Bjarkey verði að sæta ábyrgð Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júní 2024 13:23 Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Vísir/Arnar Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir matvælaráðherra hafa viljandi gert Hval hf. ókleift að veiða langreyðar í sumar. Hún telur að fyrirtækið fari í mál við ríkið og að borgarar megi ekki sætta sig við það að ráðherrar brjóti lög. Í gær gaf Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra út leyfi til veiða á 128 langreyðum við Íslandsstrendur. Umsókn um leyfið var send inn í janúar og því tók hálft ár að afgreiða hana. Alla jafna væru veiðar hafnar á þessum tíma árs. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd harkalega, bæði af þeim sem tala með og gegn hvalveiðum. Hvalavinir vildu ekki að leyfið yrði gefið út en aðrir eru ósáttir við seinaganginn við afgreiðsluna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir augljóst að ráðherra hafi slegið vertíð þessa árs af. „Ráðherra veit það sjálf að það er það langt liðið á árið að það er ekki hægt að undirbúa vertíð á þessu ári. Þannig þátt fyrir að tæknilega sé leyfi í gildi til árs, þá er fyrirtækinu ókleift að nýta leyfið. Að þeim sökum teljum við ólögmætið jafn mikið nú og fyrir ári síðan,“ segir Heiðrún. Hún telur að ríkið hafa bakað sér bótaskyldu og að Hvalur muni höfða mál. Hvalveiðar séu löglegar og Alþingi ekki á leið í að banna þær. „Ég hygg að ef að menn töldu meirihluta fyrir því á þingi að banna hvalveiðar, þá hefði það þegar litið dagsins ljós. Af þeim sökum líka, tel ég það mjög ámælisvert að hálfu ráðherra og ég trúi ekki öðru en að þingið hafi á því líka miklar skoðanir þegar ráðherra gengur fram með þessum hætti og í raun bannar þá atvinnustarfsemi sem þingið hefur þegar leyft,“ segir Heiðrún. Hún segist skilja að um sé að ræða hitamál í þjóðfélaginu. „En það breytir því hins vegar ekki að við getum aldrei, við sem borgarar, eigum aldrei að sætta okkur við það þegar ráðherrar af ásetningin, brjóta gegn stjórnarskrárvörðum réttindum borgaranna. Það breytir engu hvort við séum sammála eða ósammálalögum, eða hvalveiðum. Ráðherrar eiga að sæta ábyrgð ef þeir virða ekki þau lög sem sett eru,“ segir Heiðrún. Hvalir Sjávarútvegur Vinnumarkaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hafið Hvalveiðar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Í gær gaf Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra út leyfi til veiða á 128 langreyðum við Íslandsstrendur. Umsókn um leyfið var send inn í janúar og því tók hálft ár að afgreiða hana. Alla jafna væru veiðar hafnar á þessum tíma árs. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd harkalega, bæði af þeim sem tala með og gegn hvalveiðum. Hvalavinir vildu ekki að leyfið yrði gefið út en aðrir eru ósáttir við seinaganginn við afgreiðsluna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir augljóst að ráðherra hafi slegið vertíð þessa árs af. „Ráðherra veit það sjálf að það er það langt liðið á árið að það er ekki hægt að undirbúa vertíð á þessu ári. Þannig þátt fyrir að tæknilega sé leyfi í gildi til árs, þá er fyrirtækinu ókleift að nýta leyfið. Að þeim sökum teljum við ólögmætið jafn mikið nú og fyrir ári síðan,“ segir Heiðrún. Hún telur að ríkið hafa bakað sér bótaskyldu og að Hvalur muni höfða mál. Hvalveiðar séu löglegar og Alþingi ekki á leið í að banna þær. „Ég hygg að ef að menn töldu meirihluta fyrir því á þingi að banna hvalveiðar, þá hefði það þegar litið dagsins ljós. Af þeim sökum líka, tel ég það mjög ámælisvert að hálfu ráðherra og ég trúi ekki öðru en að þingið hafi á því líka miklar skoðanir þegar ráðherra gengur fram með þessum hætti og í raun bannar þá atvinnustarfsemi sem þingið hefur þegar leyft,“ segir Heiðrún. Hún segist skilja að um sé að ræða hitamál í þjóðfélaginu. „En það breytir því hins vegar ekki að við getum aldrei, við sem borgarar, eigum aldrei að sætta okkur við það þegar ráðherrar af ásetningin, brjóta gegn stjórnarskrárvörðum réttindum borgaranna. Það breytir engu hvort við séum sammála eða ósammálalögum, eða hvalveiðum. Ráðherrar eiga að sæta ábyrgð ef þeir virða ekki þau lög sem sett eru,“ segir Heiðrún.
Hvalir Sjávarútvegur Vinnumarkaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hafið Hvalveiðar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira