Táknmyndir íslenska lýðveldisins 17. júní 2024 15:01 Í dag 17. júní 2024 er lýðveldið Ísland 80 ára og því ber að fagna. Það er ekki sjálfgefið að vera frjáls og fullvalda þjóð. Forfeður okkar og formæður þráðu eflaust ekkert heitar en það frelsi sem við búum við í dag. Það að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki kostaði mikla vinnu og fyrirhöfn. Í dag megum við því vera þakklát fyrir hugsjónir og trú þeirra hugrökku Íslendinga sem börðust fyrir fullveldi lýðveldisins. Við Íslendingar eigum mörg falleg sameiningartákn sem við megum vera stolt af. Þetta eru til dæmis íslenski fáninn, skjaldamerki lýðveldisins Íslands, fjallkonan, landið okkar, náttúran, auðlindirnar og þau sameiginilegu gildi sem við getum sammælst um að séu Íslendingum til sóma. Íslenski fáninn ber rauðan kross sem umlukinn er hvítum lit á bláum grunni. Krossinn er tenging þjóðarinnar við kristni en krossinn er sigurtákn og minnir okkur á tenginguna við himinn og jörð. Rauði liturinn í krossinum táknar eldinn sem ólgar undir Íslandi og einnig þann eldmóð sem Íslendingar bera í brjósti. Rauður táknar hugrekki og ástríðu. Hvíti liturinn merkir ísinn í jöklunum en hvítur táknar einnig sannleika, vernd og æðri mátt. Blái liturinn stendur fyrir fjallablámann en blár stendur fyrir tjáningu og tryggð. Skjaldamerki Íslands er silfurlitaður kross á himinbláum skildi með rauðum krossi inn í silfurkrossinum. Silfurlitur merkir von, næmni og skilyrðislausa ást. Hinar fjóru landvættir Íslands prýða skjaldamerkið, ein fyrir hvern landsfjórðung: Griðungur verndar Vesturland, gammur Norðurland, dreki Austurland og bergrisi Suðurland. Allar standa vættirnar á helluhrauni. Griðungur (ógelt naut) táknar líkamlegan styrk, innri seiglu og hæfileikann til að standa þétt gegn mótlæti. Gammur (örn) táknar yfirsýn og djúpt innsæi. Drekinn stendur fyrir andlega leiðsögn og visku. Risinn merkir ótakmarkaða möguleika og getu til að sigra erfiðleika. Fáir vita að þessar fjórar vættir eiga rætur að rekja til postulana Jóhannesar, Matthíasar, Markúsar og Lúkasar þar sem tákn Jóhannesar er örn (gammur), tákn Mattíasar er engill (risi), tákn Markúsar er ljón (dreki) og tákn Lúkasar er uxi (griðungur). Þessar táknmyndir má sjá í mörgum kirkjum landsins. Fjallkonan er táknmynd Íslands. Fjallkonan er íklædd sjálfri náttúrunni. Hún ber fegurð Íslands með sér, klæðist bláum kjól sem táknar hafið, blámann í fjöllunum og frjálsa tjáningu. Fjallkonan ber ískórónu á höfði sem eldur gýs upp úr. Á hægri öxl hennar er hrafn sem er einkennandi fugl Íslands en hann merkir styrk, miðlun, skilaboð og spádóma. Í hægri hendi heldur fjallkonan á sverði sem er tákn fyrir sannleikann. Vinstra megin flýgur mávur sem táknar þrautseigju, óttaleysi og frelsi. Rúnakeflið sem hún heldur á í vinstri hendi er tákn bókmennta okkar og sögu. Í næturmyrkri situr fjallkonan undir stirndum himni og hálfmána. Allt eru þetta tákn um kvenlegt innsæi, kvenorkuna, andlegan vöxt, guðlega vernd og leiðsögn. Í fjarska eru fjöll með upplýsta tinda, tákn um drauma okkar og þrár. Fögnum afmæli lýðveldisins og fegurð landsins okkar, frelsi þess og fullveldi. Megi Guð og allar góðar vættir vaka yfir landinu okkar fagra og íslensku þjóðinni um ókomna tíð. Höfundur er kennari með áhuga á táknfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 17. júní Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Í dag 17. júní 2024 er lýðveldið Ísland 80 ára og því ber að fagna. Það er ekki sjálfgefið að vera frjáls og fullvalda þjóð. Forfeður okkar og formæður þráðu eflaust ekkert heitar en það frelsi sem við búum við í dag. Það að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki kostaði mikla vinnu og fyrirhöfn. Í dag megum við því vera þakklát fyrir hugsjónir og trú þeirra hugrökku Íslendinga sem börðust fyrir fullveldi lýðveldisins. Við Íslendingar eigum mörg falleg sameiningartákn sem við megum vera stolt af. Þetta eru til dæmis íslenski fáninn, skjaldamerki lýðveldisins Íslands, fjallkonan, landið okkar, náttúran, auðlindirnar og þau sameiginilegu gildi sem við getum sammælst um að séu Íslendingum til sóma. Íslenski fáninn ber rauðan kross sem umlukinn er hvítum lit á bláum grunni. Krossinn er tenging þjóðarinnar við kristni en krossinn er sigurtákn og minnir okkur á tenginguna við himinn og jörð. Rauði liturinn í krossinum táknar eldinn sem ólgar undir Íslandi og einnig þann eldmóð sem Íslendingar bera í brjósti. Rauður táknar hugrekki og ástríðu. Hvíti liturinn merkir ísinn í jöklunum en hvítur táknar einnig sannleika, vernd og æðri mátt. Blái liturinn stendur fyrir fjallablámann en blár stendur fyrir tjáningu og tryggð. Skjaldamerki Íslands er silfurlitaður kross á himinbláum skildi með rauðum krossi inn í silfurkrossinum. Silfurlitur merkir von, næmni og skilyrðislausa ást. Hinar fjóru landvættir Íslands prýða skjaldamerkið, ein fyrir hvern landsfjórðung: Griðungur verndar Vesturland, gammur Norðurland, dreki Austurland og bergrisi Suðurland. Allar standa vættirnar á helluhrauni. Griðungur (ógelt naut) táknar líkamlegan styrk, innri seiglu og hæfileikann til að standa þétt gegn mótlæti. Gammur (örn) táknar yfirsýn og djúpt innsæi. Drekinn stendur fyrir andlega leiðsögn og visku. Risinn merkir ótakmarkaða möguleika og getu til að sigra erfiðleika. Fáir vita að þessar fjórar vættir eiga rætur að rekja til postulana Jóhannesar, Matthíasar, Markúsar og Lúkasar þar sem tákn Jóhannesar er örn (gammur), tákn Mattíasar er engill (risi), tákn Markúsar er ljón (dreki) og tákn Lúkasar er uxi (griðungur). Þessar táknmyndir má sjá í mörgum kirkjum landsins. Fjallkonan er táknmynd Íslands. Fjallkonan er íklædd sjálfri náttúrunni. Hún ber fegurð Íslands með sér, klæðist bláum kjól sem táknar hafið, blámann í fjöllunum og frjálsa tjáningu. Fjallkonan ber ískórónu á höfði sem eldur gýs upp úr. Á hægri öxl hennar er hrafn sem er einkennandi fugl Íslands en hann merkir styrk, miðlun, skilaboð og spádóma. Í hægri hendi heldur fjallkonan á sverði sem er tákn fyrir sannleikann. Vinstra megin flýgur mávur sem táknar þrautseigju, óttaleysi og frelsi. Rúnakeflið sem hún heldur á í vinstri hendi er tákn bókmennta okkar og sögu. Í næturmyrkri situr fjallkonan undir stirndum himni og hálfmána. Allt eru þetta tákn um kvenlegt innsæi, kvenorkuna, andlegan vöxt, guðlega vernd og leiðsögn. Í fjarska eru fjöll með upplýsta tinda, tákn um drauma okkar og þrár. Fögnum afmæli lýðveldisins og fegurð landsins okkar, frelsi þess og fullveldi. Megi Guð og allar góðar vættir vaka yfir landinu okkar fagra og íslensku þjóðinni um ókomna tíð. Höfundur er kennari með áhuga á táknfræði.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun