Erfiðast að fá Baldur til að tala um sjálfan sig Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 11:39 Valgeir Magnússon, Valli Sport, og Sunna Kristín Hilmarsdóttir eru í kosningateymum Baldurs Þórhallssonar og Höllu Hrundar. Vísir Ráðgjafi í kosningateymi Baldurs Þórhallssonar segir mestu áskorunina í baráttunni vera þá að fá Baldur til að tala um sjálfan sig. Ráðgjafi Höllu Hrundar segir mögulega eitthvað til í því að það sé kalt á toppnum, en þau láti ekki neikvæða umræðu á sig fá heldur haldi sínu striki. Í hlaðvarpsþættinum Ræðum það, í umsjón almannatengilsins Andrésar Jónssonar, er rætt við ráðgjafa í kosningateymi Baldurs Þórhallssonar og Höllu Hrundar Logadóttur. Sunna Kristín Hilmarsdóttir, í kosningateymi Höllu, heldur utan um almannatengsl, fjölmiðlasamskipti Höllu Hrundar auk þess að þjálfa hana fyrir viðtöl af ýmsu tagi og kappræður í sjónvarpi. Hún segir kjósendur kalla eftir því að kynnast frambjóðendum. „Forsetakosningar eru öðruvísi en alþingis eða sveitastjórnakosningar, því þetta er svo mikið persónukjör.“ Ég upplifi að kjósendur vilji svo mikið kynnast manneskjunni. „Ekki bara endilega fá að vita, þó það sé auðvitað mikilvægt, hver er sýn viðkomandi á forsetaembættið og hvað þú ætlar að gera með málskotsréttinn.“ Sunna segir þá miklu breidd sem hefur einkennt umfjöllun fjölmiðla skemmtilega. Óformleg viðtöl, líkt og vængjaþættirnir á Vísi, séu alveg jafn valid í kosningabaráttu og kappræður í sjónvarpi. Andrés Jónsson, almannatengill, stýrir hlaðvarpinu Ræðum það.Vísir/Vilhelm Sunna segir mikla ásókn í Höllu Hrund, bæði frá fjölmiðlum, almenningi sem og fyrirtækjum vítt og breitt um landið. Aðspurð segir hún ekki mikið hafa breyst í baráttunni þegar Halla fór að mælast efst í skoðanakönnunum. „En það kom okkur smá á óvart hvað þetta gerðist hratt og hvað það var mikill stuðningur fljótt. En við höfum lagt áherslu á að halda áfram og halda okkar striki.“ Stundum kalt á toppnum Sunna Kristín starfaði um árabil í fjölmiðlum og segist eftir þá reynslu vita að fólk hafi almennt mismunandi sýn á umræðuna. „Stundum er sagt að það sé kalt á toppnum og allt þetta, og kannski á það við í einhverjum tilfellum. En heilt yfir finnst mér þetta hafa verið góð barátta, þannig séð. Ég sé auðvitað umræðu á netinu eins og aðrir um Skrímsladeildina og allt þetta, en ég segi fyrir mitt leyti að við erum ekki að velta okkur upp úr þessu. Viljum bara fókusa á hana og hennar framboð og hvað hún er geggjuð.“ Aðspurð um hversu mikið fylgi hún haldi að forsetinn verði kjörinn með, segist Sunna upphaflega verið með 30 til 35 prósent í huga. „En svo fór ég að hugsa, Halla Tómas er að sækja á. Svo það gæti verið að fyrsta sinn að forseti verði kjörinn með undir 30 prósent fylgi. En maður veit ekki.“ Vill breyta heiminum Almannatengillinn Valgeir Magnússon, betur þekktur sem Valli Sport, er ráðgjafi Baldurs Þórhallssonar. Hann segir það hafa komið á óvart hversu mikið sé af frambærilegu fólki í framboði og hversu margir nái hylli fólks. Valgeir segist hafa komið að máli við Baldur fyrir átta árum, þegar Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti að hann myndi ekki gefa kost á sér áfram í embætti forseta. „Mér finnst bara eitthvað svo spennandi að við breytum heiminum svipað og við gerðum 1980. Brjótum blað í mannkynssögunni og kjósum okkur samkynhneigðan forseta. Þarna er akkúrat maður sem er samkynhneigður en einnig mög öflugur til að sinna starfinu. Það er það sem dró mig að borðinu.“ Valgeir lét framkvæma könnun til að athuga hvort hljómgrunnur væri fyrir því að Baldur færi í framboð. „Sem að var, og ég sýndi honum, og þeim [Felix Bergsyni], þá könnun en á þeim tíma voru þeir ekki tilbúnir í það en núna voru þeir það.“ Svo fór að Valgeir vann með Höllu Tómasdóttur í kosningabaráttu hennar í framboði til embættis forseta Íslands árið 2016. Vinna við framboð sé góður skóli Valgeir segir kosningabaráttu sem þessa mjög krefjandi, en það sem drífi hann áfram sé sýn Baldurs á embættið. „Ég veit að hann er sannur, er ekki að setja sig í stellingar í framboðinu heldur er þetta málflutningur sem hann hefur haft í mjög langan tíma. Og það hjálpar mér persónulega að gíra mig upp í að vinna á hverjum degi fram á kvöld.“ Hann segir gífurlega eftirspurn eftir fréttum af Baldri og gerir ráð fyrir að því sé eins hagað með aðra frambjóðendur. „Fyrir síðustu kosningar var nánast vonlaust að koma frambjóðendum í fréttir fyrr en síðustu þrjár, fjórar vikurnar. En núna byrjaði eftirspurnin rúmum tveimur mánuðum fyrir kosningar.“ Baldur og Halla Hrund hafa bæði mælst ofarlega í skoðanakönnunum undanfarið. Vísir/Vilhelm Vinna við framboð sé gífurlega góður skóli fyrir þá sem hafa áhuga á hverskonar markaðsetningu. Ekkert sé mælt jafn ört. „Maður fær beint í æð hvernig gekk. Að vísu þarf maður aðeins að læra að vinna með skoðanakannanir því tölurnar sem maður fær eru yfirleitt svar við því sem gerðist í síðustu viku. Það sem maður er að gera akkúrat núna, maður fær niðurstöður í næstu viku.“ Hlaðvarpsþátturinn var tekinn upp í síðustu viku, en Valgeir segir þá viku hafa verið mun betri en sú á undan. „Við höfum náð góðum mómentum. Hann hefur verið áberandi í fréttum í þessari viku, var ekki eins áberandi í síðustu viku.“ Hann hefur verið að fá mikið af góðum fyrirsögnum í þessari viku. Þá segir hann mestu áskorunina í kosningabaráttunni hafa verið að fá Baldur til að tala um sjálfan sig. „Hann er bara ekki þannig gerður. En þegar menn eru að selja sig verða þeir að vera tilbúnir að tala svolítið mikið um sjálfan sig.“ Hann hefur í gegnum öll sín ár verið einmitt svona svolítið hógvær maður sem lætur verkin tala fyrir sig. „Ein mesta áskorunin hefur verið er að fá manninn til að segja „ég“ og tala um hvað hann hefur gert og gerir, því það er svo rosalega margt sem maðurinn hefur gert á síðustu þrjátíu árum.“ Hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni. Forsetakosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Sjá meira
Í hlaðvarpsþættinum Ræðum það, í umsjón almannatengilsins Andrésar Jónssonar, er rætt við ráðgjafa í kosningateymi Baldurs Þórhallssonar og Höllu Hrundar Logadóttur. Sunna Kristín Hilmarsdóttir, í kosningateymi Höllu, heldur utan um almannatengsl, fjölmiðlasamskipti Höllu Hrundar auk þess að þjálfa hana fyrir viðtöl af ýmsu tagi og kappræður í sjónvarpi. Hún segir kjósendur kalla eftir því að kynnast frambjóðendum. „Forsetakosningar eru öðruvísi en alþingis eða sveitastjórnakosningar, því þetta er svo mikið persónukjör.“ Ég upplifi að kjósendur vilji svo mikið kynnast manneskjunni. „Ekki bara endilega fá að vita, þó það sé auðvitað mikilvægt, hver er sýn viðkomandi á forsetaembættið og hvað þú ætlar að gera með málskotsréttinn.“ Sunna segir þá miklu breidd sem hefur einkennt umfjöllun fjölmiðla skemmtilega. Óformleg viðtöl, líkt og vængjaþættirnir á Vísi, séu alveg jafn valid í kosningabaráttu og kappræður í sjónvarpi. Andrés Jónsson, almannatengill, stýrir hlaðvarpinu Ræðum það.Vísir/Vilhelm Sunna segir mikla ásókn í Höllu Hrund, bæði frá fjölmiðlum, almenningi sem og fyrirtækjum vítt og breitt um landið. Aðspurð segir hún ekki mikið hafa breyst í baráttunni þegar Halla fór að mælast efst í skoðanakönnunum. „En það kom okkur smá á óvart hvað þetta gerðist hratt og hvað það var mikill stuðningur fljótt. En við höfum lagt áherslu á að halda áfram og halda okkar striki.“ Stundum kalt á toppnum Sunna Kristín starfaði um árabil í fjölmiðlum og segist eftir þá reynslu vita að fólk hafi almennt mismunandi sýn á umræðuna. „Stundum er sagt að það sé kalt á toppnum og allt þetta, og kannski á það við í einhverjum tilfellum. En heilt yfir finnst mér þetta hafa verið góð barátta, þannig séð. Ég sé auðvitað umræðu á netinu eins og aðrir um Skrímsladeildina og allt þetta, en ég segi fyrir mitt leyti að við erum ekki að velta okkur upp úr þessu. Viljum bara fókusa á hana og hennar framboð og hvað hún er geggjuð.“ Aðspurð um hversu mikið fylgi hún haldi að forsetinn verði kjörinn með, segist Sunna upphaflega verið með 30 til 35 prósent í huga. „En svo fór ég að hugsa, Halla Tómas er að sækja á. Svo það gæti verið að fyrsta sinn að forseti verði kjörinn með undir 30 prósent fylgi. En maður veit ekki.“ Vill breyta heiminum Almannatengillinn Valgeir Magnússon, betur þekktur sem Valli Sport, er ráðgjafi Baldurs Þórhallssonar. Hann segir það hafa komið á óvart hversu mikið sé af frambærilegu fólki í framboði og hversu margir nái hylli fólks. Valgeir segist hafa komið að máli við Baldur fyrir átta árum, þegar Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti að hann myndi ekki gefa kost á sér áfram í embætti forseta. „Mér finnst bara eitthvað svo spennandi að við breytum heiminum svipað og við gerðum 1980. Brjótum blað í mannkynssögunni og kjósum okkur samkynhneigðan forseta. Þarna er akkúrat maður sem er samkynhneigður en einnig mög öflugur til að sinna starfinu. Það er það sem dró mig að borðinu.“ Valgeir lét framkvæma könnun til að athuga hvort hljómgrunnur væri fyrir því að Baldur færi í framboð. „Sem að var, og ég sýndi honum, og þeim [Felix Bergsyni], þá könnun en á þeim tíma voru þeir ekki tilbúnir í það en núna voru þeir það.“ Svo fór að Valgeir vann með Höllu Tómasdóttur í kosningabaráttu hennar í framboði til embættis forseta Íslands árið 2016. Vinna við framboð sé góður skóli Valgeir segir kosningabaráttu sem þessa mjög krefjandi, en það sem drífi hann áfram sé sýn Baldurs á embættið. „Ég veit að hann er sannur, er ekki að setja sig í stellingar í framboðinu heldur er þetta málflutningur sem hann hefur haft í mjög langan tíma. Og það hjálpar mér persónulega að gíra mig upp í að vinna á hverjum degi fram á kvöld.“ Hann segir gífurlega eftirspurn eftir fréttum af Baldri og gerir ráð fyrir að því sé eins hagað með aðra frambjóðendur. „Fyrir síðustu kosningar var nánast vonlaust að koma frambjóðendum í fréttir fyrr en síðustu þrjár, fjórar vikurnar. En núna byrjaði eftirspurnin rúmum tveimur mánuðum fyrir kosningar.“ Baldur og Halla Hrund hafa bæði mælst ofarlega í skoðanakönnunum undanfarið. Vísir/Vilhelm Vinna við framboð sé gífurlega góður skóli fyrir þá sem hafa áhuga á hverskonar markaðsetningu. Ekkert sé mælt jafn ört. „Maður fær beint í æð hvernig gekk. Að vísu þarf maður aðeins að læra að vinna með skoðanakannanir því tölurnar sem maður fær eru yfirleitt svar við því sem gerðist í síðustu viku. Það sem maður er að gera akkúrat núna, maður fær niðurstöður í næstu viku.“ Hlaðvarpsþátturinn var tekinn upp í síðustu viku, en Valgeir segir þá viku hafa verið mun betri en sú á undan. „Við höfum náð góðum mómentum. Hann hefur verið áberandi í fréttum í þessari viku, var ekki eins áberandi í síðustu viku.“ Hann hefur verið að fá mikið af góðum fyrirsögnum í þessari viku. Þá segir hann mestu áskorunina í kosningabaráttunni hafa verið að fá Baldur til að tala um sjálfan sig. „Hann er bara ekki þannig gerður. En þegar menn eru að selja sig verða þeir að vera tilbúnir að tala svolítið mikið um sjálfan sig.“ Hann hefur í gegnum öll sín ár verið einmitt svona svolítið hógvær maður sem lætur verkin tala fyrir sig. „Ein mesta áskorunin hefur verið er að fá manninn til að segja „ég“ og tala um hvað hann hefur gert og gerir, því það er svo rosalega margt sem maðurinn hefur gert á síðustu þrjátíu árum.“ Hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni.
Forsetakosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Sjá meira