Hrósaði Davíð Smára í hástert: „Minnir á Arnar Gunnlaugsson í viðtölum“ Íþróttadeild Vísis skrifar 5. júní 2024 12:01 Davíð Smári Lamude er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild. vísir/hulda margrét Atli Viðar Björnsson hefur hrifist af framgöngu Davíðs Smára Lamude, þjálfara Vestra, í sumar. Davíð tók við Vestra fyrir síðasta tímabil eftir að hafa gert góða hluti með Kórdrengi árin þar á undan. Undir stjórn Davíðs komust Vestramenn upp í Bestu deildina í gegnum umspil og eru með tíu stig í 9. sæti hennar, þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað á sínum heimavelli á Ísafirði. Atli Viðar og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir fyrsta þriðjung Bestu deildarinnar ásamt Ingva Þór Sæmundssyni í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, og ræddu þar meðal annars um Davíð og Vestramennina hans. „Þeir hafa lent í miklum hremmingum með varnarleikinn sinn og eftir þessa tvo sigurleiki, gegn KA og HK, kom smá dýfa. Þá fannst manni vera að fjara undan þeim og það væri eins og þeir væru að bíða eftir því að komast vestur og ná að búa til einhverja stemmningu. En svo náðu þeir mjög sterku stigi vestur í bæ og unnu svo Stjörnuna. Það finnst mér merki um ótrúlega seiglu og ótrúlegan karakter í þessu liði,“ sagði Atli Viðar. „Ég held að það sé fyrst og þjálfarinn þeirra sem býr það til. Ég hef verið ofboðslega hrifinn af því hvernig hann hefur komið fram fyrir hönd þessa liðs,“ sagði Atli Viðar. „Maður sér á honum hvernig honum líður en hann er alltaf kurteis og einlægur. Hann minnir dálítið á Arnar Gunnlaugsson í viðtölum. Hann er heill og segir nákvæmlega það sem hann er að upplifa en það er ekki til einhver gorgeir eða leikþáttur í honum. Ég er ótrúlega hrifinn af því hversu einlægur og flottur hann er í viðtölum og með leikmennina sína.“ Næsti leikur Vestra er gegn Fylki í Árbænum 18. júní og ef allt gengur eftir verður svo fyrsti alvöru heimaleikur þeirra Vestramanna gegn Valsmönnum fjórum dögum seinna. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Vestri Besta sætið Tengdar fréttir „Komu inn í leikinn með þennan fína „við erum betri en þið í fótbolta“ hroka Lárus Orri Sigurðsson segir að Stjarnan hafi einfaldlega bognað undan baráttugleði Vestra í leik liðanna í Bestu deild karla um helgina. 5. júní 2024 09:00 Besta sætið um KR: „Aumingja Gregg Ryder virðist því miður ekki eiga nein svör“ „Það var meðbyr í byrjun, nýr þjálfari og tveir sigrar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en nánast allt loft er farið úr blöðrunni,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson, þáttastjórnandi Besta sætisins, um lið KR í Bestu deild karla í fótbolta. 4. júní 2024 20:01 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Davíð tók við Vestra fyrir síðasta tímabil eftir að hafa gert góða hluti með Kórdrengi árin þar á undan. Undir stjórn Davíðs komust Vestramenn upp í Bestu deildina í gegnum umspil og eru með tíu stig í 9. sæti hennar, þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað á sínum heimavelli á Ísafirði. Atli Viðar og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir fyrsta þriðjung Bestu deildarinnar ásamt Ingva Þór Sæmundssyni í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, og ræddu þar meðal annars um Davíð og Vestramennina hans. „Þeir hafa lent í miklum hremmingum með varnarleikinn sinn og eftir þessa tvo sigurleiki, gegn KA og HK, kom smá dýfa. Þá fannst manni vera að fjara undan þeim og það væri eins og þeir væru að bíða eftir því að komast vestur og ná að búa til einhverja stemmningu. En svo náðu þeir mjög sterku stigi vestur í bæ og unnu svo Stjörnuna. Það finnst mér merki um ótrúlega seiglu og ótrúlegan karakter í þessu liði,“ sagði Atli Viðar. „Ég held að það sé fyrst og þjálfarinn þeirra sem býr það til. Ég hef verið ofboðslega hrifinn af því hvernig hann hefur komið fram fyrir hönd þessa liðs,“ sagði Atli Viðar. „Maður sér á honum hvernig honum líður en hann er alltaf kurteis og einlægur. Hann minnir dálítið á Arnar Gunnlaugsson í viðtölum. Hann er heill og segir nákvæmlega það sem hann er að upplifa en það er ekki til einhver gorgeir eða leikþáttur í honum. Ég er ótrúlega hrifinn af því hversu einlægur og flottur hann er í viðtölum og með leikmennina sína.“ Næsti leikur Vestra er gegn Fylki í Árbænum 18. júní og ef allt gengur eftir verður svo fyrsti alvöru heimaleikur þeirra Vestramanna gegn Valsmönnum fjórum dögum seinna. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Vestri Besta sætið Tengdar fréttir „Komu inn í leikinn með þennan fína „við erum betri en þið í fótbolta“ hroka Lárus Orri Sigurðsson segir að Stjarnan hafi einfaldlega bognað undan baráttugleði Vestra í leik liðanna í Bestu deild karla um helgina. 5. júní 2024 09:00 Besta sætið um KR: „Aumingja Gregg Ryder virðist því miður ekki eiga nein svör“ „Það var meðbyr í byrjun, nýr þjálfari og tveir sigrar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en nánast allt loft er farið úr blöðrunni,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson, þáttastjórnandi Besta sætisins, um lið KR í Bestu deild karla í fótbolta. 4. júní 2024 20:01 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Komu inn í leikinn með þennan fína „við erum betri en þið í fótbolta“ hroka Lárus Orri Sigurðsson segir að Stjarnan hafi einfaldlega bognað undan baráttugleði Vestra í leik liðanna í Bestu deild karla um helgina. 5. júní 2024 09:00
Besta sætið um KR: „Aumingja Gregg Ryder virðist því miður ekki eiga nein svör“ „Það var meðbyr í byrjun, nýr þjálfari og tveir sigrar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en nánast allt loft er farið úr blöðrunni,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson, þáttastjórnandi Besta sætisins, um lið KR í Bestu deild karla í fótbolta. 4. júní 2024 20:01