Sigur fyrir Assange sem fær að áfrýja framsali Eiður Þór Árnason skrifar 20. maí 2024 15:33 Mótmælandi les dagblað fyrir utan dómstólinn í London. Fjöldi stuðningsmanna mætti þangað til að styðja málstað Assange í dag. Ap/Kin Cheung Julian Assange, stofnandi WikiLeaks fær að áfrýja ákvörðun um framsal hans til Bandaríkjanna til hæstaréttar Bretlands eftir að dómarar við dómstól í London úrskurðuðu honum í vil. Niðurstaðan var kveðin upp í dag. Verjendur Assange sögðu bandarísk yfirvöld ekki hafa veitt fullvissu fyrir því að hann myndi njóta sömu stjórnarskrárbundnu málfrelsisverndar og bandarískir ríkisborgarar ef hann yrði framseldur þangað frá Bretlandi. Assange á yfir höfði sér ákæru fyrir njósnir í sautján liðum og eina ákæru fyrir tölvumisnotkun í tengslum við birtingu WikiLeaks á miklum fjölda leyniskjala úr fórum bandarískra yfirvalda fyrir nærri fimmtán árum síðan. Voru skjölin afhent af Chelsea Manning, sem starfaði þá sem verktaki fyrir bandaríska herinn. Stella Assange, eiginkona Julian Assange ávarpaði fjölmiðla fyrir utan dómshúsið í dag. Ap/Kin Cheung Hundruð stuðningsmanna fögnuðu niðurstöðunni fyrir utan dómshúsið og sagði Stella Assange, eiginkona Julian að bandarísk yfirvöld hafi reynt að setja „varalit á svín“ en dómararnir séð í gegnum það. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en Stella bætti við að Bandaríkjastjórn ætti að endurmeta stöðuna og láta málið niður falla. „Fyrir fjölskylduna þá er þetta léttir en hversu lengi getur þetta haldið áfram? Þessi málarekstur er skammarlegur og hann er að taka gríðarlegan toll af Julian.“ Eigi að njóta fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar Assange hefur varið síðustu fimm árum í bresku hámarksöryggisfangelsi eftir að hafa dvalið í sendiráði Ekvador í London í sjö ár. Assange var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag af heilsufarsástæðum, að sögn verjanda hans. Lögmenn Assange hafa byggt málsvörn sína á því að hann hafi verið blaðamaður sem afhjúpaði brot sem Bandaríkjaher framdi í Írak og Afganistan. Yrði hann sendur til Bandaríkjanna muni hann þurfa að þola pólitískt málshöfðunarferli og ekki njóta réttlætis. Bandarísk yfirvöld segja að aðgerðir Assange hafi farið út fyrir mörk blaðamennsku þar sem hann hafi ekki einungis safnað upplýsingum heldur einnig reynt að falast eftir, stolið og birt leynileg gögn af handahófi. Dómararnir við dómstólinn í London féllust á að með því að birta gögnin hafi Assange í raun talist vera útgefandi. Hann eigi því rétt á þeirri vernd sem fyrsti viðauki stjórnarskrár bandaríkjanna veiti blaðamönnum og fjölmiðlum. Mál Julians Assange Bretland WikiLeaks Tengdar fréttir Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24 Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Niðurstaðan var kveðin upp í dag. Verjendur Assange sögðu bandarísk yfirvöld ekki hafa veitt fullvissu fyrir því að hann myndi njóta sömu stjórnarskrárbundnu málfrelsisverndar og bandarískir ríkisborgarar ef hann yrði framseldur þangað frá Bretlandi. Assange á yfir höfði sér ákæru fyrir njósnir í sautján liðum og eina ákæru fyrir tölvumisnotkun í tengslum við birtingu WikiLeaks á miklum fjölda leyniskjala úr fórum bandarískra yfirvalda fyrir nærri fimmtán árum síðan. Voru skjölin afhent af Chelsea Manning, sem starfaði þá sem verktaki fyrir bandaríska herinn. Stella Assange, eiginkona Julian Assange ávarpaði fjölmiðla fyrir utan dómshúsið í dag. Ap/Kin Cheung Hundruð stuðningsmanna fögnuðu niðurstöðunni fyrir utan dómshúsið og sagði Stella Assange, eiginkona Julian að bandarísk yfirvöld hafi reynt að setja „varalit á svín“ en dómararnir séð í gegnum það. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en Stella bætti við að Bandaríkjastjórn ætti að endurmeta stöðuna og láta málið niður falla. „Fyrir fjölskylduna þá er þetta léttir en hversu lengi getur þetta haldið áfram? Þessi málarekstur er skammarlegur og hann er að taka gríðarlegan toll af Julian.“ Eigi að njóta fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar Assange hefur varið síðustu fimm árum í bresku hámarksöryggisfangelsi eftir að hafa dvalið í sendiráði Ekvador í London í sjö ár. Assange var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag af heilsufarsástæðum, að sögn verjanda hans. Lögmenn Assange hafa byggt málsvörn sína á því að hann hafi verið blaðamaður sem afhjúpaði brot sem Bandaríkjaher framdi í Írak og Afganistan. Yrði hann sendur til Bandaríkjanna muni hann þurfa að þola pólitískt málshöfðunarferli og ekki njóta réttlætis. Bandarísk yfirvöld segja að aðgerðir Assange hafi farið út fyrir mörk blaðamennsku þar sem hann hafi ekki einungis safnað upplýsingum heldur einnig reynt að falast eftir, stolið og birt leynileg gögn af handahófi. Dómararnir við dómstólinn í London féllust á að með því að birta gögnin hafi Assange í raun talist vera útgefandi. Hann eigi því rétt á þeirri vernd sem fyrsti viðauki stjórnarskrár bandaríkjanna veiti blaðamönnum og fjölmiðlum.
Mál Julians Assange Bretland WikiLeaks Tengdar fréttir Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24 Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24
Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20
Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36