Åge: Gott fyrir strákana Árni Jóhannsson skrifar 7. júní 2024 21:38 Åge Hareide var eðlilega ósáttur með tapið en segir framtíðina bjarta. EPA-EFE/Maciej Kulczynski Þjálfari íslenska landsliðsins gat verið ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld þegar att var kappi við England á Wembley. Leikurinn var síðasti æfingaleikurinn hjá Englandi fyrir EM 2024 og er skemmst frá því að segja að Ísland vann leikinn 1-0 eftir mark frá Jón Degi Þorsteinssyni. „Þetta var gott fyrir strákana“, sagði Åge þegar Valur Páll Eiríksson spurði Norðmanninn út í tilfinningar sínar eftir leikinn. „Við fundum það nefnilega eftir leikinn gegn Úkraínu að við hefðum átt að fá meira út úr þeim leik. Við vorum að vinna þann leik og ef við hefðum varist þar eins og í kvöld þá værum við á leiðinni á EM. Þeir sýndu karakter eins og gegn Ísrael í fyrri leiknum í umspilinu. Við hefðum getað unnið 2-0 í raun. Ég er svo ánægður fyrir hönd strákanna. Þeir leggja hart að sér á æfingum og standa vel saman. Leikmenn sem koma inn leggja líka sín lóð á vogarskálarnar sem gleður mig líka.“ Hvað gerði það að verkum að leikurinn vannst? „Ég held að andinn í liðinu hafi skilað þessu. Við verðum að finna aftur þennan anda sem var í liðinu þegar allt var í blóma, við þurfum að standa saman og verjast vel. Svo getum við farið í skyndi sóknir og skorað mörk þannig. Við getum verið í lágu blokkinni þegar við trúum á hana og treystum hvor öðrum. Nú erum við að gera það, við æfum vel og strákarnir gera vel þar og það er mjög ánægjulegt að ná í þennan sigur.“ Hversu stórt afrek er þetta? Ísland hefur einungis unnið England einu sinni áður. „Wembley er erfiður heim að sækja. England tapar fáum leikjum hérna þannig að við getum verið mjög ánægðir með okkur. Við verðum að byggja á þessu og við eigum erfiðan leik á mánudaginn þar sem við reynum þetta aftur. Við sofum á þessu í kvöld og byrjum svo að undirbúa okkur aftur.“ Klippa: Age Hareide ræðir sigurinn á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
„Þetta var gott fyrir strákana“, sagði Åge þegar Valur Páll Eiríksson spurði Norðmanninn út í tilfinningar sínar eftir leikinn. „Við fundum það nefnilega eftir leikinn gegn Úkraínu að við hefðum átt að fá meira út úr þeim leik. Við vorum að vinna þann leik og ef við hefðum varist þar eins og í kvöld þá værum við á leiðinni á EM. Þeir sýndu karakter eins og gegn Ísrael í fyrri leiknum í umspilinu. Við hefðum getað unnið 2-0 í raun. Ég er svo ánægður fyrir hönd strákanna. Þeir leggja hart að sér á æfingum og standa vel saman. Leikmenn sem koma inn leggja líka sín lóð á vogarskálarnar sem gleður mig líka.“ Hvað gerði það að verkum að leikurinn vannst? „Ég held að andinn í liðinu hafi skilað þessu. Við verðum að finna aftur þennan anda sem var í liðinu þegar allt var í blóma, við þurfum að standa saman og verjast vel. Svo getum við farið í skyndi sóknir og skorað mörk þannig. Við getum verið í lágu blokkinni þegar við trúum á hana og treystum hvor öðrum. Nú erum við að gera það, við æfum vel og strákarnir gera vel þar og það er mjög ánægjulegt að ná í þennan sigur.“ Hversu stórt afrek er þetta? Ísland hefur einungis unnið England einu sinni áður. „Wembley er erfiður heim að sækja. England tapar fáum leikjum hérna þannig að við getum verið mjög ánægðir með okkur. Við verðum að byggja á þessu og við eigum erfiðan leik á mánudaginn þar sem við reynum þetta aftur. Við sofum á þessu í kvöld og byrjum svo að undirbúa okkur aftur.“ Klippa: Age Hareide ræðir sigurinn á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00