Styrk hönd og fim Torfi H. Tulinius skrifar 22. maí 2024 08:31 Forsetaframbjóðendurnir eru flestallir geðþekkt fólk sem koma úr mörgum geirum þjóðfélagsins. Í hópnum eru m.a. fegurðardís, lögmaður, fræðimaður, skemmtikraftur, sjómaður og leikkona, að ógleymdum embættismönnum sem sinna mikilvægum störfum fyrir almenning. Öll hafa þau eitthvað til brunns að bera. Einn þeirra stendur þó upp úr og eru fyrir því margar ástæður. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt og sannað á ferli sínum að hún hefur framar öðrum þá kosti sem prýða þurfa forseta lýðveldisins. Sem alþingismaður og ráðherra hefur hún áralanga reynslu af stjórnkerfinu, bæði löggjafarþinginu og framkvæmdavaldinu. Hún hefur bæði verið í stjórnarandstöðu og stjórn, m.a. á tímum þegar virkilega hefur gefið á bátinn í þjóðlífinu, á árunum eftir hrun en líka síðar, sem forsætisráðherra, þegar samfélagið þurfti að takast á við farsóttir og náttúruhamfarir. Þegar okkar tímar verða gerðir upp af sagnfræðingum framtíðarinnar munu þeir vafalítið sjá hvað sú hönd sem stýrði þjóðarskútunni í þessum ólgusjó var bæði styrk og fim. Það var Katrín sem hélt um stýrið með miklum sóma. Eðlislæg greind hennar samfara mikilli reynslu, margháttuð tengsl hennar í þjóðfélaginu, hæfileikinn til að ná til fólks, og það traust sem hún ávinnur sér hjá viðmælendum sínum með látlausri og heiðarlegri framkomu, allt þetta hefur skipt máli við að ná þeim árangri sem hún hefur sannarlega náð sem forystumaður í landsmálum. Ýmsir urðu hvumsa, þar á meðal sá sem þetta ritar, þegar Katrín myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokknum 2017 og aftur 2021. Það voru fáir eða engir aðrir kostir í boði og ávinningurinn af setu hennar í stjórninni er ótvíræður, bæði í umhverfismálum og kjaramálum alþýðu, en hvað báða þessa málaflokka varðar er enginn vafi á því að þær framfarir sem orðið hafa þar eru Katrínu og flokki hennar að þakka. Enn meira máli skiptir þó að myndun þessarar ríkisstjórnar vann gegn óheillaþróun sem hófst á árunum eftir hrun og hefur sett mark sitt á mörg önnur þjóðfélög á síðari árum. Það er hin mikla skautun umræðunnar, til að mynda í Bandaríkjunum, þar sem fólk á öndverðum meiði getur ekki einu sinni talað saman, hvað þá tekið sameiginlegar ákvarðanir. Hvað sem annað verður sagt um stjórnarmyndunina 2017, þá sneri hún þessari þróun við hér á landi. Katrín Jakobsdóttir getur nefnilega talað við alla. Falleg framkoma hennar, greind og samskiptahæfni sameinar fólk en sundrar ekki. Hún hefur ítrekað lyft umræðunni og forðað okkur frá því að lenda ofan í fánýtum pólitískum skotgröfum. Því mun ég greiða henni atkvæði mitt þann 1. júní nk. og hvet alla til að gera slíkt hið sama. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Forsetaframbjóðendurnir eru flestallir geðþekkt fólk sem koma úr mörgum geirum þjóðfélagsins. Í hópnum eru m.a. fegurðardís, lögmaður, fræðimaður, skemmtikraftur, sjómaður og leikkona, að ógleymdum embættismönnum sem sinna mikilvægum störfum fyrir almenning. Öll hafa þau eitthvað til brunns að bera. Einn þeirra stendur þó upp úr og eru fyrir því margar ástæður. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt og sannað á ferli sínum að hún hefur framar öðrum þá kosti sem prýða þurfa forseta lýðveldisins. Sem alþingismaður og ráðherra hefur hún áralanga reynslu af stjórnkerfinu, bæði löggjafarþinginu og framkvæmdavaldinu. Hún hefur bæði verið í stjórnarandstöðu og stjórn, m.a. á tímum þegar virkilega hefur gefið á bátinn í þjóðlífinu, á árunum eftir hrun en líka síðar, sem forsætisráðherra, þegar samfélagið þurfti að takast á við farsóttir og náttúruhamfarir. Þegar okkar tímar verða gerðir upp af sagnfræðingum framtíðarinnar munu þeir vafalítið sjá hvað sú hönd sem stýrði þjóðarskútunni í þessum ólgusjó var bæði styrk og fim. Það var Katrín sem hélt um stýrið með miklum sóma. Eðlislæg greind hennar samfara mikilli reynslu, margháttuð tengsl hennar í þjóðfélaginu, hæfileikinn til að ná til fólks, og það traust sem hún ávinnur sér hjá viðmælendum sínum með látlausri og heiðarlegri framkomu, allt þetta hefur skipt máli við að ná þeim árangri sem hún hefur sannarlega náð sem forystumaður í landsmálum. Ýmsir urðu hvumsa, þar á meðal sá sem þetta ritar, þegar Katrín myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokknum 2017 og aftur 2021. Það voru fáir eða engir aðrir kostir í boði og ávinningurinn af setu hennar í stjórninni er ótvíræður, bæði í umhverfismálum og kjaramálum alþýðu, en hvað báða þessa málaflokka varðar er enginn vafi á því að þær framfarir sem orðið hafa þar eru Katrínu og flokki hennar að þakka. Enn meira máli skiptir þó að myndun þessarar ríkisstjórnar vann gegn óheillaþróun sem hófst á árunum eftir hrun og hefur sett mark sitt á mörg önnur þjóðfélög á síðari árum. Það er hin mikla skautun umræðunnar, til að mynda í Bandaríkjunum, þar sem fólk á öndverðum meiði getur ekki einu sinni talað saman, hvað þá tekið sameiginlegar ákvarðanir. Hvað sem annað verður sagt um stjórnarmyndunina 2017, þá sneri hún þessari þróun við hér á landi. Katrín Jakobsdóttir getur nefnilega talað við alla. Falleg framkoma hennar, greind og samskiptahæfni sameinar fólk en sundrar ekki. Hún hefur ítrekað lyft umræðunni og forðað okkur frá því að lenda ofan í fánýtum pólitískum skotgröfum. Því mun ég greiða henni atkvæði mitt þann 1. júní nk. og hvet alla til að gera slíkt hið sama. Höfundur er prófessor.
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar