„Krakkar sem gistu hjá okkur vissu ekki hvað var að gerast!“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. júní 2024 08:01 Fjölskyldufyrirtækið Klukkan var stofnað árið 1975 og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá árinu 1979. Fv: Snorri Arnar Viðarsson, Erna Hlíf Jónsdóttir, Hjördís Viðarsdóttir, Davíð Örn Ólafsson, Viðar Hauksson, Katrín Stefánsdóttir, Margrét Theodórsdóttir og Stefán Haukur Viðarsson. Vísir/Vilhelm „Við vorum með fjórar til fimm stórar klukkur sem hringdu á hálftíma fresti, en við heyrðum auðvitað ekki neitt,“ segir Hjördís Viðarsdóttir, verslunarstjóri í Klukkunni og hlær. „En krakkar sem gistu hjá okkur vissu ekki hvað var að gerast!“ segir Snorri Arnar Viðarsson, bróðir Hjördísar og miðjubarn Viðars Haukssonar og Katrínar Stefánsdóttur, eigenda fjölskyldufyrirtækisins Klukkunnar. Sem bæði segja nokkuð athyglisvert að þótt Klukkan hafi lengst af bara verið lítil úra- og skartgripaverslun í Kópavogi, vissu allir að systkinin þrjú: Hjördís, Snorri og Stefán Haukur, væru börn úrsmiðsins í Hamraborg. „Við vorum ekkert mikið að spá í því þá, en í dag er það svolítið áhugavert því þá var ekkert internet eða neitt slíkt.“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við um sögu fjölskyldufyrirtækisins Klukkunnar, sem stofnað var árið 1975 og hefur síðan árið 1979 verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Sá yngsti svaf fyrir utan gluggann í bílnum segir mamman og hlær, þegar hún rifjar upp fyrstu árin þegar hjónin Viðar Hauksson og Katrín Stefánsdóttir stóðu vaktina saman í versluninni Klukkunni í Hamraborg. Samhliða því að vera að ala upp þrjú lítil börn og að klára að byggja hús. En þetta reddaðist samt alltaf einhvern veginn segja hjónin. Gott að búa í Kópavogi Viðar Hauksson er fæddur árið 1950 og nam úrsmíði í Den Danske Urmagerskole í Ringsted og hjá Frank Michelsen, Laugavegi 39. Viðar stefndi sem ungur maður ekkert sérstaklega á þetta nám, en þekkti þó aðeins til því frændi hans var gullsmiður. „Hann var búinn að koma því þannig fyrir að sonur hans færi í úrsmíðanám, en svo vildi til að sonurinn vildi það síðan ekki og þá bauð hann mér að fara í námið í staðinn,“ segir Viðar. Sem að undanskildum námsárum í Danmörku og örfáum árum í Reykjavík, hefur alið manninn í Kópavogi. Katrín eiginkona Viðars er fædd árið 1954 og alin upp í Reykjavík. Svo óvenjulega vildi til fyrir þessa kynslóð fólks, að Katrín fór nokkuð oft til útlanda sem barn. Sérstaklega til Hollands. Skýringin á því er einfaldlega sú að afi hennar var með umboð fyrir Philips raftæki og heimilisvörur um árabil. Hjónin hafa búið í Kópavogi síðan 1977, en þau tóku saman árið 1974. Viðar var þá á samningi hjá Jóni og Óskari, en Katrín að vinna í Heimilistækjum. Eins og svo mörg ung hjón á áttunda áratugnum, var ráðist í að kaupa fokhelt og byggja. Og það að sjálfsögðu í Kópavogi. „Það var þó ekkert sjálfsagt og ég þurfti aðeins að hafa fyrir því að sannfæra hana um Kópavoginn. Því Kópavogur var ekkert mjög vinsæll bær á þessum tíma og margir sem litu á hann hornauga,“ segir Viðar og Katrín bætir við: En það hefur aldrei neitt annað komið til greina hjá Viðari en Kópavogur. Við bjuggum til dæmis fyrst í Seljahverfi um tíma og hann var bara eiginlega ómögulegur að vera ekki í Kópavogi.“ Svo skemmtilega vill til að húsið sem hjónin keyptu fokhelt á sínum tíma í Víðigrundinni, er heimili frumburðarins Hjördísar. Hún fæddist árið 1976, Snorri árið 1977 og Stefán Haukur árið 1983. Systkinin segja að þegar þau ólust upp, vissu allir að þau væru börn úrsmiðsins í Hamraborg. Þau viðurkenna að hafa lítið séð af foreldrum sínum í desember og varla að fjölskyldumeðlimir gætu fengið flensu eða neitt fyrr en þá eftir jólin. Því jú, jólaösin hefur alltaf verið mikil. Sá yngsti svaf í bílnum „Hann svaf bara úti í bíl fyrir utan,“ segir Katrín og hlær, þegar hún rifjar upp árin sem hún og Viðar stóðu vaktina tvö saman í 15 fermetrar verslunarhúsnæði Klukkunnar í Hamraborg 1. Sem var þannig að þegar inn var komið, mætti fólki afgreiðsluborð og þar fyrir aftan var veggur sem skildi að verslunina og lítið vinnurými fyrir Viðar. Leikskólapláss voru aðeins í boði hálfan daginn á þessum tíma. „Viðar var alltaf að vinna og ég man að börnin voru á leikskóla hálfan daginn. Stefán Haukur svaf síðan í bílnum fyrir utan gluggann á búðinni og þegar maður sá að hann var farinn að hreyfa sig, þá fór ég með hann heim,“ segir Katrín og hlær. Opnunartímar voru þó allt aðrir á þessum tíma. „Það var alltaf lokað í hádeginu til dæmis,“ segir Viðar og hjónin rifja upp þann tíma þegar allir fóru heim að borða í hádeginu. „Ég fékk síðan oft að vera með strákinn á róló frá klukkan 14-17, þær voru svo almennilegar við mig konurnar þar,“ segir Katrín. Rekstur Klukkunnar hafði komið þannig til að Viðari bauðst að kaupa reksturinn þegar stofnandi fyrirtækisins ákvað að selja og hætta störfum. Þetta var árið 1979 eins og áður sagði og fram til ársins 1986 var Klukkan starfrækt í þessum 15 fermetrum, eða allt þar til fyrirtækið flutti sig um set í Hamraborginni þar sem húsgagnaverslunin Línan var áður staðsett. „Við fluttum þá í margfalt stærra pláss,“ segir Viðar stoltur, en árið 1992 ákváðu þau að fjárfesta í húsnæði í Hamraborg 10, þar sem Klukkan var staðsett til ársins 2022. Það ár flutti verslunin í nýtt og glæsilegt húsnæði á Nýbýlavegi 10. Árið 2023 opnaði Klukkan svo nýja verslun í Kringlunni, auk þess að vera með með netverslun frá árinu 2015. Eins og gengur og gerist hjá kaupmönnum, var vertíðin einna helst fyrir jólin og í kringum fermingar. „Maður sá þau ekki mikið í desember,“ segir Hjördís og hlær. „Ég fór reyndar einu sinni með Stefán í strætó í miðbæ Reykjavíkur í desember. Við fórum á kaffihús og ég gaf honum kakó. En við vorum ekki búin að vera lengi þegar Stefán sagði: Mamma, getum við ekki farið heim? Því honum fannst svo leiðinlegt,“ segir Katrín og hlær. Viðar og Katrín viðurkenna að oft hafi jafnvel verið þotið heim úr ferðalögum til að sinna vinnunni, enda hafa þau staðið vaktina í rúm 40 ár. Í dag eru þau þó lausari við, enda börn og tengdabörn komin inn í reksturinn og fleira starfsfólk til starfa.Vísir/Vilhelm, einkasafn Úrabox fyrir safnara vinsæl Svo skemmtilega vill til að þótt margt hafi breyst í úra- og klukkubransanum, hefur sumt svo sem ekki breyst eins mikið og margur gæti haldið. Casio úrin eru til dæmis dæmi um úr sem slógu í gegn á níunda áratugnum og vaxa enn í vinsældum. Fyrr á þessu ári segir í grein sem birt var á Smartland mbl.is: „Svo virðist sem gömlu Casio-tölvuúrin séu komin aftur í tísku í kjölfar hinnar vinsælu kvikmyndar Saltburn. Þetta kemur fram í umfjöllun The Times.“ „Allt sem er svona vintage, gamaldags, er í tísku og hefur jafnvel aldrei verið í jafn mikilli tísku og nú þótt það séu 40 ár síðan úrin komu fyrst á markað,“ útskýrir Snorri og systkinin segja að oft hafi það áhrif á tísku og strauma, hvaða úr sjást til dæmis í bíómyndum á Netflix eða annars staðar. „Casio úrin eru sölumestu úrin í fjölda talið og þótt kaupendahópurinn sé á öllum aldri eru þessi úr í tísku hjá unglingunum sérstaklega,“ segir Hjördís og bætir við: „Um tíma dróst sala úra aðeins saman vegna þess að það var svo margt að gerast í síma- og snjallúratækninni, en það hefur síðan snúist aftur við og nú eru þessi hefðbundnu úr að aukast mjög í sölu.“ Systkinin segja sum þeirra búa yfir snjalltækni, en margir vilji þó eingöngu hefðbundnu úrin sem aðeins vilja hefðbundnu úrin og án snjalltækni. „Úraboxin okkar eru líka vinsæl og við seljum þau fyrir allt að átján úr í boxi,“ segir Hjördís. Er fólk þá að safna úrum? „Já, já, já,“ segir Snorri og systkinin útskýra að margir vilja eiga mismunandi úr við öll tækifæri. „Sumir safna meira að segja bara merkjum. Eiga til dæmis úrabox bara fyrir Casio úr.“ En hvað með gömul úr eða safngripi? „Jú fólk er oft að koma með gömul úr og biðja um að láta gera við þau,“ svara Viðar og Katrín og nefna til dæmis vasaúr líka sem dæmi. Það kom aldrei neitt annað en Kópavogur til greina hjá Viðari, enda segir Katrín eiginkona hans að hann hafi í raun verið hálf ómögulegur ef hann var ekki í Kópavogi. Fyrsta verslun Klukkunnar voru 15 fermetrar en í dag er verslunin á Nýbýlavegi 10, í Kringlunni og á netinu. Kynslóð númer tvö og makar En áður en lengra er haldið, er ágætt að rifja aðeins upp rekstrarsöguna og hvernig það kom til að börnin stigu inn í úra- og skartgripabransann. Því ekkert þeirra valdi úrsmíðanámið sem starfsframa. „Hún var komin með leið á vinnunni í bankanum,“ segir Katrín þegar talið berst að því þegar Hjördís ákvað að snúa sér alfarið að rekstri Klukkunnar, en það var árið 2016. „Mér fannst það reyndar liggja beinast við,“ útskýrir Hjördís og bætir við: „Ég hafði verið að vinna í afgreiðslunni frá því að ég var 18 ára og á þeim tíma sem ég ákvað að snúa mér alfarið að rekstrinum, vorum við Stefán Haukur búinn að vera á fullu að vinna í netverslun og heimasíðu. Sem bætti auðvitað heilmiklu við í sölu.“ Synirnir segjast þó sjaldnast hafa verið viðloðandi afgreiðslu í búðinni. Frekar að vinna með föðurnum bakatil, við viðgerðir og fleira. „Oft verið að áletra verðlaunagripi og svona,“ útskýra systkinin. Árið 2021, ákváðu systkinin að kaupa heildverslunina Mari Time ehf. af Þormari Ingimarssyni sem margir þekkja deili á. Heildverslunina keyptu þau ásamt mökum sínum og reka í dag, samhliða rekstri Klukkunnar. „Þessi heildverslun er með mörg af þessum helstu merkjum sem við vorum búin að vera með um árabil. Svo sem Casio, Michael Kors, Armani, Tommy Hilfiger og Versace,“ segir Snorri og systkinin útskýra hvernig þau sáu strax fyrir sér að með heildversluninni væri hægt að byggja upp reksturinn enn frekar. Bæði Klukkuna, en eins að selja til annarra söluaðila um land allt. „Okkur langaði til að gera eitthvað meira úr þessu. Að Klukkan yrði eitthvað meira en bara verslun sem mamma og pabbi hefðu rekið því við erum auðvitað ekki að sjá þau yngjast,“ segir Snorri um þá ákvörðun, þegar heildverslunin bættist við. En er þá alltaf verið að tala um vinnuna þegar fjölskyldan hittist? „„Já það er ekki laust við það,“ segir Hjördís og hlær. En við erum alltaf að reyna að bæta okkur. Að reyna að tala ekki bara um vinnuna.“ Allt gamaldags er í tísku og það ætti enginn að vanmeta vinsældir vekjaraklukkunnar. Því vekjaraklukkur seljast enn í hundruðum. Systkinin viðurkenna að oft hafi krakkar sem gistu hjá þeim ekki vitað hvað væri að gerast, þegar margar klukkur á heimilinu hringdu á hálftíma fresti. Sjálf voru þau svo vön hljóðunum að þau tóku ekki eftir neinu.Vísir/Vilhelm Vekjaraklukkurnar ótrúlega vinsælar Að reka fjölskyldufyrirtæki í áratugi þýðir að fjölskyldan man að sjálfsögðu tímanna tvenna fyrir rekstraraðila á Íslandi. Til dæmis bankahrunið og Covid. Eða opnun Kringlunnar. „Það var helst að Kringlan breytti opnunartímanum almennt,“ svarar Viðar aðspurður um hvort opnun Kringlunnar árið 1986 hefði haft einhver áhrif á rekstur Klukkunnar í Kópavogi. Sem betur fer, fór Klukkan vel í gegnum bæði bankahrunið og Covid, þótt auðvitað hefði hið síðarnefnda kallað á alls kyns ráðstafanir. „En við þurftum aldrei að loka,“ segir Katrín til útskýringar. Skuldbinding er það sem kemur upp í hugann hjá systkinunum þegar þau rifja upp æskuna og þá staðreynd að alast upp hjá foreldrum sem saman stóðu vaktina í rekstri. „Enda vorum við alltaf að vinna,“ segir Katrín og brosir: ,,Við fórum kannski í ferðalag en snerum heim eftir þrjá daga því þá var búið að hringja og eitthvað vantaði og þá var auðvitað brunað heim til að redda því.“ Sem betur fer, lærðist hjónunum þó að besta ráðið til að komast í frí væri einfaldlega að fara til útlanda. Uppúr aldamótum fjárfestu þau ásamt fleirum í fjölskyldunni í húsnæði á Spáni og þar reyna þau að dvelja part úr ári og í auknum mæli nú þegar fleiri hafa bæst í hópinn og þau hjónin sjálf orðin lausari við. En hvað með þriðju kynslóðina, er hún að bætast við? „Tja, nú kannski varla hægt að segja það, en það eru þá helst dætur okkar,“ svara Hjördís og Snorri. Þegar tíska og trend eru rifjuð upp í skarti, segja Viðar og Katrín að eitt það minnistæðasta frá árum áður hafi verið þegar Dolce&Gabbana úr og skartgripir með steinum hafi selst eins og heitar lummur á níunda áratugnum. „Það þurftu allir að eiga svona,“ útskýrir Viðar. „Ég myndi segja að fólk væri opið fyrir öllum merkjum í skarti en þá kannski helst að sumir vilji halda sig við eitt merki í íslenskri hönnun,“ segir Hjördís en hjá Klukkunni fást vörur Sign og Veru Design. Það er ljóst af samtali við fjölskylduna að allt gengur út á klukkur og skart í tali. „Þú þekkir ekkert annað, það hefur allt snúist um þetta alla tíð en þó ekkert slæmt við það,“ útskýrir Stefán. „En auðvitað svífur reksturinn yfir sem miðpunkturinn í öllu, enda alls konar áskoranir og tækifæri tengt þessu sem skýrir það kannski út að eflaust erum við öll með þetta á heilanum,“ bætir hann við og brosir. Mesta stressið fylgir áfram jólavertíðinni, þar sem allt er lagt undir og þannig hefur það verið alla tíð. „Enda man maður alveg eftir því að það var bara brjálað að gera fyrir öll jól og síðan í janúar kom svona spennufall og ekki óalgengt að það væri eftir áramót sem fólk fengi flensu og svona,“ segir Snorri og hlær. „En einhvern veginn reddaðist þetta alltaf,“ segir Katrín þegar hún rifjar upp árin sem tóku kannski mest á í að vera tvö saman í rekstri, með þrjú lítil börn og að klára að byggja hús. Margar sögur eru nokkuð skemmtilegar frá að segja. Til dæmis segja systkinin að eflaust hafi sumum þótt einum um of að sjá allar klukkurnar sem prýða sumarbústaðinn sem fjölskyldan á í Svínadal. „Um tíma voru gauksklukkurnar vinsælar og þá heyrðist bara gúgú alls staðar eins og á einhverju vitleysingahæli,“ segir Snorri og skellihlær. „En við pældum bara ekkert í þessu, þekkjum ekkert annað,“ útskýrir Hjördís. En hvað með vekjaraklukkurnar? Hafa þær bara dottið út eftir að fólk fékk vekjaraklukkur í símana? „Nei alls ekki!“ svara systkinin í kór. „Við seljum alveg brjálæðislega mikið af vekjaraklukkum. Því það er stækkandi hópur sem vill ekki vera með símann sinn í svefnherberginu. En án gríns: Ég held að fólk myndi ekki trúa því hvað vekjaraklukkur eru vinsælar,“ segir Hjördís og Snorri bætir við: Þetta er alveg satt. Því við erum ekki að tala um einhverjar nokkrar vekjaraklukkur í sölu, heldur hundruðir. Ég eiginlega skil varla í þessu sjálfur en þetta er bara staðreynd. Og það sem meira er: Vekjaraklukkur eru vinsælar hjá öllum aldri!“ Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Ég leiðrétti hana og benti á að ég er ekki mamma mín“ „Ég myndi segja að kvenleggurinn í fjölskyldunni samanstandi af miklum fagurkerum. Við viljum allar hafa fínt í kringum okkur. Meira að segja amma er enn að, nú 92 ára og rétt nýbúin að láta mála hjá sér og skipta um gardínur,“ segir Hrund Kristjánsdóttir og hlær. Hrund rekur húsgagnaverslunina Línuna með eiginmanni sínum Ágústi Jenssyni húsasmíðameistara. Línan var stofnuð árið 1976 og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu. 14. febrúar 2021 08:00 „Af hverju erum við hér?“ „Af hverju erum við hér?“ spurði Guðrún Jóhannesdóttir sjálfa sig í göngutúr laust fyrir aldamótin. 31. október 2021 08:00 Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00 Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01 Erfitt að fá launahækkun hjá pabbanum „Árið 1947 brann allt til kaldra kola enda ekki komin vatnsveita í Selás í Reykjavík þá. En það hvarflaði aldrei að pabba að hætta rekstri,“ segir Eyjólfur Axelsson stjórnarformaður AXIS. Faðir Eyjólfs stofnaði fyrirtækið árið 1935 en fyrirtækið er í dag rekið af þriðju kynslóðinni: Þeim Eyjólfi og Gunnari Eyjólfssonum. „Nei ég ætlaði ekkert að fara að vinna hér. Ég er lögfræðingur og starfaði sem slíkur þegar pabbi talaði við okkur systkinin um það hvort eitthvert okkar vildi taka við,“ segir sonurinn Eyjólfur og hlær. 14. mars 2021 08:01 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
„En krakkar sem gistu hjá okkur vissu ekki hvað var að gerast!“ segir Snorri Arnar Viðarsson, bróðir Hjördísar og miðjubarn Viðars Haukssonar og Katrínar Stefánsdóttur, eigenda fjölskyldufyrirtækisins Klukkunnar. Sem bæði segja nokkuð athyglisvert að þótt Klukkan hafi lengst af bara verið lítil úra- og skartgripaverslun í Kópavogi, vissu allir að systkinin þrjú: Hjördís, Snorri og Stefán Haukur, væru börn úrsmiðsins í Hamraborg. „Við vorum ekkert mikið að spá í því þá, en í dag er það svolítið áhugavert því þá var ekkert internet eða neitt slíkt.“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við um sögu fjölskyldufyrirtækisins Klukkunnar, sem stofnað var árið 1975 og hefur síðan árið 1979 verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Sá yngsti svaf fyrir utan gluggann í bílnum segir mamman og hlær, þegar hún rifjar upp fyrstu árin þegar hjónin Viðar Hauksson og Katrín Stefánsdóttir stóðu vaktina saman í versluninni Klukkunni í Hamraborg. Samhliða því að vera að ala upp þrjú lítil börn og að klára að byggja hús. En þetta reddaðist samt alltaf einhvern veginn segja hjónin. Gott að búa í Kópavogi Viðar Hauksson er fæddur árið 1950 og nam úrsmíði í Den Danske Urmagerskole í Ringsted og hjá Frank Michelsen, Laugavegi 39. Viðar stefndi sem ungur maður ekkert sérstaklega á þetta nám, en þekkti þó aðeins til því frændi hans var gullsmiður. „Hann var búinn að koma því þannig fyrir að sonur hans færi í úrsmíðanám, en svo vildi til að sonurinn vildi það síðan ekki og þá bauð hann mér að fara í námið í staðinn,“ segir Viðar. Sem að undanskildum námsárum í Danmörku og örfáum árum í Reykjavík, hefur alið manninn í Kópavogi. Katrín eiginkona Viðars er fædd árið 1954 og alin upp í Reykjavík. Svo óvenjulega vildi til fyrir þessa kynslóð fólks, að Katrín fór nokkuð oft til útlanda sem barn. Sérstaklega til Hollands. Skýringin á því er einfaldlega sú að afi hennar var með umboð fyrir Philips raftæki og heimilisvörur um árabil. Hjónin hafa búið í Kópavogi síðan 1977, en þau tóku saman árið 1974. Viðar var þá á samningi hjá Jóni og Óskari, en Katrín að vinna í Heimilistækjum. Eins og svo mörg ung hjón á áttunda áratugnum, var ráðist í að kaupa fokhelt og byggja. Og það að sjálfsögðu í Kópavogi. „Það var þó ekkert sjálfsagt og ég þurfti aðeins að hafa fyrir því að sannfæra hana um Kópavoginn. Því Kópavogur var ekkert mjög vinsæll bær á þessum tíma og margir sem litu á hann hornauga,“ segir Viðar og Katrín bætir við: En það hefur aldrei neitt annað komið til greina hjá Viðari en Kópavogur. Við bjuggum til dæmis fyrst í Seljahverfi um tíma og hann var bara eiginlega ómögulegur að vera ekki í Kópavogi.“ Svo skemmtilega vill til að húsið sem hjónin keyptu fokhelt á sínum tíma í Víðigrundinni, er heimili frumburðarins Hjördísar. Hún fæddist árið 1976, Snorri árið 1977 og Stefán Haukur árið 1983. Systkinin segja að þegar þau ólust upp, vissu allir að þau væru börn úrsmiðsins í Hamraborg. Þau viðurkenna að hafa lítið séð af foreldrum sínum í desember og varla að fjölskyldumeðlimir gætu fengið flensu eða neitt fyrr en þá eftir jólin. Því jú, jólaösin hefur alltaf verið mikil. Sá yngsti svaf í bílnum „Hann svaf bara úti í bíl fyrir utan,“ segir Katrín og hlær, þegar hún rifjar upp árin sem hún og Viðar stóðu vaktina tvö saman í 15 fermetrar verslunarhúsnæði Klukkunnar í Hamraborg 1. Sem var þannig að þegar inn var komið, mætti fólki afgreiðsluborð og þar fyrir aftan var veggur sem skildi að verslunina og lítið vinnurými fyrir Viðar. Leikskólapláss voru aðeins í boði hálfan daginn á þessum tíma. „Viðar var alltaf að vinna og ég man að börnin voru á leikskóla hálfan daginn. Stefán Haukur svaf síðan í bílnum fyrir utan gluggann á búðinni og þegar maður sá að hann var farinn að hreyfa sig, þá fór ég með hann heim,“ segir Katrín og hlær. Opnunartímar voru þó allt aðrir á þessum tíma. „Það var alltaf lokað í hádeginu til dæmis,“ segir Viðar og hjónin rifja upp þann tíma þegar allir fóru heim að borða í hádeginu. „Ég fékk síðan oft að vera með strákinn á róló frá klukkan 14-17, þær voru svo almennilegar við mig konurnar þar,“ segir Katrín. Rekstur Klukkunnar hafði komið þannig til að Viðari bauðst að kaupa reksturinn þegar stofnandi fyrirtækisins ákvað að selja og hætta störfum. Þetta var árið 1979 eins og áður sagði og fram til ársins 1986 var Klukkan starfrækt í þessum 15 fermetrum, eða allt þar til fyrirtækið flutti sig um set í Hamraborginni þar sem húsgagnaverslunin Línan var áður staðsett. „Við fluttum þá í margfalt stærra pláss,“ segir Viðar stoltur, en árið 1992 ákváðu þau að fjárfesta í húsnæði í Hamraborg 10, þar sem Klukkan var staðsett til ársins 2022. Það ár flutti verslunin í nýtt og glæsilegt húsnæði á Nýbýlavegi 10. Árið 2023 opnaði Klukkan svo nýja verslun í Kringlunni, auk þess að vera með með netverslun frá árinu 2015. Eins og gengur og gerist hjá kaupmönnum, var vertíðin einna helst fyrir jólin og í kringum fermingar. „Maður sá þau ekki mikið í desember,“ segir Hjördís og hlær. „Ég fór reyndar einu sinni með Stefán í strætó í miðbæ Reykjavíkur í desember. Við fórum á kaffihús og ég gaf honum kakó. En við vorum ekki búin að vera lengi þegar Stefán sagði: Mamma, getum við ekki farið heim? Því honum fannst svo leiðinlegt,“ segir Katrín og hlær. Viðar og Katrín viðurkenna að oft hafi jafnvel verið þotið heim úr ferðalögum til að sinna vinnunni, enda hafa þau staðið vaktina í rúm 40 ár. Í dag eru þau þó lausari við, enda börn og tengdabörn komin inn í reksturinn og fleira starfsfólk til starfa.Vísir/Vilhelm, einkasafn Úrabox fyrir safnara vinsæl Svo skemmtilega vill til að þótt margt hafi breyst í úra- og klukkubransanum, hefur sumt svo sem ekki breyst eins mikið og margur gæti haldið. Casio úrin eru til dæmis dæmi um úr sem slógu í gegn á níunda áratugnum og vaxa enn í vinsældum. Fyrr á þessu ári segir í grein sem birt var á Smartland mbl.is: „Svo virðist sem gömlu Casio-tölvuúrin séu komin aftur í tísku í kjölfar hinnar vinsælu kvikmyndar Saltburn. Þetta kemur fram í umfjöllun The Times.“ „Allt sem er svona vintage, gamaldags, er í tísku og hefur jafnvel aldrei verið í jafn mikilli tísku og nú þótt það séu 40 ár síðan úrin komu fyrst á markað,“ útskýrir Snorri og systkinin segja að oft hafi það áhrif á tísku og strauma, hvaða úr sjást til dæmis í bíómyndum á Netflix eða annars staðar. „Casio úrin eru sölumestu úrin í fjölda talið og þótt kaupendahópurinn sé á öllum aldri eru þessi úr í tísku hjá unglingunum sérstaklega,“ segir Hjördís og bætir við: „Um tíma dróst sala úra aðeins saman vegna þess að það var svo margt að gerast í síma- og snjallúratækninni, en það hefur síðan snúist aftur við og nú eru þessi hefðbundnu úr að aukast mjög í sölu.“ Systkinin segja sum þeirra búa yfir snjalltækni, en margir vilji þó eingöngu hefðbundnu úrin sem aðeins vilja hefðbundnu úrin og án snjalltækni. „Úraboxin okkar eru líka vinsæl og við seljum þau fyrir allt að átján úr í boxi,“ segir Hjördís. Er fólk þá að safna úrum? „Já, já, já,“ segir Snorri og systkinin útskýra að margir vilja eiga mismunandi úr við öll tækifæri. „Sumir safna meira að segja bara merkjum. Eiga til dæmis úrabox bara fyrir Casio úr.“ En hvað með gömul úr eða safngripi? „Jú fólk er oft að koma með gömul úr og biðja um að láta gera við þau,“ svara Viðar og Katrín og nefna til dæmis vasaúr líka sem dæmi. Það kom aldrei neitt annað en Kópavogur til greina hjá Viðari, enda segir Katrín eiginkona hans að hann hafi í raun verið hálf ómögulegur ef hann var ekki í Kópavogi. Fyrsta verslun Klukkunnar voru 15 fermetrar en í dag er verslunin á Nýbýlavegi 10, í Kringlunni og á netinu. Kynslóð númer tvö og makar En áður en lengra er haldið, er ágætt að rifja aðeins upp rekstrarsöguna og hvernig það kom til að börnin stigu inn í úra- og skartgripabransann. Því ekkert þeirra valdi úrsmíðanámið sem starfsframa. „Hún var komin með leið á vinnunni í bankanum,“ segir Katrín þegar talið berst að því þegar Hjördís ákvað að snúa sér alfarið að rekstri Klukkunnar, en það var árið 2016. „Mér fannst það reyndar liggja beinast við,“ útskýrir Hjördís og bætir við: „Ég hafði verið að vinna í afgreiðslunni frá því að ég var 18 ára og á þeim tíma sem ég ákvað að snúa mér alfarið að rekstrinum, vorum við Stefán Haukur búinn að vera á fullu að vinna í netverslun og heimasíðu. Sem bætti auðvitað heilmiklu við í sölu.“ Synirnir segjast þó sjaldnast hafa verið viðloðandi afgreiðslu í búðinni. Frekar að vinna með föðurnum bakatil, við viðgerðir og fleira. „Oft verið að áletra verðlaunagripi og svona,“ útskýra systkinin. Árið 2021, ákváðu systkinin að kaupa heildverslunina Mari Time ehf. af Þormari Ingimarssyni sem margir þekkja deili á. Heildverslunina keyptu þau ásamt mökum sínum og reka í dag, samhliða rekstri Klukkunnar. „Þessi heildverslun er með mörg af þessum helstu merkjum sem við vorum búin að vera með um árabil. Svo sem Casio, Michael Kors, Armani, Tommy Hilfiger og Versace,“ segir Snorri og systkinin útskýra hvernig þau sáu strax fyrir sér að með heildversluninni væri hægt að byggja upp reksturinn enn frekar. Bæði Klukkuna, en eins að selja til annarra söluaðila um land allt. „Okkur langaði til að gera eitthvað meira úr þessu. Að Klukkan yrði eitthvað meira en bara verslun sem mamma og pabbi hefðu rekið því við erum auðvitað ekki að sjá þau yngjast,“ segir Snorri um þá ákvörðun, þegar heildverslunin bættist við. En er þá alltaf verið að tala um vinnuna þegar fjölskyldan hittist? „„Já það er ekki laust við það,“ segir Hjördís og hlær. En við erum alltaf að reyna að bæta okkur. Að reyna að tala ekki bara um vinnuna.“ Allt gamaldags er í tísku og það ætti enginn að vanmeta vinsældir vekjaraklukkunnar. Því vekjaraklukkur seljast enn í hundruðum. Systkinin viðurkenna að oft hafi krakkar sem gistu hjá þeim ekki vitað hvað væri að gerast, þegar margar klukkur á heimilinu hringdu á hálftíma fresti. Sjálf voru þau svo vön hljóðunum að þau tóku ekki eftir neinu.Vísir/Vilhelm Vekjaraklukkurnar ótrúlega vinsælar Að reka fjölskyldufyrirtæki í áratugi þýðir að fjölskyldan man að sjálfsögðu tímanna tvenna fyrir rekstraraðila á Íslandi. Til dæmis bankahrunið og Covid. Eða opnun Kringlunnar. „Það var helst að Kringlan breytti opnunartímanum almennt,“ svarar Viðar aðspurður um hvort opnun Kringlunnar árið 1986 hefði haft einhver áhrif á rekstur Klukkunnar í Kópavogi. Sem betur fer, fór Klukkan vel í gegnum bæði bankahrunið og Covid, þótt auðvitað hefði hið síðarnefnda kallað á alls kyns ráðstafanir. „En við þurftum aldrei að loka,“ segir Katrín til útskýringar. Skuldbinding er það sem kemur upp í hugann hjá systkinunum þegar þau rifja upp æskuna og þá staðreynd að alast upp hjá foreldrum sem saman stóðu vaktina í rekstri. „Enda vorum við alltaf að vinna,“ segir Katrín og brosir: ,,Við fórum kannski í ferðalag en snerum heim eftir þrjá daga því þá var búið að hringja og eitthvað vantaði og þá var auðvitað brunað heim til að redda því.“ Sem betur fer, lærðist hjónunum þó að besta ráðið til að komast í frí væri einfaldlega að fara til útlanda. Uppúr aldamótum fjárfestu þau ásamt fleirum í fjölskyldunni í húsnæði á Spáni og þar reyna þau að dvelja part úr ári og í auknum mæli nú þegar fleiri hafa bæst í hópinn og þau hjónin sjálf orðin lausari við. En hvað með þriðju kynslóðina, er hún að bætast við? „Tja, nú kannski varla hægt að segja það, en það eru þá helst dætur okkar,“ svara Hjördís og Snorri. Þegar tíska og trend eru rifjuð upp í skarti, segja Viðar og Katrín að eitt það minnistæðasta frá árum áður hafi verið þegar Dolce&Gabbana úr og skartgripir með steinum hafi selst eins og heitar lummur á níunda áratugnum. „Það þurftu allir að eiga svona,“ útskýrir Viðar. „Ég myndi segja að fólk væri opið fyrir öllum merkjum í skarti en þá kannski helst að sumir vilji halda sig við eitt merki í íslenskri hönnun,“ segir Hjördís en hjá Klukkunni fást vörur Sign og Veru Design. Það er ljóst af samtali við fjölskylduna að allt gengur út á klukkur og skart í tali. „Þú þekkir ekkert annað, það hefur allt snúist um þetta alla tíð en þó ekkert slæmt við það,“ útskýrir Stefán. „En auðvitað svífur reksturinn yfir sem miðpunkturinn í öllu, enda alls konar áskoranir og tækifæri tengt þessu sem skýrir það kannski út að eflaust erum við öll með þetta á heilanum,“ bætir hann við og brosir. Mesta stressið fylgir áfram jólavertíðinni, þar sem allt er lagt undir og þannig hefur það verið alla tíð. „Enda man maður alveg eftir því að það var bara brjálað að gera fyrir öll jól og síðan í janúar kom svona spennufall og ekki óalgengt að það væri eftir áramót sem fólk fengi flensu og svona,“ segir Snorri og hlær. „En einhvern veginn reddaðist þetta alltaf,“ segir Katrín þegar hún rifjar upp árin sem tóku kannski mest á í að vera tvö saman í rekstri, með þrjú lítil börn og að klára að byggja hús. Margar sögur eru nokkuð skemmtilegar frá að segja. Til dæmis segja systkinin að eflaust hafi sumum þótt einum um of að sjá allar klukkurnar sem prýða sumarbústaðinn sem fjölskyldan á í Svínadal. „Um tíma voru gauksklukkurnar vinsælar og þá heyrðist bara gúgú alls staðar eins og á einhverju vitleysingahæli,“ segir Snorri og skellihlær. „En við pældum bara ekkert í þessu, þekkjum ekkert annað,“ útskýrir Hjördís. En hvað með vekjaraklukkurnar? Hafa þær bara dottið út eftir að fólk fékk vekjaraklukkur í símana? „Nei alls ekki!“ svara systkinin í kór. „Við seljum alveg brjálæðislega mikið af vekjaraklukkum. Því það er stækkandi hópur sem vill ekki vera með símann sinn í svefnherberginu. En án gríns: Ég held að fólk myndi ekki trúa því hvað vekjaraklukkur eru vinsælar,“ segir Hjördís og Snorri bætir við: Þetta er alveg satt. Því við erum ekki að tala um einhverjar nokkrar vekjaraklukkur í sölu, heldur hundruðir. Ég eiginlega skil varla í þessu sjálfur en þetta er bara staðreynd. Og það sem meira er: Vekjaraklukkur eru vinsælar hjá öllum aldri!“
Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Ég leiðrétti hana og benti á að ég er ekki mamma mín“ „Ég myndi segja að kvenleggurinn í fjölskyldunni samanstandi af miklum fagurkerum. Við viljum allar hafa fínt í kringum okkur. Meira að segja amma er enn að, nú 92 ára og rétt nýbúin að láta mála hjá sér og skipta um gardínur,“ segir Hrund Kristjánsdóttir og hlær. Hrund rekur húsgagnaverslunina Línuna með eiginmanni sínum Ágústi Jenssyni húsasmíðameistara. Línan var stofnuð árið 1976 og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu. 14. febrúar 2021 08:00 „Af hverju erum við hér?“ „Af hverju erum við hér?“ spurði Guðrún Jóhannesdóttir sjálfa sig í göngutúr laust fyrir aldamótin. 31. október 2021 08:00 Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00 Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01 Erfitt að fá launahækkun hjá pabbanum „Árið 1947 brann allt til kaldra kola enda ekki komin vatnsveita í Selás í Reykjavík þá. En það hvarflaði aldrei að pabba að hætta rekstri,“ segir Eyjólfur Axelsson stjórnarformaður AXIS. Faðir Eyjólfs stofnaði fyrirtækið árið 1935 en fyrirtækið er í dag rekið af þriðju kynslóðinni: Þeim Eyjólfi og Gunnari Eyjólfssonum. „Nei ég ætlaði ekkert að fara að vinna hér. Ég er lögfræðingur og starfaði sem slíkur þegar pabbi talaði við okkur systkinin um það hvort eitthvert okkar vildi taka við,“ segir sonurinn Eyjólfur og hlær. 14. mars 2021 08:01 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
„Ég leiðrétti hana og benti á að ég er ekki mamma mín“ „Ég myndi segja að kvenleggurinn í fjölskyldunni samanstandi af miklum fagurkerum. Við viljum allar hafa fínt í kringum okkur. Meira að segja amma er enn að, nú 92 ára og rétt nýbúin að láta mála hjá sér og skipta um gardínur,“ segir Hrund Kristjánsdóttir og hlær. Hrund rekur húsgagnaverslunina Línuna með eiginmanni sínum Ágústi Jenssyni húsasmíðameistara. Línan var stofnuð árið 1976 og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu. 14. febrúar 2021 08:00
„Af hverju erum við hér?“ „Af hverju erum við hér?“ spurði Guðrún Jóhannesdóttir sjálfa sig í göngutúr laust fyrir aldamótin. 31. október 2021 08:00
Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00
Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01
Erfitt að fá launahækkun hjá pabbanum „Árið 1947 brann allt til kaldra kola enda ekki komin vatnsveita í Selás í Reykjavík þá. En það hvarflaði aldrei að pabba að hætta rekstri,“ segir Eyjólfur Axelsson stjórnarformaður AXIS. Faðir Eyjólfs stofnaði fyrirtækið árið 1935 en fyrirtækið er í dag rekið af þriðju kynslóðinni: Þeim Eyjólfi og Gunnari Eyjólfssonum. „Nei ég ætlaði ekkert að fara að vinna hér. Ég er lögfræðingur og starfaði sem slíkur þegar pabbi talaði við okkur systkinin um það hvort eitthvert okkar vildi taka við,“ segir sonurinn Eyjólfur og hlær. 14. mars 2021 08:01