Loksins Mannréttindastofnun Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 19. júní 2024 15:30 Mannréttindi eru hornsteinn frelsis, friðar, þróunar og réttlætis og þau ber að heiðra og hlú að þeim. Mannréttindi koma ekki að sjálfu sér heldur eru ákvörðun sem þarf að festa í lög, koma inn í kerfi, venja stofnanir við og viðhalda. Þessvegna er mikilvægt að mannréttindi eigi sér óháðan málsvara í stjórnkerfinu, sem heyrir ekki undir framkvæmdavaldið heldur sem sjálfstæð stofnun undir Alþingi. Það er þvi stórt skref og mikilvægt að loksins verður komið á fót sjálfstæðri, óháðri Mannréttindastofnun á Íslandi með það meginhlutverk að efla og vernda mannréttindi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum. Með því stöndum við jafnfætis velflestum Evrópuríkjum sem eiga slíka stofnun og getum loksins lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem er ætlað að verja og efla réttindi og virðingu og vinna að jafnrétti fatlaðs fólks í samfélaginu. Samningurinn var fullgiltur hér á landi árið 2016 en ekki hefur enn tekist að lögfesta hann – vegna þess að ekki var hægt að uppfylla skilyrði um óháða innlenda Mannréttindastofnun. Nú hillir undir að slíkt takist loksins. En stofnun sérstakrar Mannréttindastofnunar á Íslandi er ekki aðeins mikilvæg fyrir fatlað fólk heldur verða þar undir ýmis réttindi sem varin eru í stjórnarskrá lýðveldisins og er grundvallaratriði í siðuðu samfélagi að séu tryggð og eigi sér skilgreindan málsvara. Hlutverk Mannréttindastofnunnar felst til dæmis í eftirliti með framkvæmd laga, að veita ráðgjöf um vernd mannréttinda, fjalla um ástand mannréttindamála í landinu, vekja athygli á hugsanlegum mannréttindabrotum og eftir atvikum koma með tillögur að úrbótum, stuðla að rannsóknum á sviði mannréttinda, sinna fræðslu og hvetja til opinberrar umræðu um mannréttindi og ekki síst að vinna að því að mannréttindi séu virt á öllum sviðum samfélagsins. Þangað verður hægt að leita um ráðgjöf og leiðbeiningar og koma með ábendingar sem geta leitt til þess að stofnunin taki mál til skoðunar að eigin frumkvæði. Þessi stofnun getur því orðið mikilvægt skref á vegferð okkar til að tryggja að mannréttindaumhverfi verði eins og best verður á kosið hér á landi. Við undirbúningsvinnu að frumvarpi um Mannréttindastofnun Íslands var var haft víðtækt samráð við stofnanir, félagasamtök og aðra hagsmunaaðila sem öll lögðu ríka áhersla á mikilvægi þess að henni yrði komið sem fyrst á fót. Könnun var einnig lögð fram meðal almennings um stöðu mannréttinda og þar kom fram að einungis 30% svarenda töldu mannréttindaeftirliti nægilega vel sinnt á Íslandi og 93% í sömu könnun töldu mannréttindi gríðarlega mikilvæg til að skapa betra samfélag. Með stofnun Mannréttindastofnunar Íslands er því stigið mikilvægt skref, ekki einungis til að fara að vilja þjóðarinnar og uppfylla skyldur okkar heldur til að sýna á alþjóðavettvangi að á Íslandi setjum við mannréttindi í öndvegi. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Alþingi Vinstri græn Mannréttindi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Mannréttindi eru hornsteinn frelsis, friðar, þróunar og réttlætis og þau ber að heiðra og hlú að þeim. Mannréttindi koma ekki að sjálfu sér heldur eru ákvörðun sem þarf að festa í lög, koma inn í kerfi, venja stofnanir við og viðhalda. Þessvegna er mikilvægt að mannréttindi eigi sér óháðan málsvara í stjórnkerfinu, sem heyrir ekki undir framkvæmdavaldið heldur sem sjálfstæð stofnun undir Alþingi. Það er þvi stórt skref og mikilvægt að loksins verður komið á fót sjálfstæðri, óháðri Mannréttindastofnun á Íslandi með það meginhlutverk að efla og vernda mannréttindi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum. Með því stöndum við jafnfætis velflestum Evrópuríkjum sem eiga slíka stofnun og getum loksins lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem er ætlað að verja og efla réttindi og virðingu og vinna að jafnrétti fatlaðs fólks í samfélaginu. Samningurinn var fullgiltur hér á landi árið 2016 en ekki hefur enn tekist að lögfesta hann – vegna þess að ekki var hægt að uppfylla skilyrði um óháða innlenda Mannréttindastofnun. Nú hillir undir að slíkt takist loksins. En stofnun sérstakrar Mannréttindastofnunar á Íslandi er ekki aðeins mikilvæg fyrir fatlað fólk heldur verða þar undir ýmis réttindi sem varin eru í stjórnarskrá lýðveldisins og er grundvallaratriði í siðuðu samfélagi að séu tryggð og eigi sér skilgreindan málsvara. Hlutverk Mannréttindastofnunnar felst til dæmis í eftirliti með framkvæmd laga, að veita ráðgjöf um vernd mannréttinda, fjalla um ástand mannréttindamála í landinu, vekja athygli á hugsanlegum mannréttindabrotum og eftir atvikum koma með tillögur að úrbótum, stuðla að rannsóknum á sviði mannréttinda, sinna fræðslu og hvetja til opinberrar umræðu um mannréttindi og ekki síst að vinna að því að mannréttindi séu virt á öllum sviðum samfélagsins. Þangað verður hægt að leita um ráðgjöf og leiðbeiningar og koma með ábendingar sem geta leitt til þess að stofnunin taki mál til skoðunar að eigin frumkvæði. Þessi stofnun getur því orðið mikilvægt skref á vegferð okkar til að tryggja að mannréttindaumhverfi verði eins og best verður á kosið hér á landi. Við undirbúningsvinnu að frumvarpi um Mannréttindastofnun Íslands var var haft víðtækt samráð við stofnanir, félagasamtök og aðra hagsmunaaðila sem öll lögðu ríka áhersla á mikilvægi þess að henni yrði komið sem fyrst á fót. Könnun var einnig lögð fram meðal almennings um stöðu mannréttinda og þar kom fram að einungis 30% svarenda töldu mannréttindaeftirliti nægilega vel sinnt á Íslandi og 93% í sömu könnun töldu mannréttindi gríðarlega mikilvæg til að skapa betra samfélag. Með stofnun Mannréttindastofnunar Íslands er því stigið mikilvægt skref, ekki einungis til að fara að vilja þjóðarinnar og uppfylla skyldur okkar heldur til að sýna á alþjóðavettvangi að á Íslandi setjum við mannréttindi í öndvegi. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun