„Engu okkar er boðið að koma þarna og sjá“ Jón Þór Stefánsson skrifar 18. maí 2024 09:01 Vangaveltur Jóns Gnarr um heimsókn á Bessastaði vöktu upp katínu á meðal mótframbjóðenda hans. Vísir/Vilhelm Jóni Gnarr þykir sérkennilegt að forsetaframbjóðendum hafi ekki verið boðið í bústað forseta Íslands á Bessastöðum. Þetta kom fram í forsetakappræðum á Stöð 2 síðastliðið fimmtudagskvöld. „Það er svo skrítið með þetta allt saman. Hérna erum við að sækjast eftir því að flytja þangað,“ sagði Jón og benti á mynd af Bessastöðum. „Og eyða þarna fjórum, átta, tólf, tuttugu árum. Engu okkar er boðið að koma þarna og sjá þetta.“ Jón sagðist vita lítið um það hvernig sé að búa á Bessastöðum. „Fólk er að spyrja mig: „Ef þú verður forseti eru húsgögn þarna?“ Ég bara hef ekki hugmynd um það.“ Hefur þú aldrei komið á Bessastaði? „Ég hef komið á Bessastaði, en ég hef ekki fengið guide-ferð,“ sagði hann og spurði aðra frambjóðendur: „Er þetta ekki skrýtið krakkar? Finnst ykkur þetta ekki skrýtið?“ Hann segir að þeir sem hafi stofnað til forsetaframboðs eigi að fá boð á staðinn þar sem viðkomandi sé mögulega að fara eyða næstu áratugum af lífi sínu. Hann tók þó fram að honum þætti þetta ekki vera persónulegt mál Guðna Th. Jóhannessonar, sitjandi forseta, að bjóða í heimsókn. „Þetta á bara að vera hluti af einhverju sem heitir fagleg stjórnsýsla.“ Jón sagðist hafa eytt miklum tíma af kappræðunum í að horfa á mynd af Bessastöðum sem var á vegg á móti honum. „Ha, er það þarna sem hann býr? Eða ætli það sé þarna?“ Þessi mynd af Bessastöðum hékk báðum megin við frambjóðendur í kappræðum Stöðvar 2 og vakti athygli Jóns GnarrVísir/Vilhelm Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
„Það er svo skrítið með þetta allt saman. Hérna erum við að sækjast eftir því að flytja þangað,“ sagði Jón og benti á mynd af Bessastöðum. „Og eyða þarna fjórum, átta, tólf, tuttugu árum. Engu okkar er boðið að koma þarna og sjá þetta.“ Jón sagðist vita lítið um það hvernig sé að búa á Bessastöðum. „Fólk er að spyrja mig: „Ef þú verður forseti eru húsgögn þarna?“ Ég bara hef ekki hugmynd um það.“ Hefur þú aldrei komið á Bessastaði? „Ég hef komið á Bessastaði, en ég hef ekki fengið guide-ferð,“ sagði hann og spurði aðra frambjóðendur: „Er þetta ekki skrýtið krakkar? Finnst ykkur þetta ekki skrýtið?“ Hann segir að þeir sem hafi stofnað til forsetaframboðs eigi að fá boð á staðinn þar sem viðkomandi sé mögulega að fara eyða næstu áratugum af lífi sínu. Hann tók þó fram að honum þætti þetta ekki vera persónulegt mál Guðna Th. Jóhannessonar, sitjandi forseta, að bjóða í heimsókn. „Þetta á bara að vera hluti af einhverju sem heitir fagleg stjórnsýsla.“ Jón sagðist hafa eytt miklum tíma af kappræðunum í að horfa á mynd af Bessastöðum sem var á vegg á móti honum. „Ha, er það þarna sem hann býr? Eða ætli það sé þarna?“ Þessi mynd af Bessastöðum hékk báðum megin við frambjóðendur í kappræðum Stöðvar 2 og vakti athygli Jóns GnarrVísir/Vilhelm
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira