Ingu Tinnu hjá Dineout gjörsamlega ofboðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2024 17:04 Inga Tinna Sigurðardóttir er forstjóri Dineout. Vísir/vilhelm Forstjóra Dineout er gjörsamlega ofboðið vegna fullyrðinga samkeppnisaðilans Noona ehf. þess efnis að Dinout blóðmjólki veitingastaði með markaðstorgi sínu. Það sé fjarri lagi og þá taki Dinout engin bókunargjöld af veitingastoðum sem noti bókunarviðmót Dinout. Þá sé ekki hægt að bera saman Booking.com og Dineout. Bókunarforritið Noona tilkynnti í gær um að fyrirtækið væri komið í veitingahúsabókanabransann og þar með í samkeppni við Dineout. Í fréttatilkynningu sagðist Noona vera að svara ákalli veitingamanna eftir samkeppni og nefndi Dineout sem dæmi um markaðstorg sem blóðmjólki fyrirtæki. „Við hjá Noona erum mjög meðvituð um þessa dýnamík og viljum ýta á móti henni. Við trúum því að slík nálgun sé verri fyrir alla aðila til lengri tíma litið, þar með talið markaðstorgið sjálft. Sem dæmi höfum við aldrei rukkað bókunargjöld þó það sé stærsta tekjulind margra annarra markaðstorga. Markmið okkar er að vera kraftur til góðs og þá sérstaklega í þessu erfiða rekstrarumhverfi veitingahúsa,“ sagði Jón Hilmar Karlsson, stjórnarformaður Noona. Hugsi yfir viðskiptasiðferði Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri Dineout, segist í tilkynningu ekki geta orða bundist vegna fréttarinnar upp úr tilkynningu Noona í gær. „Ég spyr mig hvers konar viðskiptasiðferði er við líði hjá Noona ehf. sem sendir þessa fréttatilkynningu inn og finn mig knúna til þess að leiðrétta þennan fréttaflutning,“ segir Inga Tinna. „Ég hef alltaf getað setið á mér en nú er mér gjörsamlega ofboðið. Að Dineout fái útreið sem þessa þar sem því er haldið fram opinberlega að fyrirtækið sé að féfletta veitingageirann og sett er upp villandi og skökk mynd af bókunargjöldum ásamt fleiri röngum staðhæfingum fær réttlætiskennd mína til að tala,“ segir Inga Tinna. „Þar er látið í það skína að veitingageirinn hafi beðið eftir nýju borðabókunarkerfi og að Noona (sem nú hefur sameinast Salescloud) sé að svara því ákalli. Þetta er fjarri lagi sem og aðrar staðhæfingar í umræddri fréttatilkynningu.“ Valkvæmt fyrir alla Inga Tinna segir algjörlega valkvæmt fyrir alla sem nota borðabókunarkerfi Dinout að vera inni á markaðstorginu. Það hafi allir kosið það hingað til vegna þess að um algjöra og jákvæða byltingu sé að ræða. „Engin bókunargjöld eru innheimt þrátt fyrir að veitingastaðir noti bókunarviðmót frá Dineout inná heimasíðum sínum, samfélagsmiðlum og til að taka við öllum öðrum tegundum bókana (í gegnum síma, walk-in o.fl.). Aðilar stýra því svo hvort þeir vilji vera hluti af markaðstorginu sem í dag er orðið vinsælasta markaðstorg landsins, ekki bara fyrir borðabókanir heldur einnig fyrir salaleigu, matarpantanir, rafræn gjafabréf, afslætti o.fl. Um 750.000 manns setjast til borðs í hverjum mánuði í gegnum Dineout. Um 1.8 milljón flettinga eru á síðunni mánaðarlega og yfir 300.000 heimsóknir aðila sem verja yfir 3,5 mínútu inná síðunni hverju sinni.“ Þá bendir Inga Tinna á að Noona hafi haldið því fram í fréttatilkynningu sinni að fyrirtækið geti lækkað kostnað veitingastaða um 90 prósent með föstu mánaðargjaldi. Danskt bókunarkerfi í dulargervi? „Þetta er alrangt þar sem enganveginn er verið að bera saman sambærilegar vörur. Veitingastaðir geta notast við borðabókunarkerfi Dineout og greitt fyrir það 9.900 kr. á mánuði án allra bókunargjalda. Innifalið í kerfinu er viðburðakerfi (eins og fyrir Food & fun viðburði, vínsmökkunarnámskeið, matreiðslunámskeið o.fl.), matarpöntunarkerfi (fyrir take-away) auk þess sem gæði kerfisins hefur vakið mikla eftirtekt á heimsvísu. Kerfinu fylgir líka vefsíða sem veitingastaðir nota inná eigin heimasíðum til að taka á móti bókunum, eða í gegnum samfélagsmiðla sína (Instagram, Facebook hlekkir). Aftur, engin bókunargjöld fyrir slíkar bókanir,“ segir Inga Tinna. Noona dulbúi hins vegar danskt borðabókunarkerfi sem hafi þrisvar reynt að ná fótfestu hér á landi og ætli að rukka fyrir það 24.900 krónur á mánuði. „Í tilkynningunni er Dineout sett á sama stall og booking.com sem sýnir vanþekkingu þeirra aðila sem gefa slík ummæli út. Fyrirtækin eru með öllu ósambærileg. Eftir því sem ég best veit selur booking.com hótel og ferðir og tekjumódel þeirra felst í allt öðrum hlutum. Jafnframt innheimtir Booking.com af því sem mér er sagt um 15% og yfir af hverri bókun.“ Að neðan má sjá fréttatilkynningar Dineout og Noona í heild sinni. Fréttatilkynning Dineout Rétt skal vera rétt! Ég get ekki orða bundist vegna greinar sem birtist á Vísi í gær þar sem Dineout var nefnt og tekið fyrir ásamt öðru fyrirtæki og sagt blóðmjólka veitingastaði með markaðstorgi sínu, dineout.is. Ég spyr mig hvers konar viðskiptasiðferði er við líði hjá Noona ehf. sem sendir þessa fréttatilkynningu inn og finn mig knúna til þess að leiðrétta þennan fréttaflutning. Ég hef alltaf getað setið á mér en nú er mér gjörsamlega ofboðið. Að Dineout fái útreið sem þessa þar sem því er haldið fram opinberlega að fyrirtækið sé að féfletta veitingageirann og sett er upp villandi og skökk mynd af bókunargjöldum ásamt fleiri röngum staðhæfingum fær réttlætiskennd mína til að tala. Þar er látið í það skína að veitingageirinn hafi beðið eftir nýju borðabókunarkerfi og að Noona (sem nú hefur sameinast Salescloud) sé að svara því ákalli. Þetta fjarri lagi sem og aðrar staðhæfingar í umræddri fréttatilkynningu. Fyrst skal hafa í huga að Dineout er íslenskt hugbúnaðarhús með 16 sérþróaðar hugbúnaðarlausnir í boði fyrir fyrirtæki í veitingarekstri. Dineout er eina fyrirtækið sem er með allar lausnir fyrir veitingastaði í gegnum eitt og sama kerfið. Öll kerfi hafa verið þróuð af okkur frá grunni síðastliðin 8 ár, í nánu samstarfi við veitingageirann. Dineout lítur á sig sem hluta af veitingageiranum og hefur ávallt staðið með honum í gegnum súrt og sætt. Til að mynda skrúfaði Dineout fyrir öll gjöld í Covid til að standa með veitingageiranum og fyrirtækið átti í raun enga von um að lifa faraldurinn af en það gerðist fyrir þær sakir að aðilar unnu að mestu kauplaust í einlægri trú um framtíðarmöguleika þessa nýsköpunarfyrirtækis. Í dag hefur Dineout þróað allar vörur sem veitingageirinn þarf til að starfrækja og var það alltaf markmið fyrirtækisins. Um er að ræða t.d. borðabókunarkerfi, kassakerfi, matarpöntunarkerfi, rafræn gjafabréf, stimpilklukku, sjálfvirkar greiðslur, sjálfsafgreiðslukassa, viðburðakerfi, afsláttarkerfi, snjallforrit, markaðstorg og fleira. Enn fleiri sérþróaðar "íslenskar" lausnir eru svo á leiðinni. Borðabókunarkerfið og markaðstorgið er því lítill partur af fyrirtækinu í heild. Þegar talað er um markaðstorg er átt við vettvang eins og dineout.is, sem virkar sem einskonar brú á milli almennings og veitingageirans og auðveldar þessum tveimur hópum að eiga viðskipti. Það er algjörlega valkvæmt fyrir alla aðila sem nota borðabókunarkerfið að vera inná markaðstorginu en það hafa allir kosið það hingað til þar sem markaðstorgið þykir algjör bylting á jákvæðan hátt. Engin bókunargjöld eru innheimt þrátt fyrir að veitingastaðir noti bókunarviðmót frá Dineout inná heimasíðum sínum, samfélagsmiðlum og til að taka við öllum öðrum tegundum bókana (í gegnum síma, walk-in o.fl.). Aðilar stýra því svo hvort þeir vilji vera hluti af markaðstorginu sem í dag er orðið vinsælasta markaðstorg landsins, ekki bara fyrir borðabókanir heldur einnig fyrir salaleigu, matarpantanir, rafræn gjafabréf, afslætti o.fl. Um 750.000 manns setjast til borðs í hverjum mánuði í gegnum Dineout. Um 1.8 milljón flettinga eru á síðunni mánaðarlega og yfir 300.000 heimsóknir aðila sem verja yfir 3,5 mínútu inná síðunni hverju sinni. Dineout.is hefur fest sig í sessi sem einskonar veröld veitingageirans á Íslandi auk þess sem almenningi (Íslendingum og ferðamönnum) þykir frábært að geta farið á einn stað og fundið laus borð og fengið hugmyndir að matartengdum hlutum. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að vinsældirnar eru eins og raun ber vitni og það hefur tekið fjölda ára að byggja torgið upp. Mikilvægar tengingar og áherslur eru gagnvart ferðamönnum sem koma til landsins, tengingar við ferðaskrifstofur, flugfélög, miðasölufyrirtæki og fleira. Þetta hefur aukið aðgengi allra að veitingageiranum sem litið er á afar jákvæðum augum. Fjölmargir erlendir aðilar hafa horft hýru auga til Íslands þar sem þessi hagræðing í veitingarekstri hefur náð að festa sig í sessi, þ.e. öll kerfi undir einum hatti og tenging við almenning á afar einfaldan og áhrifaríkan máta. Nú dreymir Skandinavíu um slíkt fyrirkomulag til handa almennings og veitingageira í þeim löndum en við höfum hingað til verið með fókus á Íslandi og viljað gera það vel. Markaðstorgið og vinsældir þess verða til þess að allir aðilar sem eru þar inni eru í raun með fríar auglýsingar um staði sína gagnvart réttum markhópi, þ.e. fólki sem er að skoða matartengda hluti. Ef hinsvegar til þess kemur að bókun kemur í gegnum markaðstorgið sjálft er einungis greitt fyrir það litlar 235 kr. per bókun (óháð fjölda manns). Þessar tekjur ná ekki einu sinni upp í rekstur markaðstorgsins og þann kostnað sem Dineout ver í að auglýsa íslenska veitingastaði. Ef viðskiptavinur afbókar bókun sína er ekkert gjald innheimt fyrir þá bókun. Í Bandaríkjunum má nefna þekkt markaðstorg fyrir borðabókanir sem heitir OpenTable. Þar eru aðrar áherslur og mjög skiljanlegar því fyrirtæki ætti auðvitað að ganga út á að búa til tekjur. OpenTable innheimtir mánaðargjald fyrir hugbúnað sinn sem er töluvert hærri en þekkist hérlendis. Þeir innheimta sömuleiðis gjöld fyrir alla gesti innan hverrar bókunar. Þóknun er um 360 kr. á hvern gest þannig að fyrir t.d. fimm manna bókun greiðir veitingastaður 1.800 kr. til OpenTable. Þetta módel er eins fjarri módeli Dineout og hugsast getur, enda lítur Dineout á sig sem hluta af veitingageiranum og starfar þétt með honum. Þessi staðreynd um velgengni Dineout fer augljóslega fyrir brjóstið á Salescloud (nú Noona) sem hafa ítrekað reynt að búa til hliðstæðan hugbúnað, án árangurs. Eins hafa þeir reynt að opna markaðstorg fyrir veitingageirann fyrir tveimur árum, yess.is, án teljandi árangurs. Ég gæti fjölyrt um þær leiðir sem notaðar voru á þeim tíma til að ná framgöngu en kýs að tjá mig ekki um það að svo stöddu. Það eru leiðir sem ég myndi aldrei vilja vera þekkt fyrir að nota. Í fréttatilkynningunni heldur Noona/Salescloud því fram að geta lækkað kostnað veitingastaða um 90% með föstu mánaðargjaldi. Þetta er alrangt þar sem enganveginn er verið að bera saman sambærilegar vörur. Veitingastaðir geta notast við borðabókunarkerfi Dineout og greitt fyrir það 9.900 kr. á mánuði án allra bókunargjalda. Innifalið í kerfinu er viðburðakerfi (eins og fyrir Food & fun viðburði, vínsmökkunarnámskeið, matreiðslunámskeið o.fl.), matarpöntunarkerfi (fyrir take-away) auk þess sem gæði kerfisins hefur vakið mikla eftirtekt á heimsvísu. Kerfinu fylgir líka vefsíða sem veitingastaðir nota inná eigin heimasíðum til að taka á móti bókunum, eða í gegnum samfélagsmiðla sína (Instagram, Facebook hlekkir). Aftur, engin bókunargjöld fyrir slíkar bókanir. Allir veitingastaðir sem notast við Dineout hingað til vilja einfaldlega bæta því við að vera inná markaðstorginu dineout.is og ná því til viðbótar til almennings og ferðamanna í gegnum auglýsingar Dineout. Noona dulbýr danskt borðabókunarkerfi (án viðburðakerfis, án tenginga við ferðamenn og landsmenn, án markaðstorgs, án möguleika á að nota eitt kerfi fyrir allan reksturinn og fleira), sem hefur þrisvar reynt að ná fótfestu hérlendis, sem sitt nýja borðabókunarkerfi og rukkar fyrir það 24.900 kr. á mánuði. Noona/Salescloud býður því uppá vöru sem inniheldur mun færri möguleika á mun hærra verði en Dineout, þ.e. 9.900 kr. (Dineout) samanborið við 24.900 kr. (Noona/Salescloud). Í tilkynningunni er Dineout sett á sama stall og booking.com sem sýnir vanþekkingu þeirra aðila sem gefa slík ummæli út. Fyrirtækin eru með öllu ósambærileg. Eftir því sem ég best veit selur booking.com hótel og ferðir og tekjumódel þeirra felst í allt öðrum hlutum. Jafnframt innheimtir Booking.com af því sem mér er sagt um 15% og yfir af hverri bókun. Til samanburðar velur veitingastaður það sjálfur hvort hann vilji vera inná markaðstorgi Dineout og nýta þar með sýnileikann sem fólgin er í þeirri leið, sér að kostnaðarlausu. Meðalreikningur á bakvið hverja bókun hjá viðskiptavinum Dineout er í kringum 23.000 kr. Meðalfjöldi gesta á bakvið hverja bókun eru 3,2 gestir. Ef kemur til bókunar í gegnum markaðstorg Dineout mætti reikna sambærilega prósentuþóknun sem 1% (235 kr. per bókun óháð fjölda). Að gefnu tilefni vill ég nýta tækifærið og tilkynna hér með að Dineout hefur undanfarna mánuði verið að smíða lausn fyrir þjónustugeirann (hárgreiðslustofur, snyrtistofur o.fl.), þ.e. eitt kerfi fyrir allt utanumhald um reksturinn - hliðstætt því sem Dineout gerði fyrir veitingageirann með framúrskarandi árangri. Um er að ræða nýtt kerfi, ekki aðkeypt, þ.e. íslenskan hugbúnað sem byggir á 9 ára þróun Dineout og inniheldur tímabókunarkerfi, kassakerfi, fríar vefsíður, sölusíður fyrir vörur þjónustuaðila, rafræn gjafabréf, stimpilklukku og fleira - allt aðgengilegt í gegnum eitt og sama kerfið. Þetta er algjör bylting fyrir íslenskan þjónustugeira og finnum við fyrir miklum meðbyr og þörf fyrir samkeppni á þeim markaði. Sú lausn er að líta dagsins ljós en farið var í þá vegferð vegna ákalls þjónustugeirans og þá sérstaklega hárgreiðslustofa sökum hárra reikninga fyrir núverandi þjónustu. Það rigndi yfir okkur fyrirspurnum um að fá að nota borðabókunarkerfið sem tímabókunarkerfi en við vildum fá tíma til að gera þetta vel frá grunni eins og okkur einum er lagið. Við munum bjóða uppá rúmlega helmingi lægri verð en tíðkast á markaðnum í dag. Innifalið í þeim verðum verða mun fleiri þjónustumöguleikar en áður hafa tíðkast. Ég fagna allri samkeppni en ég get því miður ekki farið í svona leðjuslag sem byggir á röngum alhæfingum og ódýrum rangfærslum. Ég er þekkt fyrir það að hvetja til nýsköpunar og mun halda áfram að gera það. Það er ótal margt sem ég hef lært á þeim 9 árum sem ég hef verið í nýsköpunarheiminum en eitt af því er blessunarlega sú staðreynd að gæðin og heiðarleg viðskipti er það sem á endanum finnur farveg. Það er það sem ég mun halda áfram að standa fyrir ásamt framúrskarandi teymi Dineout. Það sem ég stend fyrir og vill standa fyrir eru gæði, heiðarleiki, heilindi og áreiðanleiki og allt sem ég tek mér fyrir hendur vill ég að endurspegli þau gildi. Ég hef farið í gegnum allskonar öldur síðustu ár í rekstrinum og ég er stolt af ótal mörgu. Ég er líka stolt af því að hafa aldrei talað niður mótherja eða samkeppni og mun aldrei fara niður á slíkt plan. Ég kýs að einbeita mér að því að gera þá hluti sem ég geri vel og teymið mitt sömuleiðis. Árangurinn talar svo fyrir sig í formi gæða Dineout. Dineout hefur siglt yfir allar öldur síðustu ár með veitingageiranum. Við höfum skapað okkur mikla viðskiptatryggð og verið í liði sem undanfarið hefur aldeilis sýnt sig þegar ákveðin öfl hafa reynt að koma á okkur höggi. Fréttatilkynning Noona Svara ákalli veitingamanna um samkeppni Bjóða veitingahúsum upp á nýtt og ódýrara borðabókunarkerfi Bókunarkostnaður veitingastaða nemur oft hundruðum þúsunda á mánuði Veitingastaðir geta lækkað kostnað við borðabókanir um allt að 90% Bastard, Laundromat og Kastrup á meðal staða sem eru búnir að færa sig til Noona Freisting fyrir markaðstorg að blóðmjólka fyrirtæki Noona, sem rekur samnefnt bókunarapp, hefur brugðist við ákalli veitingamanna um samkeppni á borðabókunarmarkaðnum. Fyrirtækið hyggst opna fyrir borðabókanir á Noona og bjóða veitingahúsum að nýta kerfið fyrir fast mánaðargjald. Veitingamenn hafa kvartað undan miklum kostnaði við sambærileg kerfi sem fyrir eru á markaðnum, en þau innheimta yfirleitt gjald af hverri bókun. Samanlagt er um töluverðan kostnað að ræða fyrir veitingahúsin, sem getur hlaupið á hundruðum þúsunda á mánuði og bætist ofan á ýmsar aðrar kostnaðarhækkanir. Sjö veitingahús eru þegar byrjuð að innleiða borðabókunarkerfið hjá Noona. Þar á meðal eru Bastard, Laundromat og Kastrup og töluverður fjöldi staða hefur skráð sig á biðlista. „Það er ótrúlega gaman að finna viðbrögð veitingamanna við því að við séum að koma með svona lausn. Það virðist hafa verið brýn þörf fyrir samkeppni og einhverjum til að hrista upp í markaðnum,“ segir Kjartan Þórisson, framkvæmdastjóri Noona. Sum markaðstorg blóðmjólka fyrirtæki Það hefur færst í aukana að fólk noti markaðstorg á netinu til að bóka ýmsa þjónustu, eins og til að mynda Booking.com fyrir hótel, Dineout fyrir veitingastaði og Noona fyrir tímabókanir. Jón Hilmar Karlsson, stjórnarformaður Noona, segir að þessi þróun sé þó ekki alltaf jákvæð fyrir söluaðila, sérstaklega ef samkeppni skortir. „Markaðstorgin enda oft á því að soga til sín mikla traffík og þjónustuveitendur verða fljótt háðir viðskiptum sem koma í gegnum markaðstorgin. Þau geta þannig orðið mjög valdamiklir milliliðir á markaðnum og í sumum tilfellum freistast til að blóðmjólka fyrirtækin. Við hjá Noona erum mjög meðvituð um þessa dýnamík og viljum ýta á móti henni. Við trúum því að slík nálgun sé verri fyrir alla aðila til lengri tíma litið, þar með talið markaðstorgið sjálft. Sem dæmi höfum við aldrei rukkað bókunargjöld þó það sé stærsta tekjulind margra annarra markaðstorga. Markmið okkar er að vera kraftur til góðs og þá sérstaklega í þessu erfiða rekstrarumhverfi veitingahúsa,“ segir Jón Hilmar. Segjast geta boðið allt að 90% lækkun á kostnaði vegna borðabókanaNoona áætlar að veitingahús geti lækkað kostnað sinn við borðabókanir um allt að 90% með því að notast við bókunarkerfi Noona. Noona appið er eitt vinsælasta markaðstorg landsins með 125.000 notendur og um 1.000 fyrirtæki í viðskiptum hér á landi. Bókunarkerfið er byggt upp á sömu bókunarvél og Noona hefur þróað seinustu 8 ár, en Noona vann nýlega til verðlauna sem App ársins hjá SVEF og var valið mest meðmælta vefkerfið í könnun Maskínu.--- Áhugasamir veitingamenn geta farið inn á heimasíðu Noona og skráð sig á biðlista: https://noona.app/hq/table-reservations Veitingastaðir Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Bókunarforritið Noona tilkynnti í gær um að fyrirtækið væri komið í veitingahúsabókanabransann og þar með í samkeppni við Dineout. Í fréttatilkynningu sagðist Noona vera að svara ákalli veitingamanna eftir samkeppni og nefndi Dineout sem dæmi um markaðstorg sem blóðmjólki fyrirtæki. „Við hjá Noona erum mjög meðvituð um þessa dýnamík og viljum ýta á móti henni. Við trúum því að slík nálgun sé verri fyrir alla aðila til lengri tíma litið, þar með talið markaðstorgið sjálft. Sem dæmi höfum við aldrei rukkað bókunargjöld þó það sé stærsta tekjulind margra annarra markaðstorga. Markmið okkar er að vera kraftur til góðs og þá sérstaklega í þessu erfiða rekstrarumhverfi veitingahúsa,“ sagði Jón Hilmar Karlsson, stjórnarformaður Noona. Hugsi yfir viðskiptasiðferði Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri Dineout, segist í tilkynningu ekki geta orða bundist vegna fréttarinnar upp úr tilkynningu Noona í gær. „Ég spyr mig hvers konar viðskiptasiðferði er við líði hjá Noona ehf. sem sendir þessa fréttatilkynningu inn og finn mig knúna til þess að leiðrétta þennan fréttaflutning,“ segir Inga Tinna. „Ég hef alltaf getað setið á mér en nú er mér gjörsamlega ofboðið. Að Dineout fái útreið sem þessa þar sem því er haldið fram opinberlega að fyrirtækið sé að féfletta veitingageirann og sett er upp villandi og skökk mynd af bókunargjöldum ásamt fleiri röngum staðhæfingum fær réttlætiskennd mína til að tala,“ segir Inga Tinna. „Þar er látið í það skína að veitingageirinn hafi beðið eftir nýju borðabókunarkerfi og að Noona (sem nú hefur sameinast Salescloud) sé að svara því ákalli. Þetta er fjarri lagi sem og aðrar staðhæfingar í umræddri fréttatilkynningu.“ Valkvæmt fyrir alla Inga Tinna segir algjörlega valkvæmt fyrir alla sem nota borðabókunarkerfi Dinout að vera inni á markaðstorginu. Það hafi allir kosið það hingað til vegna þess að um algjöra og jákvæða byltingu sé að ræða. „Engin bókunargjöld eru innheimt þrátt fyrir að veitingastaðir noti bókunarviðmót frá Dineout inná heimasíðum sínum, samfélagsmiðlum og til að taka við öllum öðrum tegundum bókana (í gegnum síma, walk-in o.fl.). Aðilar stýra því svo hvort þeir vilji vera hluti af markaðstorginu sem í dag er orðið vinsælasta markaðstorg landsins, ekki bara fyrir borðabókanir heldur einnig fyrir salaleigu, matarpantanir, rafræn gjafabréf, afslætti o.fl. Um 750.000 manns setjast til borðs í hverjum mánuði í gegnum Dineout. Um 1.8 milljón flettinga eru á síðunni mánaðarlega og yfir 300.000 heimsóknir aðila sem verja yfir 3,5 mínútu inná síðunni hverju sinni.“ Þá bendir Inga Tinna á að Noona hafi haldið því fram í fréttatilkynningu sinni að fyrirtækið geti lækkað kostnað veitingastaða um 90 prósent með föstu mánaðargjaldi. Danskt bókunarkerfi í dulargervi? „Þetta er alrangt þar sem enganveginn er verið að bera saman sambærilegar vörur. Veitingastaðir geta notast við borðabókunarkerfi Dineout og greitt fyrir það 9.900 kr. á mánuði án allra bókunargjalda. Innifalið í kerfinu er viðburðakerfi (eins og fyrir Food & fun viðburði, vínsmökkunarnámskeið, matreiðslunámskeið o.fl.), matarpöntunarkerfi (fyrir take-away) auk þess sem gæði kerfisins hefur vakið mikla eftirtekt á heimsvísu. Kerfinu fylgir líka vefsíða sem veitingastaðir nota inná eigin heimasíðum til að taka á móti bókunum, eða í gegnum samfélagsmiðla sína (Instagram, Facebook hlekkir). Aftur, engin bókunargjöld fyrir slíkar bókanir,“ segir Inga Tinna. Noona dulbúi hins vegar danskt borðabókunarkerfi sem hafi þrisvar reynt að ná fótfestu hér á landi og ætli að rukka fyrir það 24.900 krónur á mánuði. „Í tilkynningunni er Dineout sett á sama stall og booking.com sem sýnir vanþekkingu þeirra aðila sem gefa slík ummæli út. Fyrirtækin eru með öllu ósambærileg. Eftir því sem ég best veit selur booking.com hótel og ferðir og tekjumódel þeirra felst í allt öðrum hlutum. Jafnframt innheimtir Booking.com af því sem mér er sagt um 15% og yfir af hverri bókun.“ Að neðan má sjá fréttatilkynningar Dineout og Noona í heild sinni. Fréttatilkynning Dineout Rétt skal vera rétt! Ég get ekki orða bundist vegna greinar sem birtist á Vísi í gær þar sem Dineout var nefnt og tekið fyrir ásamt öðru fyrirtæki og sagt blóðmjólka veitingastaði með markaðstorgi sínu, dineout.is. Ég spyr mig hvers konar viðskiptasiðferði er við líði hjá Noona ehf. sem sendir þessa fréttatilkynningu inn og finn mig knúna til þess að leiðrétta þennan fréttaflutning. Ég hef alltaf getað setið á mér en nú er mér gjörsamlega ofboðið. Að Dineout fái útreið sem þessa þar sem því er haldið fram opinberlega að fyrirtækið sé að féfletta veitingageirann og sett er upp villandi og skökk mynd af bókunargjöldum ásamt fleiri röngum staðhæfingum fær réttlætiskennd mína til að tala. Þar er látið í það skína að veitingageirinn hafi beðið eftir nýju borðabókunarkerfi og að Noona (sem nú hefur sameinast Salescloud) sé að svara því ákalli. Þetta fjarri lagi sem og aðrar staðhæfingar í umræddri fréttatilkynningu. Fyrst skal hafa í huga að Dineout er íslenskt hugbúnaðarhús með 16 sérþróaðar hugbúnaðarlausnir í boði fyrir fyrirtæki í veitingarekstri. Dineout er eina fyrirtækið sem er með allar lausnir fyrir veitingastaði í gegnum eitt og sama kerfið. Öll kerfi hafa verið þróuð af okkur frá grunni síðastliðin 8 ár, í nánu samstarfi við veitingageirann. Dineout lítur á sig sem hluta af veitingageiranum og hefur ávallt staðið með honum í gegnum súrt og sætt. Til að mynda skrúfaði Dineout fyrir öll gjöld í Covid til að standa með veitingageiranum og fyrirtækið átti í raun enga von um að lifa faraldurinn af en það gerðist fyrir þær sakir að aðilar unnu að mestu kauplaust í einlægri trú um framtíðarmöguleika þessa nýsköpunarfyrirtækis. Í dag hefur Dineout þróað allar vörur sem veitingageirinn þarf til að starfrækja og var það alltaf markmið fyrirtækisins. Um er að ræða t.d. borðabókunarkerfi, kassakerfi, matarpöntunarkerfi, rafræn gjafabréf, stimpilklukku, sjálfvirkar greiðslur, sjálfsafgreiðslukassa, viðburðakerfi, afsláttarkerfi, snjallforrit, markaðstorg og fleira. Enn fleiri sérþróaðar "íslenskar" lausnir eru svo á leiðinni. Borðabókunarkerfið og markaðstorgið er því lítill partur af fyrirtækinu í heild. Þegar talað er um markaðstorg er átt við vettvang eins og dineout.is, sem virkar sem einskonar brú á milli almennings og veitingageirans og auðveldar þessum tveimur hópum að eiga viðskipti. Það er algjörlega valkvæmt fyrir alla aðila sem nota borðabókunarkerfið að vera inná markaðstorginu en það hafa allir kosið það hingað til þar sem markaðstorgið þykir algjör bylting á jákvæðan hátt. Engin bókunargjöld eru innheimt þrátt fyrir að veitingastaðir noti bókunarviðmót frá Dineout inná heimasíðum sínum, samfélagsmiðlum og til að taka við öllum öðrum tegundum bókana (í gegnum síma, walk-in o.fl.). Aðilar stýra því svo hvort þeir vilji vera hluti af markaðstorginu sem í dag er orðið vinsælasta markaðstorg landsins, ekki bara fyrir borðabókanir heldur einnig fyrir salaleigu, matarpantanir, rafræn gjafabréf, afslætti o.fl. Um 750.000 manns setjast til borðs í hverjum mánuði í gegnum Dineout. Um 1.8 milljón flettinga eru á síðunni mánaðarlega og yfir 300.000 heimsóknir aðila sem verja yfir 3,5 mínútu inná síðunni hverju sinni. Dineout.is hefur fest sig í sessi sem einskonar veröld veitingageirans á Íslandi auk þess sem almenningi (Íslendingum og ferðamönnum) þykir frábært að geta farið á einn stað og fundið laus borð og fengið hugmyndir að matartengdum hlutum. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að vinsældirnar eru eins og raun ber vitni og það hefur tekið fjölda ára að byggja torgið upp. Mikilvægar tengingar og áherslur eru gagnvart ferðamönnum sem koma til landsins, tengingar við ferðaskrifstofur, flugfélög, miðasölufyrirtæki og fleira. Þetta hefur aukið aðgengi allra að veitingageiranum sem litið er á afar jákvæðum augum. Fjölmargir erlendir aðilar hafa horft hýru auga til Íslands þar sem þessi hagræðing í veitingarekstri hefur náð að festa sig í sessi, þ.e. öll kerfi undir einum hatti og tenging við almenning á afar einfaldan og áhrifaríkan máta. Nú dreymir Skandinavíu um slíkt fyrirkomulag til handa almennings og veitingageira í þeim löndum en við höfum hingað til verið með fókus á Íslandi og viljað gera það vel. Markaðstorgið og vinsældir þess verða til þess að allir aðilar sem eru þar inni eru í raun með fríar auglýsingar um staði sína gagnvart réttum markhópi, þ.e. fólki sem er að skoða matartengda hluti. Ef hinsvegar til þess kemur að bókun kemur í gegnum markaðstorgið sjálft er einungis greitt fyrir það litlar 235 kr. per bókun (óháð fjölda manns). Þessar tekjur ná ekki einu sinni upp í rekstur markaðstorgsins og þann kostnað sem Dineout ver í að auglýsa íslenska veitingastaði. Ef viðskiptavinur afbókar bókun sína er ekkert gjald innheimt fyrir þá bókun. Í Bandaríkjunum má nefna þekkt markaðstorg fyrir borðabókanir sem heitir OpenTable. Þar eru aðrar áherslur og mjög skiljanlegar því fyrirtæki ætti auðvitað að ganga út á að búa til tekjur. OpenTable innheimtir mánaðargjald fyrir hugbúnað sinn sem er töluvert hærri en þekkist hérlendis. Þeir innheimta sömuleiðis gjöld fyrir alla gesti innan hverrar bókunar. Þóknun er um 360 kr. á hvern gest þannig að fyrir t.d. fimm manna bókun greiðir veitingastaður 1.800 kr. til OpenTable. Þetta módel er eins fjarri módeli Dineout og hugsast getur, enda lítur Dineout á sig sem hluta af veitingageiranum og starfar þétt með honum. Þessi staðreynd um velgengni Dineout fer augljóslega fyrir brjóstið á Salescloud (nú Noona) sem hafa ítrekað reynt að búa til hliðstæðan hugbúnað, án árangurs. Eins hafa þeir reynt að opna markaðstorg fyrir veitingageirann fyrir tveimur árum, yess.is, án teljandi árangurs. Ég gæti fjölyrt um þær leiðir sem notaðar voru á þeim tíma til að ná framgöngu en kýs að tjá mig ekki um það að svo stöddu. Það eru leiðir sem ég myndi aldrei vilja vera þekkt fyrir að nota. Í fréttatilkynningunni heldur Noona/Salescloud því fram að geta lækkað kostnað veitingastaða um 90% með föstu mánaðargjaldi. Þetta er alrangt þar sem enganveginn er verið að bera saman sambærilegar vörur. Veitingastaðir geta notast við borðabókunarkerfi Dineout og greitt fyrir það 9.900 kr. á mánuði án allra bókunargjalda. Innifalið í kerfinu er viðburðakerfi (eins og fyrir Food & fun viðburði, vínsmökkunarnámskeið, matreiðslunámskeið o.fl.), matarpöntunarkerfi (fyrir take-away) auk þess sem gæði kerfisins hefur vakið mikla eftirtekt á heimsvísu. Kerfinu fylgir líka vefsíða sem veitingastaðir nota inná eigin heimasíðum til að taka á móti bókunum, eða í gegnum samfélagsmiðla sína (Instagram, Facebook hlekkir). Aftur, engin bókunargjöld fyrir slíkar bókanir. Allir veitingastaðir sem notast við Dineout hingað til vilja einfaldlega bæta því við að vera inná markaðstorginu dineout.is og ná því til viðbótar til almennings og ferðamanna í gegnum auglýsingar Dineout. Noona dulbýr danskt borðabókunarkerfi (án viðburðakerfis, án tenginga við ferðamenn og landsmenn, án markaðstorgs, án möguleika á að nota eitt kerfi fyrir allan reksturinn og fleira), sem hefur þrisvar reynt að ná fótfestu hérlendis, sem sitt nýja borðabókunarkerfi og rukkar fyrir það 24.900 kr. á mánuði. Noona/Salescloud býður því uppá vöru sem inniheldur mun færri möguleika á mun hærra verði en Dineout, þ.e. 9.900 kr. (Dineout) samanborið við 24.900 kr. (Noona/Salescloud). Í tilkynningunni er Dineout sett á sama stall og booking.com sem sýnir vanþekkingu þeirra aðila sem gefa slík ummæli út. Fyrirtækin eru með öllu ósambærileg. Eftir því sem ég best veit selur booking.com hótel og ferðir og tekjumódel þeirra felst í allt öðrum hlutum. Jafnframt innheimtir Booking.com af því sem mér er sagt um 15% og yfir af hverri bókun. Til samanburðar velur veitingastaður það sjálfur hvort hann vilji vera inná markaðstorgi Dineout og nýta þar með sýnileikann sem fólgin er í þeirri leið, sér að kostnaðarlausu. Meðalreikningur á bakvið hverja bókun hjá viðskiptavinum Dineout er í kringum 23.000 kr. Meðalfjöldi gesta á bakvið hverja bókun eru 3,2 gestir. Ef kemur til bókunar í gegnum markaðstorg Dineout mætti reikna sambærilega prósentuþóknun sem 1% (235 kr. per bókun óháð fjölda). Að gefnu tilefni vill ég nýta tækifærið og tilkynna hér með að Dineout hefur undanfarna mánuði verið að smíða lausn fyrir þjónustugeirann (hárgreiðslustofur, snyrtistofur o.fl.), þ.e. eitt kerfi fyrir allt utanumhald um reksturinn - hliðstætt því sem Dineout gerði fyrir veitingageirann með framúrskarandi árangri. Um er að ræða nýtt kerfi, ekki aðkeypt, þ.e. íslenskan hugbúnað sem byggir á 9 ára þróun Dineout og inniheldur tímabókunarkerfi, kassakerfi, fríar vefsíður, sölusíður fyrir vörur þjónustuaðila, rafræn gjafabréf, stimpilklukku og fleira - allt aðgengilegt í gegnum eitt og sama kerfið. Þetta er algjör bylting fyrir íslenskan þjónustugeira og finnum við fyrir miklum meðbyr og þörf fyrir samkeppni á þeim markaði. Sú lausn er að líta dagsins ljós en farið var í þá vegferð vegna ákalls þjónustugeirans og þá sérstaklega hárgreiðslustofa sökum hárra reikninga fyrir núverandi þjónustu. Það rigndi yfir okkur fyrirspurnum um að fá að nota borðabókunarkerfið sem tímabókunarkerfi en við vildum fá tíma til að gera þetta vel frá grunni eins og okkur einum er lagið. Við munum bjóða uppá rúmlega helmingi lægri verð en tíðkast á markaðnum í dag. Innifalið í þeim verðum verða mun fleiri þjónustumöguleikar en áður hafa tíðkast. Ég fagna allri samkeppni en ég get því miður ekki farið í svona leðjuslag sem byggir á röngum alhæfingum og ódýrum rangfærslum. Ég er þekkt fyrir það að hvetja til nýsköpunar og mun halda áfram að gera það. Það er ótal margt sem ég hef lært á þeim 9 árum sem ég hef verið í nýsköpunarheiminum en eitt af því er blessunarlega sú staðreynd að gæðin og heiðarleg viðskipti er það sem á endanum finnur farveg. Það er það sem ég mun halda áfram að standa fyrir ásamt framúrskarandi teymi Dineout. Það sem ég stend fyrir og vill standa fyrir eru gæði, heiðarleiki, heilindi og áreiðanleiki og allt sem ég tek mér fyrir hendur vill ég að endurspegli þau gildi. Ég hef farið í gegnum allskonar öldur síðustu ár í rekstrinum og ég er stolt af ótal mörgu. Ég er líka stolt af því að hafa aldrei talað niður mótherja eða samkeppni og mun aldrei fara niður á slíkt plan. Ég kýs að einbeita mér að því að gera þá hluti sem ég geri vel og teymið mitt sömuleiðis. Árangurinn talar svo fyrir sig í formi gæða Dineout. Dineout hefur siglt yfir allar öldur síðustu ár með veitingageiranum. Við höfum skapað okkur mikla viðskiptatryggð og verið í liði sem undanfarið hefur aldeilis sýnt sig þegar ákveðin öfl hafa reynt að koma á okkur höggi. Fréttatilkynning Noona Svara ákalli veitingamanna um samkeppni Bjóða veitingahúsum upp á nýtt og ódýrara borðabókunarkerfi Bókunarkostnaður veitingastaða nemur oft hundruðum þúsunda á mánuði Veitingastaðir geta lækkað kostnað við borðabókanir um allt að 90% Bastard, Laundromat og Kastrup á meðal staða sem eru búnir að færa sig til Noona Freisting fyrir markaðstorg að blóðmjólka fyrirtæki Noona, sem rekur samnefnt bókunarapp, hefur brugðist við ákalli veitingamanna um samkeppni á borðabókunarmarkaðnum. Fyrirtækið hyggst opna fyrir borðabókanir á Noona og bjóða veitingahúsum að nýta kerfið fyrir fast mánaðargjald. Veitingamenn hafa kvartað undan miklum kostnaði við sambærileg kerfi sem fyrir eru á markaðnum, en þau innheimta yfirleitt gjald af hverri bókun. Samanlagt er um töluverðan kostnað að ræða fyrir veitingahúsin, sem getur hlaupið á hundruðum þúsunda á mánuði og bætist ofan á ýmsar aðrar kostnaðarhækkanir. Sjö veitingahús eru þegar byrjuð að innleiða borðabókunarkerfið hjá Noona. Þar á meðal eru Bastard, Laundromat og Kastrup og töluverður fjöldi staða hefur skráð sig á biðlista. „Það er ótrúlega gaman að finna viðbrögð veitingamanna við því að við séum að koma með svona lausn. Það virðist hafa verið brýn þörf fyrir samkeppni og einhverjum til að hrista upp í markaðnum,“ segir Kjartan Þórisson, framkvæmdastjóri Noona. Sum markaðstorg blóðmjólka fyrirtæki Það hefur færst í aukana að fólk noti markaðstorg á netinu til að bóka ýmsa þjónustu, eins og til að mynda Booking.com fyrir hótel, Dineout fyrir veitingastaði og Noona fyrir tímabókanir. Jón Hilmar Karlsson, stjórnarformaður Noona, segir að þessi þróun sé þó ekki alltaf jákvæð fyrir söluaðila, sérstaklega ef samkeppni skortir. „Markaðstorgin enda oft á því að soga til sín mikla traffík og þjónustuveitendur verða fljótt háðir viðskiptum sem koma í gegnum markaðstorgin. Þau geta þannig orðið mjög valdamiklir milliliðir á markaðnum og í sumum tilfellum freistast til að blóðmjólka fyrirtækin. Við hjá Noona erum mjög meðvituð um þessa dýnamík og viljum ýta á móti henni. Við trúum því að slík nálgun sé verri fyrir alla aðila til lengri tíma litið, þar með talið markaðstorgið sjálft. Sem dæmi höfum við aldrei rukkað bókunargjöld þó það sé stærsta tekjulind margra annarra markaðstorga. Markmið okkar er að vera kraftur til góðs og þá sérstaklega í þessu erfiða rekstrarumhverfi veitingahúsa,“ segir Jón Hilmar. Segjast geta boðið allt að 90% lækkun á kostnaði vegna borðabókanaNoona áætlar að veitingahús geti lækkað kostnað sinn við borðabókanir um allt að 90% með því að notast við bókunarkerfi Noona. Noona appið er eitt vinsælasta markaðstorg landsins með 125.000 notendur og um 1.000 fyrirtæki í viðskiptum hér á landi. Bókunarkerfið er byggt upp á sömu bókunarvél og Noona hefur þróað seinustu 8 ár, en Noona vann nýlega til verðlauna sem App ársins hjá SVEF og var valið mest meðmælta vefkerfið í könnun Maskínu.--- Áhugasamir veitingamenn geta farið inn á heimasíðu Noona og skráð sig á biðlista: https://noona.app/hq/table-reservations
Rétt skal vera rétt! Ég get ekki orða bundist vegna greinar sem birtist á Vísi í gær þar sem Dineout var nefnt og tekið fyrir ásamt öðru fyrirtæki og sagt blóðmjólka veitingastaði með markaðstorgi sínu, dineout.is. Ég spyr mig hvers konar viðskiptasiðferði er við líði hjá Noona ehf. sem sendir þessa fréttatilkynningu inn og finn mig knúna til þess að leiðrétta þennan fréttaflutning. Ég hef alltaf getað setið á mér en nú er mér gjörsamlega ofboðið. Að Dineout fái útreið sem þessa þar sem því er haldið fram opinberlega að fyrirtækið sé að féfletta veitingageirann og sett er upp villandi og skökk mynd af bókunargjöldum ásamt fleiri röngum staðhæfingum fær réttlætiskennd mína til að tala. Þar er látið í það skína að veitingageirinn hafi beðið eftir nýju borðabókunarkerfi og að Noona (sem nú hefur sameinast Salescloud) sé að svara því ákalli. Þetta fjarri lagi sem og aðrar staðhæfingar í umræddri fréttatilkynningu. Fyrst skal hafa í huga að Dineout er íslenskt hugbúnaðarhús með 16 sérþróaðar hugbúnaðarlausnir í boði fyrir fyrirtæki í veitingarekstri. Dineout er eina fyrirtækið sem er með allar lausnir fyrir veitingastaði í gegnum eitt og sama kerfið. Öll kerfi hafa verið þróuð af okkur frá grunni síðastliðin 8 ár, í nánu samstarfi við veitingageirann. Dineout lítur á sig sem hluta af veitingageiranum og hefur ávallt staðið með honum í gegnum súrt og sætt. Til að mynda skrúfaði Dineout fyrir öll gjöld í Covid til að standa með veitingageiranum og fyrirtækið átti í raun enga von um að lifa faraldurinn af en það gerðist fyrir þær sakir að aðilar unnu að mestu kauplaust í einlægri trú um framtíðarmöguleika þessa nýsköpunarfyrirtækis. Í dag hefur Dineout þróað allar vörur sem veitingageirinn þarf til að starfrækja og var það alltaf markmið fyrirtækisins. Um er að ræða t.d. borðabókunarkerfi, kassakerfi, matarpöntunarkerfi, rafræn gjafabréf, stimpilklukku, sjálfvirkar greiðslur, sjálfsafgreiðslukassa, viðburðakerfi, afsláttarkerfi, snjallforrit, markaðstorg og fleira. Enn fleiri sérþróaðar "íslenskar" lausnir eru svo á leiðinni. Borðabókunarkerfið og markaðstorgið er því lítill partur af fyrirtækinu í heild. Þegar talað er um markaðstorg er átt við vettvang eins og dineout.is, sem virkar sem einskonar brú á milli almennings og veitingageirans og auðveldar þessum tveimur hópum að eiga viðskipti. Það er algjörlega valkvæmt fyrir alla aðila sem nota borðabókunarkerfið að vera inná markaðstorginu en það hafa allir kosið það hingað til þar sem markaðstorgið þykir algjör bylting á jákvæðan hátt. Engin bókunargjöld eru innheimt þrátt fyrir að veitingastaðir noti bókunarviðmót frá Dineout inná heimasíðum sínum, samfélagsmiðlum og til að taka við öllum öðrum tegundum bókana (í gegnum síma, walk-in o.fl.). Aðilar stýra því svo hvort þeir vilji vera hluti af markaðstorginu sem í dag er orðið vinsælasta markaðstorg landsins, ekki bara fyrir borðabókanir heldur einnig fyrir salaleigu, matarpantanir, rafræn gjafabréf, afslætti o.fl. Um 750.000 manns setjast til borðs í hverjum mánuði í gegnum Dineout. Um 1.8 milljón flettinga eru á síðunni mánaðarlega og yfir 300.000 heimsóknir aðila sem verja yfir 3,5 mínútu inná síðunni hverju sinni. Dineout.is hefur fest sig í sessi sem einskonar veröld veitingageirans á Íslandi auk þess sem almenningi (Íslendingum og ferðamönnum) þykir frábært að geta farið á einn stað og fundið laus borð og fengið hugmyndir að matartengdum hlutum. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að vinsældirnar eru eins og raun ber vitni og það hefur tekið fjölda ára að byggja torgið upp. Mikilvægar tengingar og áherslur eru gagnvart ferðamönnum sem koma til landsins, tengingar við ferðaskrifstofur, flugfélög, miðasölufyrirtæki og fleira. Þetta hefur aukið aðgengi allra að veitingageiranum sem litið er á afar jákvæðum augum. Fjölmargir erlendir aðilar hafa horft hýru auga til Íslands þar sem þessi hagræðing í veitingarekstri hefur náð að festa sig í sessi, þ.e. öll kerfi undir einum hatti og tenging við almenning á afar einfaldan og áhrifaríkan máta. Nú dreymir Skandinavíu um slíkt fyrirkomulag til handa almennings og veitingageira í þeim löndum en við höfum hingað til verið með fókus á Íslandi og viljað gera það vel. Markaðstorgið og vinsældir þess verða til þess að allir aðilar sem eru þar inni eru í raun með fríar auglýsingar um staði sína gagnvart réttum markhópi, þ.e. fólki sem er að skoða matartengda hluti. Ef hinsvegar til þess kemur að bókun kemur í gegnum markaðstorgið sjálft er einungis greitt fyrir það litlar 235 kr. per bókun (óháð fjölda manns). Þessar tekjur ná ekki einu sinni upp í rekstur markaðstorgsins og þann kostnað sem Dineout ver í að auglýsa íslenska veitingastaði. Ef viðskiptavinur afbókar bókun sína er ekkert gjald innheimt fyrir þá bókun. Í Bandaríkjunum má nefna þekkt markaðstorg fyrir borðabókanir sem heitir OpenTable. Þar eru aðrar áherslur og mjög skiljanlegar því fyrirtæki ætti auðvitað að ganga út á að búa til tekjur. OpenTable innheimtir mánaðargjald fyrir hugbúnað sinn sem er töluvert hærri en þekkist hérlendis. Þeir innheimta sömuleiðis gjöld fyrir alla gesti innan hverrar bókunar. Þóknun er um 360 kr. á hvern gest þannig að fyrir t.d. fimm manna bókun greiðir veitingastaður 1.800 kr. til OpenTable. Þetta módel er eins fjarri módeli Dineout og hugsast getur, enda lítur Dineout á sig sem hluta af veitingageiranum og starfar þétt með honum. Þessi staðreynd um velgengni Dineout fer augljóslega fyrir brjóstið á Salescloud (nú Noona) sem hafa ítrekað reynt að búa til hliðstæðan hugbúnað, án árangurs. Eins hafa þeir reynt að opna markaðstorg fyrir veitingageirann fyrir tveimur árum, yess.is, án teljandi árangurs. Ég gæti fjölyrt um þær leiðir sem notaðar voru á þeim tíma til að ná framgöngu en kýs að tjá mig ekki um það að svo stöddu. Það eru leiðir sem ég myndi aldrei vilja vera þekkt fyrir að nota. Í fréttatilkynningunni heldur Noona/Salescloud því fram að geta lækkað kostnað veitingastaða um 90% með föstu mánaðargjaldi. Þetta er alrangt þar sem enganveginn er verið að bera saman sambærilegar vörur. Veitingastaðir geta notast við borðabókunarkerfi Dineout og greitt fyrir það 9.900 kr. á mánuði án allra bókunargjalda. Innifalið í kerfinu er viðburðakerfi (eins og fyrir Food & fun viðburði, vínsmökkunarnámskeið, matreiðslunámskeið o.fl.), matarpöntunarkerfi (fyrir take-away) auk þess sem gæði kerfisins hefur vakið mikla eftirtekt á heimsvísu. Kerfinu fylgir líka vefsíða sem veitingastaðir nota inná eigin heimasíðum til að taka á móti bókunum, eða í gegnum samfélagsmiðla sína (Instagram, Facebook hlekkir). Aftur, engin bókunargjöld fyrir slíkar bókanir. Allir veitingastaðir sem notast við Dineout hingað til vilja einfaldlega bæta því við að vera inná markaðstorginu dineout.is og ná því til viðbótar til almennings og ferðamanna í gegnum auglýsingar Dineout. Noona dulbýr danskt borðabókunarkerfi (án viðburðakerfis, án tenginga við ferðamenn og landsmenn, án markaðstorgs, án möguleika á að nota eitt kerfi fyrir allan reksturinn og fleira), sem hefur þrisvar reynt að ná fótfestu hérlendis, sem sitt nýja borðabókunarkerfi og rukkar fyrir það 24.900 kr. á mánuði. Noona/Salescloud býður því uppá vöru sem inniheldur mun færri möguleika á mun hærra verði en Dineout, þ.e. 9.900 kr. (Dineout) samanborið við 24.900 kr. (Noona/Salescloud). Í tilkynningunni er Dineout sett á sama stall og booking.com sem sýnir vanþekkingu þeirra aðila sem gefa slík ummæli út. Fyrirtækin eru með öllu ósambærileg. Eftir því sem ég best veit selur booking.com hótel og ferðir og tekjumódel þeirra felst í allt öðrum hlutum. Jafnframt innheimtir Booking.com af því sem mér er sagt um 15% og yfir af hverri bókun. Til samanburðar velur veitingastaður það sjálfur hvort hann vilji vera inná markaðstorgi Dineout og nýta þar með sýnileikann sem fólgin er í þeirri leið, sér að kostnaðarlausu. Meðalreikningur á bakvið hverja bókun hjá viðskiptavinum Dineout er í kringum 23.000 kr. Meðalfjöldi gesta á bakvið hverja bókun eru 3,2 gestir. Ef kemur til bókunar í gegnum markaðstorg Dineout mætti reikna sambærilega prósentuþóknun sem 1% (235 kr. per bókun óháð fjölda). Að gefnu tilefni vill ég nýta tækifærið og tilkynna hér með að Dineout hefur undanfarna mánuði verið að smíða lausn fyrir þjónustugeirann (hárgreiðslustofur, snyrtistofur o.fl.), þ.e. eitt kerfi fyrir allt utanumhald um reksturinn - hliðstætt því sem Dineout gerði fyrir veitingageirann með framúrskarandi árangri. Um er að ræða nýtt kerfi, ekki aðkeypt, þ.e. íslenskan hugbúnað sem byggir á 9 ára þróun Dineout og inniheldur tímabókunarkerfi, kassakerfi, fríar vefsíður, sölusíður fyrir vörur þjónustuaðila, rafræn gjafabréf, stimpilklukku og fleira - allt aðgengilegt í gegnum eitt og sama kerfið. Þetta er algjör bylting fyrir íslenskan þjónustugeira og finnum við fyrir miklum meðbyr og þörf fyrir samkeppni á þeim markaði. Sú lausn er að líta dagsins ljós en farið var í þá vegferð vegna ákalls þjónustugeirans og þá sérstaklega hárgreiðslustofa sökum hárra reikninga fyrir núverandi þjónustu. Það rigndi yfir okkur fyrirspurnum um að fá að nota borðabókunarkerfið sem tímabókunarkerfi en við vildum fá tíma til að gera þetta vel frá grunni eins og okkur einum er lagið. Við munum bjóða uppá rúmlega helmingi lægri verð en tíðkast á markaðnum í dag. Innifalið í þeim verðum verða mun fleiri þjónustumöguleikar en áður hafa tíðkast. Ég fagna allri samkeppni en ég get því miður ekki farið í svona leðjuslag sem byggir á röngum alhæfingum og ódýrum rangfærslum. Ég er þekkt fyrir það að hvetja til nýsköpunar og mun halda áfram að gera það. Það er ótal margt sem ég hef lært á þeim 9 árum sem ég hef verið í nýsköpunarheiminum en eitt af því er blessunarlega sú staðreynd að gæðin og heiðarleg viðskipti er það sem á endanum finnur farveg. Það er það sem ég mun halda áfram að standa fyrir ásamt framúrskarandi teymi Dineout. Það sem ég stend fyrir og vill standa fyrir eru gæði, heiðarleiki, heilindi og áreiðanleiki og allt sem ég tek mér fyrir hendur vill ég að endurspegli þau gildi. Ég hef farið í gegnum allskonar öldur síðustu ár í rekstrinum og ég er stolt af ótal mörgu. Ég er líka stolt af því að hafa aldrei talað niður mótherja eða samkeppni og mun aldrei fara niður á slíkt plan. Ég kýs að einbeita mér að því að gera þá hluti sem ég geri vel og teymið mitt sömuleiðis. Árangurinn talar svo fyrir sig í formi gæða Dineout. Dineout hefur siglt yfir allar öldur síðustu ár með veitingageiranum. Við höfum skapað okkur mikla viðskiptatryggð og verið í liði sem undanfarið hefur aldeilis sýnt sig þegar ákveðin öfl hafa reynt að koma á okkur höggi.
Svara ákalli veitingamanna um samkeppni Bjóða veitingahúsum upp á nýtt og ódýrara borðabókunarkerfi Bókunarkostnaður veitingastaða nemur oft hundruðum þúsunda á mánuði Veitingastaðir geta lækkað kostnað við borðabókanir um allt að 90% Bastard, Laundromat og Kastrup á meðal staða sem eru búnir að færa sig til Noona Freisting fyrir markaðstorg að blóðmjólka fyrirtæki Noona, sem rekur samnefnt bókunarapp, hefur brugðist við ákalli veitingamanna um samkeppni á borðabókunarmarkaðnum. Fyrirtækið hyggst opna fyrir borðabókanir á Noona og bjóða veitingahúsum að nýta kerfið fyrir fast mánaðargjald. Veitingamenn hafa kvartað undan miklum kostnaði við sambærileg kerfi sem fyrir eru á markaðnum, en þau innheimta yfirleitt gjald af hverri bókun. Samanlagt er um töluverðan kostnað að ræða fyrir veitingahúsin, sem getur hlaupið á hundruðum þúsunda á mánuði og bætist ofan á ýmsar aðrar kostnaðarhækkanir. Sjö veitingahús eru þegar byrjuð að innleiða borðabókunarkerfið hjá Noona. Þar á meðal eru Bastard, Laundromat og Kastrup og töluverður fjöldi staða hefur skráð sig á biðlista. „Það er ótrúlega gaman að finna viðbrögð veitingamanna við því að við séum að koma með svona lausn. Það virðist hafa verið brýn þörf fyrir samkeppni og einhverjum til að hrista upp í markaðnum,“ segir Kjartan Þórisson, framkvæmdastjóri Noona. Sum markaðstorg blóðmjólka fyrirtæki Það hefur færst í aukana að fólk noti markaðstorg á netinu til að bóka ýmsa þjónustu, eins og til að mynda Booking.com fyrir hótel, Dineout fyrir veitingastaði og Noona fyrir tímabókanir. Jón Hilmar Karlsson, stjórnarformaður Noona, segir að þessi þróun sé þó ekki alltaf jákvæð fyrir söluaðila, sérstaklega ef samkeppni skortir. „Markaðstorgin enda oft á því að soga til sín mikla traffík og þjónustuveitendur verða fljótt háðir viðskiptum sem koma í gegnum markaðstorgin. Þau geta þannig orðið mjög valdamiklir milliliðir á markaðnum og í sumum tilfellum freistast til að blóðmjólka fyrirtækin. Við hjá Noona erum mjög meðvituð um þessa dýnamík og viljum ýta á móti henni. Við trúum því að slík nálgun sé verri fyrir alla aðila til lengri tíma litið, þar með talið markaðstorgið sjálft. Sem dæmi höfum við aldrei rukkað bókunargjöld þó það sé stærsta tekjulind margra annarra markaðstorga. Markmið okkar er að vera kraftur til góðs og þá sérstaklega í þessu erfiða rekstrarumhverfi veitingahúsa,“ segir Jón Hilmar. Segjast geta boðið allt að 90% lækkun á kostnaði vegna borðabókanaNoona áætlar að veitingahús geti lækkað kostnað sinn við borðabókanir um allt að 90% með því að notast við bókunarkerfi Noona. Noona appið er eitt vinsælasta markaðstorg landsins með 125.000 notendur og um 1.000 fyrirtæki í viðskiptum hér á landi. Bókunarkerfið er byggt upp á sömu bókunarvél og Noona hefur þróað seinustu 8 ár, en Noona vann nýlega til verðlauna sem App ársins hjá SVEF og var valið mest meðmælta vefkerfið í könnun Maskínu.--- Áhugasamir veitingamenn geta farið inn á heimasíðu Noona og skráð sig á biðlista: https://noona.app/hq/table-reservations
Veitingastaðir Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira