Dúxinn Max er „tölvuleikjanörd“ og mætti á öll böllin Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2024 17:11 Max segir kennarana, vinina og félagslífið standa upp úr eftirskólagönguna. Menntaskólinn á Akureyri Max Forster er dúx Menntaskólans á Akureyri þetta árið með einkunnina 9,83. Auk þessa merka áfanga mætti hann samviskusamlega á viðburði sem félagslíf MA hafði upp á að bjóða og stundaði bæði tölvuleiki og frisbígolf í frítíma sínum. Fréttamaður hafði samband við Max, sem er himinlifandi með árangurinn. „Það voru fleiri sem ég vissi að voru háir þannig að var ekki alveg viss. En svo þegar þetta var sagt opinberlega var ég bara, jess!“ segir Max, aðspurður hvort dúxatilnefningin hafi komið honum á óvart. En hvernig skóli er MA? „Æðislegur skóli. Ég bara gæti ekki beðið um betra fólk, betra nám, betra félagslíf,“ segir Max. Hann hafi tekið virkan þátt í félagslífinu, mætt á böll, árshátíðir og kvöldvöku, en á þeim hittast nemendur og skemmta sér. Max segir raungreinarnar heilla hann meira en tungumál og félagsvísindi, en hann stundaði nám á náttúrufræðibraut. „Það er stærðfræðin og eðlisfræðin og forritunin sem ég hef mestan áhuga á. Aðallega forritunin reyndar,“ segir Max. Aðspurður hvað tekur við segist honum lítast best á raforkuverkfræðina í HR en hann líti líka til hugbúnaðarverkfræðinnar. Óhætt er að segja að Max sé með óalgengari nöfnum hér á landi, áttu rætur að rekja til útlanda? „Mamma mín er íslensk og pabbi minn er Þjóðverji. En ég er samt hreinn Akureyringur af líkama og sál!“ segir Max. Hann segir það því hafa legið beinast við að fara í Menntaskólann á Akureyri, eftir að hafa ákveðið að leið hans lægi í bóklegt nám. Þrátt fyrir að hafa dúxað MA varði Max alls ekki öllum sínum frítíma í lærdóm. „Ég er mikill tölvuleikjanörd og er mjög mikið í frisbígolfi. Mér finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Max. En hvað stóð upp úr á skólagöngunni? „Það er bæði æðislegu kennararnir, og líka vinirnir og félagslífið. Hvernig þetta er allt svo góð heild.“ Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Akureyri Tengdar fréttir Dúxaði í Verzló með tíu í einkunn og ári á undan í skóla Ragna María Sverrisdóttir dúxaði við Verzlunarskóla Íslands með tíu í meðaleinkunn en 330 nýstúdentar útskrifuðust frá skólanum um helgina. Nói Pétur Á. Guðnason var semídúx með 9,9 í meðaleinkunn. Nemendur Verzló héldu í útskriftarferð í dag sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig. 27. maí 2024 11:07 Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. 5. júní 2024 16:09 „Var þetta í alvöru nafnið mitt sem þau kölluðu?“ Það kom Álfrúnu Lind Helgadóttur í opna skjöldu þegar nafn hennar var kallað upp í háskólabíói á útskriftarathöfn Menntaskólans í Reykjavík árið 2024. Hún var dúx skólans þetta árið. 5. júní 2024 15:33 Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Sjá meira
Fréttamaður hafði samband við Max, sem er himinlifandi með árangurinn. „Það voru fleiri sem ég vissi að voru háir þannig að var ekki alveg viss. En svo þegar þetta var sagt opinberlega var ég bara, jess!“ segir Max, aðspurður hvort dúxatilnefningin hafi komið honum á óvart. En hvernig skóli er MA? „Æðislegur skóli. Ég bara gæti ekki beðið um betra fólk, betra nám, betra félagslíf,“ segir Max. Hann hafi tekið virkan þátt í félagslífinu, mætt á böll, árshátíðir og kvöldvöku, en á þeim hittast nemendur og skemmta sér. Max segir raungreinarnar heilla hann meira en tungumál og félagsvísindi, en hann stundaði nám á náttúrufræðibraut. „Það er stærðfræðin og eðlisfræðin og forritunin sem ég hef mestan áhuga á. Aðallega forritunin reyndar,“ segir Max. Aðspurður hvað tekur við segist honum lítast best á raforkuverkfræðina í HR en hann líti líka til hugbúnaðarverkfræðinnar. Óhætt er að segja að Max sé með óalgengari nöfnum hér á landi, áttu rætur að rekja til útlanda? „Mamma mín er íslensk og pabbi minn er Þjóðverji. En ég er samt hreinn Akureyringur af líkama og sál!“ segir Max. Hann segir það því hafa legið beinast við að fara í Menntaskólann á Akureyri, eftir að hafa ákveðið að leið hans lægi í bóklegt nám. Þrátt fyrir að hafa dúxað MA varði Max alls ekki öllum sínum frítíma í lærdóm. „Ég er mikill tölvuleikjanörd og er mjög mikið í frisbígolfi. Mér finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Max. En hvað stóð upp úr á skólagöngunni? „Það er bæði æðislegu kennararnir, og líka vinirnir og félagslífið. Hvernig þetta er allt svo góð heild.“
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Akureyri Tengdar fréttir Dúxaði í Verzló með tíu í einkunn og ári á undan í skóla Ragna María Sverrisdóttir dúxaði við Verzlunarskóla Íslands með tíu í meðaleinkunn en 330 nýstúdentar útskrifuðust frá skólanum um helgina. Nói Pétur Á. Guðnason var semídúx með 9,9 í meðaleinkunn. Nemendur Verzló héldu í útskriftarferð í dag sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig. 27. maí 2024 11:07 Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. 5. júní 2024 16:09 „Var þetta í alvöru nafnið mitt sem þau kölluðu?“ Það kom Álfrúnu Lind Helgadóttur í opna skjöldu þegar nafn hennar var kallað upp í háskólabíói á útskriftarathöfn Menntaskólans í Reykjavík árið 2024. Hún var dúx skólans þetta árið. 5. júní 2024 15:33 Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Sjá meira
Dúxaði í Verzló með tíu í einkunn og ári á undan í skóla Ragna María Sverrisdóttir dúxaði við Verzlunarskóla Íslands með tíu í meðaleinkunn en 330 nýstúdentar útskrifuðust frá skólanum um helgina. Nói Pétur Á. Guðnason var semídúx með 9,9 í meðaleinkunn. Nemendur Verzló héldu í útskriftarferð í dag sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig. 27. maí 2024 11:07
Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. 5. júní 2024 16:09
„Var þetta í alvöru nafnið mitt sem þau kölluðu?“ Það kom Álfrúnu Lind Helgadóttur í opna skjöldu þegar nafn hennar var kallað upp í háskólabíói á útskriftarathöfn Menntaskólans í Reykjavík árið 2024. Hún var dúx skólans þetta árið. 5. júní 2024 15:33