Tölum um tilfinningar Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 3. júní 2024 15:00 „Það besta sem ég gerði við líf mitt var að finna ráðgjöf í Berginu.“ Mikið er rætt um geðeilsu unga fólksins og hversu mikilvægt sé að hlú að henni, enda sýna tölur að líðan ungs fólks fari versnandi. Oft er vísað í úrræðaleysi en svo vill til að það er til úrræði sem kemur til móts við ungt fólk á þeirra forsendum, það er Bergið headspace. Fagfólk í Berginu headspace veitir ungu fólki 12-25 ára ráðgjöf og stuðning án skilyrða og ókeypis. Við höfum sinnt þessu hlutverki í bráðum fimm ár. Setningin í fyrirsögninni er ein margra sem ungmenni hafa skrifað í þjónustukönnun Bergsins. Setningar eins og „bjargaði lífi mínu“, „veit ekki hvar ég væri hefði ég ekki komið í Bergið“, „fyrsta sinn sem virkilega var hlustað á mig“ kom líka fyrir enda er unga fólkið okkar ánægt með þjónustuna sem Bergið veitir. Bergið veitir þjónustu á nokkrum stöðum, á Suðurgötu 10 í Reykjavík, í Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri. Í hverri viku koma um 100 ungmenni og hitta ráðgjafa í einkasamtali sem hlustar, hvetur og aðstoðar við að finna leiðir til betri andlegrar heilsu. Samtals hafa um 2500 ungmenni fengið aðstoð í Berginu, sum koma tvisvar, önnur koma 10 sinnum. Allir fá aðstoð, alveg sama um hvað ungmenni þurfa að ræða, hvort sem það er líðan, erfiðar aðstæður, áföll eða hvað sem þeim liggur á hjarta. Um 80% ungmenna sem til okkar koma þurfa ekki frekari aðstoð innan annarra kerfa, sú þjónusta sem Bergið veitir nægir þeim. Þjónusta Bergsins er einstök, það er aðstoð á nokkurra skilyrða, ókeypis og án biðtíma. Bergið hefur starfað á fjármagni sem komið hefur frá ári til árs frá þremur ráðuneytum og nokkrum sveitafélögum. Einnig höfum við fengið stuðning frá ýmsum góðgerðasjóðum, auk framlaga frá fjölda einstaklinga. Þar er þó ekkert fast í hendi. Þeim sem sækja þjónustu hefur fjölgað hratt undanfarið ár. Bergið hefur viljann og getuna til að taka á móti þessum ungmennum og stækka enn frekar en það kallar á aukið fjármagn í okkar starf. Því er Bergið í átaki til að safna til okkar bakhjörlum. Það er góðu fólki sem vill styðja við starfið okkar með mánaðarlegu framlagi. Það þarf ekki að vera há fjárhæð, allt skiptir máli. Markmið okkar er að eignast 5000 bakhjarla en slíkt myndi tryggja starfið til lengri tíma. Það þurfa allir einhvern tíma á aðstoð að halda og er sérstaklega mikilvægt að ungt fólk hafi aðgang að henni. Börnin okkar, barnabörn, systkini, frændsystkin, börn vina, það tengja allir við að þekkja ungmenni sem ekki líður nógu vel. Að vera með Bergið fyrir unga fólkið er ómetanlegt fyrir þau og fyrir okkur öll. Þeir sem vilja styrkja Bergið geta fara inn á heimasíðu Bergsins, www.bergid.is. Þar má líka kaupa boli og húfur sem eru hluti af herferð okkar sem ber yfirskriftina ”tölum um tilfinningar”. Þökkum ykkur fyrir stuðninginn. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
„Það besta sem ég gerði við líf mitt var að finna ráðgjöf í Berginu.“ Mikið er rætt um geðeilsu unga fólksins og hversu mikilvægt sé að hlú að henni, enda sýna tölur að líðan ungs fólks fari versnandi. Oft er vísað í úrræðaleysi en svo vill til að það er til úrræði sem kemur til móts við ungt fólk á þeirra forsendum, það er Bergið headspace. Fagfólk í Berginu headspace veitir ungu fólki 12-25 ára ráðgjöf og stuðning án skilyrða og ókeypis. Við höfum sinnt þessu hlutverki í bráðum fimm ár. Setningin í fyrirsögninni er ein margra sem ungmenni hafa skrifað í þjónustukönnun Bergsins. Setningar eins og „bjargaði lífi mínu“, „veit ekki hvar ég væri hefði ég ekki komið í Bergið“, „fyrsta sinn sem virkilega var hlustað á mig“ kom líka fyrir enda er unga fólkið okkar ánægt með þjónustuna sem Bergið veitir. Bergið veitir þjónustu á nokkrum stöðum, á Suðurgötu 10 í Reykjavík, í Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri. Í hverri viku koma um 100 ungmenni og hitta ráðgjafa í einkasamtali sem hlustar, hvetur og aðstoðar við að finna leiðir til betri andlegrar heilsu. Samtals hafa um 2500 ungmenni fengið aðstoð í Berginu, sum koma tvisvar, önnur koma 10 sinnum. Allir fá aðstoð, alveg sama um hvað ungmenni þurfa að ræða, hvort sem það er líðan, erfiðar aðstæður, áföll eða hvað sem þeim liggur á hjarta. Um 80% ungmenna sem til okkar koma þurfa ekki frekari aðstoð innan annarra kerfa, sú þjónusta sem Bergið veitir nægir þeim. Þjónusta Bergsins er einstök, það er aðstoð á nokkurra skilyrða, ókeypis og án biðtíma. Bergið hefur starfað á fjármagni sem komið hefur frá ári til árs frá þremur ráðuneytum og nokkrum sveitafélögum. Einnig höfum við fengið stuðning frá ýmsum góðgerðasjóðum, auk framlaga frá fjölda einstaklinga. Þar er þó ekkert fast í hendi. Þeim sem sækja þjónustu hefur fjölgað hratt undanfarið ár. Bergið hefur viljann og getuna til að taka á móti þessum ungmennum og stækka enn frekar en það kallar á aukið fjármagn í okkar starf. Því er Bergið í átaki til að safna til okkar bakhjörlum. Það er góðu fólki sem vill styðja við starfið okkar með mánaðarlegu framlagi. Það þarf ekki að vera há fjárhæð, allt skiptir máli. Markmið okkar er að eignast 5000 bakhjarla en slíkt myndi tryggja starfið til lengri tíma. Það þurfa allir einhvern tíma á aðstoð að halda og er sérstaklega mikilvægt að ungt fólk hafi aðgang að henni. Börnin okkar, barnabörn, systkini, frændsystkin, börn vina, það tengja allir við að þekkja ungmenni sem ekki líður nógu vel. Að vera með Bergið fyrir unga fólkið er ómetanlegt fyrir þau og fyrir okkur öll. Þeir sem vilja styrkja Bergið geta fara inn á heimasíðu Bergsins, www.bergid.is. Þar má líka kaupa boli og húfur sem eru hluti af herferð okkar sem ber yfirskriftina ”tölum um tilfinningar”. Þökkum ykkur fyrir stuðninginn. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins headspace.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun