„Ég kýs homma“ Óli Gunnar Gunnarsson skrifar 15. maí 2024 16:01 Árið 1980 brutum við Íslendingar í sögunni blað þegar við kusum Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta. Var hún þar með fyrsta kona heims sem var lýðræðislega kjörin til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Aðeins fimm árum eftir fyrsta kvennafrídaginn - sem er dálítið magnað ef við pælum í því. Auðvitað var ég ekki fæddur á þeim tíma en ég get ímyndað mér að framboðið hennar hafi ekki verið auðvelt, verandi fyrsta kona Íslandssögunnar til að gefa kost á sér til forseta (ég hlakka bara til að sjá væntanlega sjónvarpsseríu um líf hennar og feril til að læra meira). En ég get rétt svo ímyndað mér hvað sigur hennar árið 1980 veitti mikinn innblástur bæði hér á landi og erlendis. Í ár er aðeins einn frambjóðandi sem veitir mér innblástur. Einn frambjóðandi sem minnir mig á sögu Vigdísar. Einn frambjóðandi sem getur brotið blað í sögunni. Baldur Þórhallsson getur orðið fyrsti samkynhneigði þjóðkjörni landshöfðingi sögunnar. Mér finnst við ekki ræða þetta nóg. Hvað þetta er mögulega stórt augnablik fyrir okkur sem þjóð. Auðvitað er Baldur fullkomlega hæfur í þetta starf ofan á allt annað. Hann er prófessor í stjórnmálafræði sem sérhæfir sig í stöðu smáþjóða á heimsvísu (lestu þessa setningu aftur). Hann er hjartahlýr, gáfaður, sanngjarn og traustur. Svo er makinn hans alveg jafn frábær í alla staði og frábær söngvari í þokkabót! Saman mynda þeir eina fallegustu fjölskyldu sem ég get ímyndað mér - ekki þrátt fyrir, heldur einmitt vegna þess að hún er hinsegin. Við megum ræða þetta. Við verðum að ræða þetta. Fordómafulla liðið (sem er því miður ennþá allt of fjölmennt) leyfir sér að tala um hinseginleikann sem galla. Við eigum þvert á móti að benda á kosti hinseginleikans. Ísland gæti orðið að leiðarljósi þegar kemur að mannréttindum. Baldur gæti heimsótt lönd þar sem samkynhneigð er ólögleg - sem lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi. Hann gæti veitt fólki innblástur um allan heim. „Það á ekki að kjósa mig því ég er kona, það á að kjósa mig því ég er maður,“ sagði Vigdís. Með fullri virðingu hefði ég kosið hana vegna hvoru tveggja. Og í ár er valið mitt einfalt. Ég kýs prófessor. Ég kýs pabba. Ég kýs mann. Ég kýs homma. Ég kýs Baldur. Höfundur er leikskáld og leikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Árið 1980 brutum við Íslendingar í sögunni blað þegar við kusum Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta. Var hún þar með fyrsta kona heims sem var lýðræðislega kjörin til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Aðeins fimm árum eftir fyrsta kvennafrídaginn - sem er dálítið magnað ef við pælum í því. Auðvitað var ég ekki fæddur á þeim tíma en ég get ímyndað mér að framboðið hennar hafi ekki verið auðvelt, verandi fyrsta kona Íslandssögunnar til að gefa kost á sér til forseta (ég hlakka bara til að sjá væntanlega sjónvarpsseríu um líf hennar og feril til að læra meira). En ég get rétt svo ímyndað mér hvað sigur hennar árið 1980 veitti mikinn innblástur bæði hér á landi og erlendis. Í ár er aðeins einn frambjóðandi sem veitir mér innblástur. Einn frambjóðandi sem minnir mig á sögu Vigdísar. Einn frambjóðandi sem getur brotið blað í sögunni. Baldur Þórhallsson getur orðið fyrsti samkynhneigði þjóðkjörni landshöfðingi sögunnar. Mér finnst við ekki ræða þetta nóg. Hvað þetta er mögulega stórt augnablik fyrir okkur sem þjóð. Auðvitað er Baldur fullkomlega hæfur í þetta starf ofan á allt annað. Hann er prófessor í stjórnmálafræði sem sérhæfir sig í stöðu smáþjóða á heimsvísu (lestu þessa setningu aftur). Hann er hjartahlýr, gáfaður, sanngjarn og traustur. Svo er makinn hans alveg jafn frábær í alla staði og frábær söngvari í þokkabót! Saman mynda þeir eina fallegustu fjölskyldu sem ég get ímyndað mér - ekki þrátt fyrir, heldur einmitt vegna þess að hún er hinsegin. Við megum ræða þetta. Við verðum að ræða þetta. Fordómafulla liðið (sem er því miður ennþá allt of fjölmennt) leyfir sér að tala um hinseginleikann sem galla. Við eigum þvert á móti að benda á kosti hinseginleikans. Ísland gæti orðið að leiðarljósi þegar kemur að mannréttindum. Baldur gæti heimsótt lönd þar sem samkynhneigð er ólögleg - sem lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi. Hann gæti veitt fólki innblástur um allan heim. „Það á ekki að kjósa mig því ég er kona, það á að kjósa mig því ég er maður,“ sagði Vigdís. Með fullri virðingu hefði ég kosið hana vegna hvoru tveggja. Og í ár er valið mitt einfalt. Ég kýs prófessor. Ég kýs pabba. Ég kýs mann. Ég kýs homma. Ég kýs Baldur. Höfundur er leikskáld og leikari.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun