Þjóðhöfðinginn Katrín Sigríður Gísladóttir skrifar 28. maí 2024 06:31 Ég er svokallaður yfirlýstur kjósandi Katrínar Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands. Ég geng um með barmmerki, merki mig á samfélagsmiðlum, smala í kosningakaffi, hengi upp veggspjöld, set meira að segja upp derhatt og reyni að svara fyrir þessa skoðun mína á internetinu. Atkvæðagreiðsla í forsetakjöri er leynileg en ég velti því stundum fyrir mér hvað það er sem fær fólk eins og mig, rúmlega fertuga hálfkulnaða konu sem býr nær Grænlandsjökli en Þjóðleikhúsinu til að stinga hálsinum á sér út svo þau sem eru ósammála geti barið á. Hvers vegna finnst mér að Katrín Jakobsdóttir eigi að verða forseti Íslands? Ég hef tekið þátt í grasrótarstarfi lítils stjórnmálaflokks í 11 ár og tók þátt í að velja Katrínu Jakobsdóttur sem formann Vinstri grænna árið 2013. Forsendur þessarar þátttöku minnar í stjórnmálum voru sennilega fyrirmyndirnar sem ég hafði í foreldrum mínum, stéttvísi þeirra og þátttaka í kjarabaráttu og stjórnmálastarfi. Það er mikilvægt að berjast fyrir því sem maður trúir á og telur gagnast samfélaginu. Ég hef lært mikið á þessum árum og upplifað sem áhorfandi og þátttakandi í stjórnmálum. Stjórnmálaþátttaka er mikilvæg fyrir samfélagið og smákóngar og egóistar eiga sjaldnast láni að fagna til lengri tíma. Stjórnmál krefjast seiglu og langlundargeðs og alltaf þarf að miðla málum. Ég hef verið heppin að vera í skemmtilegum félagsskap með góða valddreifingu en við höfum líka haft einstakan leiðtoga sem svo eftirminnilega sagðist ekki vera neinn aftursætisbílstjóri (já, það er alltaf verið að tala konur niður, munum það) fyrir þessum 11 árum þegar hún tók við formennsku, enda væri stjórnmálahreyfingin okkar rúta. Katrín hefur allan þennan tíma verið góður félagi og öflugur leiðtogi á sama tíma, hvetjandi í öllum veðrum og aldrei sett sína persónulegu hagsmuni eða hagsmuni einhverra andlitslausra valdabákna í forgang. Þegar Katrín fékk það vandasama verk að leiða saman ólíkar stjórnmálahreyfingar í ríkisstjórn landsins fengu leiðtogahæfileikar hennar að njóta sín svo um munaði við erfiðar aðstæður. Ég tel víst að henni hafi tekist að hafa áhrif á stjórnmálamenningu til batnaðar, líka fyrir aðra stjórnmálaflokka og aðra hópa samfélagsins, með því að draga markvisst úr skautun í samvinnu og samtali. Þessi áhrif hennar sjást vel í því að stuðningsmenn hennar til forseta eru af öllum sauðahúsum. Það er fólkið sem hún hefur unnið með, staðið með, tekið utan um og barist fyrir. Það er jákvætt merki að ég sé sama sinnis um forsetaframbjóðanda og flokkspólitískir andstæðingar (best að nefna engin nöfn). Ég vona að þeim sé líka sama þó þeir kjósi það sama og ég, svona illa vinstri græn. Áhrifa Katrínar er þörf víðar en í stjórnmálum og um það erum við sammála, þvert á litrófið. Ég segi því eins og einn framsóknarmaður sem ég þekki, við höfum marga ágæta forsetaframbjóðendur en aðeins einn þeirra er efni í þjóðhöfðingja. Höfundur er húsmóðir, kennari, dýralæknir og vinstrisinni á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Ég er svokallaður yfirlýstur kjósandi Katrínar Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands. Ég geng um með barmmerki, merki mig á samfélagsmiðlum, smala í kosningakaffi, hengi upp veggspjöld, set meira að segja upp derhatt og reyni að svara fyrir þessa skoðun mína á internetinu. Atkvæðagreiðsla í forsetakjöri er leynileg en ég velti því stundum fyrir mér hvað það er sem fær fólk eins og mig, rúmlega fertuga hálfkulnaða konu sem býr nær Grænlandsjökli en Þjóðleikhúsinu til að stinga hálsinum á sér út svo þau sem eru ósammála geti barið á. Hvers vegna finnst mér að Katrín Jakobsdóttir eigi að verða forseti Íslands? Ég hef tekið þátt í grasrótarstarfi lítils stjórnmálaflokks í 11 ár og tók þátt í að velja Katrínu Jakobsdóttur sem formann Vinstri grænna árið 2013. Forsendur þessarar þátttöku minnar í stjórnmálum voru sennilega fyrirmyndirnar sem ég hafði í foreldrum mínum, stéttvísi þeirra og þátttaka í kjarabaráttu og stjórnmálastarfi. Það er mikilvægt að berjast fyrir því sem maður trúir á og telur gagnast samfélaginu. Ég hef lært mikið á þessum árum og upplifað sem áhorfandi og þátttakandi í stjórnmálum. Stjórnmálaþátttaka er mikilvæg fyrir samfélagið og smákóngar og egóistar eiga sjaldnast láni að fagna til lengri tíma. Stjórnmál krefjast seiglu og langlundargeðs og alltaf þarf að miðla málum. Ég hef verið heppin að vera í skemmtilegum félagsskap með góða valddreifingu en við höfum líka haft einstakan leiðtoga sem svo eftirminnilega sagðist ekki vera neinn aftursætisbílstjóri (já, það er alltaf verið að tala konur niður, munum það) fyrir þessum 11 árum þegar hún tók við formennsku, enda væri stjórnmálahreyfingin okkar rúta. Katrín hefur allan þennan tíma verið góður félagi og öflugur leiðtogi á sama tíma, hvetjandi í öllum veðrum og aldrei sett sína persónulegu hagsmuni eða hagsmuni einhverra andlitslausra valdabákna í forgang. Þegar Katrín fékk það vandasama verk að leiða saman ólíkar stjórnmálahreyfingar í ríkisstjórn landsins fengu leiðtogahæfileikar hennar að njóta sín svo um munaði við erfiðar aðstæður. Ég tel víst að henni hafi tekist að hafa áhrif á stjórnmálamenningu til batnaðar, líka fyrir aðra stjórnmálaflokka og aðra hópa samfélagsins, með því að draga markvisst úr skautun í samvinnu og samtali. Þessi áhrif hennar sjást vel í því að stuðningsmenn hennar til forseta eru af öllum sauðahúsum. Það er fólkið sem hún hefur unnið með, staðið með, tekið utan um og barist fyrir. Það er jákvætt merki að ég sé sama sinnis um forsetaframbjóðanda og flokkspólitískir andstæðingar (best að nefna engin nöfn). Ég vona að þeim sé líka sama þó þeir kjósi það sama og ég, svona illa vinstri græn. Áhrifa Katrínar er þörf víðar en í stjórnmálum og um það erum við sammála, þvert á litrófið. Ég segi því eins og einn framsóknarmaður sem ég þekki, við höfum marga ágæta forsetaframbjóðendur en aðeins einn þeirra er efni í þjóðhöfðingja. Höfundur er húsmóðir, kennari, dýralæknir og vinstrisinni á Ísafirði.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun