Sitt sýnist hverjum um nýja mynd af Katrínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. maí 2024 13:53 Katrín í klæðunum sem hún er í á teiknuðu myndinni á forsíðu Tatler. Yui Mok/Getty Images Teiknuð forsíðumynd af Katrínu prinsessu af Wales í Tatler tímaritinu hefur vakið gríðarlega mikla athygli, þá aðallega neikvæða. Ástæðan er sú að listamanninum þykir ekki hafa tekist vel til og hafa netverjar keppst við að lýsa yfir óánægju með myndina. Myndin er teiknuð af breska-sambíska listamanninum Hönnuh Uzor og er af Katrínu í fyrsta hátíðarkvöldverði Karls sem Bretakonungs á síðasta ári. Myndin prýðir forsíðu tímaritsins sem mun koma út í júlí. CNN hefur eftir Uzor að hún hafi grandskoðað myndir af prinsessunni en ekki átt þess kost að setjast niður með henni til að mála af henni mynd. Ef myndin hér fyrir neðan birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna. View this post on Instagram A post shared by Tatler (@tatlermagazine) Þá segist Hannah einnig hafa skoðað myndband af Katrínu þar sem hún tilkynnti að hún væri komin með krabbamein. Myndbandið birti Katrín í mars eftir margra vikna umtal um meint hvarf hennar af opinberum vettvangi. Höfðu ýmsar samsæriskenningar farið á kreik um hvarf hennar þar til hún steig fram og opinberaði sannleikann. Þrátt fyrir útskýringar listakonunnar virðist lítil ánægja ríkja með myndina. Svo lítil að allir helstu erlendu miðlar hafa fjallað um málið. Þar vitna þeir í ummæli undir Instagram færslu Tatler tímaritsins, sem mörg hver eru á neikvæða vegu. „Þetta lítur ekkert út eins prinsessan af Wales. Þetta er svo hræðilegt, þessi mynd lýsir algjörri vanvirðingu,“ skrifar einn netverja sem CNN vitnar í. Annar tekur í svipaðan streng. „Þetta er gjörsamlega glatað einhvern veginn. Ég er ekki viss um að listamaðurinn sé aðdáandi prinsessunnar. Þetta er eins og lélegt menntaskólaverkefni.“ Kóngafólk Bretland Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Sjá meira
Myndin er teiknuð af breska-sambíska listamanninum Hönnuh Uzor og er af Katrínu í fyrsta hátíðarkvöldverði Karls sem Bretakonungs á síðasta ári. Myndin prýðir forsíðu tímaritsins sem mun koma út í júlí. CNN hefur eftir Uzor að hún hafi grandskoðað myndir af prinsessunni en ekki átt þess kost að setjast niður með henni til að mála af henni mynd. Ef myndin hér fyrir neðan birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna. View this post on Instagram A post shared by Tatler (@tatlermagazine) Þá segist Hannah einnig hafa skoðað myndband af Katrínu þar sem hún tilkynnti að hún væri komin með krabbamein. Myndbandið birti Katrín í mars eftir margra vikna umtal um meint hvarf hennar af opinberum vettvangi. Höfðu ýmsar samsæriskenningar farið á kreik um hvarf hennar þar til hún steig fram og opinberaði sannleikann. Þrátt fyrir útskýringar listakonunnar virðist lítil ánægja ríkja með myndina. Svo lítil að allir helstu erlendu miðlar hafa fjallað um málið. Þar vitna þeir í ummæli undir Instagram færslu Tatler tímaritsins, sem mörg hver eru á neikvæða vegu. „Þetta lítur ekkert út eins prinsessan af Wales. Þetta er svo hræðilegt, þessi mynd lýsir algjörri vanvirðingu,“ skrifar einn netverja sem CNN vitnar í. Annar tekur í svipaðan streng. „Þetta er gjörsamlega glatað einhvern veginn. Ég er ekki viss um að listamaðurinn sé aðdáandi prinsessunnar. Þetta er eins og lélegt menntaskólaverkefni.“
Kóngafólk Bretland Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Sjá meira