Mikilvægi Vaxtamálsins -lántakar verjist Breki Karlsson, Ragnar Þór Ingólfsson og skrifa 19. júní 2024 09:31 Árið 2021 fengu Neytendasamtökin fulltingi VR til að stefna bönkunum vegna skilmála og vaxtaákvarðana lána með breytilegum vöxtum. Að mati samtakanna eru skilmálarnir óskýrir, verulega matskenndir og ógegnsæir og þess vegna ekki hægt að sannreyna hvort vaxtaákvarðanir séu réttmætar. Á þessum tíma voru vextir í sögulegu lágmarki. Nú hafa þeir hækkað svo rækilega að margir sligast undan, og fram undan eru vaxtabreytingar fjölmargra lána, svo líkja má við krapastíflu sem bíður þess að bresta. Því eru hagsmunir neytenda enn ríkari nú en áður. Álit EFTA-dómstólsins skýrt Héraðsdómar Reykjavíkur og Reykjaness beindu spurningu til EFTA dómstólsins og óskuðu eftir ráðgefandi áliti um hvernig túlka bæri Evróputilskipanir er varða lög sem bera breytilega vexti, þ.m.t. ákvæði sem innleidd voru með lögum um fasteignalán til neytenda árið 2017. Álit dómstólsins var kýrskýrt: Bönkunum er ekki heimilt að breyta vöxtum að vild og núverandi skilmálar bankanna uppfylla ekki skilyrði um skýrleika. Þannig eru skilmálar lánanna með breytilegum vöxtum ólöglegir, sem og aðferð lánveitenda við vaxtaákvarðanir, að mati EFTA dómstólsins. Forsagan Í lok árs 2019 óskuðu Neytendasamtökin eftir upplýsingum um ákvæði lánasamninga og framkvæmd vaxtaákvarðana lána með breytilegum vöxtum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum. Svör bankanna bárust í apríl 2019 og voru þau ófullnægjandi að mati samtakanna. Voru bankarnir hvattir til að endurskoða samningsskilmála húsnæðislána með breytilegum vöxtum og endurgreiða oftekna vexti. Svör bárust haustið 2020 og höfnuðu allir bankarnir að verða við kröfum samtakanna. Í maí 2021 opnuðu Neytendasamtökin vefinn www.vaxtamalid.is og kölluðu eftir þátttakendum í fjöldamálsókn. Alls hafa nú á þriðja þúsundmanns með á sjöunda þúsund lána skráð sig til leiks. Í desember 2021 var bönkunum þremur stefnt í sex fordæmisgefandi málum. Í málunum reynir á mismunandi tegundir skilmála um breytilega vexti sem bankarnir hafa nýtt í starfsemi sinni. Fimm málanna snúa að húsnæðislánum, en markmiðið var að fá fram úrlausn í málinu sem hefði þýðingu fyrir sem flesta lánataka. Mál sem snúa að lánum sem tekin voru fyrir 2017 eru nú fyrir Landsrétti, en í héraði voru Arion banki og Íslandsbanki sýknaðir, en Landsbankanum gert að endurgreiða lántökum. Málum sem snúa að húsnæðislánum sem tekin voru í tíð núgildandi laga var vísað til EFTA-dómstólsins, af Héraðsdómum Reykjavíkur og Reykjaness, en aðalmeðferð í þeim málum fer fram fyrir héraðsdómi næsta haust. Ráðgefandi álit dómstólsins lá fyrir í maí 2024 en þar er tekið undir öll sjónarmið Neytendasamtakanna. Áhrif úrskurðar EFTA dómstólsins Bankarnir hafa sagt úrskurðinn litla þýðingu hafa, þar sem íslenskir dómstólar dæmi á endanum. Það er ekki rétt að úrskurðurinn hafi litla þýðingu. Þvert á móti, fari íslenskir dómstólar gegn Evrópurétti í lokaniðurstöðu sinni getur íslenska ríkið verið skaðabótaskylt. Sú staða væri grafalvarleg og gætu skattgreiðendur þurft að greiða brúsann. Niðurstaða EFTA dómstólsins hefur áhrif á öll lán til neytenda sem eru með vaxtabreytileikaákvæði, líka lán lífeyrissjóða. Það þarf einkum að líta til þriggja þátta þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar, að því gefnu að niðurstaða íslenskra dómstóla verði á sama veg og EFTA dómstólsins. -Í fyrsta lagi gætu lántakar átt verulegar upphæðir hjá lánveitendum sínum. Íslandsbanki og Landsbankinn meta mögulegt tjón sitt í árshlutauppgjörum sínum á um 25 ma.kr. Skuldir heimila nema um 2.500 ma.kr. og er meginþorri þeirra með vaxtabreytileikaákvæði, en úrskurðurinn tekur til allra lána sem eru með þá eiginleika að vextir geti breyst á lánstímanum, líka lána með svokölluð „fastvaxtatímabil“. Neytendasamtökin telja endurgreiðslukröfur lántaka geti numið allt frá nokkrum tugum þúsunda upp í nokkrar milljónir, fyrir hvert lán, eftir upphæð og tímabili þess. Lántakar verða þó að líta til þess að slíta fyrningu til að tapa ekki kröfum sínum, hafi þeir á undanförnum fjórum árum greitt upp lán eða endurfjármagnað það. -Í öðru lagi munu lánasamningar til framtíðar breytast og verður mun auðveldara að bera saman lánakjör en nú er. Núna er einungis hægt að bera saman lán í punktstöðu og engin leið að geta sér til um hvernig þau breytast á morgun. Þannig getur banki boðið bestu kjör í dag, en þau verstu á morgun. Þetta er óheimilt. -Í þriðja lagi gæti niðurstaðan haft í för með sér fastvaxtaáhættu fyrir lánastofnanir, séu þær ekki lengur í aðstöðu til að hækka vexti að vild þegar á bjátar hjá þeim. Lántakar verji sig Það er afar mikilvægt að neytendur að koma í veg fyrir að mögulegar kröfur þeirra fyrnist. Það er hægt með því að skjóta málum til Kærunefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki eða skrá sig til leiks. Þá er mikilvægt að neytendur standi saman og sýni með afgerandi hætti að þeir séu reiðubúnir að sækja rétt sinn og fá afgerandi niðurstöðu. Mögulegur ávinningur þátttakenda getur numið umtalsverðum upphæðum, en mikilvægara er að breyta lánaumhverfinu þannig að vaxtaákvarðanir verði gegnsæjar og skiljanlegar. Við hvetjum öll til að taka þátt í að breyta lánaumhverfinu. Fáðu allar frekari upplýsingar, taktu þátt og verðu rétt þinn á www.vaxtamalid.is. Höfundar eru Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Kjaramál Dómsmál Fasteignamarkaður Evrópusambandið Breki Karlsson Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Árið 2021 fengu Neytendasamtökin fulltingi VR til að stefna bönkunum vegna skilmála og vaxtaákvarðana lána með breytilegum vöxtum. Að mati samtakanna eru skilmálarnir óskýrir, verulega matskenndir og ógegnsæir og þess vegna ekki hægt að sannreyna hvort vaxtaákvarðanir séu réttmætar. Á þessum tíma voru vextir í sögulegu lágmarki. Nú hafa þeir hækkað svo rækilega að margir sligast undan, og fram undan eru vaxtabreytingar fjölmargra lána, svo líkja má við krapastíflu sem bíður þess að bresta. Því eru hagsmunir neytenda enn ríkari nú en áður. Álit EFTA-dómstólsins skýrt Héraðsdómar Reykjavíkur og Reykjaness beindu spurningu til EFTA dómstólsins og óskuðu eftir ráðgefandi áliti um hvernig túlka bæri Evróputilskipanir er varða lög sem bera breytilega vexti, þ.m.t. ákvæði sem innleidd voru með lögum um fasteignalán til neytenda árið 2017. Álit dómstólsins var kýrskýrt: Bönkunum er ekki heimilt að breyta vöxtum að vild og núverandi skilmálar bankanna uppfylla ekki skilyrði um skýrleika. Þannig eru skilmálar lánanna með breytilegum vöxtum ólöglegir, sem og aðferð lánveitenda við vaxtaákvarðanir, að mati EFTA dómstólsins. Forsagan Í lok árs 2019 óskuðu Neytendasamtökin eftir upplýsingum um ákvæði lánasamninga og framkvæmd vaxtaákvarðana lána með breytilegum vöxtum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum. Svör bankanna bárust í apríl 2019 og voru þau ófullnægjandi að mati samtakanna. Voru bankarnir hvattir til að endurskoða samningsskilmála húsnæðislána með breytilegum vöxtum og endurgreiða oftekna vexti. Svör bárust haustið 2020 og höfnuðu allir bankarnir að verða við kröfum samtakanna. Í maí 2021 opnuðu Neytendasamtökin vefinn www.vaxtamalid.is og kölluðu eftir þátttakendum í fjöldamálsókn. Alls hafa nú á þriðja þúsundmanns með á sjöunda þúsund lána skráð sig til leiks. Í desember 2021 var bönkunum þremur stefnt í sex fordæmisgefandi málum. Í málunum reynir á mismunandi tegundir skilmála um breytilega vexti sem bankarnir hafa nýtt í starfsemi sinni. Fimm málanna snúa að húsnæðislánum, en markmiðið var að fá fram úrlausn í málinu sem hefði þýðingu fyrir sem flesta lánataka. Mál sem snúa að lánum sem tekin voru fyrir 2017 eru nú fyrir Landsrétti, en í héraði voru Arion banki og Íslandsbanki sýknaðir, en Landsbankanum gert að endurgreiða lántökum. Málum sem snúa að húsnæðislánum sem tekin voru í tíð núgildandi laga var vísað til EFTA-dómstólsins, af Héraðsdómum Reykjavíkur og Reykjaness, en aðalmeðferð í þeim málum fer fram fyrir héraðsdómi næsta haust. Ráðgefandi álit dómstólsins lá fyrir í maí 2024 en þar er tekið undir öll sjónarmið Neytendasamtakanna. Áhrif úrskurðar EFTA dómstólsins Bankarnir hafa sagt úrskurðinn litla þýðingu hafa, þar sem íslenskir dómstólar dæmi á endanum. Það er ekki rétt að úrskurðurinn hafi litla þýðingu. Þvert á móti, fari íslenskir dómstólar gegn Evrópurétti í lokaniðurstöðu sinni getur íslenska ríkið verið skaðabótaskylt. Sú staða væri grafalvarleg og gætu skattgreiðendur þurft að greiða brúsann. Niðurstaða EFTA dómstólsins hefur áhrif á öll lán til neytenda sem eru með vaxtabreytileikaákvæði, líka lán lífeyrissjóða. Það þarf einkum að líta til þriggja þátta þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar, að því gefnu að niðurstaða íslenskra dómstóla verði á sama veg og EFTA dómstólsins. -Í fyrsta lagi gætu lántakar átt verulegar upphæðir hjá lánveitendum sínum. Íslandsbanki og Landsbankinn meta mögulegt tjón sitt í árshlutauppgjörum sínum á um 25 ma.kr. Skuldir heimila nema um 2.500 ma.kr. og er meginþorri þeirra með vaxtabreytileikaákvæði, en úrskurðurinn tekur til allra lána sem eru með þá eiginleika að vextir geti breyst á lánstímanum, líka lána með svokölluð „fastvaxtatímabil“. Neytendasamtökin telja endurgreiðslukröfur lántaka geti numið allt frá nokkrum tugum þúsunda upp í nokkrar milljónir, fyrir hvert lán, eftir upphæð og tímabili þess. Lántakar verða þó að líta til þess að slíta fyrningu til að tapa ekki kröfum sínum, hafi þeir á undanförnum fjórum árum greitt upp lán eða endurfjármagnað það. -Í öðru lagi munu lánasamningar til framtíðar breytast og verður mun auðveldara að bera saman lánakjör en nú er. Núna er einungis hægt að bera saman lán í punktstöðu og engin leið að geta sér til um hvernig þau breytast á morgun. Þannig getur banki boðið bestu kjör í dag, en þau verstu á morgun. Þetta er óheimilt. -Í þriðja lagi gæti niðurstaðan haft í för með sér fastvaxtaáhættu fyrir lánastofnanir, séu þær ekki lengur í aðstöðu til að hækka vexti að vild þegar á bjátar hjá þeim. Lántakar verji sig Það er afar mikilvægt að neytendur að koma í veg fyrir að mögulegar kröfur þeirra fyrnist. Það er hægt með því að skjóta málum til Kærunefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki eða skrá sig til leiks. Þá er mikilvægt að neytendur standi saman og sýni með afgerandi hætti að þeir séu reiðubúnir að sækja rétt sinn og fá afgerandi niðurstöðu. Mögulegur ávinningur þátttakenda getur numið umtalsverðum upphæðum, en mikilvægara er að breyta lánaumhverfinu þannig að vaxtaákvarðanir verði gegnsæjar og skiljanlegar. Við hvetjum öll til að taka þátt í að breyta lánaumhverfinu. Fáðu allar frekari upplýsingar, taktu þátt og verðu rétt þinn á www.vaxtamalid.is. Höfundar eru Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar