Alþjóðadagur faggildingar er 9. júní Guðrún Rögnvaldardóttir skrifar 7. júní 2024 07:01 Innan Evrópska efnahagssvæðisins hefur á undanförnum áratugum verið unnið að því að samræma kröfur um öryggi vöru, til að tryggja heilbrigði og öryggi, neytendavernd og vernd umhverfisins. Kröfurnar eru settar fram í tilskipunum og reglugerðum, oft studdar ítarlegri kröfum í evrópskum stöðlum. Mikilvægur hluti regluverksins eru ákvæði um á hvern hátt kröfunum skuli framfylgt. Í þessu kerfi er lögð megináhersla á ábyrgð framleiðenda vöru, sem oftast þurfa að nýta sér aðferðir samræmismats (s.s. skoðanir, prófanir, vottanir, sannprófun) til að sýna fram á samræmi vöru við lög, reglur og staðla. Það skiptir miklu að allt samræmismat sé unnið á hæfan, gagnsæjan og hlutlausan hátt sem tryggir bæði hagsmuni neytenda og frjálst flæði vöru og þjónustu. Vara og þjónusta sem uppfyllir kröfur stjórnvalda í einu landi skal einnig fá óhindraðan aðgang að mörkuðum í öðrum löndum EES. Í evrópskum reglugerðum og tilskipunum um öryggi vöru er stuðst við samræmda aðferðafræði sem framleiðendur, dreifingaraðilar og seljendur skulu fara eftir þegar lýst er yfir samræmi við lög og reglur. Ein grunnstoðin í þessari aðferðafræði er beiting faggildingar til þess að tryggja að samræmismat sé framkvæmt á traustan, gagnsæjan og hlutlausan hátt. Hvað er faggilding? Faggilding er mat óháðs sérfræðiaðila (faggildingarstofnunar) á starfsemi samræmismatsaðila til að tryggja að samræmismatið sé framkvæmt á hlutlausan hátt, með réttri þekkingu og hæfni og fylgi viðeigandi gagnreyndum ferlum og aðferðum sem sett eru fram í stöðlum og öðrum kröfuskjölum. Starfsemi faggildingarstofnana fylgir alþjóðastöðlum sem skilgreina starfsaðferðir þeirra, sem og starfsemi samræmismatsaðila, og er samræmd á alþjóðavísu innan evrópskra og alþjóðlegra samtaka. Opinber faggildingarstofnun á Íslandi er Faggildingarsvið Hugverkastofunnar.. Hæfi og hæfni evrópskra faggildingarstofnana er metin reglulega með jafningjamati á vegum evrópsku faggildingarsamtakanna. Jafningjamat á starfsemi Faggildingarsviðs fór fram árið 2022 og hlaut stofnunin viðurkenningu á sviði faggildingar á skoðunarstofum. Jákvæð niðurstaða jafningjamats er í mörgum tilvikum forsenda þess að íslenskar vörur hljóti óhindraðan aðgang að mörkuðum utan Íslands, án þess að þurfa að undirgangast viðbótarmat. Það er þó ekki síður í þágu löggjafans og almennings að með faggildingu sé tryggt að allt samræmismat sé traustsins vert, gagnsætt og sé framkvæmt á sem hagkvæmastan hátt. Staðan á Íslandi Faggildingu má beita á mjög mörgum sviðum, en eðli hennar krefst þess að lög, reglur og önnur viðmið séu skýr og byggð á samræmdri túlkun og skilgreindum aðferðum og ferlum við framkvæmd samræmismats. Faggildingarsvið Hugverkastofunnar hefur það hlutverk að tryggja, með faggildingu, að samræmismat á Íslandi sé traustsins vert og framkvæmt í samræmi við lög, reglur og önnur kröfuskjöl. Notkun faggildingar hefur til þessa verið minni hérlendis en í öðrum löndum EES. Í ljósi nýlegrar umræðu um stöðu opinbers eftirlits hér á landi innan ýmissa málaflokka er rétt að hvetja til þess að aðferðafræði faggildingar verði beitt á mun fleiri sviðum en nú er. Með innleiðingu kerfa þar sem faggilding tryggir traust, gagnsætt og hlutlaust samræmismat má draga úr umfangi og kostnaði við opinbert eftirlit. Góð reynsla er af faggildingu á þeim sviðum þar sem hún hefur lengi verið notuð, s.s. varðandi skoðun ökutækja og rafmagnsöryggi. Faggilding – Ávinningur allra Fyrir stjórnvöld – til að staðfesta tæknilega hæfni og hlutleysi við samræmismat, þegar lög og reglugerðir gera kröfu um slíkt mat. Fyrir framleiðendur – til að sýna fram á að kröfur laga, reglugerða og staðla séu uppfylltar, og til að öðlast hindrunarlaust aðgengi að erlendum mörkuðum. Fyrir samræmismatsaðila – til að tryggja að starfsemi þeirra byggist á gagnreyndum aðferðum og ferlum sem beitt er af hæfni og hlutleysi. Fyrir neytendur – til að efla traust á gæðum og öryggi vöru og koma í veg fyrir endurteknar prófanir/vottanir sem leiða myndu til hækkaðs vöruverðs. Höfundur er sérfræðingur á Faggildingarsviði Hugverkastofunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Innan Evrópska efnahagssvæðisins hefur á undanförnum áratugum verið unnið að því að samræma kröfur um öryggi vöru, til að tryggja heilbrigði og öryggi, neytendavernd og vernd umhverfisins. Kröfurnar eru settar fram í tilskipunum og reglugerðum, oft studdar ítarlegri kröfum í evrópskum stöðlum. Mikilvægur hluti regluverksins eru ákvæði um á hvern hátt kröfunum skuli framfylgt. Í þessu kerfi er lögð megináhersla á ábyrgð framleiðenda vöru, sem oftast þurfa að nýta sér aðferðir samræmismats (s.s. skoðanir, prófanir, vottanir, sannprófun) til að sýna fram á samræmi vöru við lög, reglur og staðla. Það skiptir miklu að allt samræmismat sé unnið á hæfan, gagnsæjan og hlutlausan hátt sem tryggir bæði hagsmuni neytenda og frjálst flæði vöru og þjónustu. Vara og þjónusta sem uppfyllir kröfur stjórnvalda í einu landi skal einnig fá óhindraðan aðgang að mörkuðum í öðrum löndum EES. Í evrópskum reglugerðum og tilskipunum um öryggi vöru er stuðst við samræmda aðferðafræði sem framleiðendur, dreifingaraðilar og seljendur skulu fara eftir þegar lýst er yfir samræmi við lög og reglur. Ein grunnstoðin í þessari aðferðafræði er beiting faggildingar til þess að tryggja að samræmismat sé framkvæmt á traustan, gagnsæjan og hlutlausan hátt. Hvað er faggilding? Faggilding er mat óháðs sérfræðiaðila (faggildingarstofnunar) á starfsemi samræmismatsaðila til að tryggja að samræmismatið sé framkvæmt á hlutlausan hátt, með réttri þekkingu og hæfni og fylgi viðeigandi gagnreyndum ferlum og aðferðum sem sett eru fram í stöðlum og öðrum kröfuskjölum. Starfsemi faggildingarstofnana fylgir alþjóðastöðlum sem skilgreina starfsaðferðir þeirra, sem og starfsemi samræmismatsaðila, og er samræmd á alþjóðavísu innan evrópskra og alþjóðlegra samtaka. Opinber faggildingarstofnun á Íslandi er Faggildingarsvið Hugverkastofunnar.. Hæfi og hæfni evrópskra faggildingarstofnana er metin reglulega með jafningjamati á vegum evrópsku faggildingarsamtakanna. Jafningjamat á starfsemi Faggildingarsviðs fór fram árið 2022 og hlaut stofnunin viðurkenningu á sviði faggildingar á skoðunarstofum. Jákvæð niðurstaða jafningjamats er í mörgum tilvikum forsenda þess að íslenskar vörur hljóti óhindraðan aðgang að mörkuðum utan Íslands, án þess að þurfa að undirgangast viðbótarmat. Það er þó ekki síður í þágu löggjafans og almennings að með faggildingu sé tryggt að allt samræmismat sé traustsins vert, gagnsætt og sé framkvæmt á sem hagkvæmastan hátt. Staðan á Íslandi Faggildingu má beita á mjög mörgum sviðum, en eðli hennar krefst þess að lög, reglur og önnur viðmið séu skýr og byggð á samræmdri túlkun og skilgreindum aðferðum og ferlum við framkvæmd samræmismats. Faggildingarsvið Hugverkastofunnar hefur það hlutverk að tryggja, með faggildingu, að samræmismat á Íslandi sé traustsins vert og framkvæmt í samræmi við lög, reglur og önnur kröfuskjöl. Notkun faggildingar hefur til þessa verið minni hérlendis en í öðrum löndum EES. Í ljósi nýlegrar umræðu um stöðu opinbers eftirlits hér á landi innan ýmissa málaflokka er rétt að hvetja til þess að aðferðafræði faggildingar verði beitt á mun fleiri sviðum en nú er. Með innleiðingu kerfa þar sem faggilding tryggir traust, gagnsætt og hlutlaust samræmismat má draga úr umfangi og kostnaði við opinbert eftirlit. Góð reynsla er af faggildingu á þeim sviðum þar sem hún hefur lengi verið notuð, s.s. varðandi skoðun ökutækja og rafmagnsöryggi. Faggilding – Ávinningur allra Fyrir stjórnvöld – til að staðfesta tæknilega hæfni og hlutleysi við samræmismat, þegar lög og reglugerðir gera kröfu um slíkt mat. Fyrir framleiðendur – til að sýna fram á að kröfur laga, reglugerða og staðla séu uppfylltar, og til að öðlast hindrunarlaust aðgengi að erlendum mörkuðum. Fyrir samræmismatsaðila – til að tryggja að starfsemi þeirra byggist á gagnreyndum aðferðum og ferlum sem beitt er af hæfni og hlutleysi. Fyrir neytendur – til að efla traust á gæðum og öryggi vöru og koma í veg fyrir endurteknar prófanir/vottanir sem leiða myndu til hækkaðs vöruverðs. Höfundur er sérfræðingur á Faggildingarsviði Hugverkastofunnar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar