Byggja styttu af Brady og leggja tólfuna hans á hilluna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2024 09:00 Tom Brady og treyja númer 12. Tvíeyki sem gat ekki klikkað. Matthew J. Lee/Getty Images NFL-liðið New England Patriots mun leggja treyju númer 12 á hilluna til heiðurs hinum goðsagnakennda leikstjórnanda Tom Brady. Þá mun félagið reisa styttu af þessum fyrrverandi leikmanni sem virtist lengi vel ósigrandi. Patriots tilkynnti þetta á sama tíma og félagið tók hinn 46 ára gamla Brady inn í frægðarhöll félagsins. Ákvörðun félagsins að velja Brady með 199. valrétti sínum í nýliðavalinu árið 2000 var sú besta í sögu þess. .@TomBrady is one in a billion.@neiltyson | #NEPats pic.twitter.com/8Rgvz6ftb4— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 Með hann við stjórnvölinn, inn á vellinum að minnsta kosti, varð liðið sex sinnum meistari. Hann gerði svo gott betur og varð einnig meistari með miðlungsliði Tampa Bay Buccaneers. Nú hefur Patriots ákveðið að heiðra þennan goðsagnakennda leikmenn með því að leggja treyju númer 12 á hilluna sem og að byggja styttu af Brady. Var þetta allt saman tilkynnt á uppseldum Gillette-leikvangi en alls voru 60 þúsund manns mætt til að sjá Brady vera tekinn inn í frægðarhöll Patriots. Number 12, enshrined FOREVER. pic.twitter.com/xle1IkVC1r— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 „Styttan mun standa ein fyrir utan Frægðarhöllina til að sýna að hann er ekki aðeins sá besti í sögu Patriots heldur sá besti í sögu NFL,“ sagði Robert Kraft, eigandi Patriots, þegar herlegheitin voru tilkynnt. „Ég er að eilífu þakklátur. Ég er Tom Brady og ég er Patriot. Skulum svo hafa það á hreinu að það er enginn þjálfari í heiminum sem ég hefði frekar viljað spila fyrir en Bill Belichick,“ sagði Brady sjálfur. PATRIOT FOR LIFE @TomBrady. pic.twitter.com/mrjNCBW0Fl— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 „Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og allt sem þú hefur gert fyrir mig. Og þakka þér fyrir að vera sú fyrirmynd sem þú hefur verið undanfarin 20 ár. Til hamingju,“ sagði Belichick sjálfur að endingu. Brady er sá leikmaður sem hefur reynt flestar sendingar í deildarkeppni NFL eða 12.050 talsins. Alls heppnuðust 7.753 þeirra og 649 þeirra leiddu til snertimarks. Þá var hann þrívegis valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. NFL Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Sjá meira
Patriots tilkynnti þetta á sama tíma og félagið tók hinn 46 ára gamla Brady inn í frægðarhöll félagsins. Ákvörðun félagsins að velja Brady með 199. valrétti sínum í nýliðavalinu árið 2000 var sú besta í sögu þess. .@TomBrady is one in a billion.@neiltyson | #NEPats pic.twitter.com/8Rgvz6ftb4— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 Með hann við stjórnvölinn, inn á vellinum að minnsta kosti, varð liðið sex sinnum meistari. Hann gerði svo gott betur og varð einnig meistari með miðlungsliði Tampa Bay Buccaneers. Nú hefur Patriots ákveðið að heiðra þennan goðsagnakennda leikmenn með því að leggja treyju númer 12 á hilluna sem og að byggja styttu af Brady. Var þetta allt saman tilkynnt á uppseldum Gillette-leikvangi en alls voru 60 þúsund manns mætt til að sjá Brady vera tekinn inn í frægðarhöll Patriots. Number 12, enshrined FOREVER. pic.twitter.com/xle1IkVC1r— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 „Styttan mun standa ein fyrir utan Frægðarhöllina til að sýna að hann er ekki aðeins sá besti í sögu Patriots heldur sá besti í sögu NFL,“ sagði Robert Kraft, eigandi Patriots, þegar herlegheitin voru tilkynnt. „Ég er að eilífu þakklátur. Ég er Tom Brady og ég er Patriot. Skulum svo hafa það á hreinu að það er enginn þjálfari í heiminum sem ég hefði frekar viljað spila fyrir en Bill Belichick,“ sagði Brady sjálfur. PATRIOT FOR LIFE @TomBrady. pic.twitter.com/mrjNCBW0Fl— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 „Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og allt sem þú hefur gert fyrir mig. Og þakka þér fyrir að vera sú fyrirmynd sem þú hefur verið undanfarin 20 ár. Til hamingju,“ sagði Belichick sjálfur að endingu. Brady er sá leikmaður sem hefur reynt flestar sendingar í deildarkeppni NFL eða 12.050 talsins. Alls heppnuðust 7.753 þeirra og 649 þeirra leiddu til snertimarks. Þá var hann þrívegis valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar.
NFL Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Sjá meira