarfélagið Eflingu. Ómar Þröstur Hjaltason, fyrrverandi forsvarsmaður Base Parking, á fundi hjá Félagi atvinnurekenda árið 2019.Félag atvinnurekenda Næst ekki í forsvarsmenn Ekki hefur náðst í Ómar Þröst þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fyrra símanúmeri hans virðist hafa verið lokað og tölvupóstfangi hjá Base Parking sömuleiðis. Ekki hefur heldur náðst í Geir Þorsteinsson sem er skráður forráðamaður félagsins. Þá hefur ekki verið svarað í símanúmer sem gefið var upp á vefsíðu Base Parking og í símaskrám. Símsvari með skilaboðum um að ekki náist í farsímann mæta þeim sem reyna að hringja í númerið. Þjónusta Base Parking fólst í að starfsmenn sáu um að leggja bílum flugfarþega og færa þeim þá aftur við heimkomu. Viðskiptavinir fyrirtækisins kvörtuðu undan því lyklar og jafnvel bílar þeirra fyndust ekki þegar þeir ætluðu að fá þá til baka. Í sumum tilfellum lögðu starfsmenn Base Parking bílum í gjaldskyld stæði þannig að viðskiptavinir voru tvírukkaðir fyrir að leggja bílum sínum. Einn viðskiptavinur sá á upptöku úr framrúðumyndavél bíls síns að starfsmaður fyrirtækisins hefði ekið bílnum á 170 kílómetra hraða á klukkustund. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis hefur haft áhyggjur af því að Base Parking brjóti á réttindum starfsmanna og greiði þeim svart. Fréttin var uppfærð eftir að skiptastjóri staðfesti gjaldþrotið. Keflavíkurflugvöllur Bílar Bílastæði Gjaldþrot Tengdar fréttir Starfsmaður Base Parking á 170 á bíl viðskiptavinar Karlmanni sem nýtti sér þjónustu Base Parking á dögunum brá í brún þegar hann kíkti á upptöku úr hraðamyndavél bílsins og sá að honum hefði verið ekið á 170 kílómetra hraða í átt að bílageymslu fyrirtækisins. 29. mars 2024 13:51 Mál tengd Base Parking á borði Neytendasamtakanna í hverjum mánuði Formaður Neytendasamtakanna segir ótrúlegt hversu mörg mál tengd fyrirtækinu Base Parking rati á borð samtakanna. Fyrirtæki verði að vanda til verka þegar neytendur treysti þeim fyrir eigum sínum, sem í þessum tilvikum séu oft á tíðum mjög dýrar bifreiðar. 16. mars 2024 11:22 Ófagrar sögur af viðskiptum við Base Parking Eftir að Vísir birti frétt um starfsemi Base Parking á fimmtudag hafa hvolfst yfir ritstjórnina ófagrar sögur af starfseminni. Þær eru flestar með sama sniði en hver með sínu lagi. Ómar Þröstur Hjaltason eigandi fyrirtækisins segir hins vegar að allt kapp sé lagt á að viðskiptin gangi smurt fyrir sig. 16. mars 2024 06:01 Hafa haft áhyggjur af starfsemi Base Parking í mörg ár Formaður verkalýðsfélags Keflavíkur og nágrennis segir áhyggjur hafa verið uppi um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli í fjöldamörg ár. Grunur er um að brotið sé á réttindum starfsmanna og að þeir fái greitt undir borðið. Fjölmargir viðskiptavinir lýsa slæmri reynslu sinni af viðskiptum við fyrirtækið. 15. mars 2024 20:33 „We lost your keys“ Ófögrum sögum fer af fyrirtækinu Base Parking sem sér um að leggja bílum og geyma fyrir flugfarþega. James Weston er forstöðumaður á frístundaheimili og hann fékk að finna fyrir óvönduðum vinnubrögðum. 14. mars 2024 11:21 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Nokkrar breytingar hafa verið skráðar hjá Base Parking á undanförnum vikum. Fyrir utan nafnbreytinguna 29. apríl var Ómar Þröstur Hjaltason, sem hefur verið í forsvari fyrir félagið, skráður úr stjórn þess og lögheimili og póstfang félagsins fært í Ármúla 19 í Reykjavík eftir hluthafafund 1. maí. Engin merki var að finna um félagið í skrifstofuhúsnæðinu í Ármúla þegar blaðamaður leitaði að því á mánudag. Vefsíða Base Parking hefur verið virk undanfarna daga en nú skilar slóðin tilkynningu frá hýsingarþjónustu síðunnar um að aðgangnum hafi verið lokað. Hildur Leifsdóttir, skipaður skiptastjóri þrotabúsins, staðfestir að Siglt í strand hafi verið úrskurðað gjaldþrota í síðustu viku. Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, segir að félagið sé byrjað að gera kröfur fyrir tíu starfsmenn Base Parking til ábyrgðarsjóðs launa. Fyrstu starfsmennirnir hafi byrjað að leita til verkalýðsfélagsins í síðustu viku. Ógjörningur sé að segja hversu margir hafi starfað fyrir fyrirtækið þar sem stéttarfélagsgjöld hafi skilað sér illa eða alls ekki. Sumir starfsmannanna hafi verið skráðir í stéttarfélagið Eflingu. Ómar Þröstur Hjaltason, fyrrverandi forsvarsmaður Base Parking, á fundi hjá Félagi atvinnurekenda árið 2019.Félag atvinnurekenda Næst ekki í forsvarsmenn Ekki hefur náðst í Ómar Þröst þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fyrra símanúmeri hans virðist hafa verið lokað og tölvupóstfangi hjá Base Parking sömuleiðis. Ekki hefur heldur náðst í Geir Þorsteinsson sem er skráður forráðamaður félagsins. Þá hefur ekki verið svarað í símanúmer sem gefið var upp á vefsíðu Base Parking og í símaskrám. Símsvari með skilaboðum um að ekki náist í farsímann mæta þeim sem reyna að hringja í númerið. Þjónusta Base Parking fólst í að starfsmenn sáu um að leggja bílum flugfarþega og færa þeim þá aftur við heimkomu. Viðskiptavinir fyrirtækisins kvörtuðu undan því lyklar og jafnvel bílar þeirra fyndust ekki þegar þeir ætluðu að fá þá til baka. Í sumum tilfellum lögðu starfsmenn Base Parking bílum í gjaldskyld stæði þannig að viðskiptavinir voru tvírukkaðir fyrir að leggja bílum sínum. Einn viðskiptavinur sá á upptöku úr framrúðumyndavél bíls síns að starfsmaður fyrirtækisins hefði ekið bílnum á 170 kílómetra hraða á klukkustund. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis hefur haft áhyggjur af því að Base Parking brjóti á réttindum starfsmanna og greiði þeim svart. Fréttin var uppfærð eftir að skiptastjóri staðfesti gjaldþrotið.
Keflavíkurflugvöllur Bílar Bílastæði Gjaldþrot Tengdar fréttir Starfsmaður Base Parking á 170 á bíl viðskiptavinar Karlmanni sem nýtti sér þjónustu Base Parking á dögunum brá í brún þegar hann kíkti á upptöku úr hraðamyndavél bílsins og sá að honum hefði verið ekið á 170 kílómetra hraða í átt að bílageymslu fyrirtækisins. 29. mars 2024 13:51 Mál tengd Base Parking á borði Neytendasamtakanna í hverjum mánuði Formaður Neytendasamtakanna segir ótrúlegt hversu mörg mál tengd fyrirtækinu Base Parking rati á borð samtakanna. Fyrirtæki verði að vanda til verka þegar neytendur treysti þeim fyrir eigum sínum, sem í þessum tilvikum séu oft á tíðum mjög dýrar bifreiðar. 16. mars 2024 11:22 Ófagrar sögur af viðskiptum við Base Parking Eftir að Vísir birti frétt um starfsemi Base Parking á fimmtudag hafa hvolfst yfir ritstjórnina ófagrar sögur af starfseminni. Þær eru flestar með sama sniði en hver með sínu lagi. Ómar Þröstur Hjaltason eigandi fyrirtækisins segir hins vegar að allt kapp sé lagt á að viðskiptin gangi smurt fyrir sig. 16. mars 2024 06:01 Hafa haft áhyggjur af starfsemi Base Parking í mörg ár Formaður verkalýðsfélags Keflavíkur og nágrennis segir áhyggjur hafa verið uppi um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli í fjöldamörg ár. Grunur er um að brotið sé á réttindum starfsmanna og að þeir fái greitt undir borðið. Fjölmargir viðskiptavinir lýsa slæmri reynslu sinni af viðskiptum við fyrirtækið. 15. mars 2024 20:33 „We lost your keys“ Ófögrum sögum fer af fyrirtækinu Base Parking sem sér um að leggja bílum og geyma fyrir flugfarþega. James Weston er forstöðumaður á frístundaheimili og hann fékk að finna fyrir óvönduðum vinnubrögðum. 14. mars 2024 11:21 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Starfsmaður Base Parking á 170 á bíl viðskiptavinar Karlmanni sem nýtti sér þjónustu Base Parking á dögunum brá í brún þegar hann kíkti á upptöku úr hraðamyndavél bílsins og sá að honum hefði verið ekið á 170 kílómetra hraða í átt að bílageymslu fyrirtækisins. 29. mars 2024 13:51
Mál tengd Base Parking á borði Neytendasamtakanna í hverjum mánuði Formaður Neytendasamtakanna segir ótrúlegt hversu mörg mál tengd fyrirtækinu Base Parking rati á borð samtakanna. Fyrirtæki verði að vanda til verka þegar neytendur treysti þeim fyrir eigum sínum, sem í þessum tilvikum séu oft á tíðum mjög dýrar bifreiðar. 16. mars 2024 11:22
Ófagrar sögur af viðskiptum við Base Parking Eftir að Vísir birti frétt um starfsemi Base Parking á fimmtudag hafa hvolfst yfir ritstjórnina ófagrar sögur af starfseminni. Þær eru flestar með sama sniði en hver með sínu lagi. Ómar Þröstur Hjaltason eigandi fyrirtækisins segir hins vegar að allt kapp sé lagt á að viðskiptin gangi smurt fyrir sig. 16. mars 2024 06:01
Hafa haft áhyggjur af starfsemi Base Parking í mörg ár Formaður verkalýðsfélags Keflavíkur og nágrennis segir áhyggjur hafa verið uppi um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli í fjöldamörg ár. Grunur er um að brotið sé á réttindum starfsmanna og að þeir fái greitt undir borðið. Fjölmargir viðskiptavinir lýsa slæmri reynslu sinni af viðskiptum við fyrirtækið. 15. mars 2024 20:33
„We lost your keys“ Ófögrum sögum fer af fyrirtækinu Base Parking sem sér um að leggja bílum og geyma fyrir flugfarþega. James Weston er forstöðumaður á frístundaheimili og hann fékk að finna fyrir óvönduðum vinnubrögðum. 14. mars 2024 11:21