Tvö mörk tekin af Sviss í jafntefli gegn Skotlandi Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. júní 2024 21:00 Angus Gunn fékk á sig fimm mörk gegn Þýskalandi. AP Photo/Sergei Grits Skotland og Sviss skildu jöfn 1-1 í annarri umferð Evrópumótsins í Þýskalandi. Sviss jafnaði eftir að hafa lent undir og tvö mörk voru svo tekin af þeim vegna rangstöðu. Skotland komst yfir á 13. mínútu þegar Scott McTominay skaut að marki. Skotið var á leið í hendur markmannsins en Fabian Schar rak tánna út og breytti stefnu þannig að hann endaði í netinu. Afskaplega klaufalegt og Yann Sommer í markinu ekki sáttur með sinn mann. Yann Sommer hefði líklega gripið boltann hefði Fabian Schar látið hann vera.Alex Grimm/Getty Images Xherdan Shaqiri jafnaði metin fyrir Sviss á 26. mínútu með stórkostlegu skoti. Hann vann boltann eftir misheppnaða sendingu í öftustu línu Skota og skaut strax að marki. Fullkomin afgreiðsla í nærhornið og boltinn söng í netinu við samskeytin. Shaqiri átti algjört draumaskot.Justin Setterfield/Getty Images Svisslendingar settu boltann tvívegis aftur í netið en í bæði skipti var markið dæmt af. Fyrra atvikið átti sér stað á 34. mínútu þar sem Dan Ndoye skaut í netið eftir skallasendingu frá Ruben Vargas. Á 83. mínútu var það svo Breel Embolo sem hélt hann hefði skorað. Bæði mörk voru dæmd af samstundis vegna rangstöðu. Skotland var á afturfótunum lengst af í leiknum og Sviss mun líklegri aðilinn en Skotar fengu frábært tækifæri til að taka forystuna aftur á 65. mínútu. Andy Robertson gaf þá fyrir úr aukaspyrnu og Grant Hanley stangaði boltann í stöngina. Leikurinn endaði því með 1-1 jafntefli. Skotland er komið með stig á blað og Sviss er með fjögur stig eftir sigur gegn Ungverjalandi í fyrsta leik. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Í tveggja leikja bann fyrir tæklinguna ljótu á Gündoğan Ryan Porteous, varnarmaður Skotlands, hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik á EM karla í fótbolta. 17. júní 2024 19:46
Skotland og Sviss skildu jöfn 1-1 í annarri umferð Evrópumótsins í Þýskalandi. Sviss jafnaði eftir að hafa lent undir og tvö mörk voru svo tekin af þeim vegna rangstöðu. Skotland komst yfir á 13. mínútu þegar Scott McTominay skaut að marki. Skotið var á leið í hendur markmannsins en Fabian Schar rak tánna út og breytti stefnu þannig að hann endaði í netinu. Afskaplega klaufalegt og Yann Sommer í markinu ekki sáttur með sinn mann. Yann Sommer hefði líklega gripið boltann hefði Fabian Schar látið hann vera.Alex Grimm/Getty Images Xherdan Shaqiri jafnaði metin fyrir Sviss á 26. mínútu með stórkostlegu skoti. Hann vann boltann eftir misheppnaða sendingu í öftustu línu Skota og skaut strax að marki. Fullkomin afgreiðsla í nærhornið og boltinn söng í netinu við samskeytin. Shaqiri átti algjört draumaskot.Justin Setterfield/Getty Images Svisslendingar settu boltann tvívegis aftur í netið en í bæði skipti var markið dæmt af. Fyrra atvikið átti sér stað á 34. mínútu þar sem Dan Ndoye skaut í netið eftir skallasendingu frá Ruben Vargas. Á 83. mínútu var það svo Breel Embolo sem hélt hann hefði skorað. Bæði mörk voru dæmd af samstundis vegna rangstöðu. Skotland var á afturfótunum lengst af í leiknum og Sviss mun líklegri aðilinn en Skotar fengu frábært tækifæri til að taka forystuna aftur á 65. mínútu. Andy Robertson gaf þá fyrir úr aukaspyrnu og Grant Hanley stangaði boltann í stöngina. Leikurinn endaði því með 1-1 jafntefli. Skotland er komið með stig á blað og Sviss er með fjögur stig eftir sigur gegn Ungverjalandi í fyrsta leik.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Í tveggja leikja bann fyrir tæklinguna ljótu á Gündoğan Ryan Porteous, varnarmaður Skotlands, hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik á EM karla í fótbolta. 17. júní 2024 19:46
Í tveggja leikja bann fyrir tæklinguna ljótu á Gündoğan Ryan Porteous, varnarmaður Skotlands, hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik á EM karla í fótbolta. 17. júní 2024 19:46
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti