Stunguárás á fulltrúa þýsks fjarhægriflokks Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2024 08:34 Lögreglumenn í Mannheim syrgja fallinn félaga sinn sem var stunginn til bana á mótmælum gegn íslam á laugardag. AP/Michael Probst Fulltrúi þýska fjarhægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) var stunginn í árás í borginni Mannheim í suðvesturhluta Þýskalands seint í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að lögreglumaður var stunginn til bana í mótmælum gegn íslam í borginni. Þýska fréttaveitan dpa segir að ráðist hafi verið á sveitarstjórnarmann AfD með hnífi. Lögreglan á staðnum hefur ekki veitt upplýsingar um málið enn sem komið er. Dpa segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn. Flokkurinn segir að fórnarlambið sé á sjúkrahúsi og að árásarmaðurinn kunni að vera róttækur vinstrisinni. Tuttugu og fimm ára gamall afganskur karlmaður stakk nokkra liðsmenn öfgahægrihóps sem stóð fyrir mótmælum gegn „pólitísku íslam“ á laugardag. Árásarmaðurinn stakk einnig lögreglumann sem reyndi að skerast í leikinn áður en hann var skotinn og særður. Lögreglumaðurinn, sem var 29 ára gamall, lést af sárum sínum á sjúkrahúsi á sunnudag. Marco Buschmann, dómsmálaráðherra Þýskalands, greindi frá því á mánudag að skýrar vísbendingar væru um að árásarmaðurinn hefði aðhyllst íslamska öfgahyggju. Alríkissaksóknarar sem sjá um hryðjuverka- og þjóðaröryggismál tækju við rannsókninni. Hrina árása hefur verið gerð á þýska stjórnmálamenn í kosningabaráttu þeirra á undanförnum misserum. Evrópuþingskosningar fara fram í Þýskalandi og öðrum Evrópusambandsríkjum á sunnudag. Þá verður kosið í einstökum þýskum sambandslöndum og sveitarstjórnum síðar á þessu ári. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir AfD náði ekki að sigra eftir hrinu hneykslismála Fjarhægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) tókst ekki að tryggja sér neina sigra þrátt fyrir að hann bætti stöðu sína í kosningum í höfuðvígi sínu í Austur-Þýskalandi um helgina. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá flokknum síðustu vikurnar. 27. maí 2024 13:10 Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. 14. maí 2024 22:59 Hrina árása á þýska stjórnmálamenn veldur áhyggjum Ráðist var á hátt settan félaga í stjórnarflokki Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að annar flokksmaður þurfti að gangast undir aðgerð eftir að menn réðust á hann með spörkum og barsmíðum. Hrina árása á stjórnmálamenn hefur verið tengd við uppgang öfgahægrihyggju. 8. maí 2024 10:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Þýska fréttaveitan dpa segir að ráðist hafi verið á sveitarstjórnarmann AfD með hnífi. Lögreglan á staðnum hefur ekki veitt upplýsingar um málið enn sem komið er. Dpa segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn. Flokkurinn segir að fórnarlambið sé á sjúkrahúsi og að árásarmaðurinn kunni að vera róttækur vinstrisinni. Tuttugu og fimm ára gamall afganskur karlmaður stakk nokkra liðsmenn öfgahægrihóps sem stóð fyrir mótmælum gegn „pólitísku íslam“ á laugardag. Árásarmaðurinn stakk einnig lögreglumann sem reyndi að skerast í leikinn áður en hann var skotinn og særður. Lögreglumaðurinn, sem var 29 ára gamall, lést af sárum sínum á sjúkrahúsi á sunnudag. Marco Buschmann, dómsmálaráðherra Þýskalands, greindi frá því á mánudag að skýrar vísbendingar væru um að árásarmaðurinn hefði aðhyllst íslamska öfgahyggju. Alríkissaksóknarar sem sjá um hryðjuverka- og þjóðaröryggismál tækju við rannsókninni. Hrina árása hefur verið gerð á þýska stjórnmálamenn í kosningabaráttu þeirra á undanförnum misserum. Evrópuþingskosningar fara fram í Þýskalandi og öðrum Evrópusambandsríkjum á sunnudag. Þá verður kosið í einstökum þýskum sambandslöndum og sveitarstjórnum síðar á þessu ári.
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir AfD náði ekki að sigra eftir hrinu hneykslismála Fjarhægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) tókst ekki að tryggja sér neina sigra þrátt fyrir að hann bætti stöðu sína í kosningum í höfuðvígi sínu í Austur-Þýskalandi um helgina. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá flokknum síðustu vikurnar. 27. maí 2024 13:10 Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. 14. maí 2024 22:59 Hrina árása á þýska stjórnmálamenn veldur áhyggjum Ráðist var á hátt settan félaga í stjórnarflokki Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að annar flokksmaður þurfti að gangast undir aðgerð eftir að menn réðust á hann með spörkum og barsmíðum. Hrina árása á stjórnmálamenn hefur verið tengd við uppgang öfgahægrihyggju. 8. maí 2024 10:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
AfD náði ekki að sigra eftir hrinu hneykslismála Fjarhægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) tókst ekki að tryggja sér neina sigra þrátt fyrir að hann bætti stöðu sína í kosningum í höfuðvígi sínu í Austur-Þýskalandi um helgina. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá flokknum síðustu vikurnar. 27. maí 2024 13:10
Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. 14. maí 2024 22:59
Hrina árása á þýska stjórnmálamenn veldur áhyggjum Ráðist var á hátt settan félaga í stjórnarflokki Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að annar flokksmaður þurfti að gangast undir aðgerð eftir að menn réðust á hann með spörkum og barsmíðum. Hrina árása á stjórnmálamenn hefur verið tengd við uppgang öfgahægrihyggju. 8. maí 2024 10:09