Íslenska ríkið braut á börnum en axlar enga ábyrgð Freyr Rögnvaldsson skrifar 11. júní 2024 11:01 Íslensk stjórnvöld og stjórnsýsla barnaverndarmála bera ábyrgð á því að tugir barna voru beitt alvarlegu, kerfisbundnu, andlegu og líkamlegu ofbeldi á árabilinu 1997 til 2007. Þetta eru ekki ásakanir eða getgátur, heldur staðreyndir. Á sjöunda tug barna, í langflestum tilvikum stúlkur, voru vistuð á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, í Eyjafirði á nefndu árabili. Á meðan á vistun þeirra þar stóð voru stúlkurnar brotnar niður andlega, þær kúgaðar og hæddar og með markvissum hætti skorið á tengsl þeirra við foreldra, systkini, aðra ættingja og vini. Fjöldi þeirra var þá beittur líkamlegu ofbeldi, í sumum tilvikum mjög alvarlegu. Þegar þær sjálfar, foreldrar þeirra, og fleiri gerðu tilraunir til að greina frá ofbeldinu gekk maður undir manns hönd í íslenskri stjórnsýslu við að þagga málið niður. Staðreyndir ljósar í byrjun árs 2021 Undirritaður, þá blaðamaður á Stundinni, rannsakaði starfsemi meðferðarheimilisins Laugalands, áður Varpholts, í eitt og hálft ár, Upphaf þess má rekja til þess að baráttukonan Gígja Skúladóttir, sem vistuð var á heimilinu um tveggja ára skeið, greindi frá því hvernig hún og aðrar stúlkur sem þar voru vistaðar hefðu verið beittar andlegu og líkamlegu ofbeldi með kerfisbundnum hætti. Ásamt samstarfskonu minni, Margréti Marteinsdóttur, hóf ég rannsókn á rekstri heimilisins sem leiddi til þess að þegar í byrjun árs 2021 lágu fyrir frásagnir sex kvenna af ofríki og ofbeldi sem þær höfðu verið beittar á mismunandi tímum þann áratug sem heimilið var rekið af Ingjaldi Arnþórssyni. Þær frásagnir voru studdar opinberum gögnum sem sýndu svo ekki varð um villst að þegar um aldamótin síðustu hefði opinberum aðilum átt að vera ljóst að eitthvað væri verulega brogað við starfsemina. Síðan er liðinn aldarfjórðungur. Gögn staðfesta lýsingar Næstu mánuði hélt ég umfjöllun um starfsemi meðferðarheimilisins áfram. Gögn sem ég fékk afhent frá opinberum aðilum, í mörgum tilvikum eftir mikla eftirgangssemi, staðfestu í veigamiklum atriðum frásögn kvennanna sem fyrst stigu fram og greindu frá ofbeldinu. En það sem hafði öllu meiri áhrif á mig en þau gögn, sem þó voru sláandi vitnisburður um vangetu og ábyrgðarleysi íslensks barnaverndarkerfis, var sá gríðarlegi fjöldi kvenna sem við mig hafði samband og lýsti hræðilegri upplifun sinni af vistuninni á Laugalandi og í Varpholti. Og ég ræddi ekki bara við konur sem höfðu verið vistaðar þar heldur einnig foreldra þeirra. Á blaðamannaferli mínum hef ég oftsinnis fjallað um erfið mál, en trauðla hef ég upplifað það jafn oft að viðmælendur mínir hafi grátið í eins miklu mæli og í téðum viðtölum. Áður en yfir lauk höfðu sex konur til viðbótar stigið fram opinberlega í viðtölum sem ég birti í Stundinni og lýstu ofbeldi, niðurbroti, einangrun og yfirgangi sem þær höfðu orðið fyrir á meðan á vistun þeirra stóð. Meðal þeirra var Gyða Dögg Jónsdóttir sem var 15 ára og barnshafandi þegar hún var vistuð á Laugalandi, og lýsti því hvernig hún var ein og án alls stuðnings á fæðingardeildinni, fimmtán ára gömul, að fæða sitt fyrsta barn. Lítinn dreng sem hún síðan var lokuð með inni á heimilinu í aðstæðum sem engu barni, hvorki fimmtán ára né hvítvoðungi, hefði nokkurn tíma átt að bjóða upp á. Á endanum varð Gyða að gefa son sinn frá sér. Ofbeldið markaði lífshlaupið Samtölin sem ég átti við fyrrverandi vistkonur á Laugalandi og í Varpholti voru þó enn fleiri en þau sem birtust á síðum Stundarinnar. Margar þeirra treystu sér ekki til að koma fram og lýsa því ofbeldi sem þær voru beittar á meðan á vistun þeirra stóð. Ofbeldi sem elti þær allar út í lífið og hefur markað þeirra lífshlaup allt til þessa dags. Yfirvöld voru upplýst Sem fyrr segir höfðu opinberum aðilum þegar borist upplýsingar um ofbeldi og ofríki sem beitt var á meðferðarheimilinu um síðustu aldamót. Slíkar upplýsingar héldu áfram að berast án þess að yfirvöld barnaverndarmála aðhefðust nokkuð. Árið 2007 var fjallað um starfsemina og það ofbeldi sem þar viðgekkst í DV. Viðbrögð þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, Braga Guðbrandssonar, voru þau að hafa í hótunum við blaðamenn og ritstjóra og að senda erindi á félagsmálaráðherra þar sem hann hvatti til að málefni meðferðarheimilisins yrðu ekki rannsökuð og að reynt yrði að gera sem minnst úr málinu. Í ofanálag skrifaði Bragi varnargrein fyrir forstöðumanninn Ingjald þar sem hann fór með ósannindi. Sem sagt, forstjóri Barnaverndarstofu laug á opinberum vettvangi til að forða því að starfsemi meðferðarheimilisins yrði tekin til rannsóknar. Í rannsókn sem gerð var á afdrifum barna sem vistuð voru á meðferðarheimilum sem rekin voru á ábyrgð Barnaverndarstofu á árunum 2000 til 2007, og gerð var opinber árið 2012, kom fram að 40 prósent stúlknanna sem vistaðar voru á Laugalandi lýstu því að þær hefðu verið beittar ofbeldi af hálfu starfsmanna. Hvernig það fær staðist nokkra skoðun að Barnaverndarstofa hafi ekki brugðist þá þegar við (og raunar auðvitað mun fyrr, miðað við þær upplýsingar sem fyrir lágu) og rannsakað starfsemi meðferðarheimilisins er mér óskiljanlegt. Viðurkennt að ofbeldið var kerfisbundið Ríkisstjórn Íslands samþykkti í febrúar 2021 að kannað skyldi hvort börn sem vistuð voru í Varpholti og á Laugalandi hefðu verið beitt ofbeldi. Sú rannsókn tók óhemju langan tíma, það var ekki fyrr en einu og hálfu ári síðar, í september 2022 að birt var skýrsla um starfsemina. Sú skýrsla var svört. Þar er viðurkennt að stúlkurnar hafi verið beittar kerfisbundnu, andlegu ofbeldi. Þó skýrsluhöfundar treysti sér ekki til að fullyrða um líkamlegt ofbeldi eru tilgreind dæmi um að því hafi verið beitt. Á því að stúlkurnar hafi einnig verið beittar kerfisbundnu, líkamlegu ofbeldi er hins vegar ekki nokkur efi, það veit ég. Yfirvöld bregðast enn Allan þennan tíma, bæði frá því í upphafi árs 2021 þegar fyrstu frásagnirnar og rannsóknirnar birtust í Stundinni og frá því í september 2022 eftir að skýrslan var birt, hafa íslensk yfirvöld haldið áfram að brjóta á stúlkunum sem vistaðar voru, nauðugar viljugar, við ofbeldisaðstæður á Laugalandi fyrir aðeins tveimur áratugum. Íslensk stjórnvöld, yfirvöld barnaverndarmála og opinberir aðilar aðrir, hafa í engu reynt að aðstoða þær konur sem brotið var á. Þeim hefur ekki verið útveguð aðstoð fagaðila til að vinna úr ofbeldinu, þær hafa engar bætur fengið greiddar og svo virðist sem það sé staðföst afstaða yfirvalda að sópa ofbeldinu sem þær voru beittar undir teppið. Íslensk yfirvöld hafa því haldið áfram að brjóta gegn konunum sem beittar voru kerfisbundnu ofbeldi, á ábyrgð yfirvalda, sem börn. Það virðast þau ætla að gera áfram. Það er ólíðandi og skammarlegt. Ég kalla á allt rétthugsandi fólk í landinu að mótmæla með fortakslausum hætti þessum skammarlega framgangi hins opinbera og krefjast réttlætis til handa konunum sem sættu ofbeldi sem börn á Laugalandi og í Varpholti. Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld og stjórnsýsla barnaverndarmála bera ábyrgð á því að tugir barna voru beitt alvarlegu, kerfisbundnu, andlegu og líkamlegu ofbeldi á árabilinu 1997 til 2007. Þetta eru ekki ásakanir eða getgátur, heldur staðreyndir. Á sjöunda tug barna, í langflestum tilvikum stúlkur, voru vistuð á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, í Eyjafirði á nefndu árabili. Á meðan á vistun þeirra þar stóð voru stúlkurnar brotnar niður andlega, þær kúgaðar og hæddar og með markvissum hætti skorið á tengsl þeirra við foreldra, systkini, aðra ættingja og vini. Fjöldi þeirra var þá beittur líkamlegu ofbeldi, í sumum tilvikum mjög alvarlegu. Þegar þær sjálfar, foreldrar þeirra, og fleiri gerðu tilraunir til að greina frá ofbeldinu gekk maður undir manns hönd í íslenskri stjórnsýslu við að þagga málið niður. Staðreyndir ljósar í byrjun árs 2021 Undirritaður, þá blaðamaður á Stundinni, rannsakaði starfsemi meðferðarheimilisins Laugalands, áður Varpholts, í eitt og hálft ár, Upphaf þess má rekja til þess að baráttukonan Gígja Skúladóttir, sem vistuð var á heimilinu um tveggja ára skeið, greindi frá því hvernig hún og aðrar stúlkur sem þar voru vistaðar hefðu verið beittar andlegu og líkamlegu ofbeldi með kerfisbundnum hætti. Ásamt samstarfskonu minni, Margréti Marteinsdóttur, hóf ég rannsókn á rekstri heimilisins sem leiddi til þess að þegar í byrjun árs 2021 lágu fyrir frásagnir sex kvenna af ofríki og ofbeldi sem þær höfðu verið beittar á mismunandi tímum þann áratug sem heimilið var rekið af Ingjaldi Arnþórssyni. Þær frásagnir voru studdar opinberum gögnum sem sýndu svo ekki varð um villst að þegar um aldamótin síðustu hefði opinberum aðilum átt að vera ljóst að eitthvað væri verulega brogað við starfsemina. Síðan er liðinn aldarfjórðungur. Gögn staðfesta lýsingar Næstu mánuði hélt ég umfjöllun um starfsemi meðferðarheimilisins áfram. Gögn sem ég fékk afhent frá opinberum aðilum, í mörgum tilvikum eftir mikla eftirgangssemi, staðfestu í veigamiklum atriðum frásögn kvennanna sem fyrst stigu fram og greindu frá ofbeldinu. En það sem hafði öllu meiri áhrif á mig en þau gögn, sem þó voru sláandi vitnisburður um vangetu og ábyrgðarleysi íslensks barnaverndarkerfis, var sá gríðarlegi fjöldi kvenna sem við mig hafði samband og lýsti hræðilegri upplifun sinni af vistuninni á Laugalandi og í Varpholti. Og ég ræddi ekki bara við konur sem höfðu verið vistaðar þar heldur einnig foreldra þeirra. Á blaðamannaferli mínum hef ég oftsinnis fjallað um erfið mál, en trauðla hef ég upplifað það jafn oft að viðmælendur mínir hafi grátið í eins miklu mæli og í téðum viðtölum. Áður en yfir lauk höfðu sex konur til viðbótar stigið fram opinberlega í viðtölum sem ég birti í Stundinni og lýstu ofbeldi, niðurbroti, einangrun og yfirgangi sem þær höfðu orðið fyrir á meðan á vistun þeirra stóð. Meðal þeirra var Gyða Dögg Jónsdóttir sem var 15 ára og barnshafandi þegar hún var vistuð á Laugalandi, og lýsti því hvernig hún var ein og án alls stuðnings á fæðingardeildinni, fimmtán ára gömul, að fæða sitt fyrsta barn. Lítinn dreng sem hún síðan var lokuð með inni á heimilinu í aðstæðum sem engu barni, hvorki fimmtán ára né hvítvoðungi, hefði nokkurn tíma átt að bjóða upp á. Á endanum varð Gyða að gefa son sinn frá sér. Ofbeldið markaði lífshlaupið Samtölin sem ég átti við fyrrverandi vistkonur á Laugalandi og í Varpholti voru þó enn fleiri en þau sem birtust á síðum Stundarinnar. Margar þeirra treystu sér ekki til að koma fram og lýsa því ofbeldi sem þær voru beittar á meðan á vistun þeirra stóð. Ofbeldi sem elti þær allar út í lífið og hefur markað þeirra lífshlaup allt til þessa dags. Yfirvöld voru upplýst Sem fyrr segir höfðu opinberum aðilum þegar borist upplýsingar um ofbeldi og ofríki sem beitt var á meðferðarheimilinu um síðustu aldamót. Slíkar upplýsingar héldu áfram að berast án þess að yfirvöld barnaverndarmála aðhefðust nokkuð. Árið 2007 var fjallað um starfsemina og það ofbeldi sem þar viðgekkst í DV. Viðbrögð þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, Braga Guðbrandssonar, voru þau að hafa í hótunum við blaðamenn og ritstjóra og að senda erindi á félagsmálaráðherra þar sem hann hvatti til að málefni meðferðarheimilisins yrðu ekki rannsökuð og að reynt yrði að gera sem minnst úr málinu. Í ofanálag skrifaði Bragi varnargrein fyrir forstöðumanninn Ingjald þar sem hann fór með ósannindi. Sem sagt, forstjóri Barnaverndarstofu laug á opinberum vettvangi til að forða því að starfsemi meðferðarheimilisins yrði tekin til rannsóknar. Í rannsókn sem gerð var á afdrifum barna sem vistuð voru á meðferðarheimilum sem rekin voru á ábyrgð Barnaverndarstofu á árunum 2000 til 2007, og gerð var opinber árið 2012, kom fram að 40 prósent stúlknanna sem vistaðar voru á Laugalandi lýstu því að þær hefðu verið beittar ofbeldi af hálfu starfsmanna. Hvernig það fær staðist nokkra skoðun að Barnaverndarstofa hafi ekki brugðist þá þegar við (og raunar auðvitað mun fyrr, miðað við þær upplýsingar sem fyrir lágu) og rannsakað starfsemi meðferðarheimilisins er mér óskiljanlegt. Viðurkennt að ofbeldið var kerfisbundið Ríkisstjórn Íslands samþykkti í febrúar 2021 að kannað skyldi hvort börn sem vistuð voru í Varpholti og á Laugalandi hefðu verið beitt ofbeldi. Sú rannsókn tók óhemju langan tíma, það var ekki fyrr en einu og hálfu ári síðar, í september 2022 að birt var skýrsla um starfsemina. Sú skýrsla var svört. Þar er viðurkennt að stúlkurnar hafi verið beittar kerfisbundnu, andlegu ofbeldi. Þó skýrsluhöfundar treysti sér ekki til að fullyrða um líkamlegt ofbeldi eru tilgreind dæmi um að því hafi verið beitt. Á því að stúlkurnar hafi einnig verið beittar kerfisbundnu, líkamlegu ofbeldi er hins vegar ekki nokkur efi, það veit ég. Yfirvöld bregðast enn Allan þennan tíma, bæði frá því í upphafi árs 2021 þegar fyrstu frásagnirnar og rannsóknirnar birtust í Stundinni og frá því í september 2022 eftir að skýrslan var birt, hafa íslensk yfirvöld haldið áfram að brjóta á stúlkunum sem vistaðar voru, nauðugar viljugar, við ofbeldisaðstæður á Laugalandi fyrir aðeins tveimur áratugum. Íslensk stjórnvöld, yfirvöld barnaverndarmála og opinberir aðilar aðrir, hafa í engu reynt að aðstoða þær konur sem brotið var á. Þeim hefur ekki verið útveguð aðstoð fagaðila til að vinna úr ofbeldinu, þær hafa engar bætur fengið greiddar og svo virðist sem það sé staðföst afstaða yfirvalda að sópa ofbeldinu sem þær voru beittar undir teppið. Íslensk yfirvöld hafa því haldið áfram að brjóta gegn konunum sem beittar voru kerfisbundnu ofbeldi, á ábyrgð yfirvalda, sem börn. Það virðast þau ætla að gera áfram. Það er ólíðandi og skammarlegt. Ég kalla á allt rétthugsandi fólk í landinu að mótmæla með fortakslausum hætti þessum skammarlega framgangi hins opinbera og krefjast réttlætis til handa konunum sem sættu ofbeldi sem börn á Laugalandi og í Varpholti. Höfundur er blaðamaður.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar