Klopp kvaddi með sigri Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2024 14:30 Jürgen Klopp stýrði Liverpool í síðasta sinn í dag. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool unnu 2-0 sigur er liðið tók á móti Wolves í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Fyrr í vetur greindi Klopp frá því að þetta yrði hans síðasta tímabil við stjórnvölin hjá Liverpool og leikurinn í dag var því sá síðasti undir hans stjórn. Á tíma Klopp hjá Liverpool tókst liðinu að vinna alla þá titla sem í boði eru. Heimamenn í Liverpool voru nokkuð lengi í gang í leik dagsins, en þeir fengu þó tækifæri til að refsa Úlfunum eftir tæplega hálftíma leik þegar Nelson Semedo fékk að líta beint rautt spjald. Liverpool nýtti sér liðsmuninn og Alexis Mac Allister kom liðinu yfir á 34. mínútu áður en Jarell Quansah tvöfaldaði forystu liðsins sex mínútum síðar. Þrátt fyrir urmul færa tókst heimamönnum ekki að bæta við mörkum og niðurstaðan varð 2-0 sigur Liverpool sem endar tímabilið í þriðja sæti deildarinnar með 82 stig og kveður Jürgen Klopp um leið. ❤️ #DankeJürgen ❤️ pic.twitter.com/Ldh6IFPa6U— Liverpool FC (@LFC) May 19, 2024 Enski boltinn
Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool unnu 2-0 sigur er liðið tók á móti Wolves í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Fyrr í vetur greindi Klopp frá því að þetta yrði hans síðasta tímabil við stjórnvölin hjá Liverpool og leikurinn í dag var því sá síðasti undir hans stjórn. Á tíma Klopp hjá Liverpool tókst liðinu að vinna alla þá titla sem í boði eru. Heimamenn í Liverpool voru nokkuð lengi í gang í leik dagsins, en þeir fengu þó tækifæri til að refsa Úlfunum eftir tæplega hálftíma leik þegar Nelson Semedo fékk að líta beint rautt spjald. Liverpool nýtti sér liðsmuninn og Alexis Mac Allister kom liðinu yfir á 34. mínútu áður en Jarell Quansah tvöfaldaði forystu liðsins sex mínútum síðar. Þrátt fyrir urmul færa tókst heimamönnum ekki að bæta við mörkum og niðurstaðan varð 2-0 sigur Liverpool sem endar tímabilið í þriðja sæti deildarinnar með 82 stig og kveður Jürgen Klopp um leið. ❤️ #DankeJürgen ❤️ pic.twitter.com/Ldh6IFPa6U— Liverpool FC (@LFC) May 19, 2024
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti