Nýja hægrið Davíð Bergmann skrifar 24. maí 2024 12:31 Núna í vikunni fékk ég ákveðin leiðarvísi hvar ég get staðsett mig í pólitíska litrófinu, þökk sé Halldóri Baldurssyni skopmyndateiknara. Í þætti Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í vikunni voru þeir Halldór Baldursson skopmyndateiknari á Visi.is og Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi að takast á um hvort það væri til endimörk tjáningarfrelsisins. Ástæðan fyrir þeirri umræðu var að Halldór teiknaði skopmynd af Arnari Þór í nasistabúning og birti á Visi.is. Ég ætla ekki að vera eyða fleiri orðum í þá umræðu heldur frekar að skora á fólk að hlusta á þessar samræður þeirra á milli á spilara Bylgjunnar. En núna ætla ég að snúa mér frekar að því hvað stóð upp úr í þessu samtali að mínu mati. Þarna heyrði ég í fyrsta sinn að núna væri til eitthvað sem heitir „Nýja hægrið“ gæti það verið nafn á nýjum stjórnmálaflokki fyrir vegalausa hægrimenn í næstu þingkosningum. Eða rúmast sú hugmyndafræði innan annara hægri stjórnmálaflokka sem fyrir eru hér á landi. Reyndar er leitun að slíkum flokki hér á landi sem við myndum kalla alvöru hægri flokk. Fyrir mig sem landflótta Sjálfstæðismann síðan að flokkurinn tók upp á því að fara í stjórnarsamstarf við VG, hefur það verið erfitt fyrir mig að staðsetja mig í pólitíkinni. En eftir að Halldór skilgreindi Arnar Þór Jónsson sem nýhægri sinnaðan og hann sagðist ekki vera einn um þá skoðun, verð ég að segja það að ég gæti eftir allt saman verið nýhægri sinnaður, samkvæmd þeirri skilgreiningu sem ég heyrði. En og aftur skora ég á fólk að hlusta á þáttinn til að átta sig á því hvað Halldór átti við, nema að ég hafi lesið svona vitlaust á milli lína. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja það að hornsteinn samfélagsins sé fjölskyldan, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja verja tungumálið fyrir woke-istum, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að halda því fram að kynin séu bara tvö, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að hafna aðild að Evrópu sambandinu, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja herta innflytjendastefnu, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður að vilja draga úr umsvifum Ruv á fjölmiðlamarkaði, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður, að draga úr ríkisútgjöldum, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður, að vilja að athafnafrelsi sé virt og dregið sé úr ríkis afskiptum, þá já er ég það. Hvaða flokkur er það sem getur uppfyllt þetta í dag hér á landi? Þegar það er verið að tala um skautun í samfélaginu og orðræðu og tala nú ekki um "hatursorðræðu" þá er dagskrávaldið en í höndum góða fólksins. Öll skynsemi pólitík eins og hjá Geert Wilders og Viktor Orban, eða Giorgia Meloni á Ítalíu er kölluð öfgar og þau eru líka upphrópuð sem fasistar. En evrópa er að vakna upp við vondan draum innviðir stoðþjónustunnar þola ekki meira álag, það mun eitthvað undan láta fyrir rest. Muammar Gaddafi fyrrverandi einræðisherra sagði árið 2006 við þurfum ekki að lyfta sverði eða skjóta skoti þetta mun koma að sjálfum sér, við fjölgum okkur bara meira en þeir gera, þá munum við innleiða sharia lög á næstu 50 árum inn í Vesturheim. Ég hugsa að þetta sé að raungerast þið þurfið ekki nema að fara Evrópu til að sjá þessa þróun sem á sér stað og ég hugsa að áætlun Gaddafi sé að standast eftir allt saman. Höfundur er nýhægri sinnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Núna í vikunni fékk ég ákveðin leiðarvísi hvar ég get staðsett mig í pólitíska litrófinu, þökk sé Halldóri Baldurssyni skopmyndateiknara. Í þætti Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í vikunni voru þeir Halldór Baldursson skopmyndateiknari á Visi.is og Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi að takast á um hvort það væri til endimörk tjáningarfrelsisins. Ástæðan fyrir þeirri umræðu var að Halldór teiknaði skopmynd af Arnari Þór í nasistabúning og birti á Visi.is. Ég ætla ekki að vera eyða fleiri orðum í þá umræðu heldur frekar að skora á fólk að hlusta á þessar samræður þeirra á milli á spilara Bylgjunnar. En núna ætla ég að snúa mér frekar að því hvað stóð upp úr í þessu samtali að mínu mati. Þarna heyrði ég í fyrsta sinn að núna væri til eitthvað sem heitir „Nýja hægrið“ gæti það verið nafn á nýjum stjórnmálaflokki fyrir vegalausa hægrimenn í næstu þingkosningum. Eða rúmast sú hugmyndafræði innan annara hægri stjórnmálaflokka sem fyrir eru hér á landi. Reyndar er leitun að slíkum flokki hér á landi sem við myndum kalla alvöru hægri flokk. Fyrir mig sem landflótta Sjálfstæðismann síðan að flokkurinn tók upp á því að fara í stjórnarsamstarf við VG, hefur það verið erfitt fyrir mig að staðsetja mig í pólitíkinni. En eftir að Halldór skilgreindi Arnar Þór Jónsson sem nýhægri sinnaðan og hann sagðist ekki vera einn um þá skoðun, verð ég að segja það að ég gæti eftir allt saman verið nýhægri sinnaður, samkvæmd þeirri skilgreiningu sem ég heyrði. En og aftur skora ég á fólk að hlusta á þáttinn til að átta sig á því hvað Halldór átti við, nema að ég hafi lesið svona vitlaust á milli lína. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja það að hornsteinn samfélagsins sé fjölskyldan, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja verja tungumálið fyrir woke-istum, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að halda því fram að kynin séu bara tvö, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að hafna aðild að Evrópu sambandinu, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja herta innflytjendastefnu, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður að vilja draga úr umsvifum Ruv á fjölmiðlamarkaði, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður, að draga úr ríkisútgjöldum, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður, að vilja að athafnafrelsi sé virt og dregið sé úr ríkis afskiptum, þá já er ég það. Hvaða flokkur er það sem getur uppfyllt þetta í dag hér á landi? Þegar það er verið að tala um skautun í samfélaginu og orðræðu og tala nú ekki um "hatursorðræðu" þá er dagskrávaldið en í höndum góða fólksins. Öll skynsemi pólitík eins og hjá Geert Wilders og Viktor Orban, eða Giorgia Meloni á Ítalíu er kölluð öfgar og þau eru líka upphrópuð sem fasistar. En evrópa er að vakna upp við vondan draum innviðir stoðþjónustunnar þola ekki meira álag, það mun eitthvað undan láta fyrir rest. Muammar Gaddafi fyrrverandi einræðisherra sagði árið 2006 við þurfum ekki að lyfta sverði eða skjóta skoti þetta mun koma að sjálfum sér, við fjölgum okkur bara meira en þeir gera, þá munum við innleiða sharia lög á næstu 50 árum inn í Vesturheim. Ég hugsa að þetta sé að raungerast þið þurfið ekki nema að fara Evrópu til að sjá þessa þróun sem á sér stað og ég hugsa að áætlun Gaddafi sé að standast eftir allt saman. Höfundur er nýhægri sinnaður.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar