Grípum gullið tækifæri og sendum heiminum skýr skilaboð…aftur Svandís Ingimundardóttir skrifar 23. maí 2024 11:01 Árið 1980 var Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti Íslands og það var í fyrsta sinn sem kona var kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum í heiminum. Ég held að áhrif þessa einstaka heimsviðburðar verði seint ofmetinn. Margir hér heima á Fróni fundu því ýmislegt til foráttu að einstæð móðir settist í forsetaembætti og tíndu margt til í því samhengi sem okkur finnst hreint með ólíkindum í dag og sem betur fer nógu mörgum þá líka. Þær úrtöluraddir hljóðnuðu fljótt og við fengum forseta sem setti mark sitt á mann-/kvenkynssöguna og gerði okkur Íslendinga að stoltri þjóð með framgöngu sinni hvert sem hún fór, innanlands jafnt sem utanlands. Í ár, á 80 ára afmæli lýðveldisins, fáum við Íslendingar annað slíkt tækifæri til þess að láta að okkur kveða á heimsvísu. Við fáum gullið tækifæri til þess að senda umheiminum skýr skilaboð og undirstrika mikilvægi jafnréttis, lýðræðis, manngildis og fjölbreytni. Sumir vilja meina að rödd Íslands sé of veikburða í stóra samhenginu en kjör Vigdísar ætti að vera nóg til að sannfæra okkur um hið gagnstæða. Ísland var jafnframt fyrsta vestræna ríkið í heiminum til þess að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Í dag sjáum við önnur vestræn ríki vera að átta sig á mikilvægi þessarar yfirlýsingar og fylgja í kjölfar okkar Íslendinga, þó alltof seint sé. Við höfum svo sannarlega rödd í alþjóðlegu samhengi og alla burði til þess að vera stolt af því, þó fámenn séum. Við skulum ekki gera lítið úr þeim áhrifum sem við getum haft til góðs á heiminn í kringum okkur. Látum ekki tækifærin renna okkur úr greipum líkt og við gerðum í Eurovision. Hugsið ykkur þau margfeldisáhrif sem það hefði haft út um allan heim ef Ísland hefði séð til þess að palestínska fánanum hefði verið veifað um salinn í Malmö. Baldur Þórhallsson ber af sér einstaklega góðan þokka. Þó ég hafi ekki haft af honum persónuleg kynni hef ég bæði fylgst með honum sem kennara við Háskóla Íslands, hlustað á hann fjalla um sitt sérsvið af yfirgripsmikilli þekkingu og dýpt og fylgst með heiðarlegri og einlægri kosningabaráttu hans og eiginmanns hans undanfarnar vikur. Baldur er einn okkar helsti sérfræðingur þegar kemur að stöðu, hlutverki og mikilvægi smáríkja í samskiptum þjóða, í utanríkisstefnu Íslands, Evrópufræðum og alþjóðasamskiptum. Þvílíkur fengur sem af því yrði að fá hann á Bessastaði. Hvað þá nú þegar ástandið í heiminum er svo ógnvænlegt að það er farið hafa áhrif á viðbúnað hjá okkar næstu nágrönnum á Norðurlöndum. Á sama tíma hafa áunnin mannréttindi fólks, sem við hér teljum bæði sjálfsögð og eðlileg verið hrifsuð til baka af stjórnvöldum sem aðhyllast öfgafulla þjóðernisstefnu og einræðistilburði. Þetta er að gerast í Evrópulöndum jafnt sem annars staðar í heiminum og við getum og eigum að nýta tækifæri okkar til áhrifa. Baldur, og eigimaður hans Felix, hafa verið í framvarðasveit réttindabaráttu samkynhneigðra í áratugi. Baldur var einn af stofnendum Félags samkynhneigðra stúdenta við HÍ og stýrði auk þess Mannréttindaskrifstofu Íslands í 2 ár svo fátt eitt sé nefnt. Við lifum einstaklega viðsjárverða tíma og þurfum að hugsa lengra og víðar en einvörðungu um okkar litla Ísland þegar við fáum, í annað skipti á 44 árum, gullið tækifæri eins og þetta til þess að senda umheiminum skýr skilaboð um það sem við viljum standa vörð um. Við viljum lýðræði og mannréttindi fyrir alla, við viljum réttsýnan og fjölhæfan forseta sem borið getur hróður okkar Íslendinga og áherslur út í alþjóðasamfélagið, við viljum forseta sem talar fyrir mikilvægi fjölskyldunnar, talar fyrir mannréttindum, talar fyrir landsbyggðargildum og mikilvægi radda barna og ungmenna en síðast en ekki síst fyrir samstöðumætti þjóðarinnar. Ég vil Baldur á Bessastaði! Höfundur hefur starfað að skólamálum mestalla ævina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Árið 1980 var Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti Íslands og það var í fyrsta sinn sem kona var kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum í heiminum. Ég held að áhrif þessa einstaka heimsviðburðar verði seint ofmetinn. Margir hér heima á Fróni fundu því ýmislegt til foráttu að einstæð móðir settist í forsetaembætti og tíndu margt til í því samhengi sem okkur finnst hreint með ólíkindum í dag og sem betur fer nógu mörgum þá líka. Þær úrtöluraddir hljóðnuðu fljótt og við fengum forseta sem setti mark sitt á mann-/kvenkynssöguna og gerði okkur Íslendinga að stoltri þjóð með framgöngu sinni hvert sem hún fór, innanlands jafnt sem utanlands. Í ár, á 80 ára afmæli lýðveldisins, fáum við Íslendingar annað slíkt tækifæri til þess að láta að okkur kveða á heimsvísu. Við fáum gullið tækifæri til þess að senda umheiminum skýr skilaboð og undirstrika mikilvægi jafnréttis, lýðræðis, manngildis og fjölbreytni. Sumir vilja meina að rödd Íslands sé of veikburða í stóra samhenginu en kjör Vigdísar ætti að vera nóg til að sannfæra okkur um hið gagnstæða. Ísland var jafnframt fyrsta vestræna ríkið í heiminum til þess að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Í dag sjáum við önnur vestræn ríki vera að átta sig á mikilvægi þessarar yfirlýsingar og fylgja í kjölfar okkar Íslendinga, þó alltof seint sé. Við höfum svo sannarlega rödd í alþjóðlegu samhengi og alla burði til þess að vera stolt af því, þó fámenn séum. Við skulum ekki gera lítið úr þeim áhrifum sem við getum haft til góðs á heiminn í kringum okkur. Látum ekki tækifærin renna okkur úr greipum líkt og við gerðum í Eurovision. Hugsið ykkur þau margfeldisáhrif sem það hefði haft út um allan heim ef Ísland hefði séð til þess að palestínska fánanum hefði verið veifað um salinn í Malmö. Baldur Þórhallsson ber af sér einstaklega góðan þokka. Þó ég hafi ekki haft af honum persónuleg kynni hef ég bæði fylgst með honum sem kennara við Háskóla Íslands, hlustað á hann fjalla um sitt sérsvið af yfirgripsmikilli þekkingu og dýpt og fylgst með heiðarlegri og einlægri kosningabaráttu hans og eiginmanns hans undanfarnar vikur. Baldur er einn okkar helsti sérfræðingur þegar kemur að stöðu, hlutverki og mikilvægi smáríkja í samskiptum þjóða, í utanríkisstefnu Íslands, Evrópufræðum og alþjóðasamskiptum. Þvílíkur fengur sem af því yrði að fá hann á Bessastaði. Hvað þá nú þegar ástandið í heiminum er svo ógnvænlegt að það er farið hafa áhrif á viðbúnað hjá okkar næstu nágrönnum á Norðurlöndum. Á sama tíma hafa áunnin mannréttindi fólks, sem við hér teljum bæði sjálfsögð og eðlileg verið hrifsuð til baka af stjórnvöldum sem aðhyllast öfgafulla þjóðernisstefnu og einræðistilburði. Þetta er að gerast í Evrópulöndum jafnt sem annars staðar í heiminum og við getum og eigum að nýta tækifæri okkar til áhrifa. Baldur, og eigimaður hans Felix, hafa verið í framvarðasveit réttindabaráttu samkynhneigðra í áratugi. Baldur var einn af stofnendum Félags samkynhneigðra stúdenta við HÍ og stýrði auk þess Mannréttindaskrifstofu Íslands í 2 ár svo fátt eitt sé nefnt. Við lifum einstaklega viðsjárverða tíma og þurfum að hugsa lengra og víðar en einvörðungu um okkar litla Ísland þegar við fáum, í annað skipti á 44 árum, gullið tækifæri eins og þetta til þess að senda umheiminum skýr skilaboð um það sem við viljum standa vörð um. Við viljum lýðræði og mannréttindi fyrir alla, við viljum réttsýnan og fjölhæfan forseta sem borið getur hróður okkar Íslendinga og áherslur út í alþjóðasamfélagið, við viljum forseta sem talar fyrir mikilvægi fjölskyldunnar, talar fyrir mannréttindum, talar fyrir landsbyggðargildum og mikilvægi radda barna og ungmenna en síðast en ekki síst fyrir samstöðumætti þjóðarinnar. Ég vil Baldur á Bessastaði! Höfundur hefur starfað að skólamálum mestalla ævina.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar