Forsetinn sem sameinar Björk Baldursdóttir og Ingvi Stefánsson skrifa 21. maí 2024 20:30 Við Íslendingar búum svo vel að margir hæfir einstaklingar hafa gefið kost á sér til embættis forseta Íslands í kosningunum sem fram fara þann 1. júní næstkomandi. Á undanförnum dögum og vikum hafa fjölmiðlar keppst við að kynna frambjóðendur til forseta fyrir þjóðinni ásamt því að gera grein fyrir ábyrgð og starfsskyldum forseta lýðveldisins. Höllu Hrund Logadóttur og hennar fjölskyldu höfum við þekkt alla okkar tíð og einungis af góðu. Hún hefur mörg undanfarin ár aðstoðað við sauðburð í Hjarðarholti þar sem feður okkar og amma hennar ólust upp. Halla Hrund hefur birst á hverju vori og gengið vasklega í öll störf, hvort sem það er að gefa fénu, taka á móti lömbum eða færa frá, enda hefur hún mikla reynslu eftir að hafa verið í sveit öll sumur fram yfir tvítugt. Hér er á ferðinni kraftmikil kona sem er annt um íslenska sögu og menningu, leggur rækt við upprunann og lætur svo sannarlega ekki sitt eftir liggja. Þetta eru allt mikilvægir eiginleikar sem nýtast í embætti forseta Íslands en fleira þarf vissulega að koma til. Forsetinn þarf að hafa þekkingu á stjórnskipun landsins. Hann þarf að hafa almenna haldgóða þekkingu á samfélaginu og málefnum líðandi stundar, jafnt innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi. Síðast en ekki síst þarf forsetinn að vera sameiningartákn og hafa breiða skírskotun. Halla Hrund er eldklár, harðdugleg, vel menntuð og fylgin sér. Hún hefur fram til þessa verið við nám og störf í þremur heimsálfum og hefur aflað sér víðtækrar menntunar og reynslu á sviði stjórnmálafræði og stjórnsýslu. Hún býr einnig yfir mikilli þekkingu á orku- og auðlindamálum en þau snúa einmitt að verðmætustu sameign okkar Íslendinga sem á sama tíma geymir okkar mikilvægustu og stærstu sóknarfæri. Hennar helstu kostir þegar kemur að hæfi hennar til að gegna embætti forseta Íslands eru þó ekki bundnir við það sem fólk lærir í skóla. Halla Hrund hefur alveg einstakan hæfileika til að virkja fólk til góðra verka og lyfta upp einstaklingum og verkefnum og magna þannig tækifæri. Hún hefur mikla persónu töfra, er í senn alþýðleg og alþjóðleg og hefur hæfileika til að sameina ólík sjónarmið. Þeir sem hafa fylgst með opinberum störfum Höllu Hrundar vita líka að henni farnast vel við krefjandi aðstæður. Skemmst er frá því að segja að við erum sannfærð um að Halla Hrund Logadóttir búi yfir menntun, reynslu, mannkostum og dómgreind sem þarf að prýða næsta forseta Íslands. Við erum stolt af því að vera í stuðningsliði Höllu Hrundar í aðdraganda forsetakosninganna 1. júní 2024. Björk Baldursdóttir, bóndi Hjarðarholti, Laxárdal í Dölum.Ingvi Stefánsson, bóndi Teigi í Eyjafirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum svo vel að margir hæfir einstaklingar hafa gefið kost á sér til embættis forseta Íslands í kosningunum sem fram fara þann 1. júní næstkomandi. Á undanförnum dögum og vikum hafa fjölmiðlar keppst við að kynna frambjóðendur til forseta fyrir þjóðinni ásamt því að gera grein fyrir ábyrgð og starfsskyldum forseta lýðveldisins. Höllu Hrund Logadóttur og hennar fjölskyldu höfum við þekkt alla okkar tíð og einungis af góðu. Hún hefur mörg undanfarin ár aðstoðað við sauðburð í Hjarðarholti þar sem feður okkar og amma hennar ólust upp. Halla Hrund hefur birst á hverju vori og gengið vasklega í öll störf, hvort sem það er að gefa fénu, taka á móti lömbum eða færa frá, enda hefur hún mikla reynslu eftir að hafa verið í sveit öll sumur fram yfir tvítugt. Hér er á ferðinni kraftmikil kona sem er annt um íslenska sögu og menningu, leggur rækt við upprunann og lætur svo sannarlega ekki sitt eftir liggja. Þetta eru allt mikilvægir eiginleikar sem nýtast í embætti forseta Íslands en fleira þarf vissulega að koma til. Forsetinn þarf að hafa þekkingu á stjórnskipun landsins. Hann þarf að hafa almenna haldgóða þekkingu á samfélaginu og málefnum líðandi stundar, jafnt innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi. Síðast en ekki síst þarf forsetinn að vera sameiningartákn og hafa breiða skírskotun. Halla Hrund er eldklár, harðdugleg, vel menntuð og fylgin sér. Hún hefur fram til þessa verið við nám og störf í þremur heimsálfum og hefur aflað sér víðtækrar menntunar og reynslu á sviði stjórnmálafræði og stjórnsýslu. Hún býr einnig yfir mikilli þekkingu á orku- og auðlindamálum en þau snúa einmitt að verðmætustu sameign okkar Íslendinga sem á sama tíma geymir okkar mikilvægustu og stærstu sóknarfæri. Hennar helstu kostir þegar kemur að hæfi hennar til að gegna embætti forseta Íslands eru þó ekki bundnir við það sem fólk lærir í skóla. Halla Hrund hefur alveg einstakan hæfileika til að virkja fólk til góðra verka og lyfta upp einstaklingum og verkefnum og magna þannig tækifæri. Hún hefur mikla persónu töfra, er í senn alþýðleg og alþjóðleg og hefur hæfileika til að sameina ólík sjónarmið. Þeir sem hafa fylgst með opinberum störfum Höllu Hrundar vita líka að henni farnast vel við krefjandi aðstæður. Skemmst er frá því að segja að við erum sannfærð um að Halla Hrund Logadóttir búi yfir menntun, reynslu, mannkostum og dómgreind sem þarf að prýða næsta forseta Íslands. Við erum stolt af því að vera í stuðningsliði Höllu Hrundar í aðdraganda forsetakosninganna 1. júní 2024. Björk Baldursdóttir, bóndi Hjarðarholti, Laxárdal í Dölum.Ingvi Stefánsson, bóndi Teigi í Eyjafirði
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar