Stór fáni af Pétri dreginn upp í Stokkhólmi: „Farið til helvítis“ Aron Guðmundsson skrifar 6. júní 2024 08:31 Pétur Marteinsson á enn sérstakan stað í hjarta stuðningsmanna Hamarby. Það er ljóst eftir leik liðsins um nýliðna helgi. Vísir/Samsett mynd Segja má að Pétur Marteinsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, hafi skilið eftir sig alvöru fótspor hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Hammarby eftir tíma sinn þar sem leikmaður. Það sýndi sig einna best um nýliðna helgi er gríðarstór fáni, mynd af honum á eftirminnilegri stundu, var dreginn upp í einni af stúkum Tele2 leikvangsins í Stokkhólmi. Pétur fékk veður af þessu og hefur gaman að, segir þetta til marks um ríginn sem ríkir milli þessara nágranna í Stokkhólmi. Pétur, sem á að baki langan feril sem atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu, kynntist rígnum sem ríkir á milli Hammarby og Djurgarden vel er hann var á mála hjá félaginu fyrst á árunum 1996-1999 og svo seinna á sínum ferli, nánar tiltekið árin 2003 til 2006 er hann samdi aftur við félagið. Pétri var heitt í hamsi og hér má sjá hann láta Mattias Jonson heyra það í leik Hammarby og Djurgarden árið 2006.Mynd: Hammarby Hún er greinilega minnistæð í hugum stuðningsmanna Hammarby, stundin í einum nágrannaslag Hammarby og Djurgarden á meðan að Pétur var leikmaður félagsins. Þar var Pétur var ósáttur með tæklingu Mattias Jonson, leikmanns Djugarden, á samlanda sínum, Gunnari Þór Gunnarssyni. Myndin hér til hliðar var tekin á umræddu augnabliki í leik liðanna árið 2006 þar sem sjá má Pétur lesa téðum Mattias pistilinn en Svíinn fékk að líta rauða spjaldið skömmu seinna fyrir tæklinguna. Svo ljóslifandi er þessi stund í augum stuðningsmanna Hammarby að þeir létu útbúa gríðarlega stóran fána eftir umræddu atviki þar sem má sjá Pétur láta Mattias heyra það og með fylgja skilaboðin: „Þið Bláröndóttu! Farið til helvítis.“ Sá fáni var frumsýndur um nýliðna helgi í mikilli stemningu er Hammarby og Djurgarden áttust enn einu sinni við í sænsku úrvalsdeildinni í leik sem endaði með 3-0 sigri Hammarby. Stemningin var mögnuð á leiknum þegar að fáninn var dreginn upp líkt og sjá mér hér að neðan. „Ákvað að láta hann aðeins heyra það“ „Ég fékk þetta bara sent til mín í gegnum alla samfélagsmiðla. Bara ótrúlega gaman af þessu. Sástu hina myndina?“ svaraði Pétur Marteinsson í samtali við Vísi og jú undirritaður kannaðist við þá mynd sem var blessunarlega ekki af Pétri líkt og sjá má hér fyrir neðan. Hammarby hafði betur gegn Djurgarden, bæði innan vallar sem og í stúkunni um síðastliðna helgi. Hér má sjá fánann af Kenta sem þeir drógu upp í leikslok í leik liðanna sem Hammarby vann 3-0.Mynd: Sodra Bajen @ Instagram „Þetta er hann Kenta. Maður sem syngur frægt stuðningsmannalag Hammarby. Leikurinn um helgina gegn Djurgarden fór semsagt 3-0 fyrir Hammarby og stuðningsmennirnir voru fljótir að draga upp fána af Kenta sem sendi skýr skilaboð yfir völlinn til stuðningsmanna Djurgarden þar sem að mátti sjá hann með löngutöng uppi. Mjög góður húmor þarna á ferð. Það er náttúrulega mikill rígur á milli þessara félaga hér í Stokkhólmi. Góður banter eins og við myndum kalla það. Það er nú betra að þetta sé svona heldur en einhver slagsmál manna á milli.“ Pétur man vel eftir atvikinu í umræddum leik Hammarby og Djurgarden árið 2006 þar sem að atvikið, sem að fáni Hammarby frá því um síðastliðna helgi byrggir á, átti sér stað og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan: „Þetta var einn af fyrstu leikjunum hjá Gunnari Þór Gunnarssyni með Hammarby. Hann var nýkominn til félagsins á þessum tíma. Átti nú ekki eftir að spila mikið fyrir félagið en spilaði þarna vinstri-bakvarðarstöðuna við hliðina á mér. Mattias Jonson sparkaði Gunnar Þór niður í leiknum og féll um leið til jarðar sjálfur. Ég ákvað að nota tækifærið og láta hann aðeins heyra það. Hann reisti sig upp og ætlaði að reyna skalla mig og fékk að líta rauða spjaldið. Við unnum leikinn.“ Og þetta atviki lifir svona góðu lífi í hugum stuðningsmanna Hammarby? „Já greinilega,“ svarar Pétur hlæjandi. En er ekki gaman fyrir fyrrverandi leikmann eins og hann að sjá allt í einu stærðarinnar fána af sér vera flaggað á leik fyrrverandi félags síns bara um síðustu helgi? View this post on Instagram A post shared by Sodra Bajen (@sodrabajen) „Jú klárlega. Það er gaman. Ætli það kitli ekki smá egóið í manni. Maður upplifði það náttúrulega sem atvinnumaður í fótbolta að það var mikil athygli á manni. Svo er það fljótt að hverfa þegar að maður er hættur í boltanum. Ekki misskilja mig, það er bara fínt. En það er vissulega gaman að sjá það sem fór fram í Stokkhólmi um síðustu helgi.“ Sænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Sjá meira
Pétur, sem á að baki langan feril sem atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu, kynntist rígnum sem ríkir á milli Hammarby og Djurgarden vel er hann var á mála hjá félaginu fyrst á árunum 1996-1999 og svo seinna á sínum ferli, nánar tiltekið árin 2003 til 2006 er hann samdi aftur við félagið. Pétri var heitt í hamsi og hér má sjá hann láta Mattias Jonson heyra það í leik Hammarby og Djurgarden árið 2006.Mynd: Hammarby Hún er greinilega minnistæð í hugum stuðningsmanna Hammarby, stundin í einum nágrannaslag Hammarby og Djurgarden á meðan að Pétur var leikmaður félagsins. Þar var Pétur var ósáttur með tæklingu Mattias Jonson, leikmanns Djugarden, á samlanda sínum, Gunnari Þór Gunnarssyni. Myndin hér til hliðar var tekin á umræddu augnabliki í leik liðanna árið 2006 þar sem sjá má Pétur lesa téðum Mattias pistilinn en Svíinn fékk að líta rauða spjaldið skömmu seinna fyrir tæklinguna. Svo ljóslifandi er þessi stund í augum stuðningsmanna Hammarby að þeir létu útbúa gríðarlega stóran fána eftir umræddu atviki þar sem má sjá Pétur láta Mattias heyra það og með fylgja skilaboðin: „Þið Bláröndóttu! Farið til helvítis.“ Sá fáni var frumsýndur um nýliðna helgi í mikilli stemningu er Hammarby og Djurgarden áttust enn einu sinni við í sænsku úrvalsdeildinni í leik sem endaði með 3-0 sigri Hammarby. Stemningin var mögnuð á leiknum þegar að fáninn var dreginn upp líkt og sjá mér hér að neðan. „Ákvað að láta hann aðeins heyra það“ „Ég fékk þetta bara sent til mín í gegnum alla samfélagsmiðla. Bara ótrúlega gaman af þessu. Sástu hina myndina?“ svaraði Pétur Marteinsson í samtali við Vísi og jú undirritaður kannaðist við þá mynd sem var blessunarlega ekki af Pétri líkt og sjá má hér fyrir neðan. Hammarby hafði betur gegn Djurgarden, bæði innan vallar sem og í stúkunni um síðastliðna helgi. Hér má sjá fánann af Kenta sem þeir drógu upp í leikslok í leik liðanna sem Hammarby vann 3-0.Mynd: Sodra Bajen @ Instagram „Þetta er hann Kenta. Maður sem syngur frægt stuðningsmannalag Hammarby. Leikurinn um helgina gegn Djurgarden fór semsagt 3-0 fyrir Hammarby og stuðningsmennirnir voru fljótir að draga upp fána af Kenta sem sendi skýr skilaboð yfir völlinn til stuðningsmanna Djurgarden þar sem að mátti sjá hann með löngutöng uppi. Mjög góður húmor þarna á ferð. Það er náttúrulega mikill rígur á milli þessara félaga hér í Stokkhólmi. Góður banter eins og við myndum kalla það. Það er nú betra að þetta sé svona heldur en einhver slagsmál manna á milli.“ Pétur man vel eftir atvikinu í umræddum leik Hammarby og Djurgarden árið 2006 þar sem að atvikið, sem að fáni Hammarby frá því um síðastliðna helgi byrggir á, átti sér stað og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan: „Þetta var einn af fyrstu leikjunum hjá Gunnari Þór Gunnarssyni með Hammarby. Hann var nýkominn til félagsins á þessum tíma. Átti nú ekki eftir að spila mikið fyrir félagið en spilaði þarna vinstri-bakvarðarstöðuna við hliðina á mér. Mattias Jonson sparkaði Gunnar Þór niður í leiknum og féll um leið til jarðar sjálfur. Ég ákvað að nota tækifærið og láta hann aðeins heyra það. Hann reisti sig upp og ætlaði að reyna skalla mig og fékk að líta rauða spjaldið. Við unnum leikinn.“ Og þetta atviki lifir svona góðu lífi í hugum stuðningsmanna Hammarby? „Já greinilega,“ svarar Pétur hlæjandi. En er ekki gaman fyrir fyrrverandi leikmann eins og hann að sjá allt í einu stærðarinnar fána af sér vera flaggað á leik fyrrverandi félags síns bara um síðustu helgi? View this post on Instagram A post shared by Sodra Bajen (@sodrabajen) „Jú klárlega. Það er gaman. Ætli það kitli ekki smá egóið í manni. Maður upplifði það náttúrulega sem atvinnumaður í fótbolta að það var mikil athygli á manni. Svo er það fljótt að hverfa þegar að maður er hættur í boltanum. Ekki misskilja mig, það er bara fínt. En það er vissulega gaman að sjá það sem fór fram í Stokkhólmi um síðustu helgi.“
Sænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Sjá meira