Atvinnulífið og fíkniefnasalan Ólafur Kjartansson skrifar 15. júní 2024 07:01 12. júní birtist á Vísi grein sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda skrifar. Þar ávítar greinarhöfundur tvo ráðherra í ríkistjórn, annan vegna hvalveiðanna og hinn ráðherrann vegna beiðnar hans til lögreglu varðandi þá netverslun með áfengi sem ber mest á nú um stundir. Ólafur Stephensen hefur áður birt skrif um áfengissöluna þar sem hann er að mínu mati að berjast fyrir aukinni dreifingu og sölu á áfenginu. Lára G. Sigurðardóttir birtir sama dag grein á Vísi með fyrirsögnina “Núll prósent skynsemi” og fjallar þar um áfengisdreifinguna og áhrif neyslunnar á þjóðfélagið sem heild. Að mínu mati bendir hún á viðurkennd sannindi og vísa til hennar um þann hluta af málinu. Einnig vil ég benda á skýrt orðaða grein sem Ari Jónsson birti sama dag um nokkra lagalega þætti málsins. Ég skil skilgreiningu landslæknisembættisins á áfengi á þann veg að áfengi sé neysluvara með eiginleika ávanabindandi fíkni- og vímuefnis sem í skásta falli sé skaðlítið einstaklingum á fullorðinsaldri en umtalsverður hópur fari mjög illa útúr samskiptum við Bakkus. Þau sem selja áfengi eru samkvæmt þessu að selja vímu og fíkniefni. Áfengið er samfélaginu ofboðslega dýrt í töpuðum fjármunum, tekjumissi og kostnaði sem setur áfengið langefst á neikvæða vímu-og fíkniefnalistann þegar mældur er skaðinn sem það veldur um nánast allt þjóðfélagið. Vegna þessa finnst mér mjög sérstakt að Ólafur Stephensen skuli sem framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda draga taum fíkni-og vímuefnasalanna gegn öðrum og að mínu mati, mun mikilvægari hagsmunum atvinnulífs, ríkis og sveitarfélaga. Hann setur ekki fyrir sig aukin útgjöld, skerta vinnugetu starfsfólks, auknar veikindafjarvistir og skaða og óhappa vegna skertrar dómgreindar. Ef ég væri í sporum hins almenna atvinnurekanda í starfsemi sem ekki sér sér hagnað í þeirri vímuefnasölu sem mér sýnist Ólafur Stephensen vera að mæla með myndi ég viðra efasemdir um hæfi hans í starfi. Höfundur er virkur í starfi VG á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netverslun með áfengi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
12. júní birtist á Vísi grein sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda skrifar. Þar ávítar greinarhöfundur tvo ráðherra í ríkistjórn, annan vegna hvalveiðanna og hinn ráðherrann vegna beiðnar hans til lögreglu varðandi þá netverslun með áfengi sem ber mest á nú um stundir. Ólafur Stephensen hefur áður birt skrif um áfengissöluna þar sem hann er að mínu mati að berjast fyrir aukinni dreifingu og sölu á áfenginu. Lára G. Sigurðardóttir birtir sama dag grein á Vísi með fyrirsögnina “Núll prósent skynsemi” og fjallar þar um áfengisdreifinguna og áhrif neyslunnar á þjóðfélagið sem heild. Að mínu mati bendir hún á viðurkennd sannindi og vísa til hennar um þann hluta af málinu. Einnig vil ég benda á skýrt orðaða grein sem Ari Jónsson birti sama dag um nokkra lagalega þætti málsins. Ég skil skilgreiningu landslæknisembættisins á áfengi á þann veg að áfengi sé neysluvara með eiginleika ávanabindandi fíkni- og vímuefnis sem í skásta falli sé skaðlítið einstaklingum á fullorðinsaldri en umtalsverður hópur fari mjög illa útúr samskiptum við Bakkus. Þau sem selja áfengi eru samkvæmt þessu að selja vímu og fíkniefni. Áfengið er samfélaginu ofboðslega dýrt í töpuðum fjármunum, tekjumissi og kostnaði sem setur áfengið langefst á neikvæða vímu-og fíkniefnalistann þegar mældur er skaðinn sem það veldur um nánast allt þjóðfélagið. Vegna þessa finnst mér mjög sérstakt að Ólafur Stephensen skuli sem framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda draga taum fíkni-og vímuefnasalanna gegn öðrum og að mínu mati, mun mikilvægari hagsmunum atvinnulífs, ríkis og sveitarfélaga. Hann setur ekki fyrir sig aukin útgjöld, skerta vinnugetu starfsfólks, auknar veikindafjarvistir og skaða og óhappa vegna skertrar dómgreindar. Ef ég væri í sporum hins almenna atvinnurekanda í starfsemi sem ekki sér sér hagnað í þeirri vímuefnasölu sem mér sýnist Ólafur Stephensen vera að mæla með myndi ég viðra efasemdir um hæfi hans í starfi. Höfundur er virkur í starfi VG á Akureyri.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun