Gul viðvörun: Fyrsta trampólínið þegar fokið Árni Sæberg skrifar 24. maí 2024 07:35 Óheppinn íbúi Kópavogs hefur tapað trampólíni í morgunsárið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Gul viðvörun tekur gildi klukkan 08 víða um land, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta trampólínið er þegar fokið í Kópavogi. Í hugleiðingum veðurfræðings fyrir daginn segir að allhvöss eða hvöss suðaustanátt verði á vestanverðu landinu í dag. Varasamt ferðaveður verði fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og lausamunir muni geta fokið. Veðurfræðingurinn reyndist sannspár að þessu sinni, enda hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þegar greint frá því að trampólín hafi fokið í Kópavogi. „Eins og sést á þessari mynd hefur einhver tapað trampólíni nú þegar sem getur skapað öðrum mikla hættu. Biðjum ykkur að fara yfir stöðuna í garðinum og festa það sem þarf að festa,“ segir í færslu lögreglu. Gul viðvörun allt fram á morgun Á vef Veðurstofunnar má sjá að gul viðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði og miðhálendinu klukkan átta. Þar er spáð suðaustanátt, þrettán til átján metrum á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu en allt að 25 metrum á miðhálendinu. Viðvörun gildir til klukkan 03 í nótt á höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóa, 05 á miðhálendinu og 08 á morgun á Breiðafirði. Á morgun er spáð suðaustan átta til fimmtán en heldur hvassari á Snæfellsnesi. Dálítilli rigning eða súld í flestum landshlutum en bjart með köflum norðaustanlands. Hita átta til átján stigum, hlýjast á Norðausturlandi. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á laugardag: Suðaustan 8-15 m/s, en sums staðar hvassara við fjöll vestantil. Súld eða dálítil rigning með köflum. Hiti 10 til 15 stig. Heldur hægari vindur á norðanverðu landinu og bjart að mestu með hita að 20 stigum. Á sunnudag: Suðaustlæg átt 5-13 og dálítil væta sunnan- og vestanlands en bjart að mestu norðaustantil. Hiti 12 til 18 stig. Á mánudag og þriðjudag: Hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og sums staðar dálítil væta. Líkur á þokumóðu við ströndina. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðlæg átt 3-10. Lítilsháttar rigning norðan- og austanlands. Bjart með köflum og stöku skúrir sunnan heiða. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast sunnantil. Á fimmtudag: Útlit fyrir norðvestlæga átt. Skúrir á víð og dreif en samfelld rigning austanlands. Hiti breytist lítið. Veður Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Sjá meira
Í hugleiðingum veðurfræðings fyrir daginn segir að allhvöss eða hvöss suðaustanátt verði á vestanverðu landinu í dag. Varasamt ferðaveður verði fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og lausamunir muni geta fokið. Veðurfræðingurinn reyndist sannspár að þessu sinni, enda hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þegar greint frá því að trampólín hafi fokið í Kópavogi. „Eins og sést á þessari mynd hefur einhver tapað trampólíni nú þegar sem getur skapað öðrum mikla hættu. Biðjum ykkur að fara yfir stöðuna í garðinum og festa það sem þarf að festa,“ segir í færslu lögreglu. Gul viðvörun allt fram á morgun Á vef Veðurstofunnar má sjá að gul viðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði og miðhálendinu klukkan átta. Þar er spáð suðaustanátt, þrettán til átján metrum á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu en allt að 25 metrum á miðhálendinu. Viðvörun gildir til klukkan 03 í nótt á höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóa, 05 á miðhálendinu og 08 á morgun á Breiðafirði. Á morgun er spáð suðaustan átta til fimmtán en heldur hvassari á Snæfellsnesi. Dálítilli rigning eða súld í flestum landshlutum en bjart með köflum norðaustanlands. Hita átta til átján stigum, hlýjast á Norðausturlandi. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á laugardag: Suðaustan 8-15 m/s, en sums staðar hvassara við fjöll vestantil. Súld eða dálítil rigning með köflum. Hiti 10 til 15 stig. Heldur hægari vindur á norðanverðu landinu og bjart að mestu með hita að 20 stigum. Á sunnudag: Suðaustlæg átt 5-13 og dálítil væta sunnan- og vestanlands en bjart að mestu norðaustantil. Hiti 12 til 18 stig. Á mánudag og þriðjudag: Hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og sums staðar dálítil væta. Líkur á þokumóðu við ströndina. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðlæg átt 3-10. Lítilsháttar rigning norðan- og austanlands. Bjart með köflum og stöku skúrir sunnan heiða. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast sunnantil. Á fimmtudag: Útlit fyrir norðvestlæga átt. Skúrir á víð og dreif en samfelld rigning austanlands. Hiti breytist lítið.
Veður Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Sjá meira