Opinber umræða í þágu hugsunar Gunnar Snorri Árnason skrifar 27. maí 2024 15:16 Fyrir rúmum mánuði birtist pistill á Vísi að nafni „Opinber umræða fyrir hvern?“ eftir Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, sem svar við öðrum pistli eftir Helga Áss borgarfulltrúa. Þar fjallar hún um hvernig umræða um hormónameðferðir barna með kynama ætti að eiga sér stað innan fagteyma, svo sem trans teyma spítalans en ekki á opinberum vettvangi. Hún segir þessa afstöðu skynsamlega vegna þess að málaflokkurinn krefjist þekkingar sem til að mynda sérfræðingar í þessum meðferðum búa yfir. Ég tel að það sé ákveðið sannleikskorn í pistli hennar. Á sama tíma sé ég þetta í ólíku ljósi og langar mig að fjalla stuttlega um það hér. Fram kemur í pistlinum hve ötullega sérfræðingar sinna störfum innan trans teyma spítalans og að þar væri vandlega íhugað hvaða farvegi meðferðin ætti að fylgja. Sérfræðingar bæði þar og annars staðar hafa sannarlega lagt mikið að veði til að öðlast sína þekkingu. Framlag sérfræðinga, sama hvað um ræðir, er augljóslega mikilvægt. Á hinn bóginn vaknar sú spurning hversu vel sérþekkingin fangar allar hliðar málsins. Einnig vaknar sú spurning að hversu miklu leyti viðfangsefnið krefst sérþekkingar til að réttmæta skoðun megi hafa á málinu. Ég myndi til dæmis halda að spurningar um eðli kyns varði allan almenning enda snúa þær að grundvallareinkennum manneskjunnar. Ég myndi ætla að ef ungmenni eru fyrst og fremst börn foreldra sinna en ekki bara viðföng sérfræðinga (með fullri virðingu fyrir þeim) að þá væri opinská umræða um meðferð þeirra heilbrigðismerki í frjálsu samfélagi. Ég myndi einnig telja að siðferðislegar spurningar um læknisfræðileg inngrip (svo sem hormónabælandi meðferðir) varði allan almenning, en þó sérfræðilæknar hafi sértæka þekkingu á starfsemi líkamans þá eru þeir ekki betur til þess fallnir að ákvarða hvernig okkur ber að lifa. Að standa, sem dæmi, frammi fyrir því að upplifa sig djúplega á skjön við líkama sinn og dæmigerð hlutverk kyns síns eru tilvistarlegar áskoranir sem ég efast um að sérhæfð teymi, sama hversu fagmannleg og metnaðarfull þau eru hafi öll svörin við. Það er líka eðlilegt og þarf ekki að vera slæmt. Sérhæfingu fylgir ákveðinn fórnarkostnaður og forgangsröðun. Sérfræðingurinn sér eitthvað mjög vel sem aðrir eru ekki eins glöggir á - en það kannski á kostnað einhvers annars. Sérfræðingurinn kann líka að starfa út frá ákveðnum grunnforsendum sem aðrir deila ekki og kemst því að ólíkri niðurstöðu en sá sem gefur sér ólíkar forsendur. Sá sem leggur mikið vægi í hugmyndir og eðlisávísanir barna er líklegur til að hátta meðferð með öðrum hætti en sá sem telur að börn skorti mikilvæga visku og þurfi leiðsögn. Sá sem trúir að kyn sé vídd eða að því sé úthlutað við fæðingu er líklegur til að komast að ólíkum niðurstöðum um hvað teljist til æskilegrar meðferðar en sá sem trúir að kynin séu tvö og að kyn barns sé leitt í ljós við fæðingu. Þegar ákveðið er fyrir fram hverjir ættu og ættu ekki að tjá sig kveður það niður málefnalega umræðu og gjöful tækifæri til að hugsa. Við erum fáfróðar félagsverur og við öðlumst skilning meðal annars gegnum skoðanaskipti og endurgjöf. Ef við gerumst of upptekin af því hver mælir hverju sinni hættir okkur einnig til að leiðast inn á svið rökvillna á borð við persónu- og kennivaldsrök. Það er, við afskrifum málflutning einhvers á grundvelli þess hver viðkomandi er eða tökum málflutningi einhvers sem gildum vegna þess hver viðkomandi er án viðleitni til innihaldsins. Ég geri mér grein fyrir viðkvæmni málsins og viljanum að hlífa ungmennum á erfiðum stað og foreldrum þeirra fyrir hugsanlega misvísandi upplýsingum eða persónuníði. Ég tel aftur á móti ekki síður mikilvægt fyrir þá sem málið varðar mest að umræðan sé frjáls. Ég tel það líka merki um virðingu gagnvart þeim og öllum almenningi að fólki sé treyst fyrir getunni til að tjá sig af góðum vilja - ásamt því að vega og meta bæði upplýsingar og sjónarmið sem eru á öndverðum meiði við sannfæringu þess. Höfundur er sálfræðingur en fyrst og fremst almennur borgari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Börn og uppeldi Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum mánuði birtist pistill á Vísi að nafni „Opinber umræða fyrir hvern?“ eftir Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, sem svar við öðrum pistli eftir Helga Áss borgarfulltrúa. Þar fjallar hún um hvernig umræða um hormónameðferðir barna með kynama ætti að eiga sér stað innan fagteyma, svo sem trans teyma spítalans en ekki á opinberum vettvangi. Hún segir þessa afstöðu skynsamlega vegna þess að málaflokkurinn krefjist þekkingar sem til að mynda sérfræðingar í þessum meðferðum búa yfir. Ég tel að það sé ákveðið sannleikskorn í pistli hennar. Á sama tíma sé ég þetta í ólíku ljósi og langar mig að fjalla stuttlega um það hér. Fram kemur í pistlinum hve ötullega sérfræðingar sinna störfum innan trans teyma spítalans og að þar væri vandlega íhugað hvaða farvegi meðferðin ætti að fylgja. Sérfræðingar bæði þar og annars staðar hafa sannarlega lagt mikið að veði til að öðlast sína þekkingu. Framlag sérfræðinga, sama hvað um ræðir, er augljóslega mikilvægt. Á hinn bóginn vaknar sú spurning hversu vel sérþekkingin fangar allar hliðar málsins. Einnig vaknar sú spurning að hversu miklu leyti viðfangsefnið krefst sérþekkingar til að réttmæta skoðun megi hafa á málinu. Ég myndi til dæmis halda að spurningar um eðli kyns varði allan almenning enda snúa þær að grundvallareinkennum manneskjunnar. Ég myndi ætla að ef ungmenni eru fyrst og fremst börn foreldra sinna en ekki bara viðföng sérfræðinga (með fullri virðingu fyrir þeim) að þá væri opinská umræða um meðferð þeirra heilbrigðismerki í frjálsu samfélagi. Ég myndi einnig telja að siðferðislegar spurningar um læknisfræðileg inngrip (svo sem hormónabælandi meðferðir) varði allan almenning, en þó sérfræðilæknar hafi sértæka þekkingu á starfsemi líkamans þá eru þeir ekki betur til þess fallnir að ákvarða hvernig okkur ber að lifa. Að standa, sem dæmi, frammi fyrir því að upplifa sig djúplega á skjön við líkama sinn og dæmigerð hlutverk kyns síns eru tilvistarlegar áskoranir sem ég efast um að sérhæfð teymi, sama hversu fagmannleg og metnaðarfull þau eru hafi öll svörin við. Það er líka eðlilegt og þarf ekki að vera slæmt. Sérhæfingu fylgir ákveðinn fórnarkostnaður og forgangsröðun. Sérfræðingurinn sér eitthvað mjög vel sem aðrir eru ekki eins glöggir á - en það kannski á kostnað einhvers annars. Sérfræðingurinn kann líka að starfa út frá ákveðnum grunnforsendum sem aðrir deila ekki og kemst því að ólíkri niðurstöðu en sá sem gefur sér ólíkar forsendur. Sá sem leggur mikið vægi í hugmyndir og eðlisávísanir barna er líklegur til að hátta meðferð með öðrum hætti en sá sem telur að börn skorti mikilvæga visku og þurfi leiðsögn. Sá sem trúir að kyn sé vídd eða að því sé úthlutað við fæðingu er líklegur til að komast að ólíkum niðurstöðum um hvað teljist til æskilegrar meðferðar en sá sem trúir að kynin séu tvö og að kyn barns sé leitt í ljós við fæðingu. Þegar ákveðið er fyrir fram hverjir ættu og ættu ekki að tjá sig kveður það niður málefnalega umræðu og gjöful tækifæri til að hugsa. Við erum fáfróðar félagsverur og við öðlumst skilning meðal annars gegnum skoðanaskipti og endurgjöf. Ef við gerumst of upptekin af því hver mælir hverju sinni hættir okkur einnig til að leiðast inn á svið rökvillna á borð við persónu- og kennivaldsrök. Það er, við afskrifum málflutning einhvers á grundvelli þess hver viðkomandi er eða tökum málflutningi einhvers sem gildum vegna þess hver viðkomandi er án viðleitni til innihaldsins. Ég geri mér grein fyrir viðkvæmni málsins og viljanum að hlífa ungmennum á erfiðum stað og foreldrum þeirra fyrir hugsanlega misvísandi upplýsingum eða persónuníði. Ég tel aftur á móti ekki síður mikilvægt fyrir þá sem málið varðar mest að umræðan sé frjáls. Ég tel það líka merki um virðingu gagnvart þeim og öllum almenningi að fólki sé treyst fyrir getunni til að tjá sig af góðum vilja - ásamt því að vega og meta bæði upplýsingar og sjónarmið sem eru á öndverðum meiði við sannfæringu þess. Höfundur er sálfræðingur en fyrst og fremst almennur borgari
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun