Snorri Barón um Söru: „Ógeð sem enginn á að þurfa að ganga í gegnum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2024 08:31 Sara Sigmundsdóttir hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika undanfarin ár. @SARASIGMUNDS Sara Sigmundsdóttir verður ekki meira með á þessu CrossFit tímabili og missir því af fjórðu heimsleikunum í röð. Umboðsmaður hennar Snorri Barón Jónsson sendir sinni konu stuðning og segir nánar frá því sem ein besta CrossFit kona Íslands hefur þurft að ganga í gegnum síðustu árin. Snorri bæði byrjar og endar pistil sinn á jákvæðum nótum. „Ég get án nokkurs vafa beðið aðeins lengur eftir stundum eins og þessari,“ skrifar Snorri og vísar í myndband af Söru að fanga sigri á móti í Dúbaí. „Ég hef vitað af heilsuvandamálum Söru eins lengi að hún hefur verið að glíma við þau. Á Rogue Invitational mótinu leit út fyrir að það væri að líða yfir hana í sumum æfingunum. Vandamálið varð síðan enn verra vikurnar á eftir það sem hún glímdi við höfuðverk, mikla liðverki og bólgur, hitaköst, útbrot, hármissi og miklu meira ógeð sem enginn á að þurfa að ganga í gegnum,“ skrifar Snorri. Sara Sigmundsdóttir og Snorri Barón Jónsson bregða á leik.@snorribaron Gat séð breytingu á henni „Þess vegna var ég svo ánægður fyrir hennar hönd í fjórðungsúrslitunum í ár af því ég gat séð breytingu á henni. Það var miklu meiri gleði í gangi enda leið henni betur líkamlega en hún hafði gert í langan tíma á undan. En rétt eftir fjórðungsúrslitin þá lenti hún í annarri öldu og steinlá. Tímabilið búið,“ skrifar Snorri. Hann fer síðan yfir svipaða hluti og Sara lýsti sjálf í sínum pistli. Það tekur tíma að finna rétta meðalið við sjálfsofnæmissjúkdóminum hennar sem kallast fylgigigt. „Nú mun hún taka því rólega, leyfa meðferðinni að virka almennilega og svo byrjar hún að byggja sig upp eftir það. Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott. Það er búið að finna hvað er að henni og það lítur út fyrir að hún sé búin að fá rétta meðalið. Það skiptir mestu máli,“ skrifar Snorri. Heilsuhrausta, ánægða og hættulega Sara „Í næsta skipti sem við munum sjá hana á keppnisgólfinu gætum við fengið að sjá útgáfu af henni sem við höfum ekki séð síðan á Wodapalooza mótinu 2020. Heilsuhrausta, ánægða og hættulega Söru,“ skrifar Snorri. „Sara verður ekki á gólfinu í Lyon um helgina en margir frábærir íþróttamenn verða þar. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig þetta fer. Ég verð þar ekki sjálfur en mun fylgjast vel með á netinu ef CrossFit leyfir. Ég mun öskra á sjónvarpið til að hvetja áfram mitt fólk,“ skrifaði Snorri. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sjá meira
Snorri bæði byrjar og endar pistil sinn á jákvæðum nótum. „Ég get án nokkurs vafa beðið aðeins lengur eftir stundum eins og þessari,“ skrifar Snorri og vísar í myndband af Söru að fanga sigri á móti í Dúbaí. „Ég hef vitað af heilsuvandamálum Söru eins lengi að hún hefur verið að glíma við þau. Á Rogue Invitational mótinu leit út fyrir að það væri að líða yfir hana í sumum æfingunum. Vandamálið varð síðan enn verra vikurnar á eftir það sem hún glímdi við höfuðverk, mikla liðverki og bólgur, hitaköst, útbrot, hármissi og miklu meira ógeð sem enginn á að þurfa að ganga í gegnum,“ skrifar Snorri. Sara Sigmundsdóttir og Snorri Barón Jónsson bregða á leik.@snorribaron Gat séð breytingu á henni „Þess vegna var ég svo ánægður fyrir hennar hönd í fjórðungsúrslitunum í ár af því ég gat séð breytingu á henni. Það var miklu meiri gleði í gangi enda leið henni betur líkamlega en hún hafði gert í langan tíma á undan. En rétt eftir fjórðungsúrslitin þá lenti hún í annarri öldu og steinlá. Tímabilið búið,“ skrifar Snorri. Hann fer síðan yfir svipaða hluti og Sara lýsti sjálf í sínum pistli. Það tekur tíma að finna rétta meðalið við sjálfsofnæmissjúkdóminum hennar sem kallast fylgigigt. „Nú mun hún taka því rólega, leyfa meðferðinni að virka almennilega og svo byrjar hún að byggja sig upp eftir það. Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott. Það er búið að finna hvað er að henni og það lítur út fyrir að hún sé búin að fá rétta meðalið. Það skiptir mestu máli,“ skrifar Snorri. Heilsuhrausta, ánægða og hættulega Sara „Í næsta skipti sem við munum sjá hana á keppnisgólfinu gætum við fengið að sjá útgáfu af henni sem við höfum ekki séð síðan á Wodapalooza mótinu 2020. Heilsuhrausta, ánægða og hættulega Söru,“ skrifar Snorri. „Sara verður ekki á gólfinu í Lyon um helgina en margir frábærir íþróttamenn verða þar. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig þetta fer. Ég verð þar ekki sjálfur en mun fylgjast vel með á netinu ef CrossFit leyfir. Ég mun öskra á sjónvarpið til að hvetja áfram mitt fólk,“ skrifaði Snorri. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sjá meira