Óvænt að „gáfumannarapparar“ herji stríð af þessu tagi Jón Þór Stefánsson skrifar 15. maí 2024 14:00 „Þeir eru allt í einu búnir að gefa ákveðna fyrirmynd af því að virðulegir rapparar megi láta eins og fífl,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen um erjur Drake og Kendricks Lamar. EPA „Þetta er alveg undarlega ugly,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands, um útistöður tveggja vinsælustu rappara heims Drake og Kendrick Lamar sem hafa verið að orðhöggvast sín á milli undanfarnar vikur. Bardaginn fer fram á tónlistar- og ritvellinum. Rappararnir tveir hafa skiptst á að gefa út svokölluð disslög til höfuðs hvorum öðrum þar sem alvarlegar ásakanir um mansalshringi, heimilisofbeldi og kynferðislega misnotkun á börnum hafa komið fram. Þá var skotárás framin við heimili Drake í Toronto í Kanada þegar deilurnar voru í hvað mestu hámæli. Þar særðist öryggisvörður alvarlega. Þess má þó geta að ekki hefur fengist staðfest að árásin tengist erjum rapparana beinlínis. Sjá einnig: Stærstu stjörnur rappsins bera hvor annan þungum sökum „Þarna erum við með tvo risa rappara, ef ekki bara þá tvo stærstu, og það sem þykir áhugavert við þetta er að þetta eru ekki svona glæparapparar. Það er dálítið merkilegt,“ sagði Arnar í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 um málið. „Kendrick Lamar hefur verið stillt upp sem menningarrappara, rosa djúphugull og fékk Pulitzer-verðlaun. Og Drake er þessi tilfinningarappari. Báðir svona gáfumannarapparar að einhverju leyti,“ sagði Arnar og útskýrði að þess vegna hafi það komið sér í opna skjöldu að átök þeirra hafi þróast eins og raun ber vitni. Erjur sem þessar eru ekki nýjar af nálinni. Rapparar hafa deilt sín á milli um áratugaskeið, en Arnar bendir á að tónlistarmenn í öðrum greinum geri þetta síður. „Hermigervill er ekki að beefa við Daníel Ágúst. Þegar maður segir þetta þá er þetta svo fáránlegt að maður getur ekki einu sinni hugsað um það,“ sagði Arnar. Útilokar ekki sviðsetningu sem er þó ólíkleg „Ég var að sjá að þeir eru hjá sama útgáfufyrirtæki. Þannig það er einhver Jóakim Aðalönd að telja peningana á bakvið tjöldin.“ Aðspurður út í hvort möguleiki sé á því að atburðarrásin sé sviðsett, að það séu samantekin ráð hjá röppurunum að bera þungar sakir á borð til þess að auka eigin vinsældir, segist Arnar ekki vilja útiloka neitt. Þrátt fyrir það finnst honum alvarleiki ásakananna fella þá kenningu. „Þeir eru allt í einu búnir að gefa ákveðna fyrirmynd af því að virðulegir rapparar megi láta eins og fífl. Af því þetta er auðvitað fyrst og fremst það: að láta eins og fífl,“ segir Arnar. „Ég bæti því við að þetta eru menn komnir undir fertugt. Þetta eru bara gamlir kallar að tuða.“ Tónlist Bandaríkin Kanada Hollywood Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Bardaginn fer fram á tónlistar- og ritvellinum. Rappararnir tveir hafa skiptst á að gefa út svokölluð disslög til höfuðs hvorum öðrum þar sem alvarlegar ásakanir um mansalshringi, heimilisofbeldi og kynferðislega misnotkun á börnum hafa komið fram. Þá var skotárás framin við heimili Drake í Toronto í Kanada þegar deilurnar voru í hvað mestu hámæli. Þar særðist öryggisvörður alvarlega. Þess má þó geta að ekki hefur fengist staðfest að árásin tengist erjum rapparana beinlínis. Sjá einnig: Stærstu stjörnur rappsins bera hvor annan þungum sökum „Þarna erum við með tvo risa rappara, ef ekki bara þá tvo stærstu, og það sem þykir áhugavert við þetta er að þetta eru ekki svona glæparapparar. Það er dálítið merkilegt,“ sagði Arnar í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 um málið. „Kendrick Lamar hefur verið stillt upp sem menningarrappara, rosa djúphugull og fékk Pulitzer-verðlaun. Og Drake er þessi tilfinningarappari. Báðir svona gáfumannarapparar að einhverju leyti,“ sagði Arnar og útskýrði að þess vegna hafi það komið sér í opna skjöldu að átök þeirra hafi þróast eins og raun ber vitni. Erjur sem þessar eru ekki nýjar af nálinni. Rapparar hafa deilt sín á milli um áratugaskeið, en Arnar bendir á að tónlistarmenn í öðrum greinum geri þetta síður. „Hermigervill er ekki að beefa við Daníel Ágúst. Þegar maður segir þetta þá er þetta svo fáránlegt að maður getur ekki einu sinni hugsað um það,“ sagði Arnar. Útilokar ekki sviðsetningu sem er þó ólíkleg „Ég var að sjá að þeir eru hjá sama útgáfufyrirtæki. Þannig það er einhver Jóakim Aðalönd að telja peningana á bakvið tjöldin.“ Aðspurður út í hvort möguleiki sé á því að atburðarrásin sé sviðsett, að það séu samantekin ráð hjá röppurunum að bera þungar sakir á borð til þess að auka eigin vinsældir, segist Arnar ekki vilja útiloka neitt. Þrátt fyrir það finnst honum alvarleiki ásakananna fella þá kenningu. „Þeir eru allt í einu búnir að gefa ákveðna fyrirmynd af því að virðulegir rapparar megi láta eins og fífl. Af því þetta er auðvitað fyrst og fremst það: að láta eins og fífl,“ segir Arnar. „Ég bæti því við að þetta eru menn komnir undir fertugt. Þetta eru bara gamlir kallar að tuða.“
Tónlist Bandaríkin Kanada Hollywood Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira