Framtíð stjórnmálanna – val kjósenda Magnea Marínósdóttir skrifar 9. júní 2024 17:31 Mikið er rætt um framtíð vinstrisins að loknum forsetakosningum sem beindu kastljósinu að vinstri og hægri ás stjórnmálanna. Það átti sér stað sérstaklega vegna framboðs Katrínar Jakobsdóttur, fyrrum forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, og þeirrar umræðu sem spannst í röðum hennar stuðningsfólks um „vinstrafólkið“ sem studdi ekki framboð hennar. Sum töldu að nánast væri um drottningarsvik að ræða og litu á tap Katrínar og sigur Höllu Tómasdóttur sem einhvers konar tap vinstrisins gegn hægrinu. Langt frá því allir eru sammála þeirri staðhæfingu enda forsetar þjóðkjörnir af fólki úr öllum flokkum eins og skoðanakannanir eru til vitnis um. Jafnframt er nær að halda að forysta Vinstri grænna hafi brugðist sínu fólki frekar en öfugt. KönnunGallups á fylgi stjórnmálaflokkanna sem kom út um leið og forsetakosningarnar voru yfirstaðnar bendir sterklega til þess að svo sé þar sem flokkur fyrrum forsætisráðherra er hreinlega að þurrkast út. Sök bítur sekan. Stuðningur kjósenda er farinn úr 12.6% frá því í síðustu Alþingiskosningum niður í 3.3% sem nægir ekki til að koma einum manni á þing. Samtímis heldur Samfylkingin áfram að vera stærsti flokkurinn með stuðning 30% kosningabærra landsmanna og Sósíalistaflokkurinn mælist nú með 3.7% fylgi. Samtals eru því flokkarnir á hinum klassíska vinstri væng með 37% fylgi eða jafnvel 43% ef Flokkur fólksins væri talinn með. Framsóknarflokkurinn og Píratar eru með um 9% fylgi hvorir um sig og Viðreisn nær 7.7%. Á sama tíma mælist Sjálfstæðisflokkurinn einungis með 18% stuðning en með 13.5% fylgi Miðflokksins er hægri vængurinn samtals kominn með stuðning 31.5% kjósenda. Tilvistarvandi Vinstri grænna: úrsagnir og fylgishrun „Vinstrihreyfingin – grænt framboð er róttækur vinstriflokkur sem leggur höfuðáherslu á jöfnuð og sjálfbærni.“ Svo segir á heimasíðu flokksins. Deila má um hvort Vinstri grænir hafi nokkurn tímann í alvörunni verið róttækur vinstriflokkur. Úrsagnir úr flokknum og fylgishrunið eru a.m.k. vísbending eða öllu heldur staðfesting þess að sú stjórnmálahreyfing, sem Vinstri grænir segjast vera, skorti trúverðugleika eins og gerð er grein fyrir í uppgjörsgrein Ögmundar Jónassonar sem var einn stofnfélaga Vinstri grænna. Tilvistarvandi Vinstri grænna, sem komið hefur fram í úrsögnum flokksmanna úr flokknum samhliða stigmagnandi fylgistapi og síðan hröðu hruni flokksins niður í 3%, má ekki síst rekja til óánægju flokksmanna með ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn sl. sjö ár eða þess sem það hefur leitt af sér eða ekki. Tveir þingmenn sögðu sig úr flokknum á fyrra kjörtímabili ríkisstjórnarinnar og gengu til liðs við Pírata annars vegar og Samfylkinguna hins vegar. Annað áhrifafólk hefur einnig sagt sig úr flokknum s.s. nokkrir varaþingmenn, starfsmaður flokksins auk fleiri stuðningsmanna. Núverandi þingkona Vinstri Grænna hefur haldið því fram opinberlega að flokkur hennar hafi gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu og geti ekki gefið meiri afslátt. Vinstri græn njóta heldur ekki stuðnings ungs fólks skv. könnun sem er vísbending um lítt vænlega framtíð flokksins. Á sama tíma stendur Sósíalistaflokkurinn fyrir kraftmikilli umræðu um samfélagsmál og virðist vera búinn að taka við hlutverki VG sem flokkurinn lengst til vinstri og Samfylkingin er orðinn stærsti flokkur landsins. Allt þetta vekur spurningar um hvaða flokkur á mesta erindið við félagshyggju- og jafnaðarfólk dagsins í dag eða öllu heldur hvaða flokk stuðningsfólk Vinstri grænna getur kosið þegar horft er til núverandi stöðu vinstri flokkanna, sögunnar og framtíðarinnar. Forsendur fyrir tilvist VG sem stjórnmálaflokks brostnar – val stuðningsfólks? Vinstrihreyfingin grænt framboð kom til sögunnar sem þingflokkur árið 1998 og árið 1999 sem formlegur klofningsflokkur eftir að unnið hafði verið ötullega að sameiningu fjögurra stjórnmálaflokka á vinstri vængnum allt frá árinu 1995. Því ferli lauk giftusamlega með stofnun Samfylkingarinnar árið 1999. Grein Birgis Hermannssonar stjórnmálafræðings í Heimildinni greinir m.a. frá því að tilurð Vinstri grænna hafi komið til vegna þess að stofnendur hans „töldu ólíklegt að hægt væri að ná samstöðu innan Samfylkingarinnar um NATO, stóriðju og umhverfismál, stjórnkerfi landbúnaðar, fiskveiðistjórnun og Evrópumál.“ Fyrrnefnd grein Ögmundar Jónassonar kemur inn á stjórnmálalegar forsendur stofnunar Vinstri grænna. Aðrir hafa jafnframt nefnt óhóflegan metnað Steingríms J. Sigfússonar til formennsku sem mikilvægan orsakaþátt. Hann hafði þá þegar reynt tvisvar sinnum að verða formaður Alþýðubandalagsins en tapað í bæði skiptin. Annars vegar fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni og hins vegar fyrir Margréti Frímannsdóttur. Þrátt fyrir að hafa verið jákvæður í garð sameiningar í upphafi þá varð reyndin sú á endanum að Steingrímur, ásamt Ögmundi og Hjörleifi Guttormssyni, klauf samstöðuna og stofnaði sinn eiginn stjórnmálaflokk og var formaður hans í 14 ár eða þar til Katrín Jakobsdóttir tók við keflinu. Þegar Vinstri grænir fóru í núverandi ríkisstjórnarsamstarf hefur því einnig verið haldið fram að persónulegur metnaður formannsins hafi, á sama hátt og áður, ráðið miklu þar um frekar en að efla framgang félagshyggju í þágu almennings í landinu. Nú þegar í harðbakkann slær segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, núverandi formaður Vinstri grænna, Í viðtali við Stöð II 7. júní sl. að VG þurfi að ná aftur til fólksins og grasrótarinnar. Hann segir jafnframt orðrétt: „Vinstrið það á svo sannarlega erindi í íslenska pólitík ekki síst þegar við erum að sjá hægri sveiflu nær alls staðar í heiminum.“ Það er rétt til getið. Spurningin er hins vegar hvort Vinstri græn eigi enn erindi eins og þau hugsanlega áttu skv. grein Ögmundar? Það er í höndum kjósenda sem munu ákveða hvort tími sé kominn til að binda enda á (ónauðsynlegan) klofning á vinstri vængnum eftir 25 ár með því að kjósa ekki Vinstri græn heldur sameinaðan flokk vinstrimanna frá árinu 1999? Það sem mælir m.a. með því er að það er enginn raunverulegur munur á stuðningsfólki Vinstri grænna og þeirra flokka sem sameinuðust innan raða Samfylkingarinnar í dag og Sunna Valgerðardóttir, starfsmaður þingflokks VG, telur upp í færslu á Facebook síðu sinni þann 4. júní sl. Færsla hennar svarar einnig spurningunni um framtíð VG í raun þar sem Sunna talar um eiginn flokk í þátíð: „Vinstri græn voru stofnuð á fjórum grunnstoðum. Sá kvartett samanstendur af félagslegu réttlæti, kvenfrelsi, friði og náttúruvernd. Þetta var flokkur sem umhverfisverndarsinnar, félagshyggjufólk, femínistar og friðarsinnar, þau sem almennt vildu öðru fólki og náttúrunni vel, gátu kosið með góðri samvisku.” Þessi hópur stuðningsmanna Vinstri grænna hefur núna þann valkost að kjósa Samfylkinguna frekar en Vinstri græn vonandi með góðri samvisku eða þá Sósíalistaflokkinn. Til viðbótar við stöðu stuðningsmannahóps Vinstri grænna er einnig mögulegt að skoða forsendur áframhaldandi tilveru flokksins með hliðsjón af þeim málum sem Birgir Hermannsson bendir á í fyrrnefndri grein sinni og þróun mála undanfarin ár. Þegar kemur að „Ísland úr NATO, herinn burt“ þá hefur bandarísk herstöð ekki verið á Íslandi síðan árið 2006 og þrátt fyrir að varnarsamningurinn við Bandaríkin sé enn í fullu gildi þá er enn rætt um Ísland sem herlaust og friðsamlegt ríki. Þegar kemur að Atlantshafsbandalaginu (NATO) þá eru eflaust fæst, þrátt fyrir að vera friðarsinnar, samþykk því að ganga úr NATO eins og þróun mála hefur verið og m.a. valdið því að hernaðarlega hlutlaus ríki til margra áratuga, Finnland og Svíþjóð, gengu til liðs við varnarbandalagið. Það gerðu þau af illri nauðsyn enda um friðelskandi ríki að ræða eins og Ísland. Hvað með stóriðju og umhverfismál? Það virðist ekki vera málaflokkur sem réttlætir sérstaklega tilvist Vinstri grænna. Það er mögulegt að nefna fleiri en eitt dæmi sem staðfestir að Vinstri græn eru ekki endilega grænni en aðrir (vinstri) flokkar þegar til kastanna kemur. Hvað með stjórnkerfi landbúnaðar, úthlutun fiskveiðikvótans og aðild að Evrópusambandinu? Það virðist vera mögulegt að ná saman um það ef litið er til sögunnar. Einnig ef sameiginleg afstaða beggja flokka er hagur almennings, almenn velsæld, félagslegt réttlæti og jöfnuður. Hver er þá niðurstaðan? Svo aftur sé vitnað til greinar Birgis Hermannssonar þá segir svo frá að einhver gamall blaðamaður hafi sagt honum „...að hann hefði aldrei séð Davíð Oddsson [fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins] jafn kátan og daginn sem tilkynnt var um stofnun Vinstri grænna. Sameining vinstri manna var úr sögunni. Davíð leit ávallt á Samfylkinguna sem höfuðandstæðing Sjálfstæðisflokksins, enda stærri ógn við valdastöðu hans og forræði í íslenskum stjórnmálum en Vinstri græn....Óhætt er að fullyrða að fáir systurflokka Vinstri grænna á Norðurlöndum hefði látið sér til hugar koma að reyna að mynda stjórn með helsta hægriflokki landsins. Íslenska flokkakerfið (sem stofnun VG styrkti í sessi) gerði þetta þó mögulegt....“ Núna eru Vinstri græn að meta eigin stöðu. Hver sem niðurstaða flokksstjórnarfundar verður þá er það val kjósenda sem segir til um örlög stjórnmálaflokka. Ég fullyrði ekkert um erindi og sjálfstæðan tilverurétt Sósíalistaflokksins. Hins vegar í ljósi þess skaða sem klofningur á vinstri vængnum hefur og getur líkast enn valdið sameiginlegum hugsjónum jafnaðar- og félagshyggjufólks í landinu þá er boltinn í höndum kjósenda Vinstri grænna. Þau þurfa að velta fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að ljúka í eitt skipti fyrir öll hinni sögulegu tilraun frá árinu 1999 með því að kjósa sameiningarflokkinn og þar með skapa saman sterkari forsendur fyrir enn öflugri „höfuðandstæðing Sjálfstæðisflokksins“ og annarra hægriflokka. Hver er annars hinn valkosturinn? Höfundur er stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Marinósdóttir Vinstri græn Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Mikið er rætt um framtíð vinstrisins að loknum forsetakosningum sem beindu kastljósinu að vinstri og hægri ás stjórnmálanna. Það átti sér stað sérstaklega vegna framboðs Katrínar Jakobsdóttur, fyrrum forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, og þeirrar umræðu sem spannst í röðum hennar stuðningsfólks um „vinstrafólkið“ sem studdi ekki framboð hennar. Sum töldu að nánast væri um drottningarsvik að ræða og litu á tap Katrínar og sigur Höllu Tómasdóttur sem einhvers konar tap vinstrisins gegn hægrinu. Langt frá því allir eru sammála þeirri staðhæfingu enda forsetar þjóðkjörnir af fólki úr öllum flokkum eins og skoðanakannanir eru til vitnis um. Jafnframt er nær að halda að forysta Vinstri grænna hafi brugðist sínu fólki frekar en öfugt. KönnunGallups á fylgi stjórnmálaflokkanna sem kom út um leið og forsetakosningarnar voru yfirstaðnar bendir sterklega til þess að svo sé þar sem flokkur fyrrum forsætisráðherra er hreinlega að þurrkast út. Sök bítur sekan. Stuðningur kjósenda er farinn úr 12.6% frá því í síðustu Alþingiskosningum niður í 3.3% sem nægir ekki til að koma einum manni á þing. Samtímis heldur Samfylkingin áfram að vera stærsti flokkurinn með stuðning 30% kosningabærra landsmanna og Sósíalistaflokkurinn mælist nú með 3.7% fylgi. Samtals eru því flokkarnir á hinum klassíska vinstri væng með 37% fylgi eða jafnvel 43% ef Flokkur fólksins væri talinn með. Framsóknarflokkurinn og Píratar eru með um 9% fylgi hvorir um sig og Viðreisn nær 7.7%. Á sama tíma mælist Sjálfstæðisflokkurinn einungis með 18% stuðning en með 13.5% fylgi Miðflokksins er hægri vængurinn samtals kominn með stuðning 31.5% kjósenda. Tilvistarvandi Vinstri grænna: úrsagnir og fylgishrun „Vinstrihreyfingin – grænt framboð er róttækur vinstriflokkur sem leggur höfuðáherslu á jöfnuð og sjálfbærni.“ Svo segir á heimasíðu flokksins. Deila má um hvort Vinstri grænir hafi nokkurn tímann í alvörunni verið róttækur vinstriflokkur. Úrsagnir úr flokknum og fylgishrunið eru a.m.k. vísbending eða öllu heldur staðfesting þess að sú stjórnmálahreyfing, sem Vinstri grænir segjast vera, skorti trúverðugleika eins og gerð er grein fyrir í uppgjörsgrein Ögmundar Jónassonar sem var einn stofnfélaga Vinstri grænna. Tilvistarvandi Vinstri grænna, sem komið hefur fram í úrsögnum flokksmanna úr flokknum samhliða stigmagnandi fylgistapi og síðan hröðu hruni flokksins niður í 3%, má ekki síst rekja til óánægju flokksmanna með ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn sl. sjö ár eða þess sem það hefur leitt af sér eða ekki. Tveir þingmenn sögðu sig úr flokknum á fyrra kjörtímabili ríkisstjórnarinnar og gengu til liðs við Pírata annars vegar og Samfylkinguna hins vegar. Annað áhrifafólk hefur einnig sagt sig úr flokknum s.s. nokkrir varaþingmenn, starfsmaður flokksins auk fleiri stuðningsmanna. Núverandi þingkona Vinstri Grænna hefur haldið því fram opinberlega að flokkur hennar hafi gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu og geti ekki gefið meiri afslátt. Vinstri græn njóta heldur ekki stuðnings ungs fólks skv. könnun sem er vísbending um lítt vænlega framtíð flokksins. Á sama tíma stendur Sósíalistaflokkurinn fyrir kraftmikilli umræðu um samfélagsmál og virðist vera búinn að taka við hlutverki VG sem flokkurinn lengst til vinstri og Samfylkingin er orðinn stærsti flokkur landsins. Allt þetta vekur spurningar um hvaða flokkur á mesta erindið við félagshyggju- og jafnaðarfólk dagsins í dag eða öllu heldur hvaða flokk stuðningsfólk Vinstri grænna getur kosið þegar horft er til núverandi stöðu vinstri flokkanna, sögunnar og framtíðarinnar. Forsendur fyrir tilvist VG sem stjórnmálaflokks brostnar – val stuðningsfólks? Vinstrihreyfingin grænt framboð kom til sögunnar sem þingflokkur árið 1998 og árið 1999 sem formlegur klofningsflokkur eftir að unnið hafði verið ötullega að sameiningu fjögurra stjórnmálaflokka á vinstri vængnum allt frá árinu 1995. Því ferli lauk giftusamlega með stofnun Samfylkingarinnar árið 1999. Grein Birgis Hermannssonar stjórnmálafræðings í Heimildinni greinir m.a. frá því að tilurð Vinstri grænna hafi komið til vegna þess að stofnendur hans „töldu ólíklegt að hægt væri að ná samstöðu innan Samfylkingarinnar um NATO, stóriðju og umhverfismál, stjórnkerfi landbúnaðar, fiskveiðistjórnun og Evrópumál.“ Fyrrnefnd grein Ögmundar Jónassonar kemur inn á stjórnmálalegar forsendur stofnunar Vinstri grænna. Aðrir hafa jafnframt nefnt óhóflegan metnað Steingríms J. Sigfússonar til formennsku sem mikilvægan orsakaþátt. Hann hafði þá þegar reynt tvisvar sinnum að verða formaður Alþýðubandalagsins en tapað í bæði skiptin. Annars vegar fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni og hins vegar fyrir Margréti Frímannsdóttur. Þrátt fyrir að hafa verið jákvæður í garð sameiningar í upphafi þá varð reyndin sú á endanum að Steingrímur, ásamt Ögmundi og Hjörleifi Guttormssyni, klauf samstöðuna og stofnaði sinn eiginn stjórnmálaflokk og var formaður hans í 14 ár eða þar til Katrín Jakobsdóttir tók við keflinu. Þegar Vinstri grænir fóru í núverandi ríkisstjórnarsamstarf hefur því einnig verið haldið fram að persónulegur metnaður formannsins hafi, á sama hátt og áður, ráðið miklu þar um frekar en að efla framgang félagshyggju í þágu almennings í landinu. Nú þegar í harðbakkann slær segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, núverandi formaður Vinstri grænna, Í viðtali við Stöð II 7. júní sl. að VG þurfi að ná aftur til fólksins og grasrótarinnar. Hann segir jafnframt orðrétt: „Vinstrið það á svo sannarlega erindi í íslenska pólitík ekki síst þegar við erum að sjá hægri sveiflu nær alls staðar í heiminum.“ Það er rétt til getið. Spurningin er hins vegar hvort Vinstri græn eigi enn erindi eins og þau hugsanlega áttu skv. grein Ögmundar? Það er í höndum kjósenda sem munu ákveða hvort tími sé kominn til að binda enda á (ónauðsynlegan) klofning á vinstri vængnum eftir 25 ár með því að kjósa ekki Vinstri græn heldur sameinaðan flokk vinstrimanna frá árinu 1999? Það sem mælir m.a. með því er að það er enginn raunverulegur munur á stuðningsfólki Vinstri grænna og þeirra flokka sem sameinuðust innan raða Samfylkingarinnar í dag og Sunna Valgerðardóttir, starfsmaður þingflokks VG, telur upp í færslu á Facebook síðu sinni þann 4. júní sl. Færsla hennar svarar einnig spurningunni um framtíð VG í raun þar sem Sunna talar um eiginn flokk í þátíð: „Vinstri græn voru stofnuð á fjórum grunnstoðum. Sá kvartett samanstendur af félagslegu réttlæti, kvenfrelsi, friði og náttúruvernd. Þetta var flokkur sem umhverfisverndarsinnar, félagshyggjufólk, femínistar og friðarsinnar, þau sem almennt vildu öðru fólki og náttúrunni vel, gátu kosið með góðri samvisku.” Þessi hópur stuðningsmanna Vinstri grænna hefur núna þann valkost að kjósa Samfylkinguna frekar en Vinstri græn vonandi með góðri samvisku eða þá Sósíalistaflokkinn. Til viðbótar við stöðu stuðningsmannahóps Vinstri grænna er einnig mögulegt að skoða forsendur áframhaldandi tilveru flokksins með hliðsjón af þeim málum sem Birgir Hermannsson bendir á í fyrrnefndri grein sinni og þróun mála undanfarin ár. Þegar kemur að „Ísland úr NATO, herinn burt“ þá hefur bandarísk herstöð ekki verið á Íslandi síðan árið 2006 og þrátt fyrir að varnarsamningurinn við Bandaríkin sé enn í fullu gildi þá er enn rætt um Ísland sem herlaust og friðsamlegt ríki. Þegar kemur að Atlantshafsbandalaginu (NATO) þá eru eflaust fæst, þrátt fyrir að vera friðarsinnar, samþykk því að ganga úr NATO eins og þróun mála hefur verið og m.a. valdið því að hernaðarlega hlutlaus ríki til margra áratuga, Finnland og Svíþjóð, gengu til liðs við varnarbandalagið. Það gerðu þau af illri nauðsyn enda um friðelskandi ríki að ræða eins og Ísland. Hvað með stóriðju og umhverfismál? Það virðist ekki vera málaflokkur sem réttlætir sérstaklega tilvist Vinstri grænna. Það er mögulegt að nefna fleiri en eitt dæmi sem staðfestir að Vinstri græn eru ekki endilega grænni en aðrir (vinstri) flokkar þegar til kastanna kemur. Hvað með stjórnkerfi landbúnaðar, úthlutun fiskveiðikvótans og aðild að Evrópusambandinu? Það virðist vera mögulegt að ná saman um það ef litið er til sögunnar. Einnig ef sameiginleg afstaða beggja flokka er hagur almennings, almenn velsæld, félagslegt réttlæti og jöfnuður. Hver er þá niðurstaðan? Svo aftur sé vitnað til greinar Birgis Hermannssonar þá segir svo frá að einhver gamall blaðamaður hafi sagt honum „...að hann hefði aldrei séð Davíð Oddsson [fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins] jafn kátan og daginn sem tilkynnt var um stofnun Vinstri grænna. Sameining vinstri manna var úr sögunni. Davíð leit ávallt á Samfylkinguna sem höfuðandstæðing Sjálfstæðisflokksins, enda stærri ógn við valdastöðu hans og forræði í íslenskum stjórnmálum en Vinstri græn....Óhætt er að fullyrða að fáir systurflokka Vinstri grænna á Norðurlöndum hefði látið sér til hugar koma að reyna að mynda stjórn með helsta hægriflokki landsins. Íslenska flokkakerfið (sem stofnun VG styrkti í sessi) gerði þetta þó mögulegt....“ Núna eru Vinstri græn að meta eigin stöðu. Hver sem niðurstaða flokksstjórnarfundar verður þá er það val kjósenda sem segir til um örlög stjórnmálaflokka. Ég fullyrði ekkert um erindi og sjálfstæðan tilverurétt Sósíalistaflokksins. Hins vegar í ljósi þess skaða sem klofningur á vinstri vængnum hefur og getur líkast enn valdið sameiginlegum hugsjónum jafnaðar- og félagshyggjufólks í landinu þá er boltinn í höndum kjósenda Vinstri grænna. Þau þurfa að velta fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að ljúka í eitt skipti fyrir öll hinni sögulegu tilraun frá árinu 1999 með því að kjósa sameiningarflokkinn og þar með skapa saman sterkari forsendur fyrir enn öflugri „höfuðandstæðing Sjálfstæðisflokksins“ og annarra hægriflokka. Hver er annars hinn valkosturinn? Höfundur er stjórnmálafræðingur
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar