Framsýn farsæld Tinna Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2024 11:00 Trappa á 10 ára afmæli um þessar mundir. Trappa er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að veita og auka aðgengi að ýmis konar þjónustu fyrir börn, til að mynda talþjáfun, sálfræðiráðgjöf og hegðunarráðgjöf svo eitthvað sé nefnt. Markmið og sýn okkar hefur ávallt verið að grípa barn í vanda án tafar, ýmist með ráðgjöf, leiðbeiningum eða beinni þjálfun. Frá upphafi var lögð áhersla á fjarþjónustu og notast við Zoom til að byrja með. Fyrstu skjólstæðingarnir voru börn í Vesturbyggð sem hlutu talþjálfun vikulega. Vel að merkja var þetta árið 2014, löngu fyrir Covid. Smátt og smátt fjölgaði sveitarfélögum vítt og breitt um landið sem sáu kosti þess að fá vikulega talþjálfun fyrir börn með minni áherslu á greiningar. Í dag nýta 11 sveitarfélög sér þjónustu okkar með góðum árangri. Eftir því sem þjónusta Tröppu þróaðist hófst einnig þróun hugbúnaðarins Kara Connect, sem er veflægur fjarfundabúnaður hannaður með fyllsta öryggi í huga. Í dag eru Trappa og Kara tvö aðskilin fyrirtæki sem eru þó byggð á sama grunni og með sömu sýn - að auðvelda aðgengi að aðstoð. Við höfum á þessum tíma byggt upp öfluga þjónustu og gott og faglegt samstarf við sveitarfélög. Þrátt fyrir frumkvöðlastarfsemi Tröppu og þá umbyltingu í veitingu þjónustu sem fyrirtækið hefur valdið hefur það aldrei hlotið opinbera styrki. Þvert á móti höfum við þurft að berjast við hinar ýmsu stofnanir hér á landi í gegnum tíðina. Má þar nefna Landlæknisembættið sem setti sérstakar kröfur um leyfi til veitingar fjarþjónustu án fyrirvara, sem hafði þá einnig áhrif á stöðu talmeinafræðinga gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. Voru þessar aðgerðir hins opinbera mjög kostnaðarsamar fyrir okkur og unnu í rauninni gegn þeirri framsýni og umbótum sem fjarþjónusta af þessu tagi er fyrir samfélagið allt. Þrátt fyrir mótlæti látum við engan bilbug á okkur finna og vex Trappa nú og dafnar sem aldrei fyrr. Í haust verður haldin ráðstefna til að fagna þessum tímamótum. Við höldum áfram að auka aðgengi að hjálp og er nú hægt er að bóka tíma hjá hinum ýmsu sérfræðingum með stuttum fyrirvara í gegnum vefsíðu Tröppu. Áfram er sýn okkar sú að með því grípa inn í sem fyrst með góðri og ítarlegri ráðgjöf og handleiðslu til foreldra og fagfólks, megi breyta miklu varðandi framgang þroska barns. Trappa er vissulega langt á undan sinni samtíð þegar kemur að farsæld barna og við hlökkum til að vera áfram leiðandi í betra aðgengi að aðstoð fyrir börn, foreldra og fagfólk með farsæld barna að leiðarljósi. Höfundur er talmeinafræðingur og einn stofnenda Tröppu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Trappa á 10 ára afmæli um þessar mundir. Trappa er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að veita og auka aðgengi að ýmis konar þjónustu fyrir börn, til að mynda talþjáfun, sálfræðiráðgjöf og hegðunarráðgjöf svo eitthvað sé nefnt. Markmið og sýn okkar hefur ávallt verið að grípa barn í vanda án tafar, ýmist með ráðgjöf, leiðbeiningum eða beinni þjálfun. Frá upphafi var lögð áhersla á fjarþjónustu og notast við Zoom til að byrja með. Fyrstu skjólstæðingarnir voru börn í Vesturbyggð sem hlutu talþjálfun vikulega. Vel að merkja var þetta árið 2014, löngu fyrir Covid. Smátt og smátt fjölgaði sveitarfélögum vítt og breitt um landið sem sáu kosti þess að fá vikulega talþjálfun fyrir börn með minni áherslu á greiningar. Í dag nýta 11 sveitarfélög sér þjónustu okkar með góðum árangri. Eftir því sem þjónusta Tröppu þróaðist hófst einnig þróun hugbúnaðarins Kara Connect, sem er veflægur fjarfundabúnaður hannaður með fyllsta öryggi í huga. Í dag eru Trappa og Kara tvö aðskilin fyrirtæki sem eru þó byggð á sama grunni og með sömu sýn - að auðvelda aðgengi að aðstoð. Við höfum á þessum tíma byggt upp öfluga þjónustu og gott og faglegt samstarf við sveitarfélög. Þrátt fyrir frumkvöðlastarfsemi Tröppu og þá umbyltingu í veitingu þjónustu sem fyrirtækið hefur valdið hefur það aldrei hlotið opinbera styrki. Þvert á móti höfum við þurft að berjast við hinar ýmsu stofnanir hér á landi í gegnum tíðina. Má þar nefna Landlæknisembættið sem setti sérstakar kröfur um leyfi til veitingar fjarþjónustu án fyrirvara, sem hafði þá einnig áhrif á stöðu talmeinafræðinga gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. Voru þessar aðgerðir hins opinbera mjög kostnaðarsamar fyrir okkur og unnu í rauninni gegn þeirri framsýni og umbótum sem fjarþjónusta af þessu tagi er fyrir samfélagið allt. Þrátt fyrir mótlæti látum við engan bilbug á okkur finna og vex Trappa nú og dafnar sem aldrei fyrr. Í haust verður haldin ráðstefna til að fagna þessum tímamótum. Við höldum áfram að auka aðgengi að hjálp og er nú hægt er að bóka tíma hjá hinum ýmsu sérfræðingum með stuttum fyrirvara í gegnum vefsíðu Tröppu. Áfram er sýn okkar sú að með því grípa inn í sem fyrst með góðri og ítarlegri ráðgjöf og handleiðslu til foreldra og fagfólks, megi breyta miklu varðandi framgang þroska barns. Trappa er vissulega langt á undan sinni samtíð þegar kemur að farsæld barna og við hlökkum til að vera áfram leiðandi í betra aðgengi að aðstoð fyrir börn, foreldra og fagfólk með farsæld barna að leiðarljósi. Höfundur er talmeinafræðingur og einn stofnenda Tröppu.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun